Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Síða 15
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. 15 Launþegasamtök og lögbundin réttindi Kostnaður við ferðalög ráðherranna fyrstu 10 mánuðina: Heildarkostnaður rúmar 22 milljónir króna - þar afvoru dagpeningar ráðherra og maka 7,5 milljónir króna í gær barst til Alþingis svar’ viö ur ferða- og hótelkostnaður er það líka athygli aö umlíverfisráö- fyrirspum Kristins H. Gunnarssonar greiddur þar fyrir utan af ríkinu. herra eyddi 167.801 krónu í risnu á um ferðakostnaö ráöherra frá þvi Utanríkisráöherra er meö lang- meðan nokkrir ráöherra eyddu engu ríkisstjómin tók við 1. mai i fyrra mestan kostnaðinn eða samtals 5,3 í risnuenaörir 10til20þúsund krón- og til 25. febrúar síöasthðinn eða milljónir króna þessa 10 mánuði. Þar um. fyrstu 10 mánuði hennar. í ijós kem- af em dagpeningagreiöslur til hans Halldór Blöndal er sparsamastur ur aö allur kostnaöur viö feröir ráö- og maka hans 1.665.408 krónur. ráöherranna á ferðalögum. Hann fór herranna og maka þeirra nemur í þessu kostnaöaryfirliti frá forsæt- sem landbúnaðarráöherra 2 feröir 22.367.789 krónum. Þar af em dag- isráöuneýtinu vekur athygh aö um- og sem samgönguráöherra 5 feröir peningagreiöslur til ráðherranna og hverfisráöherra hefur fariö 10 feröir og samtals kostuöu þessar feröir maka þeirra 7.435.864 krónur. Þess til útlanda á þessu tímabiU og er 897.663 krónur. skal getið þegar rætt er um dagpen- hann næstur á eftir utanríkisráö- Aö öðm leyti vísast til meðfylgj- inga ráöherra og maka þeirra aö aU- herra sem er með 16 feröir. Þá vekur andi súlurits. -S.dór „Það eina sem hefur verið látið svo til afskiptalaust eru ferðadagpening- ar og risnufé ráðherranna ...“ segir m.a. í grein Finns. Launafólk og samtök þeirra hafa á undanfömum mánuðum og miss- erum orðið fyrir afar einkennilegri en um leið fróðlegri reynslu af því hvernig treysta má orðum og gerð- um stjómmálaflokkanna. Fyrir al- þingiskosningamar í apríl á sl. ári lýstu forystumenn stjórnmála- flokkanna því fyrir þjóðinni hvern- ig þeir og flokkar þeirra vildu tak- ast á við verkefni framtíðarinnar. Launamenn hlustuðu þá á hvem stjómmálaforingjann á fætur öðr- um lýsa þeirri björtu mynd sem blasti við ef flokkur þeirra fengi brautargengi í kosningunum. Þannig byggðu stjómmálamenn- irnir upp miklar væntingar hjá þjóðinni. Að lofa en svíkja Þeir stjórnmálaflokkar, sem næst komust því í kosningabaráttunni að lofa öllum öllu alltaf og alls stað- ar, voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði skattalækkunum, Alþýðuflokkur- inn lofaði hækkun skattleysis- marka, Sjálfstæðisflokkurinn lof- aði auknum kaupmætti, Alþýðu- flokkurinn lofaði að standa dyggan vörð um velferðarkerfið og sér- staklega að tryggja hag öryrkja, ellilífeyrisþega og barnmargra fjöl- skyldna. Nú hafa stjórnmálaflokkarnir með aðgerðum sínum sagt atvinnu- lífinu og fólkinu í landinu stríð á hendur. Nú er ekki hægt að gera neitt fyrir neinn nokkurn tíma né neins staðar. Nú reyna ríkisstjórn- arflokkarnir að lama baráttuþrek launþegasamtakanna með hótun- um um uppsagnir og sviptingu launa. Nú er reynt að draga kjark- inn úr þjóðinni með kreppu- og samdráttartali. Nú heyrast ekki frá sjálfstæðismönnum hástemmdar KjaUarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík yfirlýsingar um bjarta framtíð ís- lensku þjóðarinnar, eins og heyrð- ist úr herbúðum sjálfstæðismanna á vordögum 1991. Ríkisstjómin sendir nú atvinnu- lífinu hvern skattahækkunarpakk- ann á fætúr öðrum á sama tíma og atvinnulífið er að stöðvast og fjöldaatvinnuleysi er skollið á. Nú taka launamenn, sjúkhngar, elh- og örorkulífeyrisþegar á móti stór- auknum skattaálögum frá ríkis- stjórninni. Sjómenn eru sviptir áunnum og lögbundnum réttind- um, sennilega vegna þess að þeir eru einn mikhvægasti þátturinn í þeirri keðju framleiðslunnar í landinu, sem skapar þjóðinni um 80% af gjaldeyristekjunum. Sveit- arfélögin þurfa að skattleggja íbúa sína sérstaklega til að geta greitt framfærslustyrkinn með ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar. Það eina sem hefur verið látið svo til af- skiptalaust eru ferðadagpeningar og risnufé ráðherranna sem eru um borð í ms. Rugludalh hjá Davíð kapteini. Að semja um stjórnarskrána Nú þegar launþegasamtökunum í landinu hefur loksins tekist að draga atvinnurekendur og ríkis- valdið að samningaborðinu hér um bh hálfu ári eftir að kjarasamning- ar eru úr gUdi fallnir og kaupmátt- ur hefur hrunið um 3% þá er ekki hægt að byrja á því að ræða með hvaða hætti bæta eigi launafólki kaupmáttarhrunið hvað þá hvern- ig eigi að framfylgja kosningalof- orðum Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Þess í stað eru launþegasamtökin hrakin áratugi aftur í tímann því ríkisstjórnin vUl byrja á að semja upp á nýtt um ýmiss konar lög- vemduð réttindi, sem launamenn hafa áunnið sér í gegnum árin. Sum þessara réttinda eru lögvarin í stjómarskránni en nú vUl ríkis- stjórnin hafa þessi atriði til samn- inga í kjarasamningum. Það er svo langt gengið að launþegasamtökin þurfa að semja um það í kjara- samnlngum að velferðarkerfið verði ekki fyrir frekari árásum rík- isstj órnarflokkanna. Höfuðskylda ríkisstjórnar Ég hygg að flestar ríkisstjórnir líti á það sem skyldu sína að gera aht sem hægt er til að tryggja að samningar á vinnumarkaðnum náist og sátt haldist. Þær ríkis- stjórnir, sem hafa verið undir for- ustu Framsóknarflokksins, hafa a.m.k. litið á það sem sína höfuð- skyldu. Gott dæmi um það er síð- asta ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar en í tíð þeirrar ríkis- stjórnar voru gerðir þeir kjara- samningar sem kenndir hafa verið við þjóðarsátt og tryggðu stöðug- leika, lága verðbólgu, fulla atvinnu, lága vexti, umsaminn kaupmátt samhliða bættri afkomu atvinnu- veganna. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fer hins vegar öðruvísi að, henni hefur tekist að magna þá erfiðleika sem við blasa. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin aukið á krepp- una með harkalegum niðurskurði á ýmsum sviðum opinberra út- gjalda, sem mun leiða til samdrátt- ar í þjóðfélaginu og atvinnuleysis, þannig að nú stefnir í meira at- vinnuleysi hér á landi en við höfum jafnvel nokkru sinni fyrr séð. Rík- isstjórnin hafði á vordögum frum- kvæði að þvi að hækka vextina í landinu og bankarnir fylgdu á eft- ir. Vaxtahækkunin ein og sér þýðir það í dag aö vel rekið fyrirtæki gæti greitt 18% hærri laun ef vaxta- hækkunin hefði aldrei orðið. Framsóknarflokkurinn hafnar Það er þessi stjórnarstefna sem Framsóknarflokkurinn hafnar. Hann vill lága vexti á samdráttar- tímum til að hvetja til fjárfestinga í arðbærum framkvæmdum til að tryggja atvinnu og kaupmátt. Hann hafnar skattlagningu á elli- og ör- orkuhfeyrisþega, námsmenn, sjó- menn og sjúklinga. Hann vill skatt- leggja þá sem peningana eiga. Það er því ömurlegt hlutskipti sem launamenn og samtök þeirra standa nú frammi fyrir í þessum kjarasamningum. Loforð ríkisstjórnarflokkanna frá því í kosningabaráttunni eru gleymd. Kaupmáttarhrunið, sem orðið hefur í tíð ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar, á ekki að bæta. Launamenn þurfa að árétta nú í kjarasamingum að ekki verði hróflað við ýmsum áunnum og lög- bundnum réttindum launamanna á samningstímanum sem sum hver eru stjórnarskrárbundin. Fyrir launafólk hefur þetta stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks sem af er orðið lærdómsríkt en um leið víti til varnaðar. Finnur Ingólfsson „Þess í staö eru launþegasamtökin hrakin áratugi aftur í tímann því ríkis- stjórnin vill byrja á að semja upp á nytt um ýmiss konar lögvernduð rétt- indi...“ Hollusta á vinnustað í byggingariðnaði A ráðstefnu er ég nýlega var staddur á í Danmörku ásamt öðr- um þátttakendum frá Norðurlönd- um, Hollandi og Þýskalandi var rætt um vinnustaðaumhverfi (vinnuaðstöðu) og afleiðingar óað- gæslu í meðferð efna sem unnið er með, auk verkfæra. Öll eiga löndin það sameiginlegt að glíma við þetta mál, þó hvert á sinn hátt. Eitt er þó sameiginlegt: það er tregða verkamannsins til að nota þær hlíf- ar eða þá aðgæslu sem þarf. Danir eru nú að gera tilraun með að skapa vinnustað þar sem þrifn- aður er allur í fyrirrúmi eftir bestu getu. Um er að ræða vinnustað þar sem fram fer endumýjun á 14 gömlum íbúðarblokkum, hverri á fætur annarri. Allt er rifið út, brotnir niður veggir, gluggar rifnir úr og annað í þeim dúr. Það gefur augaleið að þar er mikið ryk. Hver og einn sem þar vinnur verður að þrífa effir sig og ryksuga hið smæsta ryk svo næsti maður geti gengið hreint til verks. Til þessa verks var fengin mikil og öflug ryk- suga meö sogrör inn á allar 4 hæð- imar. Líkaminn er ekki ruslahaugur Við vinnu í litlum eða miklum rykmekki þarf að nota rykgrímu tU varnar lungum, hanska til vam- ar höndum eða kemíska hanska og KjaUariim Atli Hraunfjörð málari loka buxnaskálmum til að veijast uppþyrluðu ryki er sest á húðina. Stöðug erting af ryki getur orsakað ofnæmi, exem eða útbrot og jafnvel asma. Ryk í lungum getur valdið bólgum í lungnapípum vegna ör- fínna korna er þangað berast, einn- ig fiberþræðir ýmiss konar, en það fer að sjálfsögðu eftir efnisnotkun. Það hefur komið í ljós í þessum fyrrgreindu löndum að mjög marg- ir (of margir) einstaklingar er vinna í byggingariðnaði þjást af þessu. Við getum sagt í gamni og alvöru að ein besta leiðin til heilsu- gæslu á vinnustað sé góð ryksuga. Um meðferð kemískra efna á vinnustað er það að segja að flest efni eru hættulítil eða hættulaus ef farið er eftir settum reglum þar að lútandi. Um er að ræða efni sem gefa frá sér hættuleg upplausnar- efni við innöndun, eru hættuleg við snertingu og ekki hvað síst ef þeirra er neytt. Stöðug innöndun óheftra upplausnarefna getur vald- ið heilaskaða eða krabbameini í öðrum mikilvægum líffærum mannsins (þau eru öll mikilvæg). Að sjálfsögðu eru menn misnæmir fyrir áhrifum þessara efna og hafa mislangan feril í ertingu þar til sjúkdómur kemur fram. Við verðum að hafa í huga að lík- aminn er enginn ruslahaugur eða afgangsleikfang sem máður getur leyft sér að eyðileggja bara af því að við höfum annað til vara. Heils- an er besta fjárfesting einstaklings- ins og það er heilsan sem gerir lífið bærilegt í nútíð og framtíð. Það getur enginn annar en þú séð um heilsuna, því skaltu aðgæta hvað þú gerir. Enginn má né getur notað kolsíugrímu lengur en 3 tíma á dag og þess vegna skal skipuleggja vinnu sína í samræmi við það. Einnig er gott ef menn gætu skipst á að vinna grímuvinnu ef þannig háttar til. - En umfram allt er brýnt að velja hættuminni efni og hafa góða loftræstingu ef kostur er. Hugsunarlitlir um hættur Oft hefur maður séð notkun ýmissa rafmagnsverkfæra eða not- að þau sjálfur við vinnu sína og framkallað heilmikið af ryki, jafn- vel meira en þörf er á, og jafnvel einnig verið óvarinn í öllum mekk- inum. Ekki get ég giskað á hvers vegna maður gerir þetta. Kannski er það hugsunarleysi um hættur verksins og þekkingarleysi senni- lega. Danir og Svíar hafa gert mikl- ar rannsóknir á þessum málum og fengið ákveðnar niðurstöður sem eru allrar athygli verðar. í ljósi niðurstöðunnar og þeirrar um- ræðu er fram fór á ráðstefnunni er eftirfarandi ljóst: Byggingariðn- aðarmenn og aðrir er vinna með upplausnarefni skulu gæta þess í hvívetna að nota allar þær varnir og hlífar sem talið er fullnægjandi að nota í hveiju tilviki. Ennfremur að ryka upp sem minnst og nota ryksugu. Einnig nofa þannig hand- verkfæri að koma megi ryksugu fyrir á tækinu. Hreinsa allt ryk af vinnusvæði ef kostur er og nota rykgrímu. Ryk, sem þyrlað er upp, sest aftur á nokkrum klukkutím- um. Ef við bætum vinnuaðstöðuna bætum við vinnustaðinn, heilsuna, líðanina og framtíðina. Atli Hraunfjörð „ ... það er heilsan sem gerir lífið bæri- legt í nútíð og framtíð. Það getur enginn annar en þú séð um heilsuna, því skaltu aðgæta hvað þú gerir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.