Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Náttúruóbeit Nokkur hætta er á, að aukið verði við byggð á vestan- verðu Seltjarnarnesi og lagður hringvegur um nesið út fyrir Nesstofu. Bæjarstjóri Seltjarnarness heldur fast í slíkar hugmyndir, sem eru í aldarfjórðungsgömlu og gersamlega úreltu aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nú á tímum hefur náttúruvernd öðlast stærri sess í hugum fólks en var fyrir aldaríjórðungi. Þungavigtar- fólk í stjórnmálaflokki bæjarstjórans hefur skorið upp herör gegn áformum hans um hringveg og aukna byggð við Nesstofu og lagzt á sveif með minnihlutanum. Þótt margt hafi verið vel gert í bæjarmálum Seltjarn- arness á rúmlega aldarfjórðungs ferli bæjarstjórans, má undanskilja einn málaflokk. Það er náttúruvernd, sem af einhverjum óskýrðum ástæðum hefur farið fyrir bijóstið á honum. Um það eru því miður mörg dæmi. Nýlega lét bæjarstjórinn setja svokallaðan varphólma í Bakkatjörn, sem er á náttúruminjaskrá. Hann gerði það án þess að leita umsagnar viðkomandi bæjarnefnd- ar og án sérfræðilegrar aðstoðar. Afleiðingin er töluvert rask, sem líklegt er, að hafi skaðleg áhrif á fuglalíf. Ekki alls fyrir löngu lét bæjarstjórinn ýta jarðvegi yfir setlög og steingervinga frá síðjökultíma við Svarta- bakka. Þessi setlög voru á náttúruminjaskrá og eru dæmi um, að náttúra, sem er á náttúruminjaskrá, virð- ist fara sérstaklega í taugar bæjarstjórans. í fyrra lét bæjarstjórinn ýta jarðvegi yfir skógræktar- reit Kvenfélags Seltjarnarness vestan við íþróttavöll bæjarins. Um þetta hafði hann engin samráð við neinn, ekki frekar en núna, þegar hann lætur aka hundruðum hlassa af mold í sjóvarnargarð við Norðurströnd. Bæjarstjórinn hefur leikið Valhúsahæð mjög illa. Þar voru áður jökulsorfnar klappir, náttúrulegur gróður og útsýni um allan sjóndeildarhinginn. Nú hefur öllu verið umturnað á hæðinni, reist þar hús og mannvirki, og komið fyrir íþróttavelli, sem nánast aldrei er notaður. Árásir bæjarstjórans á náttúruna beinast nú að svæð- inu milli Nesstofu og Gróttu. Þar hefur verið fólbreytt líf fjörufugla og votlendisfugla, sem er á undanhaldi vegna aukinnar byggðar. Þarna hafa verið æðarfugl, maríuerla, þúfutittlingur, tjaldur og músarrindill. Seltjamames er í hópi þeirra sveitarfélaga, sem hæst hlutfall hafa húsa og gatna af heildarflatarmáli. Bæjarfé- laginu ber engin þjóðfélagsleg skylda til að halda áfrarn að þenja út byggð í því takmarkaða rými, sem enn er eftir. Nægar byggingalóðir eru í nágrannabæjunum. Alvarlegt ástand umhverfismála á Seltjarnarnesi er ekki bæjarstjóranum einum um að kenna. Kjósendur bera ábyrgð á honum og hafa látið framkvæmdagleði hans möglunarlítið yfir sig ganga. Seltirningar sem heild eru samsekir í slysunum, sem hér hefur verið lýst. Nú eru sem betur fer að koma í ljós merki þess, að spymt verði við fótum. Bæjarstjórinn hefur loksins gengið of langt gegn náttúruvernd og klofið sinn eigin stjómmálaflokk. Búast má við, að meirihluti kjósenda á Seltjarnarnesi sé andvígur frekara raski hans. Tímarnir hafa breytzt síðan bæjarstjórinn gerðist ein- ræðisherra á Seltjarnamesi fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Þegar einræðisherrar hætta að geta lagað sig að nýjum tímum og nýjum áherzlum, getur komið brestur í einræðið, svo sem nú hefur orðið á Seltjarnarnesi. Vonandi leiðir innanflokksuppreisnin á Seltjarnar- nesi til þess, að i eitt skipti fyrir öll verði komið í veg fyrir frekari náttúruspjöll af hálfu bæjarstjórans. Jónas Kristjánsson „Allt tal um að við séum landfræðilega miðsvæðis er nokkuð langsótt. ísland er langt úti í hafi frá Evrópu séð...“ „Eitt er landið ægi girt...M íslendingar bjuggu í þúsund ár á mörkum hins byggilega heims, langt frá öðrum þjóðum. Þá upp- hófst tími tæknibreytinga eða rétt- ara sagt tæknibyltinga sem leiddu tii þess að veröldin fór minnkandi og við urðum ekki eins einangruð og áður. Jafnframt voru íslending- ar þrátt fyrir smæð sína teknir í samfélag þjóðanna og urðu fullgild- ir þátttakendur í samstarfi Norður- landa. Tæknibreytingar urðu mestar á tveimur skeiðum. Fyrst með vél- báta-, togara- og kaupskipaútgerð í byrjun 20. aldar, sem leysti af hólmi segl og árar hðinna alda, en síðan um og eftir heimsstyrjöldina. Þær leiddu af sér nýja verkmenningu og tengdu landið viö umheiminn með flugsamgöngum. Samskipti við löndin í austri og vestri stórjukust og ekkert benti til annars en að sú þróun héldi áfram um ókomna framtíð. En þá allt í einu, á miðjum þessum vetri, ger- ast atburðir sem gætu bent til þess að við værum að einangrast á ný. Ekki á gamla mátann vegna fjar- lægðar, heldur frekar vegna ein- stæðingsskapar þess sem á fáa eða engan að. Evrópubúar efla stöðugt samtök sín en við horfum ráðviht á úr fjar- lægö. Öllum að óvörum er síðan stofnað nýtt Hansasamband um Eystrasalt og þegar við spyrjum hvort við fáum að vera með er okk- ur bent á aö við séum bara svo langt úti í hafi og eigum engin ítök viö Eystrasalt. Þetta er eins og þeg- ar krakkar úr öðru hverfi fá ekki að vera með í leikjunum og kann- ast margir við hvað það getur verið sárt. Enn bætist viö að htla heimsveld- ið okkar, norðvestursvæðið, er í hálfgerði upplausn. Grænlending- ar eru með eitthvert múður og vilja ekki semja um fiskveiöar á okkar forsendum og Færeyingar eru reiö- ir af því að við teljum okkur ekki hafa efni á að hjálpa þeim í efna- hagsþrengingum þeirra. Þá þýðir ekki lengur að hóta Kön- unum með því að þrengja að þeim í Keflavík. Þeir gætu einfaldlega tekið upp á því að fara bara heim. Einstaklingar geta orðið úrræða- lausir og þjóðir ruglaðar af minna tilefni en öllum þessum breytingun á stuttum tíma. Kjallariim Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. ísland ekki í alfaraleið Aht tal um að viö séum land- fræöilega miðsvæðis er nokkuð langsótt. ísland er langt úti í hafi frá Evrópu séð og jafnframt norður undir heimskautsbaugi og þar með fjarri helstu sighngaleiðum. Millilendingar erlendra flugvéla á Keflavíkurflugvehi eru mun færri en áður þótt háloftavindar beini stundum flugvélum yfir okk- ur á góðviðrisdögum á leið sinni heimsálfa á milli. Varðandi flug til Japans þá styttir sér enginn leið um Island eftir að flugleiðir hafa opnast yfir Síberíu. Evrópumenn munu þá fljúga nokk- urn veginn beint til austurs en Bandaríkjamenn um Anchorage í Alaska eða Hawaii-eyjar eins og áður. Hins vegar er Keflavík nokkum veginn á stórbaugslínu á mihi Was- hington og Moskvu og þó öhu nær Rússunum. Verði framtíðarsam- skipti í veröldinni áfram ívinsemd- arátt gæti þetta haft nokkra þýð- ingu. Þá eru einnig hugsanlegar mhli- lendingar flugvéla á leið milli Mið- Evrópu og Kaliforníu er skiptu leiðinni í tæpan þriðjung og rúma tvo þriðju. Varla yrði það þó í veru- legum mæh. Hins vegar er ekki sama nauðsyn og áður aö vera í þjóðbraut til þess að vera þátttak- andi í framvindu mála. Einsemd til ábata Þó að landið okkar sé ekki í al- faraleiö lifum við á fjarskipta- og tölvuöld og búum við vel skipu- lagðar samgöngur sem til dæmis sést í fluginu þar sem flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en al- mennt gerist á mun fjölmennari stöðum. Verði úr samningum um evrópskt efnahagssvæði (EES) eða einhverju öðru ámóta, og hhðstæð- ir samningar gerðir við Norður- Ameríku, þá höfum við vissulega sérstöðu í okkar heimshluta milh risanna tveggja beggja vegna Atl- antshafsins. Þetta gæti nýst á ýmsum sviðum, svo sem eins og í sérhæfðri banka- þjónustu og jafnvel í verðbréfavið- skiptum vegna tímamismunar. En hvort tveggja tengist bandalögun- um báðum. Þá gæti orðið um að ræða framleiðslu á ýmsum sviðum sem ætti tollfrjálsan aðgang bæði í austur og vestur. Er þá bæði hugs- að til orkulindanna og vel mennt- aðs vinnuafls sem gæti tekist á við ýmis flókin tækniverkefni. Sumt af þessu er í skoðun, annað láta menn sig dreyma um. Aðalatr- iðið er að raunsæi ráði ferðinni og að takast megi að finna verkefni fyrir unga fólkið í landinu. En þótt reynslan hafi sýnt okkur að árang- ur sé ekki gefinn fyrirfram, má einnig hafa í huga, að vegna'fá- mennis þurfum viö ekki nema brotabrot af heimsviðskiptunum tii að lifa góöu lifi efnahagslega séð. Valdimar Kristinsson „Verði úr samningum um evrópskt efnahagssvæði (EES) eða einhverju öðru ámóta, og hliðstæðir samningar gerðir við Norður-Ameríku, þá höfum við vissulega sérstöðu í okkar heims- hluta... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.