Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 11 Utlönd Annie Lennox og David Bowie sungu saman á minningartónleikunum um Freddie Mercury, söngvara bresku rokksveitarinnar Queen, á Wembley- leikvanginum í London í gær. Simamynd Reuter Rokkað á Wembley: Bless Freddie SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á GOODjfÝEAR Tugþúsundir rokkaðdáenda minntust breska poppsöngvarans Freddies Mercury sem lést úr eyðni í nóvember í fyrra á tónleikum sem haldnir voru á Wembley-leikvangin- um í London. Tæplega eitt hundrað tónlistarmenn komu þar fram og var viðburðinum sjónvarpað beint til meira en sjötíu landa. „Bless Freddie, við munum sakna þín,“ stóð letrað á borða yfir leik- vanginum þar sem 72 þúsund manns voru samankomnir. Tónleikunum var einnig ætlað að vekja menn til vitundar um sjúk- dóminn sem varð Freddie Mercury að aldurtila, aðeins 45 ára gömlum. „Þetta þurfti ekki að gerast, þetta átti ekki að gérast. Ekki láta það ger- ast aftur,“ sagði leikkonan Elísabet Taylor við mannfjöldann og hvatti ungt fólk til að stunda öruggt kynlíf. Margir fremstu popptónbstarmenn samtímans komu fram á tónleikun- um og má þar nefna Elton John, Paul Young, Roger Daltrey og George Michael sem lögðu í það erfiða verk- efni að syngja mörg vinsælustu laga Freddies Mercury og félaga hans í Queen, lög eins og Bohemian Rhapsody og Radio GaGa. Þá fór David Bowie með Faðirvorið. Góðgerðarstofnanir, sem sinna eyðnisjúkhngum, búast viö að fá hundruð þúsunda doUara í áheit auk hagnaðarins af miðasölunni og sölu alls kyns varnings á tónleikunum. Tónleikarnir stóðu í hálfa fimmtu klukkustund og lauk þeim með flug- eldasýningu og leik Queen á breska þjóðsöngnum. Reuter Nektarmyndir af Díönu og Fergie teknar niður Listaklúbburinn Chelsea Arts Club í London skýrði frá því um helg- ina að ákveðið hefði verið að taka niður vatnsUtamyndir sem sýndu nokkra meðUmi konungsfjölskyld- unnar kviknakta. Þetta var gert eftir að frétt um sýninguna í æsiblaðinu Sun vakti mikla reiði. Blaðið sagði eina myndanna vera af Elísabetu drottningu sem héldi á handtösku á hernaðarlega mikilvæg- um stað. Þá birti blaðið mynd af málverki af afturendum Díönu prinsessu og Söru Ferguson sem að- eins eru íklæddar barðastórum hött- um og skóm. Hugh Gilbert, formaður klúbbsins, sagði að myndirnar, sem eru eftir Ustamanninn Don Grant, hefðu verið teknar niður vegna umtalsins og ekki væri ákveðið hvort þær yrðu hengdar upp að nýju. Hann sagði að myndirnar hefðu hlotið misjafnar viðtökur klúbbfélaga en enginn hefði þó mótmælt þeim. Konungssinnar úr íhaldsflokknum sögðu að myndirnar væru móðgun. Meðal félaga í klúbbnum er einn frændi drottningar, svo og frammá- menn í menningarlífi Lundúna. Reuter Morðingi fær gálgafrest Bandarískur áfrýjunardómstóU frestaöi snemma í morgun aftöku morðingjans Roberts Altons Harris í gasklefa Kalifomíufylkis, tæpum tveimur klukkustundum áður en hún átti aö fara fram. Mannréttindasamtök höfðu dregið í efa að aftaka í gasklefa stæðist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Harris var fundinn sekur um morð á tveimur ungum piltum árið 1979 og átti aftaka hans að verða sú fyrsta í Kaliforníu í 25 ár. Lögfræðingar Kalifomíufylkis áfrýjuðu úrskurði dómstólsins til hæstaréttar Bandaríkjanna í Was- hington en lögfræðingar sögðu óvíst hvort máUð yrði tekið fyrir áður en fyrirhuguð aftaka átti að fara fram. Reuter FRUMSYNIR PASKAMYNDI HETJUR HÁLOFTANNA ÞrælQörug gaman- og spennumynd um Ieikara sem á að taka að sér ,,’Top Gun“ hlutverk i mynd. Hann er sendur í lærí til reyndasta flugmannsins á þessu svíði. Útkoman er keimlik þeirri hjá MichaelJ. Foxer hann sóttí skóla hjájames Woods. Aðalhlutverk: Míchael Paré og Anthony Míchael Hall. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.