Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 13 Sviðsljós VerkNínu Sæmundsson sýnd í listasafninu Fyrir skemmstu var opnuö sýning á höggmyndum Nínu Sæmundsson í Listasafni íslands. Höggmyndirnar eru allar í eigu Listasafnsins. Nína lést áriö 1965 og arfleiddi Listasafnið af fjölda verka sinna. Sýningin er haldin í tilefni þess að 100 ár eru lið- in frá fæðingardegi hennar. Á sýningunni er, auk höggmynd- anna, greint frá lífi og hst Nínu í máh og myndum, m.a frá því þegar aðför var gerð að styttu hennar, Haf- meyjunni, sem sprengd var í loft upp á nýársnótt 1960. Nína bjó um þrjátíu ára skeið í New York og Hollywood og öðlaðist þar frægð og frama. Nafn hennar var sveipað ævintýraljóma hér heima. Á sjötta áratugnum ferðaðist hún um Evrópu og kom heim til íslands seint á áratuginum. Verk Nínu vöktu ekki mikla hrifn- ingu á íslandi þegar þau komu fyrst fyrir sjónir Ustgagnrýnenda. Nína bjó síðustu æviár sín í lítilli íbúð við Þórsgötu við fremur kröpp kjör. Hún hafði enga aðstöðu til að vinna að höggmyndum og hélt sig því nær ein- göngu við málaraUstina. Sigriður Hinriksdóttir, Sigurbjörg Sighvatsdóttir, og Elínbjörk Bjarnadóttir virða fyrir sér eina af höggmyndum Nínu. DV-myndir GVA Afstæði - Rúrí á Kjarvalsstöðum Rúrí, sem sýndi í austursal Kjarvalsstaða, er einn þeirra formlista- manna sem hafa tengst hugmyndalistinni og NýUstasafninu. Þótt verk hennar og Helga Gíslasonar í vesturendanum byggist á ólíkum forsendum hafa þau bæði gert sér mat úr forgengileikanum sem myndefni. Hvað Rúrí varðar nægir að nefna útilistaverk sem hún setti upp á torgum í Kaupmannahöfn, Helsinki og Malmö fyrir fáum árum. Þetta voru tilbún- ar rústir, hannaðar eftir gömlum byggingum í grennd og eru á Kjarvals- stöðum tíl sýnis möppur með vinnuteikningum og ljósmyndum af þessum verkum. Annars byggist sýning Rúríar að þessu sinni á afstæðishugtak- inu en Ustakonan skýrir það svo í sýningarskrá: „AUt er afstætt. Það fer eftir því hvaðan horft er, hvenær, og hver það er sem horfir, hvernig menn skynja tilveruna. Þannig getur einfalt gUdi eins og „metri“ tekiö á sig hinar óUkustu myndir.“ Blý, tommustokkar og núll Til þess að túlka afstæði í tíma og rúmi teflir Rúrí saman óforgengilegu blýi með ofurviðkvæmt yfirborð sem ætist við minnstu snertingu og tom- mustokkum í ýmsum uppstilUngum. Blýið er í meðforum Rúríar sannferð- ugur holdgervingur tíma og rúms sem maðurinn markar spor sín í ef hann fer ekki eftir reglunum(I). Tommustokkurinn er þannig vopn manns- ins og viðleitni til að skrásetja blýið, tímann eða rúmiö. Hann er einnig hugsanlega tákn mannsins, sé mælieiningin „maður" hér sett fram í víð- ara samhengi en á sýningu listakonunnar í Nýlistasafninu í desember. Rúrí kveðst líta á Ust sína sem heimspeki og ér það í samræmi við hefð- ir hugmyndalistarinnar og póstmódernismans. Því til enn frekari árétting- ar tekur hún fyrir núllhugtakið og útfærir sem myndtákn; við hlið tommu- stokksins er mót af honum greypt í blýið - neikvæð mynd hans; núll. Heildin ofar hinu einstaka Sýning Rúríar hafði sterkan heUdarsvip, heildin ofar hinu einstaka og rennir þaö enn frekar stoðum undir hið huglæga, heimspekilega gUdi Ust- arinnar ofar hlutlægu skreytigildi. Blýið hefur þó tvímælalaust fegurðar- gildi og eru öll litbrigði þess í verkinu „Fimmtíu metrar“ gott dæmi um það. Sýning þessi var ítarlegt og rökrétt framhald sýningar Rúríar í Ný- listasafninu í desember og nú er að sjá hvar tommustokkarnir lenda næst á vegferð sinni um ómæUsgeiminn. Myndlist Ólafur Engilbertsson Olafur Jóhann Olafsson, rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Sony, og móðir hans, Anna Jónsdóttir, á spjalli við sýningargesti. Nína Sæmundsson vinnur við upp- runalega gerð hafmeyjunnar í Holly- wood 1944 til 1947. Önnur útgáfa var síðan sett upp í Tjörninni, en var sprengd í tætlur á nýársnótt 1960. Ekki hefur sannast hver þar var að verki. It LnJ MYNDBANDSTOKUVÉLAR ALSJÁLFVIRKAR HI-FI STEREO 6XZOOM 4 LUX FJARSTÝRING VEGUR AÐEINS 0,590 KG SÉRTILBOÐ KR. 64.950 STQR. Afborgunarskilmálar * m or VÖNDUÐ VERSLUN HUÖM® FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 Meimiiig \£ShiJÍMSA& Tissues MÝKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSOLUB. JOHN LINDSAY H.F. DANSSKOLI HERMANNS RAGNARS HRAÐNAMSKEIÐ, 6 eða 8 vikur, íhagnýtum samkvæmisdönsum, létt og skemmtilegt, hefst þriðjudaginn 28. april í Faxafeni 14. AÐEINS FULLORÐNIR, einstaklingar og pör. Mæting einu sinni eða tvisvar í viku, allt eftir ykkar óskum. Innritun hefst í dag í síma 68 74 80 - 68 75 80 og 36141. Hringdu strax og komdu með í hópinn. Takmarkaður fjöldi. Athugað verður með flokka fyrir byrjendur og framhald. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13-19. Tn/gging jydr réttri tilsögn í dansi DANSKENNARASAMBAND ISLANDS <><>Q DANSINN LENGIR LÍFIÐ Tryggðu filmunum þínum gœðaframköllun hjá okkur. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI - GLÆSIBÆ - AUSTURVERl KRINGLUNNI - LYNGHALSI - LAUGAVEGI 178 - HOLAGARÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.