Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Meiri matreiðsla, eða „lítillátur Ijúfur kátur“ ....fyrst er diskurinn þakinn sósu og síöan er einhverju sem sjálfsagt er matarkyns komið fyrir í miðjum sósupollinum." Miðvikudaginn 18. mars síðast- liðinn birtist í DV kjallaragrein eft- ir mig, sem mér til hinnar mestu furðu hefur vakið heilmikil við- brögð meðal matreiðslumanna, reyndar bæði jákvæð og neikvæð. Einn þeirra sem greinin hefur hreyft við er Sigurður L. Hall mat- reiðslumeistari. Hann sendir mér það sem hann kallar svar í DV þann 31. mars. Grein sína hefur hann á því að lýsa sálarástandi mínu þannig: „Það er greinilegt að Guðmundur Agnar Axelsson framhaldsskóla- kennari er svekktur." Því miður kemur ekkert fram um það hvers vegna, þannig að annaðhvort hlýt ég að vera of tregur til að átta mig á þvi eða svekkelsi mitt er hugar- fóstur Sigurðar. Sálarástand mitt er Sigurði greinilega hjartfólgið því að hann víkur að því aftur undir lok greinarinnar en þar er ég sagð- ur haldinn „stundarsvekkelsi" og það kryddar hann með lýsingu á veðri og útsýni af Suðurlands- brautinni og ímynduðum aðgerð- um samkennara minna. Um efni greinar Sigurðar að öðru leyti hirði ég ekki að ræða, en tek þó fram að ég er hjartanlega sam- mála allri þeirri sjálfsupphafningu og sjálfumgleöi sem þar kemur fram enda má svo sem ekki minna vera og auðvitað dáist ég að þeirri yfirvegun, stillingu og rökvisi sem ganga eins og rauður þráður í gegn- um grein hans. Til þess að ekki verði um frekari misskilning, vegna fyrri greinar minnar, að ræða er rétt að bæta við eftirfarandi athugasemdum: KjaUarinn Guðmundur Agnar Axelsson framhaldsskólakennari Félagsleg staða iðnaðarmanna Margir framreiðslumenn og mat- reiðslumenn eiga í fórum sínum plagg sem heitir meistarabréf. Þeir hafa þar með leyfi til að nota nafn- bótina meistari hver í sinni grein. Reyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir slíka bréfaeign starfa þeir flestir sem réttir og sléttir sveinar og breytir meistarabréfið þar engu um. Það kæmi mér til dæmis ekki á óvart þótt flestir meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara störfuðu í reynd sem sveinar en ekki meistar- ar. Allir þeir framreiðslumenn og matreiðslumenn, sem eru meðlim- ir í stéttarfélögum framreiðslu- og matreiðslumanna, starfa sem sveinar enda eru félögin dæmigerð sveinafélög. Væru þeir „raunveru- legir iðnmeistarar" yrðu þeir að ganga í samtök atvinnurekenda. Mér fmnst að mönnum væri nær að einbeita sér að því að ná fram réttindum í svipuöum dúr og tíðk- ast í byggingariðnaði og víðar en að ganga um veifandi algerlega innihaldslausri meistaranafnbót. Ef til vill er nýlegt dæmi, sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum, lýs- andi fyrir það hvemig í þessum málum liggur. Rúnar Marvinsson matargerðarmaður var meðlimur í félagi matreiðslumanna. Þegar hann hóf rekstur eigin fyrirtækis var hann ekki lengur gjaldgengur sem meðlimur í félaginu og það endurgreiddi honum þau félags- gjöld, sem hann hafði greitt því eft- ir að hann hóf atvinnustarfsemi, eða með öðrum orðum fór að starfa sem iðnmeistari, með sveina í vinnu, sveina sem ef til vill eiga sumir meistarabréf í fórum sínum. Rúnar starfar sem sagt sem meist- ari þótt hann geti aldrei eignast meistarabréf sjálfur. Um „matargerðarlist“ og „skúlptúramatreiðslu" Nokkrir matreiðslumenn eru svo uppteknir af sjálfum sér og eigin ágæti að þeir eru sannfærðir um að þeir séu listamenn og verk þeirra standist samjöfnuð við verk viðurkenndra listamanna. Ef við lítum á auglýsingar i fjölmiðlum þar sem sýnt er hvernig þessir snillingar leika hstir sínar kemur í ljós að oftast er um það að ræða að mat er raðað á disk þannig að fyrst er diskurinn þakinn sósu og síðan er einhverju sem sjálfsagt er matarkyns komið fyrir í miðjum sósupollinum. Þetta er svo skreytt með öngum sem liggja til allra átta. Mér finnst þetta nú líkjast mest þeim listaverkum sem verða til þegar börnum er sagt að teikna sólina. Guðmundur Agnar Axelsson „Nokkrir matreiðslumenn eru svo upp- teknir af sjálfum sér og eigin ágæti að þeir eru sannfærðir um að þeir séu listamenn og verk þeirra standist sam- jöfnuð við verk viðurkenndra lista- manna.“ Réttlætiskennd tryggingafélaganna „Þegar umferðin á í hlut skipta þau tjóninu þannig aö tjónþolar beri sem mestan hluta tjónsins," segir m.a. í greininni. Ásthildur Sumarliðadóttir skrif- ar lesendabréf í dálka DV 16.03.92 og kvartar þar yfir tillitsleysi því sem tryggingafélagið VÍS sýnir í málum hennar, varðandi vitni í svokölluðu „afstungumáli“, (ekið á og stungið af)- VÍS sá ekki ástæðu til að trúa þessu vitni og situr Ást- hildur því uppi með tjón sitt. Málið er nefnilega það að trygg- ingafélögin verðlauna þá sem ekk- ert tjón hafa á sig skráð, þ.e.a.s. þau verðlauna þá sem stinga af frá tjóni. Þeirra er jafnframt hagurinn. Þá er nauðsyn fyrir þau að geta véfengt sem flest mál. Þegar um- ferðin á í hlut skipta þau tjóninu þannig að tjónþolar beri sem mest- an hluta tjónsins. Vitni sem þá eru fram leidd skipta tryggingafélögin engu máli, enda eru tryggingafélögin engir jólasveinar sem koma og færa fólki gjafir þó að það hafi lent í óhappi sem það taldi sig tryggt fyrir. Lend- irðu í tjóni er voðinn vís gagnvart þessu félagi þínu. Þú ert nauð- beygður til að fá þér lögmann og reka málið í samvinnu við hann eða sætta þig viö ofríki tryggingafé- laganna. Árekstur á brú Ég hefi svipaöa sögu aö segja og Ásthildur varðandi vitni. Ég lenti í árekstri í fyrra á brú sem var 370 metra löng. Brúin hefur útskot þar sem víkja má. Fast á eftir mér var tveim bifreiðum ekið og áttum viö 75 metra eftir af brúnni er einni bifreið var ekið inn á hana úr gagn- stæðri átti. KjaUarinn Önundur Jónsson varðstj. i lögreglunni á ísafirði Ég hafði því sem næst numið staðar í útskotinu er mótaöili minn kom að brúnni, en þar sem hann vék utan brúarinnar, í fyrstu, ók- um við þijú af stað aftur. Þá ákvað mótaðilinn að aka inn á brúna. Vegna hvers? Vegna þess að þegar hann vék utan brúarinnar, sá hann utan á brúnni, að brúin var búin útskotum og færi var á að ná 100 metrunum lengra án þess að þurfa aö víkja. Auðvitað urðum við þrjú að stöðva og koma okkur í útskotið að nýju. En því hafði mótaðilinn ekki reiknað með, hann ók áfram þar til hann stoppaði framan á minni bifreið, sem eyðilagðist við áreksturinn. Þáttur trygginganna Þá er komið að þætti trygging- anna. Þau skiptu tjóninu til helm- inga. Því gat ég að sjálfsögðu ekki unað. Vera í sjálfheldu inni á brú, komast hvorki lönd né strönd, láta keyra á sig þar og sitja svo uppi með skaðann. Hvað var til ráða? Jú, fá vitni til að gefa skýrslu, senda þau inn í VÍS þar sem bílarn- ir báðir voru tryggðir. Nei takk, þeir taka engar vitnaskýrslur þar, „þú verður aö fara til lögreglunnar eða láta vitnin gera þetta sjálf‘. Jæja, vitnaskýrslunum var kom- ið af og þær sendar VÍS, þijár tals- ins, vitnisburðurinn samhljóða mínum framburði. Virðuleg stofn- un innan tryggingafélaganna, lög- fræðinganefnd, skipað í hana af þeim sjálfum og launuð af þeim, fékk nú máhð til meðferðar. Viti menn, niðurstaðan var sú sama, ég hafði sýnt fádæma óvarkárni að hafa ekki vikið fyrir mótaðila min- um í áðurnefndu útskoti. - Fram- burður vitnanna breytti sem sé engu í sambandi við tillitssleysi mótaðila míns. Þegar niðurstaðan lá fyrir frá lög- mönnum, var mér farið sem gamla manninum er var á gangi á sveita- vegi, og borgarbamið kom á ofsa- ferð á tryllitækinu sínu á móti hon- um, en sá þann gamla ekki fyrr en rétt aö það var kominn að honum. Borgarbarninu brá við þennan óvænta vegfaranda og ók út í skurö. Én einhveijum varð að kenna um óhappið og því hellti borgarbarnið alls kyns ókvæðis- orðum yfir gamalmennið, sem þagði lengi uns það tautaði fyrir munni sér: „Ég hefði náttúrlega átt að ganga ofan í skurðinum." „Klókir lögmenn“ Sannleikurinn er ekki nein heilög kýr fyrir tryggingafélögum. Viljir þú fá að ræöa við einhvem ábyrgan um mál þitt, ert ekki sáttur við málsmeðferðina, þá færðu hið sí- gilda.svar: „Farðu bara í mál“. Og leiðbeinandi veit að einstaklingur- inn hefur annað og meira að gera næstu árin en að þvælast á miUi skriffinna og reyna að fá mál sitt tekið fyrir. Og framar öllu saklaus borgarinn að berjast við öflugustu félög og lögfræðinga landsins. Þetta vita þessir háu herrar. Ameríski tryggingaforstjórinn sagði „aö klókir lögmenn í tjóna- deild væm virði þyngdar sinnar í gulli, kynnu þeir þá list að leika rétt á kúnnann". Hér er mál fyrir Neytendasam- tökin til að rétta við hag almenn- ings gagnvart tryggingafélögunum. Það er einsdæmi í veraldarsögunni að þegar tveir deila skuh annar aðilinn ávaUt hafa síðasta orðið og þá hafa sjálfdæmi í málum sínum. Það þarf að koma á trygginga- dómstól sem yrði aUs óháður trygg- ingafélögunum og launaður af allt öðrum en þeim. Þarf kannski ein- hvem mannréttindadómstól til að ná fram réttlæti þarna? önundur Jónsson „Það þarf að koma á tryggingadómstól sem yrði alls óháður tryggingafélögun- um og launaður af allt öðrum en þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.