Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Nauðungaruppboð Föstudaginn 24. april 1992 fer fram nauðungaruppboð á neðangreindri fasteign á eigninni sjálfri kl. 14.00. Lokasala. Túngata 43, e.h., v.endi, Siglu- firði, þingl. eign Alberts Snorrasonar, eftir kröfu Guðmundar Kristjánssonar hdl. og Eggerts B. Ólafssonar hdl. Bæjarfógetinn á Siglufirði Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á fasteigninni: Fiskeldisstöð í landi Norður-Botns, Tálknafirði, þingl. eign þb. Lax hf„ fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hrl. mánudaginn 27. apríl 1992 kl. 15.00 á eigninni sjálfri. Fífustaðir, Bíldudalshreppi, þingl. eign Björns Emilssonar, fer fram eftir kröfu Bíldudalshrepps, Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Sigríðar Thorlacius hdl. mánudaginn 27. apríl 1992 kl. 17.00 á eigninni sjálfri. SÝSLUMAÐURINN i BARÐASTRANDARSÝSLU n DROPLAUGARSTAÐIR SNORRABRAUT 58 - REYKJAVÍK Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: hjúkrunarfræðingar- sjúkraliöar og annað starfsfólk. Upplýsingar gefur forstöðumaður i síma 25811 milli kl. 9 og 12 f.h. virka daga. ► ► ► ► ► ► ► ► SUMARBÆKLINGURINN KOMINN Ítalíuferðir Flug og bíll í A-flokki í 1 viku kr. 36.730,- Ferðir til Billund Flug og bíll í A-flokki í 1 viku kr. 28.460,- Ferðir til Glasgow Flug og bíll í A-flokki í 1 Verðið er miðað við að 2 ferðist saman í bíl. Flugvallargjöld ekki innifalin. viku kr. 27.200,- Ferðist alsæl með ALÍS FERÐASKRIFSTOFA 652266 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Aukablað Sumarferðir til útianda Miðvikudaginn 29. apríl nk. mun aukablað um ferðalög til útlanda fylgja DV. Efni blaðsins verður helgað sumarleyfisferðum til útlanda i sumar og ýmsum hollráðum varð- andi ferðalög erlendis. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamiega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið lyrsta i sima 63 27 22. Vinsamlegast athugið að siðasti skiladagur aug- lýsinga er miðvikudagurinn 22. april. ATH.I Bréfasimi okkar er 63 27 27. Gott dæmi um nágrannaerjur er frægt mál sem mikið var í fjölmiðlum á sinum tíma. Um var að ræða deilur milli fólks í tvíbýlishúsi á Akureyri sem voru svo magnaöar að leita þurfti til dómstóla. Nágrannaerjur Öllum hlýtur að vera mikið í mun að búa sæmilega sáttur við nágranna sinn. Hitt er þó kunnara en frá þurfi að segja að hatrammar deilur geta risið upp milli nágranna, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Flestar þessara deilna eru þó svo smávægilegar að unnt er að leysa þær án atbeina dómstóla en stundum getur þó verið nauðsynlegt að fá þá til að leysa úr ágreiningsefninu. Reglur um nábýlisrétt Það er meginregla í íslenskum rétti að menn geta ekki að öllu leyti nýtt fasteignir sínar eins og þeim sjálfum sýnist, heldur verða þeir að þola ýmsar tak- markanir á notkuninni af tilhtssemi við nágrannann. Þessi meginregla er hvergi skráð í lög en hins vegar eru margir lagabálkar sem byggja á þessari megin- reglu svo sem byggingarlög, skipulagslög og heilbrigð- islöggjöf. Þau óþægindi sem hægt er að verða fyrir af völdum nálægra fasteigna eru ýmiss konar en til þess að dóm- stólar fallist á kröfu þess, sem ber máhð undir þá, þurfa óþægindin og truflunin að vera veruleg. Óþæg- indi geta t.d. stafað af hávaða, titringi, ljósi eða skugg- um. Þá getur komiö til aö maður hefji framkvæmdir sem ekki eru heimilar t.d. byggir viö hús sitt án þess að hafa th þess áskilin leyfi, þannig að nágranni verði fyrir óþægindum. Hagsmunamat Á árum áður var talið að hagsmunir eiganda af því að nýta eign sína eins og honum einum sýndist, væru svo miklir að þeir kæmu nágannanum ekkert við. Eins og áður segir er þetta ekki ghdandi regla í dag. Hitt er annað mál að þegar dómstólar þurfa að skera úr ágreiningi milli nágranna um hvaða athafnir séu heimilar, verður alltaf að fara fram ákveðiö hags- munamat. Mat þetta felst í því að bera saman hags- muni fasteignareiganda um að nýta eignina á þann hátt sem hann telur sig eiga rétt á og svo hinu að nágranninn fái að vera í friði á sinni eign. Gott dæmi um þetta atriði er frægt mál sem mikið var í fjölmiðlum á sínum tíma. Um var að ræða deilur milli fólks í tvíbýlishúsi á Akureyri sem voru svo magnaðar að leita þurfti til dómstóla. Málið er reifað í Hæstaréttardómi frá 1983. Gekk sambúðin vægast sagt stirölega og klögumáhn gengu á víxl th lögreglu og bæjarfógeta. Hæstiréttur sagði að þar sem aö aðilar málsins væru sameigendur að fasteigninni þá bæri þeim skylda th þess að stuðla að því eftir megni að hvor þeirra um sig gæti ótruflaöur hagnýtt sér sinn hluta fasteignarinnar á eðlilegan og lögmætan hátt. Hins vegar þótti sannað að íbúar í annarri íbúðinni hefðu gerst sekir um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sínum og þurftu þeir að flytjast brott úr húé- inu. Það er fleira sem getur haft áhrif á niðurstöðu máls- ins. Það verður að skoða hvort ekki sé með einhverju móti hægt að láta af eða draga úr þeim óþægindum sem nágrannar verða fyrir af völdum fasteignarinnar Þá skiptir það einnig máh í hvernig hverfi deilan rís. Augljóst er að nágranni í verksmiðjuhverfi getur ekki gert sömu kröfur um ró og spekt og sá sem býr í íbúðarhverfi. Þannig verður aö miða óþægindin sem nágrannar verða fyrir með hliðsjón af því í hvaða hverfi fasteignin er. Gott dæmi um þetta er Hæstarétt- ardómur frá 1968. Um var að ræða verksmiöju staðsetta í miðju ibúðar- Umsjón: ORATOR - félag laganema húsahverfi. Kvörtuöu nágrannar undan hávaða frá verksmiðjunni viö heilbrigðisnefnd og töldu að hann yhi rýrnun á eignum þeirra og heilsutjóni þeirra sjálfra. Féllst nefndin á kvartanir íbúðareiganda og gerði eigendum verksmiðjunnar skylt að gera umbæt- ur á eigninni. Var þessu ekki sinnt og fór máhð því fyrir dómstóla. Lyktir málisins urðu á þann veg að fallist var á sjónarmiö nágrannanna. Úrræði nágranna sem verður fyrir óþægindum Hvað er th ráða fyrir nágranna, sem telur að reglur nábýhs-réttar hafi verið brotnar? Er honum heimilt að hefjast sjálfur handa til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi óþægindi? Ef að t.d. gróður á lóð manns skyggir á sólu hjá nágranna hans er nágrannanum þá heimht að fara sjálfur úr með öxi og fella trén? Þessari spurningu er almennt í íslenskum rétti svarað neitandi. Þess vegna skal í byrjun deilumáls bera upp kvörtun við rétt yfirvöld, t.d. skipulagnefnd, bygging- arnefnd og heilbrigöisnefnd. Fallist yfirvöld ekki á kvörtunina þá er unnt að höfða almennt einkamál á grundvelh þeirra reglna sem hér hefur verið lýst. Deilur í fjölbýlishúsum í fjölbýlishúsum geta auðvitað risið upp deilur um rétt nágranna og fasteignareiganda, samanber málið frá Akureyri sem rakið var hér að framan. Sömu sjón- armið eru uppi þegar leysa þarf úr ágeiningi í fjölbýlis- húsum, þ.e.a.s. aö ekki er heimilt fyrir eiganda aö nýta fasteignina svo að í bága fari við rétt nágrann- anna. Dómur Hæstaréttar frá 1946 endurspeglar þessi sjón- armið. Um var að ræða tvíbýlishús, þar sem í annarri íbúðinni fór fram háreysti og svah, daga jafnt sem nætur. Aðrir í húsinu urðu fyrir miklum óþægindum og ónæði af þessum völdum. Þess var krafist að friöar- spihirinn yrði borinn út af eigninni. Hæstiréttur sagði af þessu tilefni að ekki væri skylt að búa undir þess- ari röskun og þar sem ekkert hefði verið gert til að létta þessum ófógnuði af húsinu yrði að taka kröfuna til greina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.