Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Menning______________ Mattheusarpassían Á skírdag var flutt í Langholtskirkju Mattheusar- passían eftir Jóhann Sebastian Bach. Aö flutningnum stóðu Kór Langholtskirkju, Barnakór Langholtskirkju og Kammersveit Langholtskirkju en auk þess komu fram einsöngvaramir Michael Goldthorpe, tenór, sem söng hlutverk guðspjallamannsins o.fl., Bergþór Páls- son, bassi, sem söng hlutverk Pílatusar o.fl., Kristinn Sigmundsson, bassi, sem söng hlutverk Jesú o.fl., Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, og Björk Jónsdóttir, alt, sem sungu aríur. Fleiri sungu einsöng sem of langt yrði upp að telja. Konsertmeistari var Júlíaria Elín Kjartansdóttir og stjómandi Jón Stefánsson. Tónlistarunnendur hafa við nóg að vera um þessar mundir þar sem nýlega flutti Mótettukór Hallgríms- kirkju Jóhannesarpassíu Bachs. Þessi tvö verk eru einhver mestu tónverk sem samin hafa verið og er þó Mattheusarpassían sýnu meiri að umfangi og trúlega einnig ágæti. Það er mikið afrek að flytja þessi miklu verk með þeim ágætum sem þessir íslensku kórar og tónhstarmenn hafa gert. Það að bæði verkin skuh flutt í sömu vikunni segir meira um auðgi og afl tónhstar- lífs í landinu en mörg orð. Þaö er auðvitað að bera í bakkafuhan lækinn aö lof- syngja Mattheusarpassíuna. Vitað er um Verk þar sem píslarsagan er sett fram með tónhst, aht frá 13. öld. Á sautjándu öld m.a. áttu Þjóðverjar mikinn garp í þess- ari grein þar sem var Heinrich Schutz. Upphaflega var einungis notast við bíblíutexta í verkum af þessu tagi. Síðar tóku menn að bæta kveðskap inn í og setja bibl- íutextann í hljóðstafi. Þetta náði svo langt á seinni- hluta sautjándu aldar að bibhutextinn var alveg horf- inn og munurinn á óperum og óratoríum varð sá einn að söguefnið var biblíulegt í óratóríum. Trúaðir menn brugðust hart við þessari þróun og þegar Bach tók til við passíugerð notaði hann upprunalegan texta bibh- unnar í söguþráðinn og lét guðspjahamann flytja hann. Hinn trúarlegi dlgangur fór hvergi á milh mála hjá Bach. Hins vegar fannst honum ekkert því th fyrir- stöðu að inn á mUU væri skotið aríum og sálmum í umþenkingarskyni. Þetta gerði honum einnig kleift aö hafa tónUstina óendanlega íjölbreytta, bæöi að formi og efni. Sagt hefur verið að Mattheusarpassían sé í senn dramatísk, djúp og einlæg. Frásögnin sjálf missir aldrei spennu og athygh. Aríurnar og kórkafl- arnir með umþenkingum sínum og íhugun auka fleiri víddum við og gefa nýja dýpt. Hinn strangi smekkur Bach, sem hvergi leyfir sýndarmennsku eða neitt sem mætti virðast yfirborðskennt, skapar einlægnina. Hér er allt sagt af heilum hug. Formsnilldin, sem lýsir sér í því hvernig öUu þessu mikla efni er skipaö saman Tónlist Finnur Torfi Stefánsson þannig að eitt eflir annað í órjúfanlegri þriggja klukku- stunda heild, verður seint dásömuð Um of. Bestur er þó Bach í þeim starfa, sem flestum tónskáldum er nærtækastur en ekki alltaf jafnauðveldur, að raða saman tónum í laghnur, hljóma og kontrapunkt. Of mikUl hljómburður háði flutningi Mótettukórsins í HaUgrímskirkju á dögunum. Engu slUcu var til að dreifa í Langholtskirkju á skírdag. Kirkjan var troð- full af fólki og nægði það tíl að dempa niður hljóm- burð kirkjunnar svo að hann varð mjög góður, a.m.k. þar sem gagnrýnandi DV sat. Verkið hljómaði aUt mjög vel, flutningurinn var í flestum atriðum frábær- lega góður og Jóni Stefánssyni stjómanda og öUum öðrum hlutaðeigandi til mikU sóma. Kórarnir voru mjög góðir, vel þjálfaðir og fallega hljómandi. Hljóm- sveitirnar tvær nutu sín mjög vel og má taka sérstak- lega tU þess hve vel strengirnir hljómuðu. Margir hljómsveitarmenn áttu faUega einleikskafla. Ein- söngvararnir sungu hver öðrum betur, a.m.k. þeir í aðalhlutverkunum. Ekki verður þó komist hjá því að geta sérstaklega um frammistöðu Michaels Goldthorp- es. Hlutverk hans var gífurlega stórt og viðamikið. Það er heldur ekki alltaf þakklátt tónhstarlega að syngja tónles í því magni sem Mattheusarpassían krefst. Goldthorpe gerði þetta af fuUkomnu öryggi, með gull- faUegri rödd, jafnt uppi sem niðri. Túlkunin var þó það sem gaf flutningi hans mest gUdi þar sem hvert tilefni textans var nýtt til blæbrigða í tóni eða hljóð- falli. Sögumaður og söngvari rann saman í eitt. Andlát Erna Sæmundsdóttir, Sjafnargötu 2, andaðist á Landakotsspítala 16. april. Guðmundur Steindórsson vörubif- reiðastjóri, Langholtsvegi 95, andað- ist í Landspítalanum þann 14. apríl. Þóranna Sigríður Sigurðardóttir Larsson, (áður Jensen), Skjálg, Kol- beinsstaðahreppi, SnæfeUsnesi, lést í Kaupmannahöfn 28. mars ’92. Jarðarfarir Hans Georg Rödtang verður jarð- sunginn frá Garðakirkju miðviku- daginn 22. apríl kl. 10.30. Geir Þór Jóhannsson, Stigahlíð 48, KDÍira IAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LUX ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING m/dagsetningar möguleika 3 LUX MF.Ð ÞRAÐLAUSKI I JARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU MYNDpÆÐUM. — 3 LUX ÞÝDA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM í DAG. ÍAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM LINSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. — MACRO LINSA 8xZOOM — SJÁLFVIRKUR FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR — SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI Jf. — FADER - RAFHLADA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI- STYKKI o.fl. - VEGUR AÐEINS l.l KG. kr. 59.950,- stgr. munalán 32 Afborgunarskilmálar (JÉy VÖNDUÐ VERSLUN HUIÓMCO FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 ! Reykjavík, er lést á gjörgæsludeUd Borgarspítalans 13. apríl, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 22. apríl kl. 10.30. Guðmundur Steindórsson vörubif- reiðarstjóri, Langholtsvegi 95, and- aðist i Landspítalanum þann 14. aprU. Jarðarforin fer framjrá Lang- holtskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15. Gunnlaugur Þorbjarnarson, Aspar- felli 4, Reykjavík, lést 7. apríl í Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur K. Guðjónsson frá Hnífsdal, Suðurgötu 109, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 13. aprU. Jarðsett verður frá Akranes- kirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 14. Árni Pálsson fyrrv. verslunarstjóri, Amartanga 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. apríl kl. 15. Kristín Skaftadóttir, Kleppsvegi 32, Reykjavík, áður HUmisgötu 7, Vest- mannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 22. apríl kl. 14. Magnús Ólafsson, ÆsufelU 6, verður jarðsunginn miðvikudaginn 22. aprU kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðlaug Jónsdóttir frá Keflavík, sem andaðist fimmtudaginn 9. apríl sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. apríl nk. Útför Magna Más Magnasonar, Ak- urgerði 15, Akranesi, sem lést 12. apríl, fer fram frá Akraneskirkju í dag, 21. apríl, kl. 14. Baldvin Björgvinsson, Aðalbraut 31, Raufarhöfn, sem lést 12. apríl sl„ verður jarðsunginn frá Raufarhafn- arkirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 14. Alfreð Þórarinsson verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu í dag, 21. aprU, kl. 13.30. Gunnar Björnsson bifvélavirkja- meistari, Funafold 1, sem lést 9. apríl sl„ verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju í dag, 21. aprU, kl. 13.30. Jónina R. Þorfinssdóttir kennari, EngUijalla 9, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 22. apríl kl. 13.30. Fundir ITC Irpa heldur fund í kvöld að Brautarholti 30 kl. 20.30.1 tilefni af landsþingi sem haldið verður á Húsavík þann 8.-10. maí nk. verður Húsavíkurkynning á fundinum í kvöld. Gestir velkomnir. Uppl. gefur Hjördis í símum 680600 og 28996. Tónleikar Tónleikar Söngfélags Skaftfellinga Söngfélag Skaftfellinga heldur sina ár- legu vortónleika í Breiðholtskirkju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, kl. 16. Söngskráin er með fjölbreytt- ara móti, íslensk og erlend kór- og ein- söngslög. Stjómandi kórsins er sem fyrr Violetta Smid og undirleikari Pavel Smid. THkynningar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Blettaskoðun á vegum Krabbameinsfélagsins Félag íslenskra húðlækna og Krabba- meinsfélag íslands sameinast um þjón- ustu við almenning á -sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. Fólk, sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið í Göngudeild húð- og kynsjúkdóma að Þverholti 18 þar sem húðsjúkdóma- læknir skoðar blettina og metur hvort ástæða er til nánari rannsókna. Skoðun- in er ókeypis. Nauösynlegt er að panta tíma með því að hringja í síma 26294 miðvikudaginn 22. apríl. Endurbætur á Hagkaupi við Laugaveg Undanfamar vikur hafa staðið yfir gagn- gerðar endurbætur og breytingar á versl- unum Hagkaups við Laugaveg (í Kjör- garði). Nýtt Terrazz gólfefni hefur verið lagt sem flestir þekkja undir nafninu marmari. Ný búðarkassaborð em komin 1 notkun meö strikamerkingum. Bætt hefur verið við kjötkæhborði og mat- vömdeildin stækkað og úrvaUð aukist. Áfram verður úrval af fótum og sérvöm en bætt hefur verið í sölu rafiækjum. Verslunin er opm mánudaga tíl fimmtu- daga kl. 9-18, föstudaga kl. 9-19 og laugar- daga kl. 10-16. Myndgáta dv Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ LAXNESSVEISLA frá 23. april-26. april. í tilefni af 90 ára afmæU HaUdórs Laxness. Stórasviðið: Hátíðardagskrá byggð á verkum skáldsins: leiklestrar, söngur og margt fleira fim. 23.4. kl. 20 og sun. 26.4. kl. 20. FLYTJENDUR: LEIKARAR OG AÐRIR LISTAMENN ÞJÓÐ- LEIKHÚSSINS, BLÁIHATTUR- INN OG FÉLAGAR ÚR ÞJÓÐ- LEIKHÚSKÓRNUM. PRJÓNASTOFAN SÓLIN - leik- lestur fós. 24.4. og lau. 25.4. kl. 20. Smíðaverkstæðið: STROMPLEIKUR - leiklestur fós. 24.4. og lau. 25.4. kl. 20. LeikhúskjaUarinn: STRAUMROF - leiklestur fim. 23.4. kl. 16.30 og sun. 26.4. kl. 16.30. VEIÐITÚR í ÓBYGÐUM - leik- lestur lau. 25.4. kl. 15.30. HNALLÞÓRUVEISLA í LEIK- HÚSKJALLARA. ELÍN "HELGA' GUÐRÍÐUR eftlr Þórunnl Slguróardóttur 7. sýn. flm. 30. april kl. 20,8. sýn. fös. I.maikl. 20. Fös. 8.5., fös. 15.5., lau. 16.5. EMIL ÍKATTHOm Næstu sýningar: flm. 23.4. kl. 14, uppselt, lau. 25.4. kl. 14, uppselt, sun. 26.4. kl. 14, uppselt, mlð. 29.4. kl. 17, uppselt. Lau. 2.5. kl. 14, uppselt, og kl. 17, örfá sæfl laus, sun. 3.5. kl. 14, örfá sætl laus, og kl. 17, örfá sætl laus, lau. 9.5. kl. 14, örfá sætl laus, og kl. 17, örfá sætl laus, sun. 10.5. kl. 14, fáeln sæti laus, og kl. 17, fáeln sæti laus, sun. 17.5. kl. 14 og kl. 17, lau. 23.5. kl. 14 og kl. 17, sun. 24.5. kl. 14 og 17, flm. 28.5. kl. 14, sun. 31.5. kl. 14 og kl. 17. MIÐAR ÁEMILÍ KATTHOLTISÆK- IST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudrnilu Razumovskaju Þrl 28.4. kl. 20.30, uppselt, mlð. 29.4. kl. 20.30, uppselt. Lau. 2.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 3.5. kl. 20.30, uppselt mið. 6.5. kl. 20.30, 100 SÝNING, uppselt, lau. 9.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 10.5. kl. 20.30, uppselt, þri. 12.5. kl. 20.30, fáein sæti laus, fim. 14.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 17.5. kl. 20.30, uppselt, þri. 19.5. kl. 20.30, uppselt, fim. 21.5. kl. 20.30, fáein sæti laus, lau. 23.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 24.5. kl. 20.30, fáein sæti laus, þri. 26.5. kl. 20.30, mið. 27.5. kl. 20.30,sun. 31.5. kl. 20.30, fáein sæti laus. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GEST- UM j SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdisi Grimsdóttur Þri. 28.4. kl. 20.30, uppselt, miö. 29.4. kl. 20.30, uppselt. Lau. 2.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 3.5. kl. 20.30, mlð. 6.5. kl. 20.30, lau. 9.5. kl. 20.30, sun. 10.5. kl. 20.30, flm. 14.5. kl. 20.30, sun. 17.5. kl. 20.30. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INNISALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er fekið á móti pöntunum í síma frá kl. 10 alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. AFGREIÐSLUTÍMI MIDASÖL- UNNAR YFIR PÁSKAHATÍÐINA ER SEM HÉR SEGIR: SKÍRDAG OG 2. í PÁSKUM, TEKIÐ Á MÓTIPÖNTUNUM í SÍMA FRÁ KL. 13-18. LOKAÐ FÖSTUDAGINN LANGA, LAUG- ARDAG OG PASKADAG. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRI HAFISAMBAND í SÍM A11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.