Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Afrnæli Ingimundiir Sveinsson Ingimundur Sveinsson arkitekt, Skeljatanga 3, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Ingimundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófum frá MR 1962, stundaöi nám í byggingarlist við háskólann í Aachen í Þýskalandi og lauk þaðan prófum 1969. Eftir heimkomuna hóf Ingimund- ar störf við Teiknistofu Skarphéðins Jóhannssonar og starfaði þar í á annað ár. Hann opnaði síðan eigin teiknistofu sem hann hefur rekið síðan. Á fyrstu starfsárum sínum fékk Ingimundur oft viðurkenningu í samkeppni. Vann hann m.a. ásamt þremur samstarfsmönnum til fyrstu verðlauna um skipulag ísa- íjarðarkaupstaðar. í kjölfar þess starfaði hann mikið fyrir ísafjarð- arbæ og einkaaðila þar. Þá unnu Ingimundur og Gylfi Guðjónsson fyrstu verðlaun fyrir skipulag Hvammahverfis í Hafnar- firði, fyrir teikningu að kirkju í Hóla- og Fellasókn og fyrir teikn- ingu að safnahúsi í Borgarnesi árið 1980, auk þess sem Ingimundur og Egill Guðmundsson fengu verðlaun fyrir tillögur að skipulagi íbúöar- byggðar á Eiðsgranda 1981. Hann hefur unnið að skipulagi og hönnun miðbæja í Mosfellsbæ og Garðabæ og unnið að skipulagi nýrra íbúðahverfa í Garðabæ. Meðal einstakra húsa, sem Ingi- mundur hefur teiknað í seinni tíö, má nefna skrifstofuhús Sjóvár- Almennra, Perluna, Vesturbæjar- skólann, Aöalstræti 8, Ingólfsstræti 3 og viðbyggingu að Suðurlands- braut 4 ásamt Garðari Halldórssyni. Ingimundur fékk DV-verðlaunin fyrir skrifstofuhús Sjóvár-Almennra árið 1990 og DV-verðlaunin fyrir Perluna í Óskjuhlíö 1992. Ingimundur er varaformaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar og hefur verið formaður deildar sjálfstætt starfandi arkitekta. Hann situr í stjórn Almenna bókafélags- ins og var formaöur Hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í vestur- og miðbæ 1980-82. Fjölskylda Ingimundur kvæntist 1966 Sigríði Arnbjarnardóttur, f. 14.4.1943, menntaskólakennara. Hún er dóttir Arnbjarnar Óskarssonar, kaup- manns í Reykjavík, og Hrefnu Karlsdóttur húsmóður. Börn Ingimundar og Sigríðar eru Sveinn, f. 1974, menntaskólanemi; Arnbjörn, f. 1976, nemi í Hagaskóla; Anna, f. 1983, nemi í ísaksskóla. Systkini Ingimundar: Benedikt, f. 1938, hrl., stjómarformaður Sjóvár- Almennra og bæjarfulltrúi í Garöa- bæ, kvæntur Guðríði Jónsdóttur húsmóður og eiga þau þrjá syni; Guðrún, f. 1944, lögfræðinemi, búsett á Seltjamarnesi, gift Jóni B. Stefáns- syni verkfræðingi og eiga þau þijár dætur; Einar, f. 1948, forstjóri Sjó- vár-Almennra, formaður Verslunar- ráðs og stjómarformaöur íslands- banka, kvæntur Bimu Hrólfsdóttur kennara og eiga þau þrjú böm. Foreldrarlngimundar: Sveinn Benediktsson, f. 12.5.1905, d. 1979, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og kona hans, Helga Ingimundardóttir, f. 23.12.1914, húsmóðir. Ætt Meðal fóðursystkina Ingimundar varBjarniforsætisráðherra. Sveinn var sonur Benedikts, alþingismanns í Reykjavík, Sveinssonar Víkings, gestgjafa á Húsavík, bróður Bjöms, afa Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Björn var sonur Magnúar, b. á Víkingavatni, bróður Guðmundar, afa Jóns Trausta. Móðir Benedikts var Kristjana Sigurðardóttir, b. á Hálsi í Kinn, Kristjánssonar, b. á Illuga- stöðum, Jónssonar. Móðir Sveins var Guðrún Péturs- dóttir, b. í Engey, Kristinssonar. Móðir Péturs var Guðrún, systir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Guðrún var dóttir Péturs, b. í Engey, Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Ragnhildur Ólafsdóttir, amma Ragnhildar Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Helga er dóttir Ingimundar, b. í Kaldárholti í Holtum, Benedikts- sonar, ráðsmanns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Diðrikssonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Sveins, afa Einars Benediktssonar skálds. Móð- Ingimundur Sveinsson. ir Ingimundar var Kristín Þórðar- dóttir af Víkingslækjarætt, systir Guðlaugar, móður Jóns Ólafssonar bankastjóra. Móðir Helgu var Ingveldur Ein- arsdóttir, b. á Hæli, Gestssonar, afa Steinþórs á Hæh. Móðir Helgu var Steinunn, systir Guðrúnar, langömmu Ingibjargar, móður Dav- íðs Oddssonar. Steinunn var dóttir Vigfúsar Thorarensen, sýslumanns á Borðeyri. Ingimundur og Sigríður taka á móti gestum á afmæhsdaginn í Vetr- argarðinum í Perlunni mhli klukk- an 17.00 og 19.00. Jóhannes Borgþór Birgisson Jóhannes Borgþór Birgisson rennismíðameistari, til heimihs að Álfhólsvegi 129, Kópavogi, er fimm- tugurídag. Starfsferill Jóhannes fæddist í Reykjavík og ólst þar upp th átta ára aldurs en flutti þá í Kópavoginn þar sem hann ólst upp eftir það. Jóhannes lærði rennismíði hjá Vélsmiðjunni Bjargi 1958-62. Hann lauk sveinsprófi í iðn- inni 1%2 og öðlaðist meistarabréf 1973. Jóhannes var innheimtumaður hjá Skeljungi 1956-58, var lærlingur hjá Bjargi 1958-62, rennismiður hjá Vélaverkstæöi Sig. Sveinbjörnsson- ar 1963-65, myndgrafari hjá Reykja- prenti, við dagblaðið Vísi 1965-74 en hefur starfað hjá Baader íslandi hf. frá 1974. Jóhannes er trúnaðarmaður á vinnustað og situr í trúnaðarmann- aráöi Félags járniðnaðarmanna. Fjölskylda Bróðir Jóhannesar er Kristján Sigurður Birgisson, f. 5.1.1949, vél- fræðingur og yfirvélstjóri á Frera RE, kvæntur Amþrúði Stefánsdótt- ur, f. 22.3.1947 og em dætur þeirra Lilja Kristjánsdóttir, háseti á Frera, Stella Kristjánsdóttir, búfræðinemi á Hvanneyri, og Arna Valdís Kristj- ánsdóttir, starfsstúlka í Sunnuhhð. Dóttir Lhju er Jóhanna Kristín Gísladóttir. Foreldrar Jóhannesar vom Birgir Kristjánsson, f. 14.9.1905, d. 1982, jámsmíðameistari í Reykjavík og Kópavogi, og Lhja Guðbjörg Jó- hannesdóttir, f. 20.12.1911, d. 1984, húsmóðir. Ætt Birgir var sonur Kristjáns, b. í Álfsnesi Þorkelssonar, b. í Helgadal í Mosfellssveit, bróður Salvarar, langömmu Björns Th. Björnssonar. Þorkell var sonur Kristjáns, hrepp- stjóra í Skógarkoti í Þingvahasveit, Magnússonar. Móöir Þorkels var Guðrún Þorkelsdóttir, b. í Heiðarbæ Loftssonar, og konu hans, Salvarar, systur Salbjargar, langömmu Tóm- asar Guðmundssonar. Salvör var dóttir Ögmundar, b. á Hrafnkels- stöðúm, Jónssonar og konu hans Guðrúnar Þórarinsdóttur, b. á Kot- völlum, Guönasonar. Móðir Guð- rúnar var Elín Einarsdóttir, b. á Varmadal, Sveinssonar og konu hans Guðrúnar Bergsteinsdóttur, b. á Minnahofi, Guttormssonar, ætt- föður Árghsstaðaættarinnar. Móöir Kristjáns var Birgitta Þor- steinsdóttir, b. í Stíflisdal, Einars- sonar, b. í Stífhsdal, Jónssonar. Móðir Einars var Ingveldur Jóns- dóttir, systir Guöna í Reykjakoti, ættfóður Reykjakotsættarinnar. Móöir Birgis var Sigríður, systir Jóns, föður Þorgeirs í Gufunesi. Sig- ríður var dóttir Þorláks, b. í Varmadal á Kjalarnesi, Jónssonar. Móðir Þorláks var Guðrún Þorláks- dóttir, b. í Glóru, Gissurarsonar. Jóhannes Borgþór Birgisson. Móðir Þorláks í Glóm var Katrín Melkjörsdóttir, b. á Vatnsleysu, Ei- ríkssonar og konu hans Helgu Þor- steinsdóttur, systur Stefáns, langafa Þorláks, langafa Önnu, ömmu Markúsar Arnar Antonssonar borg- arstjóra. Móðir Sigríðar var Geir- laug Gunnarsdóttir, b. á Efri Brú í Grímsnesi, Loftssonar. Lhja Guðbjörg var dóttir var dótt- ir Jóhannesar, skósmiðs og bhstjóra í Reykjavík Kristjánssonar, vinnu- manns á Arnbjargarlæk í Staf- holtstungum og víðar Tómassonar. Móðir Lhju Guðbjargar var Málfríð- ur Ólafsdóttir, á Alftanesi Eyjólfs- sonar, á Skansinum hjá Bessastöð- um og víðar Jónssonar. Móöir Mál- fríðar Ólínu var Ragnheiöur Illuga- dóttir, sjómanns á Skógstjörn á Álftanesi Árnasonar, sjómanns á Svalbarða Ámasonar. Jóhannes dvelur í Hamborg á af- mæhsdaginn. Til hamingju með afmælid 21. apríl 80 ára 50ára Rósa Teitsdóttir, Austurgötu 15, Keflavík. Mjöll Ásgeirsdóttir, Aðalstræti 19, ísafirði. 75 ára Lækjarhvammi9, Búðardal. Rósa Randversdóttir, Baldvin Baldvinsson, Kirkjustræti 2, Reykjavik. Þórður Elíasson, Hraunbæ 103, Reykjavík. Þelamerkurskóla, Glæsibæjar- hreppi. Kristín Theódóra Ágústsdóttir, Æsufelhe, Reykjavík. Brynhildur Ásta Jónsdóttir, 70 ára Maríubakka 14, Reykjavík. Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, . SigurjónS.Ólafsson, Blesugróf 18, Reykjavik. Litlulaugaskóla, Reykdælahreppi. Halldór Jóhannesson, Smáravegi 10, Dalvík. 40ára Sigurjón H. Sigurjónsson, Ásbraut 19, Kópavogi. Sólveig Benjamínsdóttir, Frarnnesvegi 20b, Reykjavík. 60 ára Arou Björnsson, Safamýri 53, Reykjavík. Michael Henry Willcocks, Áshhð 15, Akureyri. Sigrún Lárusdóttir, Flatasíðu2, Akureyri. Grímur Grímsson Sviðsljós Mótelsamtökin: Fimmtíu nemendur ljúka prófi Hér má sjá tvær stúlkur á sýningunni í Tónabæ. Nýlega luku yfir 50 nemendur prófi frá Módelsamtökunum. Nám- skeið samtakanna var haldiö í Tónabæ og fór þátttaka fram úr björtustu vonum. Nemendurnir lærðu göngu, sviðsframkomu og fleira eða allt sem viðkemur góðri framkomu. í lokin var svo haldin sýning þar sem þátttakendur komu fram í fjórum aldurshópum. Þátttakendurnir voru á aldinum 10 th 25 ára. 6 strákar voru á nám- skeiðinu en það er æ algengara að þeir sæki námskeið sem þessi. Stjórnendur og kennarar voru He- lena Jónsdóttir dansari og sýning- arstúlkan og módelkennarinn Gu- an Dong Ging frá Peking. Annað námskeið hefst 27. aprh. Grímur Grímsson prestur, Hjalla- vegi 35, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Grímur er fæddur í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1933, stundaði verslunamám við \Niels Brocks Handelsskole í Kaup- mannahöfn 1934-35 og varð cand. theol frá Háskóla íslands 1954. Grímur var ritari og síðar fuhtrúi viö tollstjóraembættið í Reykjavík 1937-54, sóknarprestur að Sauð- lauksdal í Barðgstrandarprófasts- dæmi 1954-63, aukaþjónusta jafn- framt um árabh í Brjánslækjar- prestakalh, sóknarprestur í Ás- prestakalh í Reykjavík 1964-80 og settur sóknarprestur í Staðar- prestakalh í Súgandafirði 1980. Grímur hætti störfum sjötugur að aldri. Grímur sat í stjórn Ræktunarsam- bands Rauðasandshrepps 1967-68 og var í stjóm Mjólkurfélags sama hrepps í nokkur ár, í stjóm Prestafé- lags Islands 1966-78 og var formaður þess1968-77. Fj'ölskylda Grímur kvæntist 21.4.1939 Guð- rúnu Sigríði Jónsdóttur, f. 4.9.1918, húsfreyju. Foreldrar hennar: Jón GunnlaugssonfráKiðjabergi, ' stjómarráösfulltrúi, og fyrri kona hans, Jórunn Hahdórsdóttir. Böm Gríms og Guðrúnar Sigríðar: Soffia, f. 13.2.1940, hjúkrunarfræð- Grímur Grímsson. ingur, búsett í Sviþjóð, hún á þrjú böm; Hjörtur, f. 11.3.1943, verslun- armaður og fyrrverandi verktaki, búsettur í Mosfellsbæ, hann á sex börn; Jón, f. 22.8.1950, flugmaður, búsettur í Kópavogi, hann á tvö börn. Systkini Gríms: Hildur, húsfreyja, búsett í Danmörku; Kristín, hús- freyja, búsett í Reykjavík. Hálf- systkini Gríms, samfeðra: Jón, lát- inn, hafnargjaldkeri á ísafirði; Sig- ríður, látin, húsfreyja í Reykjavík; Siguröur, látinn, borgarfógeti í Reykjavík. Foreldrar Gríms voru Grímur Jónas Jónsson, skólastjóri á ísafirði, og sambýliskona hans, Kristín Kristjana Eiríksdóttir. Grímur og kona hans, Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir, eru stödd erlendis umþessarmundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.