Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 36
F R ÉTT A S K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá'í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst óhaö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Grindavlk: Sigldi ölvaður 10 tonna bát Maður var handtekinn í höfninni í Grindavík eftir að hafa siglt 10 tonna plastbát sínum mjög glannalega utan við og í höfninni í Grindavík og vald- ið skemmdum. Maðurinn var einn í bátnum og sakaði ekki en hann var grunaður um ölvun. Að sögn sjónarvotta var sigling mannsins á bátnum mjög háskaleg þar sem hann sigldi þvers og kruss í innsiglingunni. Um tíma héldu sjónarvottar að hann mundi sigla beint upp á land við Hópsnesið. Er til hafnar var komið skemmdist bát- urinn er maðurinn sigldi honum á annan bát og síðan á bryggjuna. . Töluverð ölvun var í Grindavík fram á fostudaginn langa en þá virð- istáfengisbirgöirhafaþrotið. -hlh Reiðubúin að af henda völdin Ríkisstjórn Afganistans er reiðu- búikn að afhenda skæruliðum, sem umkringja höfuöborgina Kabúl, öll völd í landinu. * Þettakomframáblaðamannafundi Abduls Rahims Hatifs, starfandi for- seta landsins, nú fyrir stundu. Reuter Ungfrú alheimur: Býstekkivið að vinna - segir Svava Haraldsdóttir LOKI Þaðerjafn gott að Markús Örn sé ekki handsár maður! SeHluttu bflana niður bratt skarð í byl og hálku „Það var það hvasst þama að bílarnir vildu fjúka upp að skrið- unni undan veörinu en það var engin hætta á að þeir færu fram af. í þá þrjá tíma sem viö vorum þama uppi var stöðugur straumur af bílum. Viðtöldum 15-20 böa sem við aðstoðuðum. Fyrsta klukku- tímann var erfitt við þetta að eiga vegna byls og hálku,“ sagði Sigur- geir Benediktsson í björgunarsveit Slysavamafélags íslands á Höfh í Hornafirði. Vegagerðarmenn, lögregla og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu fjölda fólks sem lenti í vandræðum á bflum sínum vegna ófærðar í byl í Almannaskarði síðdegis í gær. „Við vorum kallaöir út til að hjálpa þeim sem komust ekki leiðar sinnar og til að stöðva frekari um- ferð. En þegar veðriö gekk niður gekk ágætlega að aðstoða bílana við að komast niður. Þetta voru mest fólksbílar sem voru að koma austan að. En þaö var alveg ófært upp Skarðið nema fyrir jeppa. Þá bíla, sem vom verst búnir og voru stopp og lokuðu veginum þeg- ar við komum, bundum við við á milli okkar bíla, einn í einu, og fluttum þá þannig niður brattann til aö þeir rynnu ekki til. Víð þurft- um að flytja 3-4 bfla þannig. Snjór- inn var blautur og þegar hann tróöst var mjög hált þar sem þarna er mjög bratt,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að ekkert hefði verið að veöri á Höfn, þar sem var rign- ing, og fyrir austan Almannaskarð- ið. Bylurinn og ófærðin heföi ein- ungis verið efst í Skarðinu. Engar skemmdir urðu á farartækjum við björgunaraðgeröirnar, aö sögn Sig- urgeirs. -ÓTT „Við erum búnar að vera ansi upp- teknar undanfarna daga og þaö er vaknaö mjög snemma á morgnana en æfingamar standa yfir nánast all- an daginn. Það er verið að æfa inn- -Jíomuna, dansa og söngva. Kvöld- matur er síðan um sjöleytiö og svo taka kokkteilboðin við. Þetta er dag- skráin í aðalatriðum og það má bú- ast við að hún verði svona fram að keppninni sem er 9. maí,“ sagði Svava Haraldsdóttir, ungfrú ísland, í samtali við DV. Svava er nú stödd í Bangkok í Tælandi þar sem hún veröur fulltrúi íslands í keppninni um ungfrú al- heim þann 9. maí nk. Aðbúnaöur keppenda í Tælandi er mjög góður að sögn Svövu. „Ég held nú að ég eigi kannski ekki mikla möguleika á að vinna keppn- ina. Ég býst alla vega ekki við því enda er það alls ekki aðalmálið. Það _jer um að gera að hafa gaman af þessu og njóta tækifærisins til að ferðast. Þetta hefur gefið mér mikið og hefur verið mjög áhugavert," sagði Svava. -GRS Veðrið á morgun: Rigning eða súld víða Á morgun verður austlæg átt á landinu, víða stinningskcddi en allhvasst eða hvasst verður við suðurströndina. Rigning verður sunnanlands, súld eða rigning við austurströndina en víðast þurrt á Noröurlandi. Hiti víða 4-7 stig. Ölvaður maður í Árbæ: Svava Haraldsdóttir, ungtrú ísland, er hér í félagsskap fegurðardrottninga Bandaríkjanna, Filippseyja og Singapore í Bangkok í Tælandi þar sem hún býr sig undir keppnina um ungfrú alheim. Simamynd Reuter Fór upp í rúm hjá ókunnugum Mjög ölvaöur maður ruddist inn í íbúðarhús hjá fiölskyldu í Árbæjar- hverfi á fimmta tímanum í nótt. Heimilisfólk hafði skilið útidymar eftir ólæstar þar sem von var á að ungmenni úr fiölskyldunni kæmi heim eftir fótaferðartíma. Drukkni maðurinn fór sem leið lá inn í barnaherbergi og ætlaði að leggjast þar til hvflu í rúmi eins barn- anna. Áður hafði hann lagt skó sína snyrtilega við útidymar. Mikil skelfing greip um sig þegar uppgötvaðist að ókunnugur ölvaður maður var að hreiðra um sig á heim- ilinu. Hringt var í lögreglu sem kom fljótlega og fiarlægði manninn. Hann gisti fangageymslur í nótt. Maðurinn er búsettur annars stað- ar í Árbæjarhverfi og gat enga við- hlítandi skýringu gefið á ferð sinni i umrætthús. -ÓTT Bílvelta í morgun: Tvennt slasaðist Okumaöur og farþegi slösuðust er' bifreið valt á Eyrarbakkavegi við Litla-Hraun um klukkan 6:20 í morg- un. Ökumaður kastaðist úr bílnum í veltunni en nota þurfti klippur til þess að ná farþega úr bílnum. Farþeginn var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands en ökumaðurinn á slysa- deild Borgarspítala. Ekki er talið að hann sé í lífshættu. Töluverður erill var hjá lögreglu á Selfossi í nótt. Tólf ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur að lokn- umdansleikástaðnum. -ÍS Skortur á mjólk „Það má gera ráð fyrir töluverðum mjólkurskorti næstu daga. Engar vörur eru til átappaðar eftir páska- helgina og það sem við pökkum í dag kemur ekki í verslanir fyrr en 10-14. Það er ekki nema 80 þúsund lítrar sem nægir ekki þar sem allar hillur í verslunum eru tómar. Mjólkur- skortur verður viövarandi þessa viku og að minnsta kosti fram í næstu,“ sagði Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs MS. -ÍS Smygl á Suðurnesjum Tollgæsla Islands lagði hald á 163 lítra af áfengi í ílutningaskipinu Ori- olus eftir komu þess í Njarðvíkur- höfn á miðvikudag. Skipiö er í leigu hjá Eimskipafélagi íslands. Þegar togarinn Ólafur Jónsson kom úr söluferð frá Bremerhaven á skírdag lögðu tollverðir einnig hald á 197 flöskur af léttu víni, 72 flöskur af sterku áfengi og á þriðja hundrað kíló af kjöti um borð í togaranum. -ÓTT „o,BlLAsro0( i, A/ ÞRDSTUR 68-50-60 VANIRMENN I í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.