Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Time birtir nýjar sannanir um Lockerbietilræðið: Sýrlenskur smyglari kom sprengjunni fyrir Bandaríska timaritíð Time skýrir frá því í nýjasta tölublaði sínu að nýjar sannanir bendi til að sýrlensk- ur eiturlyfjasmyglari hafi átt þátt í því að koma sprengju um borð í vél Pan Am flugfélagsins sem sprakk yfir Lockerbie á Skotlandi árið 1988. Time sagði að sprengjutilræðinu hefði verið beint gegn sex farþegum vélarinnar sem unnu fyrir banda- rísku leyniþjónustuna, CIA. Blaðið sagði að sexmenningamir hefðu verið á leiö heim til Bandaríkj- anna til að fletta ofan af eiturlyija- smyglaranum þegar vélin var sprengd í loft upp með þeim afleiö- ingum að 270 manns fórust. Stjómvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa sakað tvo Líhíumenn um sprengjutilræðið og krafist fram- sals þeirra. Líbíustjórn hefur ekki sinnt því og varð það til þess að Sam- einuðu þjóðirnar komu á víðtækum refsiaðgerðum gegn Líbíu í síðustu viku. Blaðamenn Time rannsökuðu mál- ið í fjóra mánuði og komust þeir að þeirri niðurstöðu að palestínski skæruliðaforinginn Ahmed Jibril væri viðriðinn máhð. Hann er undir verndarvæng Sýrlendinga. Time sagði aö skæruliðahópur Jibrils kynni að hafa komið sprengj- unni fyrir með aðstoö Monzers al- Khassars, sýrlensks eiturlyfjasmygl- ara. Khassar var í sambandi við hóp innan CLA sem stundaði eiturlyíja- smygl og vopnasölu til að komast í samband við hópa hryðjuverka- manna. Reuter Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. TillúiH SlíflU eyðir Utsölustaóir: Þjónustustödvar ^ — Shell og helstu byggingavöruversl- anir. Dreifing: Hringás ht. s. 77878,985-29797. UtLönd Bandaríkin og EB hóta slitum við Júgóslavíu Stjórnvöld í Serbíu vísuðu í morg- un á bug gagnrýni Bandaríkjastjóm- ar á þætti Serba í bardögunum í Bosníu-Hersegóvínu eftir að stjórnin í Washington og Evrópubandalagið sögðu að þau íhuguðu að slíta stjórn- málasambandi við Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sagði Ralph Johnson, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er í heimsókn í Belgrad, að ásakanir Bandaríkjamanna um að Serbar væra að reyna að leggja undir sig landsvæði í Bosníu væru tilhæfu- lausar. Hann sakaði bandarísk stjórnvöld um að reyna að ná fram eigin markmiðum með því að beita þrýst- ingi. Embættismenn Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins kenndu Serb- um í gær um margra vikna bardaga milh þjóðarbrotanna í Bosníu og sögðu að bandarísk stjórnvöld og lönd Evrópubandalagsins væru að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Júgóslavíu. Meira en tvö hundruð manns hafa fallið og ehefu hundruð er saknað eftir sex vikna bardaga Serba við ísl- amstrúarmenn og Króata í Bosníu sem vhja sjálfstæði lýðveldisins. Reuter Búist við að skæruliðar fái völdin í Afganistan: Najibullah forseti f lúinn til Indlands Benon Sevan, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sagði í gær að stjórn skæruhða mundi líklega taka við völdum í Afg- anistan og að hann ætlaði að yfirgefa Kabúl í dag til friðarviðræðna utan höfuðborgarinnar. „Framtíð þjóðarinnar og landsins er í veði,“ sagði Sevan þegar hann hitti fréttamenn í fyrsta skipti í gær frá því hann kom á laun til Kabúl á fimmtudag eftir flóttatilraun Naji- bullahs Afganistanforseta sem hafði verið steypt af stóh. „Ef Afganar vilja fá stjórn skæru- liða er það þeirra val. Það virðist vera víðtækur stuðningur fyrir þess- ari hugmynd.“ Á sama tíma og Sevan hélt frétta- mannafundinn var tahð að Naji- bullah væri að undirbúa brottfór sína frá landinu eftir að stjórnin heimilaði honum að fara. Talið er að hann muni fara th Indlands og hafa stjórnvöld þar undirbúið komu hans. Najibullah var rekinn úr embætti af eigin ríkisstjórn á fimmtudag og hann hefur hafst við á skrifstofum Sameinuöu þjóðanna frá því að kom- ið var í veg fyrir flótta hans á Kabúl- flugvelli. Frá því að forsetinn var settur af hefur það sem eftir er af stjórn Afg- anistans misst yfirráð yfir öhum helstu borgum landsins nema Kabúl. Valdatakan fór að mestu friðsamlega fram þar sem stjórnarhermenn hlupu undan merkjum eða þá að yfir- menn hersins í borgunum gerðu samninga við skæruliða. Ahmad Shah Masood, annar helsti skæruhðaforingi Afganistans, sem nýtur mikhla vinsælda í Kabúl, sagði fréttamönnum í síðustu viku að hann vildi koma á bráðabirgðastjórn skæruliða sem gæti efnt til almennra kosninga innan hálfs til eins árs th að kjósa íslamska stjórn. Hann féhst á það í viðræðum við utanríkisráð- herra Afganistans að ráðast ekki á höfuðborgina á meðan friðarviðræð- ur færu fram. Heimildarmenn innan stjórnar- flokksins sögðu að stjórnin væri reiðubúin að afhenda skæruhðum völdin svo fremi sem harðhnumenn Gulbuddins Hekmatyars, hins helsta skæruliðaforingjans, yrðu ekki alls- ráðandi. Hekmatyar er af ættflokki Pash- túna sem hafa ráðið yfir Afganistan um aldaraðir. Hann er svarinn óvin- ur Masoods sem er af ættbálki Taj- ika. Sveitir Hekmatyars eru fyrir sunn- an Kabúl og i gær gaf hann stjórn- inni frest til næsta sunnudags til að gefast upp ellegar yrði ráðist á borg- ina. Stjórnarerindrekar efast þó um að hann haii næghega marga menn undir vopnum til að ógna höfuðborg- inni. Reuter STOÐVUM BILINN ef viö þurfum aö tala ■ farsímann! U^oF IFEROAR Afganskir hermenn á leið vestur fyrir Kabúl til að verja borgina fyrir hugsan- legum árásum skæruliða. Símamynd Reuter F ALLE Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tækni- lega kosti og yfirburðahönnun. Civic árgerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 949.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. MITSUBISHI M-54 riICAM HI-FI STEREO 4 hausa, 8 tíma upptaka/afspilun (long play) Fjögurra hausa tæki með long play, 8 tíma úpptöku/afspilun, skipanir á skjá. l-ullkomin Kyrrmynd. Nicam Hi-Fi stereo. Swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri. Skipanir á skjá, digital tracking. Intelligent picture nær því besta úr gömlum myndböndum. Ýmsir leitunarmögu- leikar, svo sem punktaleitun (Index), timaleitun. Barnalæsing o.fl. Sértilboð kr. 49.950 stgr. ÞETTA FÆRÐU HVERGI NEMA í HLJÓMCO j Afborgunarskilmálar VÖNDUÐ VERSLUN QE SS (M) HUÓMC® FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.