Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. LífsstíU DV kannar verð 1 matvöruversl unum: íslenskar agúrkur á hagstæðu verði Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum; Bónusi Hafnarfirði, Fjarðarkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi Kringlunni, Kaupstað í Mjódd og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanimar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannaö verð á gúrkum, sveppum, grænum vínberj- rnn, gulri papriku, hvítkáli, banön- um, gulrótum, Uncle Ben’s hrís- grjónum, 907 g, 1 kg af ýsuflökum, Botaniq þvottaefni, 2,3 kg, kók í 1,5 lítra flöskum og 1,5 kg af Þykkvabæj- ar frönskum. Nú em allar búðimar í könnuninni komnar með íslenskar gúrkur og það sem meira er, þær em á hagstæðu verði. Þær kosta 121 í Bónusi, 193 í Það borgar sig fyrir neytandann að bera saman verð því að munur á hæsta og lægsta verði getur farið yfir 100%. Miklagarði, 198 í Kaupstað, 199 í Hagkaupi og 299 í Fjarðarkaupi. Hæsta og lægsta verð Munur á hæsta og lægsta verði er töluverður eða 147%. Sveppir eru á lægsta verðinu í Miklagaröi. Þar var kílóverðið 387 en var 441 í Bónusi, 568 í Hagkaupi, 578 í Kaupstað og 585 í Fjarðarkaupi. Þar er munur á hæsta og lægsta verði 49 af hundraði. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum er 106%. Lægsta verðið var að finna í Miklagarði, 96 krónur en það var 99 í Fjarðarkaupi og 198 í Kaupstað og Hagkaupi. Græn vínber fengust ekki í Bónusi. Gul paprika var á hagstæðasta veröinu í Bónusi, 378 krónur kílóið en kostaði 399 í Fjaröarkaupi, 465 í Hagkaupi og 486 í Kaupstað. Hún fékkst ekki í Miklagarði en munur á hæsta og lægsta verði er 29 af hundraði. Hvítkál var fyrsta flokks í öflum verslunum. Verðið var 24 krónur í Miklagarði, 31 í Bónusi, 37 í Kaup- stað, 39 í Hagkaupi og 47 í Fjarðar- kaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 96%. Bananar vom langódýrastir í Miklagarði þar sem kílóverðið var 57 krónur. Það var 105 í Bónusi, 113 í Kaupstað og 125 í Hag- kaupi og Fjarðarkaupi. Muniuinn á hæsta og lægsta verði er 119%. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum er 7ýaf hundraði en verðiö var lægst í HagkauDi, 49 krónur. Rétt á eftir komu Bónus með 52 krón- ur, Mikligarður með 56 krónur kg, síðan Kaupstaður með 79 og Fjarðar- kaup 89 krónur. Uncle Ben’s hrís- gijón fengust aðeins í tveimur versl- unum í 907 g stærö. Verðið var 107 krónur í Hagkaupi og 172 í Bónusi en munurinn á þessum tveimur verðum er 61 af himdraði. Ýsuflak með roði var á kílóverðinu 388 í Miklagarði, 390 í Bónusi, 445 í Hagkaupi, 455 í Kaupstað og 465 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 20 af hundraði. Bot- aniq þvottaefni fékkst ekki í Mikla- garði en var á 432 krónur pakkinn í Bónusi, 454 í Fjarðarkaupi, 539 í Hag- kaupi og 586 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði reynist þar vera 36 af hundraði. Kók í 1,5 lítra flöskum kostar 179 í Kaupstað, 184 í Hagkaupi og 186 í Fjarðarkaupi en fengust ekki í Bón- usi né Miklagarði. Athygli vekur að kók í 2 lítra flöskum var í öllum verslunum á lægra verði en 1,5 lítra. Munur á hæsta og lægsta verði er aðein 4%. Þykkvabæjar franskar fengust ekki í Miklagarði í 1,5 kg pakkningum en vom á 355 í Bónusi, 385 í Hagkaupi, 415 í Fíarðarkaupi DV-mynd Hanna og 482 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 36 af hundraði. -ÍS Verðlag almennt á niðurleið Það er greinilegt af línuritum vik- unnar á grænmeti og ávöxtum að verðlag er almennt á niðurleiö þó að lækkunin sé mismikil eftir tegund- um. Verö á grænmeti lækkar oft þeg- ar hallar að sumri. Meðalverð banana hefur lækkað jafnt og þétt frá því í febrúar þó að sú þróun sé hæg. Meðalverðið var 120 krónur í febrúar en er nú komið niður í 105 krónur. Meðalverð grænna vínbeija hefur lækkað mun hraöar og er nú ekki nema rúmlega helmingur þess sem það var í lok febrúar. Þá var það 270 krónur en stendur nú í 148 krónum. Meðalverð á sveppum hefur verið nokkuð stöðugt undanfama mánuði en er þó heldur á leið niður á við. Meðalverðiö var 570 krónur á kflóið í byijun marsmánaðar en er nú rétt fyrir ofan 500 króna markið og gæti jafnvel farið undir það ef áfram held- ur sem horfir. Meðalverð á gúrkum hefur veriö sveiflukennt undanfam- ar vikur. Það var 330 krónur í lok febrúar, fór niður í 270 um miðjan mars, aftur upp lyrir 300 krónumar í byrjun aprfl en er nú komið niður í 202 krónur. Mesta athygli vekur hversu meðal- verð á gulri papriku tekur miklum breytingum. Það var rétt um og yfir 300 krónur eftir áramótin, stökk síð- an upp í tæpar 700 krónur en er 432 krónur nú, tæpum mánuði síöar. Meðalverð hvítkáls hefur verið neyt- endum hagstætt síðustu mánuði. Það hefur verið rokkandi í kringum 50 krónur á kflóið en hefur nú komist niður í 36 krónur. -ÍS Sértilboð og afsláttur r 1 Mikligaröur við Sund er með útsæðiskartöflur af fjórum teg- undum á sértilboði, Tegundirnar gullauga og rauðar em seldar á 96 krónur kílóiö og premier eöa amasonkartöflur á 153 króna kílóverði. Þær eru seldar í 5 kg pakkningum. Einnig eru á sértil- boði í versluninni appelsínur sem kosta 57 krónur kflóið, nauta- hakk á 533 krónur og London lamb á 804 krónur kflóiö. í Kaupstað í Mjódd era í gangi sértflboö á Rynkeby appelsínu- safa sem er á 99 kr. lítrinn, Frón matarkexi, z2 kg, sem kosta 92 krónur, Bmk vanillu- eða súkk- ulaðikexi, 250 g, á 89 og 8 rúllur af Tapir salernispappír sem kosta 199 krónur pakkinn. I Hagkaupi í Kringlunni era blá vínber á hagstæöu kílóveröi, 198 krónur. Ennfremur Bolands te- kex, 200 g á 35 krónur, Heinz tóm- atsósa, 575 ml, á 89 krónur og Kjarna appelsinumarmelaði, 400 g á aðeins 99 krónur. í Fjarðarkaupi er búið aö laskka mjög verð á Gillette Sensor rak- vélinni sem kostar nú aðeins 150 krónur. í gangi era sömuleiðis tilboösverð á allar tegundir Re- ach tannburstum sem kosta 126 krónur stykkiö, Bella eldhúsrúll- ur kosta 2 saman i pakka á 98 krónur og Brink kremkex með súkkulaði- eða vanfllubragði, 400 g, á 66 krónur pakkinn. Greinilegt er á sértilboðum í Bónus að sumarið er í nánd. Hunts barbeque sósa er á 136 krónur, 3 tegundir, grillkol, Wall Mart eða Giant, í 4,53 kg pokum eru á 279 krónur og bama-jogg- inggallar eru seldir á 799 krónur í fjórum stærðum. Ennfremur vora straubretti á tilboðsverði, 1.599 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.