Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Side 22
Sérstæð sakamál
Rödd sakleysingjans
Alison Carter.
Dawn meðan móðir hennar var enn á lifi.
Jess og Alison Carter höfðu verið
hamingjusamlega gift í nokkur ár
og litla dóttir þeirra, Dawn, var
þeim mjög kær. Reyndar snerist lif
þeirra að miklu leyti um hana. En
skyndilega var endir bundinn á
hamingjuna. Alsion lét lífið í slysi
og Jess stóð einn eftir með dóttur-
ina.
Faðirinn einstæði var oft í vand-
ræðum með aö sinna öllum skyldu-
störfum sínum og þannig gekk það
til í ár. En þá kynntist hann Miriam
Phelps og fljótlega fór að birta til í
tilveru hans. Ekki leið svo á löngu
þar til Miriam fluttist heim til
þeirra Jess og Dawn, en þau bjuggu
í raðhúsi við Morris-stræti í smá-
bænum Ongar í Essex á Englandi.
Tók Miriam nú við móðurhlut-
verkinu á heimilinu og varð í raun
stjúpmóðir Dawn litlu.
Næstu þrjú árin gekk allt vel en
svo fóru þau Jess og Miriam að ríf-
ast og er frá leiö urðu rifrildin tíð-
ari og hvassari. Svo gerðist það
kvöld eitt í október 1986 að þeim
lenti heiftarlega saman og þegar
rifrildið stóð sem hæst greip Jess
um háls Miriam og herti að. Þegar
hann sleppti takinu féll hún lífvana
á gólfið. Honum varð svo ljóst að
hún var dáin.
Gripinn skelfingu
Jess hefði ekki þurft að óttast
harðan dóm hefði hann, þetta okt-
óberkvöld 1986, hringt til lögregl-
unnar og tilkynnt henni hvað gerst
hafði. Hér var greinilega ekki um
morð að yfirlögðu ráði að ræða,
heldur afleiðingu ofbeldis sem
hann hafði beitt hana æstur og
reiður. Þar að auki hefði verið
hægt að sýna fram á að Miriam
bæri hluta sakarinnar því öllum
vinum Jess og hennar var ljóst hve
erfið hún hafði verið í umgengni.
En í stað þess að íhuga málið í
þeim tilgangi að komast að skyn-
samiegustu niðurstöðunni varð
Jess felmtri sleginn. Hann fór út,
ók bílnum upp að húsinu og bar
líkiö út í farangursgeymsluna. Þá
gekk hann út í bílskúrinn, sótti
skóflu og kom henni sömuleiöis
fyrir í bílnum. Hann hafði í huga
að aka til Blackmore, svæðis sem
er um átta kílómetra fyrir utan
bæinn.
Jess vildi hins vegar ekki skilja
Dawn eftir eina í húsinu. Hann
gekk því upp á efri hæðina og inn
til hennar þar sem hún svaf í her-
bergi sínú. Hann tók hana upp og
bar varlega niður stigann og út í
bílinn. Hann reiknaði með að ef
hún vaknaði yrði hún svo þreytt
að hún sofnaði strax aftur. Þess
vegna haíði hann ekki áhyggjur af
því að taka hana með.
Eftir áætlun
Dawn reyndist líka vera þreytt.
Þessi frísklega og málgefna stúlka
sagði ekki orð á leiðinni og Jess
taldi því víst að hún svæfi. Er kom-
ið var til Blackmore hreyfði Dawn
sig ekki. Jess fór út úr bflnum, tók
líkið úr farangursgeymslunni og
bar nokkuð frá. Síðan sótti hann
skófluna og ekki leiö á löngu þar
til hann hafði grafið líkið af Miriam
Phelps.
Það reyndist ekki mikill vandi aö
skýra hvers .vegna Miriam væri
ekki lengur á heimihnu. Vinir Jess
höfðu lengi vitað hve slæmt sam-
komulag hans og Miriam var orðið
og þegar hann skýrði þeim frá því
að þau hefðu rætt málið og orðið
sammála mn að Miriam færi af
heimilinu kom þeim það ekki á
óvart. Reyndar þótti skýringin svo
sennileg að enginn bar brigður á
söguna. Þá létu sumir vinanna í
Ijósi ánægju yfir því að svo skyn-
samleg lausn skyldi hafa fundist á
vandamálinu. Andrúmsloföð hefði
Jess Carter.
verið orðið svo slæmt.að vart hefði
veriö hægt að réttlætá að hafa sex
ára gamalt stúlkubam á heimilinu.
Rólegurtími
Enginn spurði um Miriam. Hún
hafði ekki átt neina nákomna ætt-
ingja svo enginn saknaði hennar.
Þess vegna lenti Jess ekki í neinum
vandræðum í nokkra mánuði. Ekki
var hann þó með öllu áhyggjulaus
vegna þess sem gerst hafði og
sunnudaginn 3. janúar 1987 fannst
honum aö hann þyrfti að sannfæra
sig um að ekkert væri að óttast.
Það fannst honum hann best geta
gert með því að fara á staöinn þar
sem hann hafði grafið Miriam til
þess aö ganga úr skugga um að lík-
ið hefði ekki fundist. Hann óttaðist
mest að dýr hefðu rótað upp jörð-
inni svo líkið hefði komiö í ljós.
Tæknimenn lögreglu yrðu þá ekki
lengi að komast aö því af hverri
líkið væri og þá kæmist upp um
hann.
Aftur setti Jess Dawn í bílinn og
síðan óku þau af stað til Blackmore.
Jess til furðu sá hann að margir
vom á ferli þama á svæðinu þenn-
an fallega sunnudag. Kom hann
varla bíl sínum fyrir á bílastæðinu.
Hann fór sér hægt því hann ætlaði
aðeins að ganga úr skugga um að
ekki hefði verið hreyft við gröfinni.
„ímyndunar-
aflbama!"
Þegar Jess gekk með Dawn í átt-
ina til staðarins þar sem líkið lá
grafið leit hún skyndilega á fóður
sinn og sagði: „Var þaö héma sem
þú grófst Miriam?"
Jess brá mikið. Dawn hafði þá
alls ekki verið sofandi í bílnum
kvöldiö forðum. Hann leit í kring-
um sig og sá eldri hjón sem vom
aðeins í fárra metra fjarlæg. Það
var greinilegt að þau höfðu heyrt
það sem bamið hafði sagt. Jess
reyndi að láta svo líta út sem hún
hefði sagt eitthvað sem ekki væri
ástæða til að taka alvarlega. Hann
fór þvi að ræða um „ímyndunarafl
bama“, en gekk síðan burt meö
Dawn við hlið sér.
Gömlu hjónin, herra og frú
Whyte, gengu í öfuga átt, að bíla-
stæðinu en á leiðinni ræddu þau
það sem fyrir þau hafði borið. Síöan
settust þau inn í bfl sinn og biðu
þar uns Jess og Dawn komu og óku
af stað. Þá skrifuðu hjónin hjá sér
númerið á bfl Jess og óku síðan
rakleiðis á næstu lögreglustöð.
Auðvitað gat verið um að ræða
saklaust „ímyndunarafl bams“. En
hér gat líka annaö og alvarlegra
verið á ferðinni. Þegar hjónin
höfðu rætt málið viö lögregluna var
kvaddur tfl rannsóknarlögreglu-
maður og svo tekin skýrsla. Að því
búnu fóm hann og félagar hans að
gera fyrirspumir, svo lítið bar á.
Vísbendingamar
Fyrirspurnimar bám með sér að
fyrir þremur mánuðum hafði Jess
Carter búiö með Miriam Phelps, en
svo hafði hún að sögn yfirgefið
hann. Auðvitað gat það verið satt
en rannsóknarlögreglumönunum
fannst rétt að kanna máhð betur
og meðal þess sem ákveðið var að
líta á var svæðið þar sem Whyte-
hjónin höfðu séð Jess og Dawn á
gangi og heyrt dótturina leggja
spuminguna furðulegu fyrir foður
sinn.
Tæknimenn vom sendir á stað-
inn og ekki leið á löngu þar til líkið
af Miriam Phelps hafði verið grafið
upp. Þar eð vitað var af hvaða konu
líkið væri fyndist það á annað borð
höfðu rannsóknarögreglumenn-
imir undirbúið sig á ýmsan hátt,
meðal annars með því að leita til
tannlæknis Miriam og fá tannkort
hennar.
Líkið var þegar í stað flutt til rétt-
arlæknis og þegar hann tók að bera
saman tannkortiö og tennurnar í
líkinu sá hann strax aö það kom
heim og saman við þær. Annaö
staðfesti og líka að líkið var af Mir-
iam.
Þögn um hríð
Þrátt fyrir allan undirbúninginn
hafði rannsóknarlögreglan ekki
skýrt opinberlega frá því að grunur
léki á aö Miriam Phelps hefði verið
myrt. Það kom Jess Carter því al-
gerlega í opna skjöldu þegar hann
var handtekinn, ákærður fyrir
morö á sambýliskonu sinni.
Vitnisburð Whyte-hjónanna,
einn og sér, hefði góður verjandi
getað gert ósannferðugan. Það
hefði hins vegar orðið erfiðara að
segja að það sem fannst í farang-
ursrými bíls Jess renndi ekki stoð-
um undir að hann hefði lagt líkið
af Miriam í það. Engu að síður voru
rannsóknarlögreglumennimir
ekki alveg vissir um að þeir gætu
sannað morðið á Jess.
Málalok
Það kom því þægilega á óvart,
skömmu eftir að farið var að yfir-
heyra Jess, að hann skyldi hætta
að þræta fyrir að hafa framið morð-
ið og játa það þess í stað á sig. Jafn-
framt skýrði hann frá sambúð
þeirra Miriam og hvemig hún hefði
farið versnandi og loks endað með
því að verða með öllu óþolandi.
Margir vina þeirra Jess og Mir-
iam voru nú yfirheyrðir og gátu
þeir borið að Jess hefði skýrt rétt
frá um ósættið á heimilinu sem
skýrði að svo illa fór sem raun bar
vitni.
Nýlega var Jess látinn laus eftir
aö hafa setið í fangelsi í fjögur ár.
Ellefu ára dóttir hans og vinir hans
tóku á móti honum þegar hann
fékk frelsið en vinafólk hafði haft
Dawn hjá sér á meðan hann sat
inni. Hann hefur nú byrjað nýtt líf.
Dómarinn leit svo á að Jess Cart-
er hefði verið á valdi sterkra til-
finninga þegar hann framdi morðið
og að framkoma Miriam á heimil-
inu hefði átt sinn þátt í þvi hvernig
fór.
En sögunni fylgir dálítill eftir-
máli. Réttarlæknar komust ekki
aðeins að því árið 1987 að Miriam
hafði verið kyrkt heldur að því að
ástæðan til þess að hún missti and-
legt jafnvægi og hafði ekki fulla
stjóm á tilfinningum sínum var
æxh við heilann sem farið hafði
sívaxandi og hefði að lokum orðið
henni að aldurtila. En þá voru þeir
það tillitssamir að segja Jess Carter
ekki frá því.