Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Page 52
Frjálst,öháð dagblað FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Veöriöámorgun: Þurrtog léttskýjað en svalt Á morgun veröur vestan- og norðvestangola eða kaldi. Víðast verður þurrt og léttskýjað. Fremur svalt í veðri. Veðrið 1 dag er á bls. 68 LOKI Gall ekki við hrossahlátur við matborðið? DV kemm- næst út mánudaginn 4. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag til kl. 22, lokað verður á morgun, 1. maí og laugardaginn 2. maí. Síminn er 632700. Þao litur helst út fyrir að stóðhesturinn Kveikur frá Miðsitju hafi ekki gert annað um dagana en snæða á veitingahúsum. Stjórn hestamannafélagsins Fáks bauð honum til málsverðar á A. Hansen í Hafnarfirði i gær. Matreiðslumeistar staðarins útbjuggu sérstakan rétt fyrir Kveik, vitamínbætta gras- köggla, skreytta með agúrkum og tómötum, og snæddi Kveikur matinn sinn stilltur og prúður í fasi. Fákur fagnar 70 ára afmæli sínu um helgina og efnir af þvi tilefni til mikillar hátíðar i Reiðhöllinni í Víðidal. Þótti stjórn félagsins við hæfi að bjóða Kveik til ærlegs málsverðar áður en hátiðahöldin hefjast því hann er einn frægasti stóðhestur landsins og mun hann heiðra afmælishátiðina með nærveru sinni. Til borðs með Kveik sitja eigandi hans, Jóhann Þorsteinsson, Viðar Halldórsson, formaður Fáks, og eiginkona hans, Ragna Bogadóttir, Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Fáks, og eiginkona hans, Bergljót Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Karl Haraldsson og tvíburasysturnar Hulda og Lilja Jónsdætur. Sjá nánar bls. 31. DV-mvnd BG Flugmálastjóri: Meirihlutimælir með Þorgeiri Meirihluti Flugráðs, þeir Skúli Alexandersson, Leifur Magnússon og Birgir Þorgilsson, mæla með Þor- geiri Pálssyni prófessor í stöðu nýs flugmálastjóra í stað Péturs Einars- sonar sem sagt hefur starfi sínu lausu. Minnihluti Flugráðs, alþingis- inennirnir Sighjöm Gunnarsson og Árni Johnsen, mæla með Hauki Haukssyni aðstoðarflugmálastjóra. Samgönguráðherra veitir stöðuna innanskamms. -S.dór Trilla frá Seyðisfirði „strandaði" á Kringlumýrarbraut um klukkan hálf- átta i gærkvöldi. Flutningabíll var að flytja bátinn þegar hjól á dráttar- vagni brotnaði undan. DV-mynd S Byssuþjófurjátaði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Maður á fertugsaldri játaði við yfir- heyrslur hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri í gær að hafa stolið sjö skotvopnum úr byssusafni í bænum sl. mánudag. Hann vísaði lögregl- unni á skotvopnin. Matareitruní sólarlandaferð Fjögur ungmenni voru flutt með sjúkrabílum til Reykjavíkur í fyrri- nótt eftir að hafa fengið matareitrun í sólarlandaferð á Costa del Sol á Spáni. Þau vom að koma með flug- vél Flugleiða frá Malaga. Að sögn ■ íslensks læknis, sem aðstoðaði ung- mennin, var ekki um alvarleg veik- indatilfelliaðræða. -ÓTT Veit ekki hver stendur í liósum loqum nsest Hlédís Sveinsdóttir, DV, tos Angeies: Ástandið hér í Los Angeles er ömurlegt. Allir sitja stifir fyrir framan sjónvarpið og eru búnir að vera það frá því klukkan 18 í kvöld. Ég veit ekki hver stendur í ljósum logum næst. Þessi úrskurður kom eins og þmma úr heiðskím lofti og allir eru sammála um að hér er óréttlát- ur dómur á ferð. Fylkisstjórinn, Pete Wilson, lýsti því yfir að málið yrði rannsakað frekar, sérstakri nefhd verði komið á til að rannsaka hvort hér hati borgaralegur réttur verið fótum troðinn. : ;V';;' Það var ólýsanleg stund þegar þeir gerðu þessi úrslit heyram kunn. Fólk brast í grát í borgimii dkir neyðaróstand mina. Eld- bjarmi er yfir borginni þegar htið er í suðurátt og bmnalykt í lofiinu. Ikveikjurnar em að færast nær og nær þar sem ég bý, í Westwood fyrir norðan þar sem ástandið er versL Nú loga um 150 eldar um alla borg, þar af 50 stóreldar þar sem heilu götuiengjuraar síanda í ljós- um logum. Ástandið á örugglega eftir að versna enn. Kaffihús þar sero við sátum á í morgun er bmnnið til kaldra kola núna. Þyrlur era á stöðugu sveimi fyrir utan gluggana og lögreglan fær ekki \<ið neitt ráðið. Búiö er að leita eftír aöstoð frá San Francisco og þjóövarðliðið hefur verið kallað út. Stórhættulegt er að vera á ferli, ráöist er á bíla og fólk er dregið út og lamið í klessu. Það hefur gripið um sig algjört æði, Slökkviliðið reynir að stemma stigu við eldun- um, skotiö er á slökkviliðsmenn og einn brunabíll er þegar brunninn til kaldra kola. Það hefur veriö sett á útgöngubann í aliri borginni frá og með seint í nótt að íslenskum tíma og það er algjört hemaðará- stand í borginni. Þetta kemur til með að auka spennuna milli svartra og hvítra í borginni og þar með skapa töluvert hættuástand. Spennan er nú nóg fyrir. Þetta er ömurlegt. og myndir á bls. 10 oz É*T25 • 2 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá f síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstj órn-i \uglýsingar - Áskrift - Ðreifing: Sími 63 J 2700 ^0»eiLAsr00/ ÞRÖSTIIR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.