Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
Fréttir
Nýtt útspil varðandi byggingu íbúða fyrir aldraða á Akureyri:
íslandsbanki vill fjármagna
ef Hagvirki fær að byggja
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureryri:
„Það nýjasta í þessu máli er það
að íslandsbanki hefur boðist til þess
að fjármagna þetta verk á sama hátt
og Landsbanldnn ætlaði að gera, ef
gengið verður til samninga við okkur
um að byggja. Við teljum þvi að
málinu sé alls ekki lokið,“ segir
Brynjar Brjánsson, framkvæmda-
stjóri Hagvirkis Kletts.
Landsbankinn, sem hyggst fjár-
magna byggingu 70 íbúða fyrir aldr-
aða á Akureyri, hafnaði fyrirtækinu
sem framkvæmdaraðila eins og fram
kom í DV í gær.
Hagvirki Klettur, sem bauðst til að
byggja tvö 7 hæða hús með 70 íbúðum
fyrir bygginganefnd aldraðra á Ak-
ureyri, átti lægsta tilboðið í verkið,
398 miiljónir króna eða 85 milljónir
undir kostnaðaráætlun. Landsbank-
inn, sem hyggst fjármagna verkið í
samvinnu við væntanlega kaupend-
ur, hafnaði hins vegar Hagvirki
Kletti sem byggingaraðila. Bygginga-
nefndin ákvað í kjölfar þess að semja
við SS Byggi á Akureyri sem var með
19 milljónum króna hærra tilboð.
Brynjar Brjánsson, framkvæmda-
stjóri Hagvangs Kletts, segist bjart-
sýnn á að fyrirtækið fái verkið eftir
boð íslandsbanka um fjármögnun.
Hann sagði framkomu Landsbank-
ans í þessu máli vera bolabrögð.
„Ég get ekki sagt neitt um það
hvemig þetta mál muni þróast, við
höfum ekki fengið nein gögn frá ís-
landsbanka. Það eru margir þættir
sem þarf að skoða eftir að þessi staða
er komin upp og það tekur án efa
nokkra daga að fá botn í málið. Við
munum funda um það,“ sagði Aðal-
steinn Óskarsson, formaður bygg-
inganefndar, við DV í gær.
Sjávarútvegsráðherra Omans er staddur hér á landi þessa dagana í opin-
berri heimsókn. í gær var ráðherrann á Akureyri þar sem hann skoðaði
fyrirtæki og stofnanir en i dag heimsækir hann Dalvíkinga og ræðir við
forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja á Akureyri og á Dalvík. Myndin var tekin
er ráðherrann heimsótti Slippstöðina á Akureyri í gær. DV-mynd gk
Rlkisstjómin eykur framlög til sauðflárbænda:
Eðlilegt að mönnum bregði
við aukin landbúnaðarútgjöld
- segir Karl Steinar Guðriason, formaður flárlaganefndar
Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að
veita landbúnaðarráðherra heimild
til að gera sauðfjárbændum sérstakt
kauptilboð á framleiðslurétti þeirra
láti þeir af búskap. Markmiöið með
þessu er að draga úr 17 prósent flatri
niðurfærslu á framleiðsluréttinum í
haust. Verði heimildin fullnýtt mun
hún kosta ríkissjóð um 115 milljónir
aukalega á næstu fimm árum og
leggst viö þá 2,3 milljarða sem ný-
geröur búvörusamningur gerir ráð
fyrir að fari í uppkaup. Samkvæmt
gildandi fjárlögum fara 292 milljónir
í uppkaupin í ár.
í búvörusamningnum er ákvæði
sem átti að flýta aðlögun sauðflár-
framleiðslunnar að innanlands-
markaði með uppkaupum ríkis á
framleiðslurétti. Þeir bændur, sem
hættu allri framleiðslu haustið 1991,
skyldu fá 5000 krónur fyrir rolluna.
Að auki skyldu þeir fá 600 krónur
fyrir kilóið væri rétturinn í notkun
en 480 krónur væri hann í leigu.
Samkvæmt samningnum skyldu
þeir sem forguðu bústofni sínum síð-
ar, eða á timabilinu september 1991
til ágústloka 1992, einungis fá 3500
krónur fyrir rolluna. Að auki skyldu
þeir fá 380 krónur fyrir hvert kíló
væri framleiðslurétturinn virkur en
300 krónur annars.
Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá
því á miðvikudag gerir hins vegar
ráö fyrir að láti bændur af sauðfjár-
búskap fyrir næsta haust fái þeir
sama verð fyrir hverja rollu og síð-
astliðið haust, eða 1500 krónum
meira en búvörusamningurinn
kveður á um. Að auki yrði þeim
greitt 150 til 170 krónur umfram
ákvæði samningsins fyrir hvert kfió.
Kostnaður til skamms tíma
„Það er eðlilegt að mönnum bregði
þegar útgjöld til landbúnaðarmála
eru aukin. Til skamms tíma kallar
þessi samþykkt ríkisstjómarinnar á
kostnað en til lengri tíma er ekki
klárt að þetta leiði tfi aukningar,"
segir Karl Steinar Guðnason, þing-
maður Alþýðuflokksins og formaður
fjárveitinganefndar. Hann segir að
ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi
ekki verið kynnt fyrirfram í þing-
flokki Alþýðuílokks né fjálaganefnd
Alþingis.
Heildarfullvirðisréttur í sauðfjár-
rækt í dag er um 10 þúsund tonn en
þar af er réttur upp á 931 tonn óvirk-
ur vegna riðuveiki og leigu til Fram-
leiðnisjóðs, Talið er að megnið af
þessum óvirka rétti komi aftur inn í
framleiðsluna í haust. Fyrir vikið
standa sauðfjárbændur frammi fyrir
allt aö 17 prósent flatri niðurfærslu
á framleiðslurétti í haust. Niður-
færslan mun ná jafnt til virks sem
óvirks réttar. Af þeim 510 þúsund
rollum, sem nú eru á fæti, myndu
því allt aö 20 þúsund verða felldar í
haust.
Niðurfærslan byggir á því mark-
miði búvörusamnings að aðlaga
framleiðslu sauðíjárafurða að innan-
landsneyslu. Á síðasta verðlagsári
seldust ríflega 8200 tonn af kinda-
kjöti en í ár er gert ráð fyrir að salan
dragist saman um 200 tonn. Áætluð
framleiðslaíhauster8700tonn. -kaa
í dag mælir Dagfari ____________
Laun heimsins...
-Það er ekki að spyrja að van-
þakklæti verkalýðsins í landinu.
Forysta launþegasamtakanna hef-
ur mánuöum saman staðið í samn-
ingastappi við vinnúveitendur um
kjarabætur til handa sínu fólki.
Undir það síðasta þurftu verka-
lýðsrekendur að leggja nótt við dag
til að beija Garðastrætisgreifana til
sátta og neyða þá til að hækka
kaupið. Og þeir fóru í Davíð og
lömdu í borðið. Kröfðust þess að
ríkisstjómin hætti að skera niður
böm og gamalmenni, sjúklinga og
skólafólk. Forsætisráðherra leist
ekki að blikuna og lúffaði.
Þegar bjargvætturinn frá Flat-
eyri geröi sér fjóst að leikurinn var
svo gott sem tapaður og vinnuveit-
endur þyrftu að hækka laun um
hvorki meira né minna en 1,7% var
honum öllum lokið. Tilkynnti að
nú væri hann hættur að stýra
Garðastrætisgenginu og framvegis
. ætlaði hann alfarið að sinna útgerö
og fiskviimslu í plássi sínu fyrir
vestan. Þeir Ásmundur og Guð-
mundur Joð hafa hins vegar enga
ástæðu til að hætta eftir svo fræki-
legan sigur á vinnuveitendum og
ríkisstjóminni með ómetanlegum
stuðningi Ögmundar.
í þann mund að undirrita átti
kjarasamningana barst verkalýðs-
stjórum hins vegar til eyrna sá orð-
rómur að almennum launþegum
þætti lítið til afreka þeirra koma.
Kom þá nokkurt fát á stjórana sem
bmgðu á það ráð að kalla sátta-
semjara á hljóöskraf undir vegg.
Sögðu sem var að verkalýðurinn
virtist ekki kunna gott að meta og
lausafréttir hermdu að kallar og
kellingar um land allt væra uppi
með kjaft vegna niðurstööu samn-
inganna. Hvort Guðlaugur væri
ekki tilbúinn til þess aö gera samn-
inginn að eigin miðlunartillögu. Þá
gæti forysta launamanna verið
bæði með og á móti eftir því hvem-
ig vindurinn blési. Guðlaugi lá á
að komast í að dytta að sumarbú-
stað sínum og sá í hendi sér aö
þetta væri besta lausnin til að unnt
væri að slútta þessu þrefi.
Síðan var svokölluð miðlunartil-
laga send frá Karphúsinu út til al-
mennra launþega. Verkalýðsrek-
endur sögðust sáróánægðir með
þessa tillögu því hún gæfi alltof lít-
ið. Engu að síður væri bráðnauö-
synlegt aö hún yrði samþykkt hið
fyrsta þvi tillagan væri raunar hið
besta mál þegar á allt væri litið.
Var svo blásið til funda í stéttarfé-
lögum vítt og breitt um landið. Til-
lagan kynnt og menn beðnir að
samþykkja hana í almennri at-
kvæðagreiðslu.
Þá er það sem verkalýðurinn
klikkar. Setur upp hundshaus og
aðeins sárafáir drattast á fundina
og þá aðallega til að rífa kjaft og
skammast út í forystuna. Meira að
segja á Dagsbrúnarfundinum var
fámenni og þeir óbreyttu félags-
menn, sem tóku til máls, höfðu
uppi köpuryrði í garð Jakans.
Gengu svo langt að efast um að
dómgreind Dagsbrúnarstjóranna
væri í lagi og töldu þá hafa misst
öll tengsl við raunveruleikann.
Þetta vora kaldar kveðjur og svip-
aða sögu mun vera að segja af fund-
um í öðrum stéttarfélögum. Menn
sögðu það fals eitt að samþykkja
svona skítatillögu í Karphúsinu og
fara síðan í ræðustól 1. maí og
halda þar uppi allt annarri og harð-
ari kröfugerð en sýndi sig við
samningaborðið.
Ekki tók betra við þegar opnað
var fyrir atkvæðagreiðslu um miöl-
unartillöguna sem sett var fram í
nafni sáttasemjara. Launþegar
hreinlega nenntu ekki að drattast
til að greiða atkvæði, hvorki með
eöa á móti. Létu eins og þetta kæmi
þeim bara ekkert við. Þátttakan var
svo lítil í félögunum að jafnvel þótt
allir þeir sem tóku þátt í henni
hafi greitt atkvæði á móti telst hún
samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum. Svo snilldarlega er um
hnútana búið. En hvemig er hægt
að leggja það á nokkum mann að
leiða kjarabaráttu fyrir fólk sem
sýnir slíkt vanþakklæti og áhuga-
leysi? Fimm hundraö króna hækk-
un á orlofsuppbót er mætt með al-
gjöra skilningsleysi og lýðurinn
virðist ekki gera sér neina grein
fyrir þýðingu þess að nú skal
treysta undirstöður hagvaxtar.
Laun heimsins era vanþakklæti.
Dagfari