Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 13
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992. 13 Sviðsljós Regína og Karl Thorarensen ásamt tengdasonunum Búa Þór Birgissyni og Rúnari Kristinssyni. Fyrir aftan eru börn Regínu og Karis: Guðrún, Emil og Guðbjörg. Regína 75 ára Emil Thorarensen, DV, Eskffirði: Regína Thorarensen varð 75 ára nú á dögunum. Af því tilefni brá hún sér, ásamt Karli manni sínum, aust- ur á Eskifjörð þar sem þrjú af böm- um þeirra hjóna búa. Regína bjó á Eskifirði í 19 ár eða til ársins 1981 er hún flutti til Selfoss. Frændfólk og vinir heilsuðu upp á afmælisbarnið á þessum merku tímamótum og þáðu í leiðinni veit- ingar sem í boði vora. Þau voru gestir Regínu: Hallgrímur Jónasson, útgerðarmaður á Reyð- arfirði, og frú Ingibjörg Þórðardóttir á Grimsstöðum, Reyðarfirði. DV-myndir Emil Húsgagnaverslunin Exo tekur til starfa: Áhersla lögð á íslenska •• Nýlega var opnuð ný húsgagna- verslun að Suðurlandsbraut 54 í Reykjavík. Verslunin heitir Exo og sérhæfir sig í heimilishúsgögnum en annars konar húsgögn era einn- ig fáanleg. Sérstök áhersla er lögð á íslenska hönmm og framleiðslu en fjórðungur verslunarrýmisins er notaður til kynningar á nýjung- Eigendur verslunarinnar eru þeir Grétar Arnason húsgagnabólstrari, Ingi Þór Jakobsson innanhússarkitekt og Óskar Borg hagfræðingur. Ragnar Borg, fyrrverandi ræðismaður Ítaiíu á íslandi og faðir Óskars, á einnig í fyrirtækinu. nnciryi yuuid yeaio vm vtu upnun- ina, þeirra á meðal Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri og Dóra Einarsdóttir fatahönnuður. DV-myndir ARI um í íslenskri húsgagnagerð. Ýmsir íslenskir innanhúss- og húsgagnaarkitektar munu á næst- unni kynna hugmyndir sínar í versluninni, þeirra á meðal era Finnur Fróðason, Guðbjörg Magn- úsdóttir, Hans Unnþór Ólafsson og Ósk Þorgrímsdóttir. Ails komu um 600 manns á opn- unarteiti sem haldið var í verslun- inni en fyrstu opnunarhelgina komu um 2000 manns. Kvenfélag úti við heimskautsbaug á faraldsfæti: 9 konur eftir í Grímsey 18 konur í kvenfélaginu Baugnum í Grímsey bragðu undir sig betri fætinum fyrir skemmstu og héldu til Reykjavíkur með akureyrsku kaffl- vélinni. Tilefnið var það að kvenfé- lagið verður 35 ára á þessu ári. Félag- ið hefur annars farið í menningar- ferðir suður á þriggja ára fresti síð- ustu ár. Þetta var þriggja daga ferð og nóg var að gera. Konurnar byrjuðu á áð heimsækja kvenfélagið í Grindavík á flmmtudegi. Síöan var farið til Reykjavíkur og skemmt sér á Hótel íslandi um kvöldið. Strax í býtið á fóstudeginum var haldið til Hvera- gerðis og bærinn skoðaður. Þær snæddu svo í Hallargarðinum í ReyKjavík rnn kvöldið og sáu Þrúgur reiðinnar í Borgarleikhúsinu. Fyrri hluti laugardagsins var not- aður til að versla en um kvöldið sáu þær Gysbræður á Hótel Sögu og fóru svo á ball á Hótel íslandi um kvöld- ið. Eftir hádegi á sunnudeginum flugu þær svo aftur til Akureyrar. en 18 fyrir sunnan Baugskonurnar lentar á Reykjavikurflugvelli og tilbúnar í slaginn. DV-myndir ARI Baugskonur vora mjög ánægðar með ferðina en voru orðnar dálítið þreyttar við heimkomuna. Markmið- inu var náð en það var að sjá sem mest á sem stystum tíma. í kvenfé- laginu Baugnum eru 35 konur en það eru fleiri en búa á eyjunni. Skýringin er sú að brottfluttar konur halda tryggð við félagið og era ekkert á því að skrá sig úr því. Nafn félagsins vísar til þess að þær búa úti á heim- skautsbaug. HLBOÐ VIKUNNAR IStÍkS?® ÁÐUK 89,- HA6KAUP - attt í einniferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.