Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Samstarf eflir sjálfstæði
Mikilvægt er, aö þeir, sem gæta eiga hagsmuna ís-
lenzkrar tungu í alþjóðlegum tölvustöðlum, velji rétta
fundi til að sækja og missi ekki einmitt af allra mikilvæg-
ustu fundunum, þar sem úrslit ráðast um, hvort íslenzk-
ir bókstafir séu í fyrirhuguðum stöðlum eða ekki.
Svo virðist sem evrópskum Qarskiptastaðli um texta-
boðkerfi hafi verið komið á fót án íslenzkra stafa, af því
að hagsmunagæzlumenn íslands sóttu ekki fundinn, þar
sem ákvörðun var tekin um staðalinn. Sóttu þeir þó
ýmsa fundi, sem ekki skiptu þjóðina eins miklu máli.
Annað slys af svipuðum toga er textavarp sjónvarps.
Um það var settur evrópskur staðall án vitundar hags-
munagæzlumanna íslands. Framleiðendur sjónvarps-
tækja þurfa því aukalega að koma íslenzku stöfunum
fyrir, sem auðvitað hækkar verð tækjanna til landsins.
Tilviljanir eru farnar að ráða nokkru um stöðu ís-
lenzkrar tungu í tölvuheimi nútímans. Ekki eru þær
allar til ills. A sínum tíma var það aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu, sem olli því, að flest tölvustýri-
kerfi, sem máh skipta, hafa íslenzka stafi.
Bandarísk hermálayfirvöld ákváðu að krefjast þess í
tölvuútboðum sínum, að tilboðsgjafar gerðu ráð fyrir
öllum stöfum allra þeirra ríkja, sem aðild ættu að Atl-
antshafsbandalaginu og notuðu latneska bókstafi. Þetta
var gert af herfræðilegum öryggisástæðum.
Vegna þessarar tilviljunar getum við náð á þægilegan
hátt í íslenzka bókstafi í flestum tölvum, sem hér fást,
jafnvel þótt skipt sé á forritum eða ný afbrigði komi
fram af fyrri stýiikerfum. Við erum með í veraldarstaðl-
inum á sjálfvirkan hátt, hver sem hugbúnaðurinn er.
Þetta þýðir ekki aðeins, að íslenzku stafimir séu inni
í hlýjumii frá Atlantshafsbandalaginu. íslenzka stafrófs-
röðin er einnig inni, nákvæmlega eins og hún á að vera,
með broddstöfum á réttum stöðum. Sömuleiðis eru tíma-
og dagsetningar okkar og heiti krónunnar í hlýjunni.
Þetta kann að breytast, ef vægi bandarískra varnar-
mála og Atlantshafsbandalagsins minnkar sem við-
skiptavina tölvuframleiðenda. Sum tölvustýrikerfi
munu verða alþjóðlegri en önnur, allt eftir mati fram-
leiðenda á því, hvað markaðurinn vilji kaupa.
Því er mikilvægt, að ísland sé með á nótunum, þegar
Evrópusamfélagið eða Evrópska efnahagssvæðið hyggj-
ast setja staðla til að samræma framboð á tölvum og
tölvuhugbúnaði. Aðild að Efnahagssvæðinu á að geta
tryggt stöðu okkar á þessu sviði í framtíðinni.
A slík atriði ber að líta, þegar menn kvarta um, að
fjölþjóðlegar stofnanir á borð við Atlantshafsbandalagið
og Efnahagssvæðið taki til sín hluta af fullveldi okkar.
í rauninni hafa þær áhrif í báðar áttir. Þær taka sumt
frá okkur, en færa okkur annað í staðinn.
Það liggur í eðh samstarfs, að menn gefa og þiggja
til að hagnast sameiginlega. Ef aðild okkar að evrópsku
samstarfi fylgir í kjölfar aðildar okkar að Atlantshafs-
samstarfinu með því að styrkja stöðu íslenzkrar tungu
í framtíðinni, er það þungt lóð á vogarskáhnni.
Við þurfum að taka virkan þátt í evrópsku samstarfi
th að tryggja stöðu íslenzkrar tungu í þeim framtíðar-
heimi, sem stundum er kahað rafeindaþorpið mikla, þar
sem allir geta verið í tölvusambandi við alla. Annars
verðum við einfaldlega að taka upp enska tungu.
í stórum dráttum er íslenzka enn inni í hlýjunni,
þótt slys hafi orðið upp á síðkastið. Þetta er eitt mesta
sjálfstæðismál okkar um þessar mundir og næstu ár.
Jónas Kristjánsson
„EES-samningurinn liggur nú fyrir í íslenskri þýðingu í tveimur bindum, hið fyrra 510 bls., og hið síðara 466 bls.“
Með EES frá vel-
ferð til vesældar
Með sanngimi verður þess ekki
krafist að leiðarahöfundar dag-
blaðanna, sem skrifa dálka sína í
tímaþröng dag eftir dag, birti leiftr-
andi snjallar hugleiðingar um mik-
ilvæg mál, sýni þau í skörpu, nýju
Ijósi og skapi þar með aukinn skiln-
ing á grundvallaratriðum.
Stöku sinnum rekumst við þó á
undantekningar.
Ein slík var leiðari Jónasar
Kristjánssonar í DV 2.2. sl. Með
rökum og skýrum dæmum sýndi
hann fram á að rökræður væru
ekki lengur afgerandi undirstöður
lýðræðislegra ákvarðana hér á
landi. „Stjómvöld á íslandi taka
ekki rökum,“ sagði Jónas. „Leiðin
til áhrifa liggur ekki um rök og
ræðu... heldur um aðild að kröfu-
gerð þrýstihópanna í landinu.
Stjómvöld láta undan þrýstingi, en
ekki rökum.“
Því miður er þetta rétt. Tímabært
er að almenningur átti sig á því að
með shkum vinnubrögðum er veg-
ið hættulega að sjálfu lýðræðinu í
landinu.
Vinnuaðferð lýðræðisins grund-
vallast á því að ákvarðanir séu
teknar aö loknum góðum og fræð-
andi umræðum þar sem allar hhð-
ar máls eru grandskoðaðar, tekið
er tilht til ahra viðkomandi atriða,
óviðkomandi atriði og einhhöa
efnistúlkun útilokuð frá áhrifum
en rökræn greining og sannsýni
látin ráða ákvarðanatöku.
Eurokratatrúboð um EES
Enginn efast lengur um það að
EES-samningurinn sé mál mál-
anna fyrir okkur í dag. Ógætilegar
samningsskuldbindingar gætu gert
fuhveldi okkar og efnahagslegu
sjálfstæði óbætanlegan skaða, jafn-
vel komið af stað þróun frá fuh-
valda þjóðriki á Islandi niður í
ósjálfstætt útkjálkasvæði Euro-
krata undir yfirstjórn reglugerðar-
frumskógarins í Bmssel og fá-
mennisstjórnvalda þar. Þess vegna
er mikhvægt að undanfari ákvarð-
anatöku um EES séu góöar umræö-
ur sem skapi sannsýni um máhð í
hehd og hvemig það snertir ís-
lenska hagsmuni í nútíð og framtíð.
En hver er staðreyndin um um-
ræöuna?
Fram að þessu hefur umræðan
fyrst og fremst mótast af einhhða
áróðri Eurokrata undir forastu
Jóns Hannibalssonar th þess að
blekkja fólk th fylgis við þátttöku
íslands í „Evrópusamrunanum".
Með nauðhyggjuröksemdum er
fuhyrt að hagsmunir okkar krefjist
þess að við náum „Evrópuhraðlest-
inni“ inn í 21. öldina.
Th trúboðsins fór utanríkisráð-
herra margar og dýrar fundaferðir
á kostnað ríkisins. Fijálsar rök-
ræður vora ekki leyfðar. Trúboðið
var flutt í langri framsögu. Utan-
ríkisráðherra einn mátti ræða mál-
ið efnislega, fundarmenn aöeins
bera fram fyrirspumir svo hann
gæti malaö meira í sínum óvand-
KjáQarinn
Dr. Hannes Jónsson
fyrrv. sendiherra
aða áróðursstíl. - Flest gögn, sem
frá honum hafa borist th Alþingis
og almennings, hafa einkennst af
einhhða efnistúlkun, mikhvægum
atriðum verið stungið undir stól,
og önnur blásin upp í blekkingar-
skyni. Aht er þetta gert th að boða
þá trú að EES-samningurinn sé
okkur th hagsbóta þótt nánari
skoðun og rökræn greining sýni að
hann yrði leið okkar frá velsæld th
vesældar ef th framkvæmda kæmi.
Fullveldisafsalið
Ein af fuhyrðingum utanríkis-
ráöherra er að EES-samningurinn
feh ekki í sér neitt fuhveldisafsal.
Þess vegna þurfi ekki þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hann.
Þetta minnir á fuhyrðingar Uffe
Eheman-Jensen í Mbl. 24.3. sl. þar
sem hann reynir að afskrifa full-
veldisafsalið sem felst í laga- og
reglugerðafrumskógi EB og þar
með EES. Hann beitir einfaldlega
aðferð Lísu í Undralandi og breytir
merkingu orða að geðþótta. Sam-
kvæmt aðferð Lísu segir Uffe að
hugtakið „fuhveldi" hafi nú aðra
merkingu en áður. Svo buhar hann
sína fantasíu um þetta annars vel
skhgreinda hugtak í þjóðaréttin-
um.
Með nýrri og brenglaðri skh-
greiningu réttlætir hann að aðhd-
arríki EB og væntanlega EES af-
sah sér th yfirþjóðlegra stofnana
hluta af fuhveldinu, bæði lagasetn-
ingar- og dómsvaldinu. Síðan segir
hann í mótsögn við raunveruleik-
ann að slikt valdaafsal sé ekki fuh-
veldisafsal. Af sömu skynsemi
sagði Lísa í Undralandi: „London
er höfuðborgin í París og París höf-
uðborgin í Róm!“
Formaður utanríkismálanefnd-
ar, Eyjólfur Konráð Jónsson, og
fiöldi löglærðra manna, eins og Sig-
urður Helgason og Jóhann Þórðar-
son, hafa bent á að fyrirhggjandi
EES-samningur stangist m.a. á við
2. gr. stjórnarskrárinnar. Hliðstæö
skoðun hefur komiö fram hjá fjölda
norrænna lögfræðinga.
EES-samningurinn liggur nú fyr-
ir í íslenskri þýðingu í tveimur
bindum, hið fyrra 510 bls., og hið
síðara 466 bls. Ætlast er th að Al-
þingi samþykki þetta lagabákn
breytinga- og athugasemdalaust og
gefi auk þess svo kölluðum „gerð-
um“ samkvæmt 7. gr. lagagildi á
íslandi en þessar „gerðir" eru í
hundraðavís og aðeins vitnað th
þeirra með nafni og númeri.
Á þetta nokkuð skylt við laga-
setningu fullvalda ríkis?
En þessu th viðbótar er dóms-
valdinu á samningssviðinu afsalað
th Evrópu.
Er EES-samningurinn ekki of
dýra verði keyptur með þessu tak-
markaöa fuhveldisafsali th er-
lendra stofnana fámennisstjórn-
kerfis EB og EES?
Fjárhagslegt tap af EES
Þar að auki er ljóst aö við þurfum
með EES-samningnum að opna
fiskveiðilögsögu okkar og hafnir
fyrir rányrkjuflota gömlu nýlendu-
velda Evrópu sem við sigruðum í
þremur þorskastríðum.
Þegar allir kostnaðarliðir era
reiknaðir sést líka að við munum
tapa en ekki græöa á EES-samn-
ingnum. Tap okkar af samningnum
1993-1997 yrði um 600 mhljónir á
ári en um 200 nhlljónir á ári eftir
1997.
Laglegt veganesti inn í 21. öldina
og boðar vesöld, ekki velmegun.
Myndi nokkur hagsýnn kaup-
sýslumaður láta sér detta í hug að
gera shkan aulasamning?
Nei, th þess þarf hálfraglaða
Eurokrata sem ekki mega ráða
ferðinni í þessu máh.
Þjóðin verður að vakna og sjálf-
stæðismenn að vera trúir sinni
grundvaharstefnu um að standa
vörð um fuhveldi okkar og sjálf-
stæði og tryggja að auðlindir lands
og sjávar veröi nýttar af íslending-
um einum og í okkar þágu. v
í þessu máh verða rökin og þjóö-
in að ráöa, ekki þrýstihópur Euro-
krata.
Dr. Hannes Jónsson
„ ... við munum tapa en ekki græða á
EES-samningnum. Tap okkar af samn-
ingnum 1993-1997 yrði um 600 milljónir
á ári en um 200 milljónir á ári eftir
1997.“