Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992.
15
Viðskipti auka
velmegun
Hvaða áhrif hefði það væri skor-
ið í einu vetfangi á öll viðskipti
okkar við útlönd? Sagt er að þegar
stórt sé spurt verði fátt um svör.
En reynum að gera okkur ofurlitla
grein fyrir því. Alvarlegust yrðu
áhrifin á atvinnulífið. Olíuvörur og
olía yrði ekki lengur flutt til lands-
ins. Sama á við um aðföng vegna
álversins. Framleiðsluvörur ál-
versins yrðu reyndar ekki fluttar
frá landinu heldur. Fiskur yrði
ekki fluttur út. Heimilin yrðu þessa
einnig áþreifanlega vör. Hveiti og
kom yrði ekki flutt inn. Ekki fatn-
aöur og önnur álnavara. Blöð og
pappír ekki heldur.
Hvemig myndum við bregðast
við? Sennilega með því að nota
loðnulýsi í stað olíu á fiskiskipa-
flotann og bflaflotann (sjálfsagt
yrðu seldar heppflegar nefklemm-
ur á „bensínstöðvum", þetta myndi
skapa hagleiksmönnum austur á
Héraði tekjuöflunarmöguleika við
að tálga Hallormsstaðaskóg upp í
slíkar klemmur). Viö myndum
jafnframt takmarka notkun bfla.
Stjómvöld myndu þjóðnýta fram-
leiðslu nautaskinna og nota skinn-
in tfl að sinna útgáfu Lögbirtings
sem jafnframt yrði eina blaðið sem
gefið yrði út. Þjóðháttafræðingar
fengju nógan starfa við að segja
landsmönnum til í gerð „hefðbund-
ins“ fatnaðar og í „hefðbundinni"
matargerð.
Velmegun myndi minnka
Lífið myndi halda áfram, það er
ekki nokkur spuming. En velmeg-
un myndi minnka, ekki um 1 eða
2 eða 5% eins og við höfum verið
að upplifa öðra hvora nú um
KjaHaiinn
Þórólfur Matthíasson
lektor í hagfræði við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla
íslands
stundarsakir, heldur um 70,80 eða
90% eða einhverja álíka óhugsan-
lega tölu. Kjami málsins er nefni-
lega sá að sú lifskjarabylting sem
hér hefur orðið frá síðustu alda-
mótum byggist á að við höfum skipt
á innlendum framleiðsluvörum og
innlendri þjónustu og fengið í stað-
inn erlendar framleiðsluvörar og
þjónustu erlendra aðfla.
Allur okkar fiskur, öll okkar raf-
orka, öfl okkar þekking á flug-
rekstri era okkur lítils virði ef við
getum ekki notað fiskinn, rafork-
una, flugrekstrarþekkinguna til að
afla okkur olíu, bfla, fatnaðar,
pappírs, tölvubúnaðar, kommetis,
niðursuðuvamings, ávaxta o.s.frv.,
o.s.frv.
Nú segir e.t.v. einhver að tilraun-
ir sem gerðar era í huganum séu
einkar ónákvæmar og vel sé hægt
að leiða rök að því að velmegunar-
hrapið verði ekki eins mikið og ég
spái hér að framan. Þá er til að
svara að í einu landi Evrópu, Alba-
níu, var þessi hugsanatilraun
framkvæmd.
Frá lokum seinni styijaldarinnar
hefur verslun verið takmörkuð
annaðhvort við ríki austurblokkar-
innar eða Kína. Og frá 1976 hafa
utanríkisviðskipti verið eins ná-
lægt núllpunkti og með nokkra
móti hefur verið hægt. Og niður-
staðan: Eftir 15 ára einangrun er
Albanía alfátækasta land Evrópu
og hefur tæpast tök á að fæða þegna
sína. Slíkar tilraunir ætti ekki að
leyfa nokkurri ríkisstjóm að kom-
ast upp með að gera.
Að auka ávinning
af utanríkisviðskiptum
Þrátt fyrir þann velmegunarauka
sem utanríkisviðskiptin færa þjóð-
um heims eru viðskiptahindranir
býsna algengar. Orsakir slíkra
hindrana eru flóknar og marg-
brotnar. Um þær mun ég ræða í
annarri grein hér í blaðinu og læt
því liggja milli hluta nú.
Hugmyndin um almennt tolla-
samstarf byggist á að snúa við
hugsanatilrauninni sem gerð var
hér að ofan. Ef þeim viðskipta-
hindrunum sem enn era tfl staðar
milli landa verði eytt megi fá
„ókeypis" aukningu velmegunar.
Okeypis í þeim skflningi að ávinn-
ingurinn er svo mikill að þeir sem
hagnast geta auðveldlega bætt
þeim sem tapa tap sitt.
Þessi ávinningur næst fram með
því að við minnkum framleiðslu á
vamingi sem við höfum hlutfalls-
lega lakari tök á að framleiða en
aðrir og aukum framleiðslu á varn-
ingi þar sem hlutfallslegir yfir-
burðir okkar era til staðar. Það er
rétt að undirstrika orðið hlutfalls-
legur hér að framan. Hugsum okk-
ur að á íslandi og Ítalíu séu fram-
leiddir skór og spaghettí. íslenskir
skóframleiðendur geta þá keppt við
ítalska skóframleiðendur, þótt þeir
ítölsku noti minna vinnuafl og fiár-
magn tfl að framleiða sína skó, ef
slík framleiðsla kostar minni fórn
í foymi innlendrar spaghettífram-
leiÓslu hér á landi en á Ítalíu.
Margir era hræddir við aukin
erlend viðskipti, segja sem svo að
við yrðum svo háð erlendum við-
skiptavinum að þeir gætu sagt okk-
ur fyrir verkum t.d. á pólitíska
sviðinu. En þessa röksemdafærslu
má setja fram með öfugum for-
merkjum og spyija hvort þeir aðrir
sem við ættum viðskipti við hefðu
þá ekki ástæðu til að verða hrædd-
ir við að verða um of háðir okkur.
Hugsanatilraun minni í upphafi
þessa pistils er ætlað að sýna að
vilji smáþjóðir og örþjóðir (á borð
við okkur íslendinga) kaupa sér
fullkomið sjálfstæði frá viðskiptum
við umheiminn þá sé verðið óyfir-
stíganlegt og umræða á þeim nót-
um markleysan ein.
Þórólfur Matthíasson
„Vilji smáþjóðir og örþjóðir (á borð við
okkur íslendinga) kaupa sér fullkomið
sjálfstæði frá viðskiptum við umheim-
inn þá sé verðið óyfirstíganlegt og
umræða á þeim nótum markleysan
ein.“
Hormónalyfin - nýr
vágestur í gættinni
„Unglingarnir velja sér nefnilega oft fyrirmyndir úr heimi íþróttanna og
afleiðingarnar geta orðið skelfilegar", segir m.a. í greininni.
Hingað tfl hefur öll umræða um
inntöku svokallaðra anabola steri-
oder hormónalyfia eingöngu af-
markast við ákveðinn hóp fólks og
þá oft íþróttafólk. Blaðaskrif um
notkun þessara lyfia hafa vakið
hvað mesta athygli þegar frægar
íþróttastjömur hafa verið sakaðar
um notkun anabola sterioder lyfia.
Síöasta málið, sem vakti mikla at-
hygli, var þegar hin heimsþekkta
hlaupadrottning, Katarin Krabbe,
var sökuð um notkun slíkra lyfia.
Þar á undan var það Ben Johnson.
Fráhvarfseinkennin
Það er hins vegar mjög mikflvægt
að líta þróun þessara mála alvar-
legum augum. Unglingarnir velja
sér nefnflega oft fyrirmyndir úr
heimi íþróttanna og afleiðingamar
geta orðið skelfilegar.
Það er nefnilega einn veigamikill
þáttur sem oft gleymist í umræð-
unni um inntöku anabola sterioder
lyfia og það era fráhvarfseinkenn-
in sem fólk fær sem notar þau í
þessum mæli. Nýlegar rannsóknir
hafa sýnt fram á að notkun ana-
bola sterioder lyfia getur leitt af sér
mjög slæm fráhvarfseinkenni. Áð-
ur var ekki talið að um nein frá-
hvarfseinkenni væri að ræða og
ekki var talin ástæða til að rann-
saka áhrif efnanna á aðra þætti en
þá líkamlegu.
En nú era augu manna æ meir
aö opnast fyrir hinum neikvæðu
andlegu áhrifum.
Vandamálin, sem áður voru fyrir
hendi að ná sér í slík efifl, era ekki
Kjallariim
Þráinn Bjarnason
nemandi í afbrotafræðum við
Stokkhólmsháskóla
lengur til staðar. í dag er hægt að
nálgast sflk lyf 1 nær hverri borg í
Evrópu sem eitthvað kveður að.
Og það uggvænlega við þetta allt
saman er að það er skoðun sér-
fræöinga, sem hafa kannað þessi
mál, að það sé ekki lengur eingöngu
íþróttafólk sem notar þessi lyf held-
ur séu unglingar farnir að nota lyf-
in í æ ríkara mæli til þess að ná
fram ákveðnu hugrekki og fram-
kafla árásarhneigð í slagsmálum.
Árásarhneigð notanda
Anabola sterioder era hormón
sem era afleidd frá testosteron en
þeir hafa aðallega áhrif á prótín-
framleiðslu og vefiauppbyggingu,
einkum í vöðvum. í Bandaríkjun-
um er farið að tala um anabola
sterioder faraldur meðal unglinga.
Stjórnvöld segja þar aö um 12%
drengja á framhaldsskólastigi hafi
prófað notkun anabola sterioder
lyfia. Þessi prósenta er byggð á
könnunum sem gerðar hafa verið.
í Svíþjóð er hins vegar metanobol
það hormónalyf sem er vinsælast.
Notkun anabola sterioder lyfia er
þegar orðin mjög útbreidd í Evrópu
og auðvelt er að ná í þau. Flest
koma þau frá Austur-Evrópu og
eru því mjög ódýr.
Helstu fráhvarfseinkenni ana-
bola sterioder lyfia era árásar-
hneigð og ýmis önnur geðræn
vandamál en einnig er mikfl hætta
á lifraskaða. Geðlæknar hafa sagt
að anabola sterioder lyf hafi mjög
slæm áhrif á geðheflsu annars hefl-
brigðs fólks.
Það sem einkum hefur vakið at-
hygli manna era áhrif anabola
sterioder lyfia á árásarhneigð not-
andans. Ekki er þó enn vitað með
fullri vissu um samhengið þama á
milli. En talið er fullvíst að ef veik-
leiki er til staðar fyrir árásarhneigð
auki misnotkun þessara lyfia lík-
urnar á að leysa þessar hvatir úr
læðingi. Ennfremur aukast líkurn-
ar til muna á útlausn árásar-
hneigðarinnar ef tekin era inn önn-
ur vímuefni, svo sem áfengi.
Fyrirmynd unglinganna
I dag er þetta mál talið orðið svo
alvarlegt í Svíþjóð að sérstök rann-
sókn á líkamsárásum, sem tengjast
notkim anabola sterioder lyfia, fer
nú fram. í dag gera menn sér grein
fyrir beinu samhengi milli aukn-
ingar á notkim þessara lyfia og
hinna miklu vinsælda sem líkams-
ræktin hefur fengið, einkum meðal
þeirra sem vilja byggja upp vöðv-
amassa.
Notkun anabola sterioder lyfia er
til staðar á íslandi í dag, og mjög
sennilega er ekki erfitt að nálgast
þessi efni fyrir þá sem vflja. Þeir
sem eru í áhættuhópnum era því
tvímælalaust fólk sem stundar lík-
amsrækt tfl uppbyggingar vöðva-
massa eða þeir sem stunda krefi-
andi keppnisíþróttir. Það er eins
og margir haldi að ekki sé hægt að
ná árangri nema til komi notkun
þessara efna. En sem betur fer eru
þessi viöhorf ekki orðin almenn á
Islandi og það er því mjög mikil-
vægt fyrir forráðamenn íþrótta-
mála og íþróttamennina sjálfa að
minnast þess hvað þeir eru mikil
fyrirmynd fyrir unglingana.
Þessi bylgja notkunar hormóna-
lyfia er ekki skollin á íslandi þó að
vitað sé að einstakir fáir noti slík
lyf. Þá er mikflvægt að þeir sem
vinna að fræðslu og forvörnum á
sviði fíkniefna á íslandi sefii horm-
ónalyfin á lista yfir efni sem fólki
ber að varast nema í samráði við
lækna, þó að hormónalyf séu ekki
í hópi þeirra lyfia sem við daglega
köllum eiturlyf.
Við megum ekki gleyma ungling-
unum. Þeir era í sérstakri hættu
vegna þess hve lítið hefur verið
talað um afleiðingar af notkun
slíkra lyfia.
Þráinn Bjarnason
„Notkun anabola sterioder lyfla er til
staðar á íslandi í dag, og mjög senni-
lega er ekki erfitt að nálgast þessi efni
fyrir þá sem vilja.“