Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992.
5
Fréttir
Louis gæti skilað okkur
12 milljörðum króna
- segir Grímur Laxdal, markaðsstjóri Softis, sem á Louis-forritið
„Markaðssetningin úti kostar okk-
ur ekki neitt því viö munum semja
við aðra um að sjá um hana en hún
kostar örugglega tugi milljóna doll-
ara. Við munum semja við einn eða
fleiri aðila um að markaðsetja forrit-
ið og að við fáum 10 til 20 prósent
af söluandvirði hvers forrits sem selt
er,“ segir Grímur Laxdal, markaðs-
stjóri Softis, hlutafélags sem er í eigu
um 60 einkafyrirtækja en stærsti
hluthafinn er Radíó-búðin með um
45 prósent hlutafjár. Til samanburð-
ar má geta þess áð næststærsti hlut-
hafinn á 8 prósent hlutafjár.
„Stóru fyrirtækin verða að kaupa
forritið háu verði. Ef þau ætla að
setja það inn í stýrikerfin hjá sér sem
er fýsilegur kostur þá erum við að
tala um svona 100 milljónir dollara
(um 6000 milljónir íslenskra króna)
fyrir Louis. Svo kemur til greina að
semja um við fáum ákveðinn hluta
af öllum stýrikerfum sem verða seld
þá munum við sætta okkur við mun
lægri tölu eða um 2 prósent. Við
áætlum að það muni skila okkur
meira en 200 milljónum dollara (um
12000 mfiljónir íslenskra króna) á.
ekki löngum tíma,“ segir Grímur.
Átta manns vinna hjá fyrirækinu
við aö hanna Louis en hann á að ein-
falda alla forritun á notendaviðmóti
tölva.
„Okkar markaðssetning á Louis
„Við erum búnir að þróa Louis fyrir Macintosh, við gerum ráð fyrir að það taki þrjá til fjóra mánuði að þróa hann
fyrir hvert tölvukerfi,“ segja þeir Grimur Laxdal og Jóhann Malmquist en þeir sitja í stjórn Softis hf.
DV-mynd BG
beinist að því að finna útgefendur að
forritinu sem sjá um að almenna
markaðsstarfsemi eftir að við höfum
selt stóru fyrirtækjunum það. Á al-
mennum markaði verður þetta ekki
dýrt forrit við reiknum með því að
það muni kosta um 500 dollara eða
um 30 þúsund íslenskar krónur.
Louis fer á almennan markað í
byijun nsðsta árs og inn á sérhæíðan
markað frá og með haustinu.
Það er sennilega búið að eyða um
50 milljónum í hönnun forritsins og
við vonumst tfi að fá það þúsundfalt
til baka,“ segir Grímur.
Hann segir að mfiljarða gróði af
fyrirtækinu séu engir draumórar þvi.
erlend tölvufyrirtæki á borð við IBM,
Apple, HP, Microsoft og Digital hafi
sýnt því mikinn áhuga.
„Fram til þessa höfum viö ein-
göngu verið að sýna þeim pappíra
en nú erum viö að fara út á mánudag
með forritið sjálft og það er það sem
þeir hafa verið að biðja um að sjá.
Framleiðsla og dreifing á Louis
verður örugglega erlendis en þróun-
in á forritinu verður hér á landi
áfram. Þó eru stóru fyrirtækin byij-
uð að tala um það að þau vilji þróa
forritið úti. Digital hefur tfi að mynda
óskað eftir að fá að þróa Louis fyrir
Unix hjá sér. Þetta er spurning um
hvað best er að gera,“ segir Grímur.
-J.Mar
Ástin dró mig til Hollands
- segir Mímir Reynisson sem átti hugmyndina aö Louis forritinu
„Ég var að vinna í bókhaldskerf-
inu MET en það er skrifað á fjórðu
kynslóðar máli og var því frekar
þungt í vinnslu. Ég vfidi koma því
yfir á hraðvirkara forritunarmál
og fór að velta fyrir mér ýmsum
lausnum í því sambandi.
Það var eiginlega af hægindaá-
stæðum sem ég datt niður á þessa
lausn þannig að það væri hægt að
breyta notendaumhverfinu óháð
forritinu. Ég vann svo í eitt og hálft
ár að þessu forriti áður en það var
komið á koppinn. Síðan var forritið
kynnt fyrir Jóhanni Malmquist
prófessor og Grími Laxdal í Radíó-
búinni og þeir keyptu hugmyndina.
Ég vann svo með þeim að þróun
forritsins í nokkra mánuði en gekk
svo út úr fyrirtækinu í mars eða
aprfi og hef ekki komið nálægt því
síðan," segir Mímir Reynisson sem
átti hugmyndina aö Louis-forritvm-
arkerfinu. Það var fyrir tveimur
árum en þá var hann 18 ára gam-
all og nemandi við Menntaskólann
í Hamrahlíð.
Vinnan við forritið var það tíma-
frek að Mímir frestaði námi um
hríð. Nú býr hann ásamt unnustu
sinni í Amsterdam í Hollandi.
„Ég er farinn að búa hér með
kærustunni minni, það má eigin-
lega segja að það hafi verið ástin
sem dró mig hingað út,“ segir Mím-
ir.
Þegar hann er spurður út í fram-
tíðaráformin segir hann:
„Ég er að velta því fyrir mér hvað
ég eigi að gera í framtíðinni. Ég
gæti komist inn í háskóla hér með
því að taka inntökupróf en á hinn
bóginn gæti verið þægilegra að
vera með stúdentspróf upp á vas-
ann svona upp á framtíðina.
Ég er ennþá að bardúsa í tölvun-
um. Ég veit ekki hvort ég fer í tölv-
unarfræði því það er svo mikfi
stærðfræði í henni. Ég býst nú samt
frekar við að ég endi í henni.
Ég veit ekki hvort ég kem eitt-
hvað heim á næstunni. Ég er að
vinna að ákveðnu verkefni hér og
ég gæti verið kallaður heim skyndi-
lega ef það tekst að semja um sölu
á því.
Það gæti auðveldað mér í sam-
bandi við vinnu á íslandi að hafa
átt grunnhugmyndina að Louis for-
ritinu en ég veit hins vegar ekki
hvort þetta eru orðnar einhveijar
heimsfréttir."
-J.Mar
Mímir Reynisson var einungis 18
ára þegar hann datt niður á hug-
myndina að forritinu Louis.
R e n a u 11
19 GTS-JXE
Þú upplifir nýjan heim í sportlegum fjölskyldubíll
Renault 19 býður af sér þokka, dirfsku í hönnun, mýkt í akstri og fágun í útliti.
Hann geislar af glæsileik sem fáir aðrir bílar hafa. Renault 19 er fáanlegur 3ja,
4 og 5 dyra, búinn 80 eða 92 hestafla vél og 5 gíra beinskiptingu eða 4 þrepa
sjálfskiptingu með rafstýrðu vali. Vökvastýri, litað gler, fjarstýrðar samlæsingar
og rafdrifnar rúður er staðlaður búnáður í Renault 19. Glæsileg innrétting,
sparneytin og kraftmikil vél, stórt farangursrými og niðurfellanlegt aftursæti
gerir Renault 19 að góðum valkosti sem sportlegum fjölskyldubíl.
Verð frá kr. 953.600,-
‘ Verð meö ryðvörn og skráningu samkvæmt verölista í maí
1992 (8 ára ryðvarnarábyrgð og 3 ára verksmiöjuábyrgð)
Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633
Renault
Fer á kostum
*