Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÓMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SiMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
ISIýr skattur í hítina
Hætt er viö, aö fyrirhugaður skattur á fjármagnstekj-
ur veröi viöbót í ríkishítina þrátt fyrir öll fyrirheitin
um, að eignarskattar veröi lækkaöir á móti, svo að tekju-
aukning ríkisins yröi engin. Stjómarandstæðingar á
þingi munu að vísu yfirleitt vilja, að tekjurnar af nýja
skattinum fari til aö hækka skattleysismörk á almenna
tekjuskattinum. Nefnd á vegum ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar virtist þó í fyrra hugsa skattinn sem
hreina viöbót. Nú heyrist, að innan annars stjórnar-
flokksins, Alþýðuflokksins, vaxi þeirri skoðun fylgi, að
nýi skatturinn verði notaður til hreinnar tekjuaukning-
ar ríkisins á tíma mikils halla á fjárlögum. Margir hafa
spáð, að þannig mundi fara um skatt af fjármagnstekj-
um, að hann yrði innan fárra ára hrein aukning á ríkis-
tekjum, þótt hugsanlega yrði í byrjun farið að tillögum
nefndar núverandi úármálaráðherra um samsvarandi
lækkun eignarskatta. Þetta má alls ekki verða. Lands-
menn em nú þegar of skattpíndir. Ranglátt væri að
ráðast enn einu sinni sérstaklega á þá, sem hafa eign-
azt eignir á grundvelli áður skattskyldra tekna sinna.
Skattur af fjármagnstekjum hefði ýmsar óæskilegar af-
leiðingar. Hann mundi bitna þungt á hinum öldruðu,
sem hafa nurlað einhverju saman.
Ætlunin er, að skatturinn verði lagður á tekjur af
fjármagni, til dæmis vaxtatekjur einstakhnga. Gert er
ráð fyrir, að skattlagningin hefjist árið 1994 og verði
lagt á tekjur fólks árið 1993. Þessar tekjur leggist í út-
reikningi einfaldlega við aðrar almennar tekjur og
myndi með þeim sameiginlegan skattstofn. Skattur
verði lagður á skattstofninn í sama hlutfalli, þannig að
fólk mundi greiða nærri 40 prósenta skatt af fjármagns-
tekjum. Verðbólgan yrði við skattlagninguna „tekin út
úr“, þannig að skattur verði greiddur af raunvaxtatekj-
um, ekki nafnvaxtatekjum, svo að dæmi sé nefnt. Þá
greiði einstaklingar ekki skatt af fjármagnstekjum und-
ir 100-150 þúsund krónum á ári og frítekjumark hjóna
verði 200-300 þúsund krónur.
Samtök fjárfesta, almennra hlutabréfa- og sparifjár-
eigenda, hafa látið í sér heyra síðustu'daga. Aðalatriðin
í málflutningi þeirra eru rétt. Hræðsla fólks við fyrir-
hugaða skattlagningu fjármagnstekna verður vafalaust
til þess, að töluvert flármagn verður fært úr landinu
yfir til landa með lægri skatta. Þessi fjármagnsflótti
ásamt vaxandi tilhneigingu til að eyða fremur en spara,
eftir að skatturinn verður kominn, leiðir auðvitað til
samdráttar í peningalegum spamaði í landinu. Flutn-
ingur fjármagns milli ríkja verður stöðugt auðveldari
um þessar mundir. Minnkun peningalegs sparnaðar
veldur síðan hækkun vaxta.
Það mun einnig bitna á innlendum spamaði, að
bankaleynd verður rofin til að skattleggja fjármagns-
tekjur eins og lagt er til. Að öllu samanlögðu munu af-
leiðingamar óhjákvæmilega verða aukin skuldasöfnun
erlendis og verðbólga fyrir þær sakir.
í öllum stj ómmálaflokkunum em ríkjandi sjónarmið,
að þessi nýi skattur verði tekinn upp. Hann verður að
líkindum samþykktur á Alþingi fyrir áramót. Margir
hafa þó stutt málið á þeim forsendum, að eignarskattar
verði lækkaðir á móti. Hinn illræmdi „ekknaskattur“
verði meðal annars aflagður. En þingmenn ættu að
gæta að sér, áður en þeir ganga lengra í undirbúningi
þessarar skattlagningar. Þeir mega ekki ráða ferðinni,
sem hyggjast auka skattbyrði og stækka ríkisbáknið.
Haukur Helgason
segir m.a. i greininni.
Síðasta stríð
kalda stríðsins
Síöustu styrjöld kalda stríösins
var nú að ljúka í Afganistan meö
myndun nýrrar stjómar og endan-
legmn ósigri þeirrar marxísku
byltingar sem var upphafið aö öllu
saman árið 1978. Þaö ár kollvarpaði
Múhaðmeð Taraki Múhaðmeð
Daúd forseta í blóðugri byltingu
sem kostaði tugþúsundir manns-
lífa, og byijaði með sovéskri hjálp
að undirbúa kommúnískt þjóð-
skipulag. Þetta fól í sér aö íslam
var ýtt til hliðar, hið nýja ríki átti
að bijóta af sér allar þær hindranir
sem trúarbrögð höfðu sett fyrir
þróun í átt til nútímaþjóðfélags.
Þá þegar, 1978, hófst uppreisn
gegn Taraki meðal almennings,
sem fljótiega varð að skipulögðum
skænihemaði þrátt fyrir mikla
innbyrðis sundmngu. Baráttan
beindist gegn marxismanum vegna
þess að hann var guðlaus og út-
lenskur. Það sem heldur íbúum
Afganistans saman framar öllu
öðra en íslam. Taraki sagði af sér
innan árs og við tók HafizuUa
Amin. Hann var síðan drepinn í
hallarbyltingu 1979 og við tók Ba-
brak Karmal, sem var beinlínis
leppur Sovétstjómarinnar, og það
var Karmal sem kallaði á hjálp frá
sovéska hemum og bauö honum
að koma til landsins í lok desember
1979.
Strangt til tekið gerði sovéski
herinn ekki innrás, hann var beö-
inn um hjálp, en ekki er vafi á því
að Sovétmenn stóðu upphaflega á
bak við valdarán Tarakis 1978. Það
var í samræmi við stefnu þeirra að
koma sér upp vinveittum leppríkj-
um alls staðar á landamærum Sov-
étríkjanna, en umfram allt var það
tilraun Sovétmanna undir forystu
Brésnéfs til að koma í veg fyrir aö
sú íslamska ólga sem breiddist ört
út á þeim tíma vegna byltingar
Khómeinis í íran næði til hins ísl-
amska hluta Sovétríkjanna. - Frá
sjónarmiði Brésnéfs og hans nóta
lágu lífshagsmunir við að hafa
sterk ítök í Afganistan.
Risaveldin
Með komu sovéska hersins á jóla-
dag 1979 breytti stríðið um svip og
það var um víða veröld túlkaö sem
landvinningastríð Sovétríkjanna.
Hemaðurinn í Afganistan gjör-
breytti samskiptum risaveldanna
til hins verra, sú þíða sem verið
hafði snerist strax upp í kulda-
skeið. Afvopnunarviðræðum var
hætt, öll sambúð varð stirð, og
Bandaríkjamenn neituðu meira að
segja að taka þátt í ólympíuleikun-
um í Moskvu 1980.
Bann var sett á bandarískan
komútflutning til Sovétríkjanna,
kalda stríðið kólnaði niður undir
frostmark. Stríðið í Afganistan
varð þannig síðustu fjörbrot kalda
stríðsins og um leið fyrirboði þess
sem koma mundi, þótt það sé nú
KjaHariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
ekki Ijóst fyrr en eftir á.
Það má sjá núna að stríðið mark-
aði þáttaskil í Sovétríkjunum sjálf-
um, það hafði á sinn hátt sambæri-
leg þjóðfélagsáhrif þar og Víetnam-
stríðið í Bandaríkjunum á sínum
tíma. Endalok þess vom líka fyrir-
boði um það sem nú er orðið í Sov-
étríkjunum fyrrverandi. Það var
Gorbatsjov sem batt enda á stríðið,
og þá bæði vegna þess skaða sem
það olli í alþjóöasamskiptum og
ekki síður vegna þess hve óvinsælt
það var orðið heima fyrir. Sovésk-
ur almenningur var mjög andsnú-
inn stríðinu, en slíkt var ekki tekið
til greina á tímum Brésnéfs.
Þegar Gorbatsjov komst til valda
1985 gaf hann hershöfðingjunum
eitt ár til að leiða stríðið til sigurs.
Hann losaði sig líka við Karmal,
sem hafði reynst duglaus, og setti
í staðinn Najibulla, sem nú hefur
hrökklast frá völdum. Þegar Gorb-
atsjov sá síöan að einskis var að
vænta í stríðinu nema áframhald-
andi blóðsúthelhnga og það stór-
spillti öllum áformum hans um
perestrojku og bætt samskipti við
Vesturlönd, ákvað hann í maí 1988
að kalla herinn heim, og síðustu
hermennimir fóm þaðan í febrúar
1989.
Eftir það var leiðin greið að bætt-
um samskiptum við Vesturlönd, og
allt það sem á eftir fór, þar með
tahn endalok sjálfra Sovétríkj-
anna, fylgdi í Kjölfarið.
Marxismi og íslam
Upphafið að endinum á kalda
stríðinu var í Afganistan og stefnan
í Afganistan var líka þótt kald-
hæðnislegt sé mesti sigur Ronalds
Reagan í utanríkismálum. Hann
tók þá stefnu að reyna á virkan
hátt að beijast gegn íhlutun Sovét-
manna í borgarastríð í ríkjum
þriðja heimsins. Þau þrjú ríki þar
sem þessari stefnu var framfylgt
vom Nicaragua, Angóla og Afgan-
istan. - í öllum þessum ríkjum
studdu Bandaríkin með ráðum og
dáð uppreisnir gegn leppum Sovét-
manna, og höfðu að lokum alls
staðar sigur.
Hvergi var aðstoöin meiri en í
Afganistan, og þessi aðstoö gerði
skæruhðum kleift að verjast. En
sigur er afstætt hugtak. Með þessu
tryggði Bandaríkjastjóm framhald
stríðsins í 14 ár, dauða nærri
tveggja mihjóna manna, og nær
algera eyðingu borga, bæja og
sveita, auk þess sem um fimm
mihjónir íbúa landsins flúðu til
nágrannalandanna.
Stríðið í Afganistan er harðasta
og blóðugasta stríð sem háð hefur
verið síöan Víetnamstríðinu lauk,
og það varð að leppstríði stórveld-
anna. Skjólstæðingar Bandaríkj-
anna hafa nú loksins unnið loka-
sigur á leppum Sovétmanna, þrem-
ur árum eftir að sovéski herinn
fór. En langur tími mun hða áður
en vígaferlum lýkur, skæruhða-
herimir eiga eftir að gera upp sína
innbyrðis valdabaráttu. Afganist-
an er algerlega í rúst, flestahar
borgir eyðilagðar, mihjónir jarð-
sprengna gera ræktarland víöa
ónýtanlegt, aht er í niðumíðslu og
órækt.
Mihjónir á mihjónir ofan eru
fómarlömb stríðsins líkamlega og
andlega. Þeir flokkadrættir sem
stríðið hafði í for með sér tryggja,
aö Afganistan verður aldrei sama
land aftur. En þegar aht kemur til
ahs var þetta stríð íslams gegn
vestrænum hugmyndum. Þaö
snerist ekki um kommúnisma,
heldur íslam og íslam sameinaði
menn gegn útlendingum og gegn
leppum þeirra. Þetta er ekki sigur
vestrænna ghda yfir marxisman-
um heldur sigur trúarinnar yfir
þeim sem vanvirða hana. Það er
sú lexía sem áhorfendur að þessum
hhdarleik ættu að hafa í huga.
Gunnar Eyþórsson
„Þaö má sjá núna að stríðið markaði
þáttaskil í Sovétríkjunum sjálfum, það
hafði á sinn hátt sambærileg þjóðfé-
lagsleg áhrif þar og Víetnamstríðið 1
Bandaríkjunum á sínum tíma.“