Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Qupperneq 32
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn-Auglýsingar-Áskrift-Dreifing: Símí 632700
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992.
Forritið Louis:
Sótt um einka-
leyfiídag
„Við höfum eingöngu verið aö sýna
stóru tölvufyrirtækjunum á borð við
IBM, HP, Apple og Microsoft pappíra
um Louis en á mánudag munum við
fara út með forritið sjálft og það er
það sem þessi fyrirtæki hafa verið
að bíða eftir,“ segir Grímur Laxdal,
markaðsstjóri Softis hf.
í dag verður lögð inn í Bandaríkj-
unum umsókn um einkaleyfi á Louis
forritinu. „Það tekur ár að biða eftir
einkaleyfinu en um leið og umsóknin
hefur verið lögð inn fær forritið fulla
vemd.“ -J.Mar
- sjá einnig bls. 5
Þorlákshöfn:
Bát bjargað
stutt frá landi
Björgunarsveitarmenn frá Þor-
lákshöfn björguðu 10 tonna báti, Þór-
eyju SK, sem hafði fengið veiðarfæri
í skrúfuna á miðvikudagskvöld. At-
vikið varð út af svokölluðu Bjargi á
milh Selvogs og Keflavíkur.
Báturinn var stutt frá landi þegar
netin festust í skrúfunni. Óskað var
eftir hjálp úr landi. Björgunarbátur
Slysavamafélagsins í Þorlákshöfn,
Draupnir, sigldi að Þóreyju og tók
hana í tog. Farið var með bátinn til
hafnar þar sem kafari losaði veiðar-
færin úr skrúfunni. -ÓTT
Handtók þjóf
Tveir piltar voru staðnir aö verki
við innbrot á Hótel Borg um þrjúleyt-
ið í nótt. Þeir höíðu farið inn um
glugga baka til þegar næturvörður
varð var við grunsamlegar manna-
ferðir innanhúss. Vörðurinn náði að
handsama annan piltanna áður en
lögregla kom á vettvang. Hinum
tókst að flýja í burtu.
Piltarnir hafa síendurtekið komið
við sögu afbrotamála að sögn lög-
reglu. -ÓTT
Eldur í gámabíl
Eldur kviknaði í ruslagámi ofan á
gámabifreið við hús Odda við Höfða-
bakka skömmu fyrir miðnætti í gær-
kvöldi. Slökkviliðið í Árbæ kom fljót-
lega á staðinn og var strax ákveðið
aö færa gámabílinn. Honum hafði
verið lagt við hliðina á tanki með
2.000 lítrum af olíu í.
Um íjórar mínútur tók að slökkva
eldinn. Skemmdir urðu ekki teljandi
en grunur leikur á að um íkveikju
sé að ræða að sögn lögreglunnar.
-ÓTT
LOKI
Jón fer þá bara í saltfisk-
söluna þegar hann
hættirípólitíkinni!
stoi purnar
■ ■ ■
oKKar tromp
- finnum að það er á brattann að sækja, segir Grétar Örvarsson
„Okkur hefur gengið mjög vel á neðstu sætum í spám veðbanka snjailar að koma sér á framfæri.
æfingum og erum vel undirbúin með lagið Nei eöa já. „Svíar spá Mér sýnist að þjóðir eins og Malta,
fyrir útsendinguna annað kvöld. okkur neðsta sæti en við látum það Austurríki og Júgóslavía fái mestu
Það verður síðan að koma í Ijós ekki á okkur fá,“ sagði Grétar enn- athyglina enda er þeim þjóöum
hvort stelpunum tekst að sjarma fremur. _ spáð efstu sætunum," sagði Grétar.
dómnefndir þjóðanna upp úr skón- íslendingar héldu blaðamanna- „Þetta verður hörð keppni enda
um. Það er okkar tromp,“ sagði fund í gærkvöldi undir röggsamri mörg góð lög að berjast og sam-
Grétar Örvarsson Stjórnarmaður í stjórn Jakobs Magnússonar. Um keppnin er hörð. Viö munum gera
samtali við DV i morgun. 250 manns sóttu fundinn þar sem okkar besta annað kvöld enda er
Úrslit söngvakeppni Evrópu- boðið var upp á íslenskan mat og það dómnefndanna að vejja,“ sagði
stööva fara fram annað kvöld í vín. „Þessi fundur tókst mjög vel Grétar Örvarsson.
Málmey í Svíþjóö. Stjórnin hefur en við fmnum að það er á brattann -ELA
ýmist lent í toppbaráttu eöa í að sækja. Sumar þjóðir eru býsna
Jóni Baldvini tókst vel upp i saltfisksölu á Spáni þegar hann átti þar leið um ásamt framkvæmdastjóra SÍF. Á
myndinni eru hann og Bryndis Schram með dönsku knattspyrnuhetjunum Michael Laudrup og Klaus Berggren
en þær hittu þau í Barcelona. DV-mynd GTK
Veðrið á morgun:
Norðlæg
átl
og kaldi
Á morgun verður norðlæg
átt, kaldi norðanlands og aust-
an í fyrstu en annars hægari.
Léttskýjað verður sunnanlands
og vestan og minnkandi él norð-
anlands. Fremur svalt verður í
veðri.
Veðrið í dag er á bls. 36
Ríkisstofhanir:
Starfsmönn-
um fækkar
Ef marka má 3 fyrstu mánuði árs-
ins virðist ætla að takast að halda
útgjöldum ríkisstofnana innan
þeirra marka sem þeim voru sett á
fjárlögum.
„Ég er í engum vafa um að það er
óttinn við að sérstakir tilsjónarmenn
verði settir yfir þær stofnanir sem
fara fram úr fjárlagaveitingum sem
veldur þessu,“ sagði Karl Steinar
Guðnason, formaður ijárlaganefndar
Alþingis, í morgun.
I umræðum um ríkisreikninginn, á
Alþingi í gær, kom fram að árið 1989
hafi 230 stofnanir á vegum ríkisins
farið fram úr fiárveitingum.
„Það hefur verið þannig allt þar til
nú að stofnanir ríkisins hafa farið
fram úr fjárveitingum, nánast eins
og þeim hefur sýnst. Og það hefur
ekkert verið gert í máhnu fyrr en
ákveðið var síðastliðið haust að setja
tilsjónarmenn yfir þær stofnanir sem
fara fram úr fjárveitingum," sagði
Karl Steinar.
Mjög hefur dregið úr yfirvinnu hjá
stofnunum ríkisins það sem af er af
árinu. Þá virðist sem þaö markmið
ríkisstjómarinnar að fækka ríkis-
starfsmönnum um 600 á þessu ári
æth að takast, ef marka má tölur
fyrstuþriggjamánaðaársins. S.dór
Bílvelta á Eskif irði
Ökumaður velti bíl á Eskifirði í
gær. Ökumaðurinn ætlaði að taka
beygju við Hátún en það tókst ekki
betur en svo að bíhinn valt og stór-
skemmdist. Það þurfti kranabíl til
að flytja hann af vettvangi. Ökumaö-
urergrunaðurumölvun. -ÁTH
Saltfisksala til Spánar:
Jón Baldvin
liðkaði fyrir
„Vegna óvissunnar um skipulag á
saltfisksölunni í haust hafa kaupend-
ur á Spáni haldið að sér höndum
undanfarnar vikur. Eftir fundinn
með Jóni Baldvini er hins vegar
kominn gangur í viðræðurnar.
Heimsókn okkar tfl Spánar virðist
því ætla að skfla árangri," segir Sig-
urður Haraldsson, framkvæmda-
stjóri SÍF.
Sigurður fór með Jóni Baldvini til
Portúgals í síðustu viku tfl að fylgj-
ast með undirskrift á EES-samningn-
um, en samninginn segir hann mjög
mikilvægan fyrir íslenska saltfisk-
iðnaðinn. Eftir undirskriftina hafi
þeir Jón Baldvin ákveðið að bregða
sér tfl Barcelona á Spáni til að kynna
sér markaðinn og ræða við saltfisk-
kaupendur. Sú ferð hafi gengiö von-
umframar. -kaa
ÞRÖSTIIR
68-50-60
VANIR MENN