Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. Skólastjórastaða Skólastjórastaða við grunnskólann í Skútustaða- hreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Uppl. veitir formaður skólanefndar, Stefán Þórhalls- son, í síma 96-44285 og í vinnusíma 96-44181. Félags- og tómstundastarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg Sumarferðir og orlof Hinar árlegu sumarferðir ásamt orlofsdvöl að Löngu- mýri hafa verið skipulagðar og tímasettar. Allar nánari upplýsingar með dagsetningum birtast í Fréttabréfi um málefni aldraðra sem sent verður um þessar mundir til Reykvíkinga, 67 ára og eldri. Pantanir og upplýsingar í síma: 68 96 70 og 68 96 71 frá kl. 9-12 frá og með 25. maí. Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS © Þátttaka Tryggingastofnunar í tannlæknakostnaði barna og unglinga Nýr samningur milli Tryggingastofnunar og Tann- læknafélags íslands hefur tekið gildi. Sjúkratrygging- arnar greiða nú fyrirbyggjandi meðferð barna 15 ára og yngri að fullu. Fyrir aðrar tannlækningar þessa aldurshóps (þó ekki Reykjavíkurbarna 6-15 ára) er 85% kostnaður endurgreiddur nema fyrir tannrétting- ar, gullfyllingar, krónu- og brúargerð. i Reykjavík greiða börn, 6-15 ára, 15% kostnaðar hjá skólatannlækni samkvæmt gjaldskrá hans, sem er 20% lægri en einkatannlækna. Fari þau til einka- tannlæknis endurgreiðir Tryggingastofnun 68% kostnaðar. Fyrir 16 ára unglinga endurgreiðast 50% kostnaðar. Tryggingastofnun ríkisins Matgæðingur vikunnar Gæs á grillið „Eg bjó um tíma með frænda mínum sem er lærður matreiðslu- maður. Það var nú aðallega hann sem plataöi mig út í þetta,“ segir Lárus Hermannsson, tvítugur mat- argerðarmaður í Hymunni í Borg- arnesi. Lárus ætlar að gefa lesendum uppskrift að grillaðri gæs sem hann prófaði sig áfram með sérstaklega í tilefni þess að skorað var á hann að vera matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Uppskriftin er ætluð fyrir þrjá til fjóra. Grilluð gæs Tvær gæsabringur Tvö bréf af beikoni Salt og pipar eftir smekk Beikoniö er steikt á pönnu þannig að fái aðeins lit. Gæsabringumar em kryddaðar og vafðar inn í bei- konið. Síðan er álpappír settur utan um sína hvora bringu. Pakkarnir em settir á grillið og steiktir í 30 til 40 mínútur. Pökkunum er snúið öðm hvora. Láms býður upp á bakaðar kart- öflur með gæsabringunum, salat og sósu. Salat Kínakál, tómatar, kiwi, rauðlaukur og vínber. Grænmeti og ávextir skorið og blandað saman. í salatsósu notar Lárus majónes, ananassafa (úr niðursuðudós eða femu), ís úr ísvél og sykur. Magn eftir smekk. Allt þeytt vel saman. Lárus Hermannsson, matargerðarmaður í Hyrnunni i Borgarnesi. Sósa Smjörlíki, hveiti, vatn, kjötkraft- teningar, bláberjasulta, rauðvín, rjómi og sósulitur Láms lætur lesendur um það að ákveða hversu mikið af hveiju eigi að fara í sósuna. Búin er til smjör- bolla með því að bræða smjörlíki og hræra hveiti saman við. Suða er látin koma upp á vatninu og smjörbollan þeytt saman viö. Kjöt- kraftteningar settir út í, blábeija- sulta, ijómi, sósulitur og pínulítið rauðvín ef menn vilja. Láms skorar á Jón Mýrdal Harð- arson, matreiöslunema á Hótel Borgamesi, að vera matgæðingur næstu viku. -IBS Hinhlióin Stefni á frægð og frama - segir íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt Margrét Siguröardóttir varð ís- landsmeistari kvenna í vaxtarrækt um síðustu helgi. Það var í fjórða sinn sem Margrét varð íslands- meistari, hún vann áður 1988,1989 og 1991 (var ekki með 1900). Mar- grét byrjaöi að stunda vaxtarrækt fyrir 6 áram. Þá hafði hún fengið leið á að spila fótbolta og vildi prófa eitthvað nýtt. „Vaxtarræktin átti vel við mig frá byrjun og því hélt ég áfram,“ segir hún. Margrét segir framtíðina bjarta í vaxtarrækt kvenna þar sem æ fleiri konur taki nú þátt í mótum. En verða vaxtarræktarkonur ekki varar við alls kyns fordóma í sinn garð? „Það er alltaf til fólk sem er að fordæma mann, segir að við séum ekkert kvenlegar, hálfgerðar karl- konur. En mér finnst ég vera mjög kvenleg. Hið kvenlega vaxtarlag breytist ekki við vaxtarrækt þar sem þú breytir ekki beinabygging- unni sem ræður einna mestu um útlitið. Annars tek ég fordóma ekk- ert nærri mér, ef ég gerði það væri ég löngu hætt þessu.“ Fullt nafn: Margrét Sigurðardóttir. Fæðingardagur og ár: 6. maí 1966. Maki: Enginn. Börn Engin. Bifreið: Engin, ég hef ekki tekið bílpróf. Starf: Leiðbeinandi í tækjasal hjá júdódeild Ármanns. Margrét Sigurðardóttir. Laun: Ágæt. Áhugamál: Vaxtarrækt og sætir strákar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Æfa og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að liggja í leti. Uppáhaldsmatur: Allur kínverskur matur, sérstaklega ef hann er sterkur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dág? Rúnar Krist- insson, KR-ingur. Uppáhaldstímarit: Bodybuilder og fleiri vaxtarræktarblöð. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Mel Gibson. Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn- inni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hún heitir Lenda Murrey, heimsmeistari kvenna í vaxtar- rækt í tvígang. Uppáhaldsleikari: Robert de Niro. Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn. Uppáhaldssöngvari: Tina Tumer. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og tískuþættimir á Stöð 2. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Get ekki svar- að þessari. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95.7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Valdís Gunnarsdóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson, hann er bæði sætur og svo góður sjónvarps- maður. Uppáhaldsskemmtistaður: Ing- ólfscafé. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Valur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni á frægð og frama í vaxtarrækt. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla til Mallorca í sumar með foreldrum mínum og sy.stur, Thelmu Björk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.