Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Side 23
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. 23 Flotastöð Bandaríkjahers í Holy Loch í Skotlandi lögð niður: Mikið áfall fyrir at- vinnulíf á staðnum „Brottflutningur herstöövarinnar er mikið áfall fyrir bæinn. Fjöldamörg atvinnutækifæri hafa hreinlega farið í vaskinn og á öðru hveiju húsi má sjá skilti sem segir að það sé til sölu. Þeir heimamenn sem gátu látið ein- hverja þjónustu af hendi liíðu á nær- veru herstöðvarinnar. Nú sér þetta fólk fram á atvinnuleysi og allt annað en bjarta daga,“ segir Skarphéðinn Einarsson, starfsmaður á Keflavík- urflugvelh. Flotastöð bandaríska hersins í Holy Loch í Skotlandi var lokað fyrir fullt og allt um mánaðamótin febrú- ar/mars. Þessi herstöð var svipuð að stærð og herstöðin á Keflavíkurflug- velli og hafði mikil áhrif á atvinnulíf í næsta nágrenni, sérstaklega í bæn- um Dunoon. Skarphéðinn var á ferðalagi með syni sínum, Kristmundi, í Skotlandi um páskana og notaði þá tækifærið til að skoða herstöðina og þær afleið- ingar sem brotthvarf herliðsins hafði haft á líf fólks. Honum hraus hugur að sjá afleiðingar brottflutningsins og varð hugsað heim. Á Keflavíkur- flugvelh eru síminnkandi umsvif hersins augljós og afleiðingar þeirra Suðurnesjamönnum ofarlega í huga. Fannst Skarphéðni margt líkt með aðstæöum í Skotlandi og hér og ákvað því að segja DV frá heimsókn sinni þangað. 2 þúsund lifðu afherstöðinni Herstöðin í Holy Loch, sem er smá- fjörður sem hggur í norður upp af Clyde-firði, var fljótandi herstöð sem komið var upp 1961. Þar voru um 3.500 hermenn að staðaldri. Þar var stóreflis flotkví sem tók kafbáta er þurftu th viðgerðar. Ný herskip, það er sjálf flotastöðin, komu til Holy Loch á hálfs árs fresti. Dunoon er um 7 þúsund manna bær. Um 2 þúsund manns í Dunoon og næsta nágrenni lifðu beint og óbeint af veru hersins meðan starf- semi herstöðvarinnar var mest á svæðinu. Um 70 manns voru beinlín- is á launaskrá herstöðvarinnar. Þegar herstöðin var sett upp var strax tekin sú stefna að láta heima- menn sjá um sem flesta þætti þjón- ustu við stöðina. Þannig sáu stórir og smáir verktakar um alla málning- arvinnu, pípulagnir, rafmagn, elds- neytisflutninga, sorphreinsun, fólks- flutninga og margt fleira. Banda- ríkjaher leigði íbúðarhús, vöruhús og annað húsnæði. Þá er ótahn starf- semi verlsana, kráa og veitingahúsa sem þrifust vel á nærveru herhðsins. - segir starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sem var þar á ferð Skarphéðinn og sonur hans, Kristmundur, komnir til Dunoon. Þar er atvinnuástand mjög slæmt eftir að flotastöð bandaríska hersins var lokað fyrir fullt og allt á dögunum. Skarphéðni hrýs hugur við að hugsa til mögulegrar lokunar herstöðvarinnar á Keflavíkurvelli. DV-myndir Skarphéðinn Úr400 leigubílum í 50 Sem dæmi um umsvifin í kring um herstöðina segist Skarphéðinn hafa fengið upplýsingar um að þegar starfsemi herstöðvarinnar var með eðlhegum hætti hefði verið þörf fyrir um 400 leigubíla á svæðinu og þrjár ferjur á firðinum. Með brottflutningi herstöðvarinnar hefði umferð minnkað th muna og því einungis þörf fyrir um 50 leigubíla í dag og tvær feijur. „Ahir bílar á vegum herstöðvar- innar voru með skoskum númerum og sú stefna við lýði að láta herstöð- ina falla sem best inn í bæjarlífið. Eignir flotans voru dreifðar um bæinn en ekki girtar inni á ákveðnu svæði eins og hér heima. Til að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask, sem sýnt var að hiytist af þessu fyrir- komulagi, gaf herinn út skömmtun- arseðla handa fjölskyldum her- manna sem duga áttu fyrir mat og eldsneyti. Eftir því sem ég kemst næst voru ahir mjög sáttir við þetta fyrirkomulag," segir Skarphéðinn. „For sale“ eða „til sölu“ er algeng sjón í Dunoon, smábæ skammt frá herstöðinni I Holy Loch. Þar höfðu um 2 þúsund manns beint og óbeint atvinnu af nærveru herstöðvarinnar en nú blasir atvinnuleysi og deyfð við. 4,5 milljarðar í efnahagslífið Skarphéðinn segir herinn hafa leigt mikið af húsum í eigu skota, ekki aðeins í Dunoon heldur einnig hinum megin við fljótið og víðar í nágrenninu. Auk þess lét herinn byggja þijú íbúðahverfi sem nú standa auð, 450 íbúðir í ailt. Skarp- héðinn segist hafa upplýsingar um að vegna herstöðvarinnar hafi komið að minnsta kosti 30 milljónir punda inn í breskt efnahagslíf á ári auk 15 mhljón punda sem ekki hafi verið hægt að henda reiöur á, það er um 4500 milljónir íslenskra króna. Brottflutningur herstöðvarinnar hefur haft víðtæk áhrif á líf og starf fólks í nágrenni hennar. Skarphéð- inn segir að nú sé atvinnuástandið mjög slæmt í Dunoon og þungt í fólki. Hann kom til Dunoon meðan her- stöðin var enn starfandi og er tíð— rætt um það annríki sem alls staðar mátti sjá þá. Nú sé öldin hins vegar önnur. „Hér og þar mátti sjá menn úr þjón- ustudeild hersins flytja síðustu bú- slóðir Bandaríkjamannanna í burtu. Það á að vera búið að afhenda Bret- um allar eftirstandandi eignir banda- ríska flotans fyrir 1. júní. Annað hvert hús er til sölu. „Th sölu“ er algengasta orðið i Dunoon. Ég hitti mann sem hafði keypt þarna hús á 19 þusund pund fyrir 5 árum. Hann neyðist til að setja 15 þúsund pund á húsið í dag en segist góður fái hann 10 þúsund pund fyrir húsið. Eins og alkunna er er atvinnuleysi mikið í Bretlandi. Frá áramótum mun at- vinnulausum hafa fjölgað um 7 þús- und manns, þar af mátti rekja 2 þús- und atvinnulausa th brottflutnings herstöðvarinnar í Holy Loch. Bæjarstjórnin í Dunoon mun víst hafa talað um að koma upp smáiðn- aði eða ahsherjarmiðstöð fyrir fólk á eftirlaunum en fæstir hafa trú á að slík áform heppnist." Skarphéðinn segir hljóðið í fólki almennt vera slæmt. Þó séu hópar fólks, ekki síst fólk sem býr í stór- borgunum, fjarri Dunoon, sem sé mjög ánægt að herstöðin skuli lögð niður. Þar hafi verið geymd kjarn- orkuvopn og hafi tilvist þeirra vakið upp töluverða andúð. En samanburðurinn við Keflavík- urstöðina er Skarphéðni ofarlega í huga: „Ég er hræddur um að það yrði gífurlegt reiðarslag fyrir Suður- nesjabúa ef herstöðin í Keflavík yrði lögð niður. Ég er hræddur um að menn geri sér ekki grein fyrir hve slæmt ástandið gæti orðið. Það er full ástæða th að skoða það mál vand- lega.“ -hlh SÉRSTAKLEGA VÖNDUÐ OG ÓDÝR VERKFÆRI FRÁ spear & jacksom RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.