Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Síða 15
MÁNUDAGUR 25. MAl 1992.
15
Blekkileikur
ferðaseljendanna
Töfrar Mið-Evrópu eru miklir og gefst hér einstakt tækifæri til að dvelja á mörgum
fegurstu stöðunum á þessum slóðum. Löndin sem farið verður um eru
Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Austurríki og Þýskaland. Fararstjóri verður Þórir
í Guðmundsson fréttamaður. Hann er þaulkunnugur á þessum slóðum og dvaldist
; m.a. I Prag um það leyti sem járntjaldið var að falla.
; Verð með hóHu faeði: 137.100 kr. Við bætast skattar og gjðld 2.850 kr.
Hvers vegna ekki að gefa bara upp eina endanlega töiu?
Fyrst eftir að söluskattur var upp
tekinn hér á landi bar nokkuð á
því að seljendur vöru eða þjónustu
gæfu upp verð án söluskatts. Einna
lengst héldu byggingavöruverslan-
ir í þennan ósið - mig minnir að
Húsasmiðjan hafi orðið til þess að
kveða hann endanlega niður.
Enn í dag eru tvenns lags fyrir-
tæki haldin þeirri undarlegu áráttu
að gefa ekki upp endanlegt sölu-
verð vöru sinnar eða þjónustu.
Þetta eru annars vegar þeir sem
selja ferðalög en hins vegar þeir
sem selja nýja bíla. Þó hefur sú
gleðilega þróun orðið núna alveg
síðustu vikurnar að nokkur bíla-
umboð að minnsta kosti eru farin
að gefa upp endanlegt verð á nýju
bílunum sínum en ekki verð fyrir
utan atriði sem eru óhjákvæmileg
eða ómissandi. Ég hef rökstudda
von um að bílaumboðin muni öll
auglýsa endanlegt verð bíla sinna
innan skamms, ekki bara hluta af
verðinu, og það er vel.
Er hægt að sleppa
við aukagjöld?
En ferðaaðOamir gera í því að
auglýsa villandi verð. Sunnudag-
inn 17. maí tók ég til aö mynda eft-
ir 5 auglýsingum í Mogganum um
utanlandsferðir. Úrval-Útsýn var
þar fremst í blaði og auglýsti sólar-
tiiboð til Mæjorku, ódýrast kr.
46.835 fyrir tvo - að visu stjörnu-
merkt, og sfjarna í svona auglýs-
ingum þýðir að böggull fylgi
skammrifi.
Enda var það svo. í lúsarletri
neðst í auglýsingunni kom í ljós að
þetta glæsilega verð var vantahð
um 3.450 krónur. Ferðin kostar sem
sagt ekki kr. 46.835 á manninn fyr-
ir tvo í tveggja herbergja íbúð í
tvær vikur heldur kr. 50.285. Eða
KjaHaiinn
Sigurður Hreiðar
ritstjóri
er hægt að sleppa við þessar 3.450
krónur sem eru svokölluð fost
aukagjöld?
Hvaöa skrípaleikur er þetta?
Hvaö varðar kaupanda vöru um
hvað eru föst aðalgjöld og hvað eru
fost aukagjöld? Það sem máli skipt-
ir er að þetta eru fost gjöld sem
verður að greiða. Hvers vegna er
þá verið aö þessum skollaleik? Er
það bara til að geta slegið því upp
með 90 punkta letri að svoddan ferð
kosti innan við 50 þúsund krónur?
Allir í einum báti
Þótt Úrval-Útsýn hafi verið tekið
hér sem dæmi er það ekki af því
að sú ferðaskrifstofa sé öðrum
verri. Aiit er á sama báti í þessu
efni - ferðaskrifstofur, flugfélög.
Þá komu Flugleiðir í Mogga með
Rheinland-Pfalz og létu sig muna
um að leggja saman allar tölur í
endanlegu verði. Heföu þó sloppiö
undir 30 þúsund kallinum. Næst
Samvinnuferðir-Landsýn með
hvorki meira né minna en „hjarta
Evrópu“ meö Þóri Guðmundssyni
fréttamanni, kr. 137.100. „Við bæt-
ast skattar og gjöld, 2.850,- kr.“ -
Hvers vegna í ósköpunum ekki að
bæta því við bara strax og gefa upp
eina, endanlega tölu?
Aftur Samvinnuferðir, og nú til
írlands, án flugvaUarskatta, for-
faUagjalds og innritunargjalda sem
eru kr. 2.850 fyrir fuUoröinn á ís-
landi og kr. 700 á írlandi. Af hverju
ekki, góöu menn, að leggja þetta
saman fyrir okkur fiflin, viðsldpta-
vinina, og gefa okkur það í einni
tölu?
Hægt að sýna
enn lægri tölur
Síðasta ferðaauglýsing í Mogga
þennan sunnudaginn var frá Flug-
leiðum, um flug og bíl á frábæru
verði, sett upp í laglegt tíglamynst-
ur þar sem hver nefndur lending-
arstaður átti sinn tígul. En neðst í
auglýsingunni er tílgreindur flug-
vaUarskattur í hinum ýmsu lönd-
um sem ekki er innifalinn í upp-
gefnu veröi þangað og þaðan.
Hvers vegna ekki, ágætu Flug-
leiðir? Er þetta eitthvað sem við
getum vikið okkur undan að borga?
Ef svo er, þá hvemig? Ef ekki,
hvers vegna er þá til að mynda
hlutdeUd hvers sætis þotunnar í
eldsneytiskostnaði ekki dregin frá
uppgefnu verði og þess getiö neðan-
máls að hún sé ekki innifalin? Þá
gætuð þið sjálfsagt sýnt okkur enn
lægri tölur með stóra letrinu.
Viðskiptavinir
hafðir að fíflum
18. maí kom DV með sitt vikulega
ferðablað. Þar var sama uppi á ten-
ingnum. Flugferðir-Sólarflug aug-
lýsir „aUtaf lægstu verðin" og getur
þess neðanmáls að flugvaUargjöld
og forfaUagjöld séu ekki innifalin í
uppgefnu verði. Ekki einu sinni
nefnd krónutalan. Ferðaskrifstofa
Reykjavíkur býður feröir tíl Lon-
don og tekur fram að flugvaUar-
skattur, kr. 1.250, sé ekki innifal-
inn. AUs auglýsir stórborgir í Evr-
ópu en að flugvaUargjöld og for-
faUatrygging séu ekki innifalin.
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur aftur;
nú með Benidorm - „ekki innifalið
flugvaUarskattur og gjöld 3450,-
fyrir fuUorðna, 2250,- fyrir börn.“
Það sem eftir stendur er að það
er verið að hafa okkur viðskipta-
vinina að fiflum. Það er verið að
veifa framan í okkur agni, ginna
okkur til að narta í krókinn í
trausti þess að við bítum endanlega
á og látum ekki þessa „auka“-
þúsundkalla ekki fæla okkur frá
aö kokgleypa. Um leiö þykjast þess-
ar stofnanir líklega vera að skjóta
keppinautunum ref fyrir rass með
því að sýna lægri tölu. En þegar
öllu er á botninn hvolft er ekki vist
að lága sýndartalan sé nokkru hag-
stæðari en sú sem í upphafi er gef-
in heldur hærri - og stenst.
Ef allir keppinautar hættu þess-
um blekkUeik sætu þeir aftur við
sama borð, eins og þeir gera núna
með ósönnum verðtölum. En þeir
myndu hætta að gera lítið úr okkur
viðskiptavinunum. Ég er viss um
að sá sem ríður á vaðið með því
að gefa upp endanlegt alvöruverð
tapar ekki á því þegar til lengri
tíma er Utið - síður en svo.
Sigurður Hreiðar ritstjóri
„Hvað varðar kaupanda vöru um hvað
eru föst aðalgjöld og hvað eru föst
aukagjöld? Það sem máli skiptir er að
þetta eru föst gjöld sem verður að
greiða.“
Vísvitandi kerf isvandi
íslendingar virðast aUtaf þurfa
að finna sér blóraböggla ef skórinn
kreppir í málum landsins. Áður
höfðum við Dani í þetta hlutverk
og gátum kennt þeim um aUt. Núna
sitjum við hér uppi með okkur sjálf
og þá verður að finna einhvern inn-
lendan hóp í hlutverk þjóðarmeins-
ins.
Einu sinni voru það kommúnist-
ar, síðan verkafólk og síðustu ár
hafa bændur verið taldir upplagðir
í hlutverk blóraböggulsins. Þessa
dagana er agnúast út í námsmenn
því að bændur duga ekki lengur
sem orsök aUra meina eftir að í ljós
kom að „sovéska aðferðin" í land-
búnaðarmálum er jafnvel í trássi
við stjórnarskrána.
Lágkúrulegt innlegg
í skóla lærði ég um neanderdals-
manninn sem bjó í helU en núna
læri ég í fjölmiðlum um náms-
manninn. Námsmaður, hvemig
maður er nú það? Hvað þýðir þetta
orð, námsmaður, sem sumir menn
fussa yfir í pirringi og fyrirUtningu
í íjölmiðlum þessa dagana. „Náms-
maður", er það eitthvað sérstakt
afbrigði innan tegundarinnar
„homo sapiens“?
Námsmaður situr ekki í helh,
heldur situr að svikráðum og svík-
ur út fé, samviskulaus skratti,
hættulegur velferðarþjóðfélagi á
norðurslóð. Er það þess vegna sem
menntamálaráðherra íslenska lýð-
veldisins segist vilja fækka náms-
mönnum? Er íslenski námsmaður-
inn kannski „tegund í útrýmingar-
hættu“? Yoko Ono ætti líklega að
fá þá aUa utan til að taka af þeim
afsteypu áður en fyrirbærið deyr
KjaUarinn
Unnur Karlsdóttir
námsmaður
ina til að tvístra hópnum. - Þeir
fara ekki í kröfugöngur sem ergja
stjómvöld svo að þau þurfa stöðugt
að vera að ganga á táragasbirgðir
landsins.
Nei, hér er allt með kyrrum kjör-
um og táragas lögreglunnar hefur
ekki veriö hreyft síðan landið gekk
í Nató. Eru námsmenn kannski
ívið of prúðir? Einhver hlýtur
ástæöan að vera fyrir því aö starfs-
maður Lánasjóðs íslenskra náms-
manna leyfir sér að koma fram í
útvarpi með vafasamar og Ula rök-
studdar yfirlýsingar um skort á
heiðarleika námsfólks í landinu.
Slíkar æmmeiðingar út í óskil-
greindan hóp fólks eru ekki aðeins
helber ósvífni heldur fremur lág-
kúrulegt innlegg í umræðuna um
Lánasjóð íslenskra námsmanna.
„Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir
því að starfsmaður Lánasjóðs íslenskra
námsmanna leyfir sér að koma fram 1
útvarpi með vafasamar og illa rök-
studdar yfirlýsingar um skort á heiðar-
leika námsfólks í landinu.“
út, verður upprætt.
íslenskir námsmenn eru dag-
farsprútt og vel upp ahð fólk ef
marka má að í fréttuni heyrist aldr-
ei talað um stúdentaóeirðir á ís-
landi. Þeir kasta ekki bensín-
sprengjum að alþingishúsinu né
setjast að á Austurvelli, torgi hins
íslenska friðar, og ógna svo and-
legri heilsu stjómvalda að þau
neyðast til að senda víkingasveit-
Yfi rlýsing formanns
stjórnar LÍN
Tilefni þessarar greinar er yfir-
lýsing Gunnars Birgissonar, for-
manns stjómar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, í hádegis-
fréttum Rikisútvarpsins 5. maí síð-
astliðinn. Þar heldur hann því fram
aö stór hluti námsfólks vanáæth
árstekjur sínar vísvitandi til að
komast yfir vaxtalausan aukapen-
ing.
Til að tryggja afgreiðslu náms-
láns á réttum tíma að hausti þarf
nemandi að skha inn, fyrr um sum-
arið, áætlun um árstekjur sínar.
Eins og orðið teKjuáætlun felur í
sér er þetta einungis áætlun um
tekjur yfir árið en ekki endanlegar
tölur. Margt getur valdið því að
næsta ómögulegt er að sjá fyrir
hveijar árstekjumar verða ná-
kvæmlega. Mér þætti aha vega
mjög gaman að hitta þann laun-
þega eða atvinnurekenda, já eða
alþingismann, sem treystir sér til
að vita upp á hár í byrjun ágúst
hveijar tekjur hans verða fram að
áramótum sama árs!
Ef námsmaður vanáætlar tekjur
sínar svarar lánasjóðurinn því með
því að lækka greiðslur til hans sem
þvi nemur. Ef lánasjóðurinn of-
reiknar lán innheimtir hann þau
innan skamms tíma frá því að þau
vom greidd út? En nei, þessar upp-
lýsingar koma ekki skýrt fram hjá
Gunnari Birgissyni, enda ekki sá
boðskapur sem hann vildi koma í
fjölmiðla heldur var það svikafýsn
námsmanna.
Er Gunnar Birgisson orðinn slík-
ur sjáandi að hann sjái í gegnum
holt og hæðir og inn í höfuðskeljar
námsfólks sem fær greitt úr LIN?
Þaö hlýtur að vera að hann búi
yfir einhveijum ofurmannlegum
skynjurum. Eða finnið þið ein-
hveija aðra líklega skýringu á því
að hann treystir sér til að koma
fram í útvarpi og dæma stóran hóp
af fólki sem óprúttna svindlara?
Ég vona að námsmenn þurfi ekki
að þola fleiri slíkar yfirlýsingar úr
herbúðum lánasjóðsins heldur fái
að njóta sannmæhs. Umræðan um
námsfólk og lánasjóðinn á að vera
málefnaleg en ekki fóður fyrir æsi-
fréttir og slagorðahasar.
Unnur Karlsdóttir