Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 17
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 17 Sviðsljós Stjórn Sveinafélags pípulagningamanna. Talið frá vinstri eru: Jón Magnús Magnússon, Halldór Garðarsson, Birgir Hólm, Daníel Halldórsson og Sig- urður Rúnar Ólafsson. DV-myndirS Sveinafélag pípulagninga- manna 60 ára Sveinafélag pípulagningamanna var stofnað af merkum mönnum þann 11. maí 1932. Félagið varö því sextugt nú fyrir skömmu og var hald- ið upp á tímamótin í húsnæði þess að Skipholti 70 á laugardaginn milli fjögur og sex. Var margt góðra manna og kvenna samankomið í tilefni dagsins. Auk pípulagningamannanna sjálfra mátti líta þama maka þeirra, sem og við- skiptavini. Á borðum vom svo hinar bestu krásir, snittur og fleira, og skemmtu menn sér að sjálfsögðu mjög vel eins og vera ber í slíkum veislum. Eskifj arðarskóli: Böm fengu hjálma að gjöf Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Um nokkurra ára skeið hefur Foreldrafélag Eskifjarðarskóla verið starfrækt með miklum myndarbrag. Á dögunum beitti fé- lagið sér fyrir kaupum á hjálmum fyrir nemendur í 1. bekk gmnn- skólans. Þar sem hjálmarnir eru fremur dýrir, tókst að fá Lands- bankann á staðnum til að fjár- magna kaupin að hluta til. Hjálm- arnir vora svo afhentir nemendum við hátíðlegt tækifæri að viðstödd- um skólastjóra, kennurum, stjórn Foreldrafélagsins og nemendum yngstu bekkja skólans. Bjarni Sveinsson lögreglumaður hvatti nemendur óspart til að nota hjálma við hjólreiðar. Sýndi hann þeim myndband sem greindi frá reynslu ungs drengs sem varð fyrir alvarlegu slysi á hjóli fyrir nokkr- um árum en hefur siðan verið í hjólastól. Að sögn Eyglóar Friðriksdóttur, formanns Foreldrafélagsins, verð- ur það eftirleiðis árviss viðburður að gefa nemendum yngsta bekkjar- ins þennan þarfa öryggisbúnað í upphafi skólaárs. Nemendur i 1. bekk Eskifjarðarskóla fengu hjólreiðahjálma að gjöf. Eiginkonur pípulagningamannanna létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Hér eru þær saman i hóp Hrefna Bergsveinsdóttir, Mjöll Gunnarsdóttir, Ósk Sigurjónsdóttir og Svana Guðjónsdóttir. Allir krakkarnir í leikskólunum þremur á Selfossi og foreldar þeirra mættu á tjaldsvæðið í bænum og efndu til veislu. Með þessum hætti var verið að fagna sumri og þakka fyrir góðan vetur. Sláturfélag Suður- lands gaf allar pylsurnar sem etnar voru. DV-mynd Kristján Einarsson COMBI CAMP Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveld- ur í notkun. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og íverurými. COMBI CAMP er á sterk- byggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10" hjólbörðum. COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á Islandi undanfarin ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 FYRIR ÞA SEM GETA AKVEÐIÐ FERÐIR SINAR MEÐ MEIRA EN FJOGURRA DAGA FYRIRVARA •‘‘“T.w*'"4" SAGA Nýja Saga Class sérgjaldið,* sem er 20% lægra en fullt Saga Business Class BUSINESS fargjald, gildir frá öllum áfangastöðum innanlands. Saga Class sérgjald er CLASS bundið því skilyrði að bókað sé og greitt samtímis a.m.k. fjórum dögum fyrir brottför. Saga Class sérgjald gildir einungis báðar leiðir í beint flug og er miðað við að flogið sé fram og til baka á sömu flugleið. Heimferð þarf að bóka með a.m.k. fjögurra daga fyrirvara. 20% (qbQ Saga Class sérgjald gildir til efiirtalinna áfangastaða: Kaupmannahöfn, Ósló, Gautaborg, Stokkhólmur, Helsinki (1.6. - 7.9.), Glasgou), Lottdon, Amsterdam, Lúxemborg. *háð samþykki yfirvalda. GUdistími til 31.10.1992 FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.