Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 33
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 49 Merming Heillandi heimstónlist Það var allsérstök upplifun að verða vitni að tónleik- um dönsku hljómsveitarinnar Bazaar í Púlsinum fóstudagskvöldið 22. maí. Ekki er auövelt að lýsa mús- íkinni enda koma þeir félagar víða við. Flest lögin eða verkin skiptast í tvo, þrjá eða fleiri þætti eins og gjam- an tíðkast í klassískri tónlist og í hverjum þætti tekur við ný laglína eða frekari útfærsla á fyrri stefjum ásamt því aö takturinn breytist. Fyrsta verkiö hófst t.d. án ákveðins takts en var síð- an lengst af í sömbutakti. Síöan tók við verk sem minnti helst á austur-evrópska músík eða sígaunamús- ík og endaði í eins konar Tarantellu. Þriðja verkið og það síðasta fyrir hlé var róleg habenera til að byija með en var komið í sterkan rokkrytma í restina og minnti þá helst á gamlar evrópskar hljómsveitir eins og Nice, Focus og Pink Mice, ef einhver man eftir þeim. Það var þegar Hammond B-3 orgelið réð ríkjum í allri almennilegri rokktónlist. Anders Koppel orgelleikari er einn af þessum stóru sem í Hammondskólann fóru, Keith Emerson Danmerkur, og sér auk þess um allan bassaleik í tríóinu á fótbassa hljóðfærisins, og auðvitað er „Leslie" með viftu og tilheyrandi í farteskinu. Peter Bastian leikur aðallega á fagott en einnig á klarínett, annað svonefnt G-klarínett og hitt rúmlega hundrað ára gamalt sem hann blæs í með sérstakri tækni sem kemur frá Búlgaríu. í raun hljómar hljóðfærið, þegar þessari tækni er beitt, allt öðruvísi en maður á að venjast, og notar Bastian það aöaliega í sígaunastefjun- um sem Bazaar flytur af miklu listfengi. í bók sinni „Ind i musikken" lýsir Bastian hvernig hann heillað- ist af aðferð búlgarskra og tyrkneskra klarínettleikara og hætti ekki fyrr en hann gat tileinkað sér þennan stíl sjálfur. Gott dæmi um hvaða myndir eitt verk getur tekið á sig í meðfórum Bazaars var eitt lag eftir hlé sem byij- aði í hægum rúmbutakti, skipti svo í fönk, svo í rokk og endaði í cha-cha. Flemming Quist Möller er slag- verksleikari tríósins og í meira lagi snjall. Hann hafði hjá sér fjórar risatrumbur sem minntu á congatromm- ur í yfirstærð auk þess að vera með lítið trommusett Djass Ingvi Þór Kormáksson án bassatrommu. Hann var mikið á ferðinni og svitinn bogaði af honum í hitanum frá sviðsljósunum. Bastian hjálpaði líka öðru hvoru til við slagverkið, lék á tam- borínu, quiro og fleira slíkt og í einu lagi lék hann á ocarinu, sem er leirflauta ættuð frá Ítalíu, og er hún svo lítil að hún rúmast í öðrum lófa hljóðfæraleikar- ans. Mikill léttleiki, íjör og spilagleði fylgir tónlist Baza- ars. Eitt þyngsta verkið sem þeir fluttu var frumsamiö í tilefni Islandsferðarinnar og var í sjö þáttum. Það var að mestu án þeirra spunakafla sem tríóið leggur ríka áherslu á, heldur má lýsa því sem rytmísku kam- merverki. Þeir impróvisera mikið í Bazaar en gera það ekki eins og djassspilarar eða rokkspilarar eða klassískir spilarar heldur blanda þessu öllu saman ásamt aust- ur-evrópskri spunahefð, held ég. í lok tónleikanna söng Peter lag sem mér heyrðist heita „Barndommens solrige dage“ og gerði það með nokkuð grínaktugum tilburðum. Þannig lauk þessu. Tónlist Bazaars er sannarlega „bizarre", mjög skemmtileg og frábærlega leikin. Eins og einn tón- leikagestur sagði: „Maður er bara dauðþreyttur enda ekki á hverjum degi sem maður fer í heimsreisu." Laugardalslaug lokuð Vegna viðgerða, hreinsunar og endur- bóta verður Laugardalslaug lokuð mánu- daginn 25. maí, þriðjudaginn 26. mai og miðvikudaginn 27. mai. Laugin verður opnuð aftur fimmtudaginn 28. maí, upp- stigningardag, kl. 8. Tónleikar Skriðjöklar á Tveimur vinum. Skörtuðu þeir litríkum svuntum eins og sjá má. DV-mynd GVA Skriðjöklar saman á ný Sjálfsagt muna flestir eftir hljómsveitinni Skriðjöklum sem nutu mikilla vinsælda fyrir fáeinum árum. Var ávallt mikill galsi og húmor í meðlimum hljómsveitarinnar sem átti heimastöðvar norðan heiða. Skriðjöklar höfðu ekki skemmt í Reykjavík í þijú ár er þeir komu saman og skemmtu gestum á Tveimur vinum síðastliðið fóstudagskvöld. Sem fyrr fóru þeir ekki troönar slóðir í lagavali og sviðsframkomu og höfðu gestir gaman af. Fyrirlestrar Félag íslenskra skraut- fiskaáhugamanna Gordon ChurchiU, þekktur skrautfiskaá- hugamaður er væntanlegur til landsins og mun hann meðal annars halda fyrir- lestur í vegum FISK í Þróttheimum mið- vikudagskvöldið 27. maí kl. 20.30. Allir eru velkomnir. Gordon er með dómara- réttindi og hefur víða keppt í ræktun skrautfiska erlendis. Námskeid 91-19799. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar. Málstofa í hjúkrunarfræði Margrét Gústafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur ræðir um Samskipti við sjúklinga með skert hugarstarf í málstofu sem haldin verður í dag, 25. maí, kl. 12.15 í setustofu á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Reykjanesferö 27. maí. Lögfræðingur er við eftir hádegi á þriðjudögum. Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Kristján Elís Jónasson barýton og Guð- björg Siguijónsdóttir píanóleikari halda ljóðatónleika í Norræna húsinu í kvöld, 25. maí, og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnis- skránni eru lög eftir Sigfús Einarsson, Björgvin Guðmundsson, Mozart, Strauss, Hugo Wolf, Tsjajkovskij og norræna höf- unda. Ráðstefnur 80 ára afmæli Verkfræðinga- félags íslands í tilefni af 80 ára afmæli Verkfræðingafé- lags íslands gengst félagið fyrir alþjóða- ráðstefnu sem í styttingu er nefnd „Nátt- úruhamfarir ’92“. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 í Odda og stofu 101 í Lögbergi dagana 18. og 29. maí. Leikhús ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 11200 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími680680 :on ' ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI ELÍN HELGA 'GUÐRÍÐUR eftir Þórunni Slgurðardóttur i kvöld, 22.5., kl. 20.00, fös. 29.5. kl. 20.00, næstsiðasta sýn., má. 8.6, kl. 20, siðasta sýnlng. EMIL í KATTHOLTI eftir Astrid Lindgren STÓRA SVIÐID KL. 20 Þriðjud. 26 mai. Fáein sæti laus. Miðvikud. 27. maf. örfá sætl laus. Fimmtud. 28. maí. Uppselt. Föstud. 29. mai. Uppselt. Laugard. 30. mai. Uppselt. Sunnud. 31.maí. Þriðjud. 2. Júní. Miðvikud. 3. júni. Föstud. 5. júni. Fáein sætl laus. Laugard. 6. júni. Uppseit. Miðvikud. 10. júni. Fimmtud. 11.júni. Föstud. 12. júni. Fáein sætl laus. Laugard. 13. júnf. Fáeln sæti laus. flm. 28.5. kl. 14., tvær sýnlngar eftir, sun. 31.5. kl. 14., næstsiðasta sýnlng, og kl. 17, siðasta sýning. MIÐAR Á EMIL í KATTHOLTISÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Aðeins 4 sýningar eftlr. ATH. SYNINGUM LÝKUR 21. JÚNÍ NK. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Þri. 26.5. kl. 20.30, uppselt, mið. 27.5. kl. 20.30, uppselt, sun. 31.5. kl. 20.30, uppselt, mlö. 3.6. kl. 20.30, uppselt, fös. 5.6. kl. 20.30, uppselt, lau. 6.5. kl. 20.30, uppselt, lau. 13.6. kl. 20.30, uppselt, sun. 14.6. kl. 20.30, uppselt. Siðustu sýningar. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdisi Grimsdóttur. í kvöld kl. 20.30, örfá sæti laus, sun. 24.5. kl. 20.30, mi. 27.5. kl. 20.30, sun. 31.5. kl. 20.30, tvær sýningar eftir, fös. 5.6. kl. 20.30, næstsiðasta sýning, lau. 6.6., siðasta sýn- Ing. Athugið, verkið verður ekki tekið aftur til sýninga í haust. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR- UM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i sima frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR, 30 MANNS EÐA FLEIRI, HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. SMÁAUGLÝSINGASiMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 SiGRÚN ÁSTRÓS eftir Willy Russell. LITLA SVIÐIÐ KL. 20. Föstud. 29. mai. Laugard. 30. mal. Næstsíðasta sýning. Sunnud. 31. mai. Siðasta sýning. Miöasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Faxnumer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 er komin út! Bókln er til sölu i miðasölu leikfélagsins. Þar geta áskrifendur vltjað bókarlnnar við hentugleika. Sími I miðasölu: (96) 24073. AND LEIKHÚSIÐ í Tunglinu (Nýja bíói) DANNI OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA eftir John Patrick Shanley i leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar Fimmtud. 28. mai kl. 21. Miðaverð kr. 1200. Miðapantanir i sima 27333. Miðasala opin sýnlngardagana frá kl. 19. Mlðasala er elnnlg I veitlngahúsinu, Lauga- vegi 22. LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA Sumarnámskeið í sumar gengst Unglingaregla I.O.G.T. fyrir fjórurn sumarnámskeiðum, sem ætluð eru bömum á aldrinum 9-12 ára. Hvert námskeið stendur í 9 daga og í lok þess er farið í útilegu. Námskeiðin eru frá ki. 10-16 virka daga. Fyrsta námskeið- iö verður í Reykjavik, Þarabakka í Mjódd, 1.-12. júní. I Hafnarfirði verður námskeið daganan 15.-26. júní og á Akra- nesi 30. júní til 10. júlí. Fjórða námskeið- ið verður haldið 13.-24. júlí. Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir barniö. Innifalið í því em námskeiðsgögn og ferðir, þar með taldar ferðir vegna útilegu. Skráning fer fram dagana 26., 27. og 29. mai í síma ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? BNN BÍLL * MANUÐl IÁSKRIFTARGETRAUN Á FULLRI FERD!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.