Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 8
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 8 ------------------------------^ Utboð Skálholtsvegur, Skeiða- vegur - Helgastaðir Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í lagningu 6,1 km kafla á Skálholtsvegi, frá Skeiðavegi að Helgastöðum. Helstu magntölur: Burðarlag og fyllingar 20.000 m3. Verkinu skal lokið 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. júlí 1992. Vegamálastjóri ____________________ J Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: Nissan Sunny 1991 Subaru Justy 1990 Honda Accord 1989 MMC Lancer 1988 Toyota Corolla 1987 Skoda105 1988 Skoda105 1986 BMW316 1986 Toyota Corolla 1984 Daihatsu Charade 1984 Jeep Wagoneer 1985 Subaru 4x41800 st. 1983 Honda Civic 1983 Range Rover 1976 FordTaunus 1971 Toyota Corolla 1982 M. Benz 280 SE 1974 Honda Civic Shuttle 1984 Bifreiöarnar veröa til sýnis mánudaginn 22. júní 1992 í Skiphoiti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboöum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, simi 621110 VERND6E0NUA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Matgæðingur vikunnar Veiðimannsins „gourmandises" Jakob Hafstein. Jakob Hafstein fiskeldisfræðing- ur ætlar að bjóða lesendum upp á mikla máltíð: veiðimannsins „go- urmandises" eða sælkerarétti veiðimannsins. Þetta er máltíð sem sem hann og veiðifélagar hans snæða ár hvert í veiðiferð í Norður- árdal. Þá kemur það í hiut Jakobs að matreiða. Jakob segist ekki vera neitt afger- andi í eldhúsinu heima hjá sér en hann fikti þó eilítið við eldavélina af og til. Það kemur hins vegar oft- ast í hlut Jakobs að sjá um grillið. Forrétturinn Sælkeraréttir veiðimannsins eru forréttur og aðalréttur. í forréttinn þarf: taöreyktan lax (að hætti Aðaldæla) svartan, grófmalaðan pipar eggjarauður 'A sítrónu grisju (fyrir sítrónuna) brauð til að rista Laxinn er skorinn í afar þunnar sneiðar og látinn þekja hvern disk. Þá er grófmöluðum pipar stráð vel yfir laxinn. Eggin eru brotin og skilin að. Eggjarauðumar eru látn- ar hggja í helmingi skumarinnar og settar á diskana. Sítrónunni er pakkað í grisju ('A sítrónu á mann) og safinn kreistur yfir eftir smekk þegar snætt er. Með laxinum er 'haft ristað brauð. Jakob segir ekki saka að drekka eitt staup af ísköldu brennivíni með. Kjötið Aðalrétturinn er grilluð nauta- steik með bakaðri kartöflu. Það sem þarf er: beinlaus nautaframhryggjarvöðvi (prime-rib) bökunarkartöflur laukur sykur græn piparkorn - niðursoðin steikingarpipar Nautavöðvinn er skorinn í þykk- ar og stórar steikur. Hann er kryddaður vel með grænu pipar- komunum og steikingarpipamum og grillaður eftir smekk. Bökunar- kartöflumar eru meðhöndlaðar á hefðbundinn hátt, pakkað inn í ál- pappír og grihaðar eða liitaðar í ofni. Laukurinn (magn eftir fjölda gesta) er maukaður í eldhúskvöm, sykraður eftir smekk og notaður út á bökunarkartöflumar þegar þær era snæddar (á sama hátt og kryddsmjör). „Ef gott rauðvín er drukkið með er rétturinn alveg eins og við veiði- félagamir viljum hafa hann. Ég vh ekki hafa neina sósu með en sósur hafa tilhneigingu th aö yfirgnæfa bragðið'af góðu grillkjöti," segir Jakob. Jakob skorar á vinkonu sína, „snhldarkokkinn Þórunni Birgis- dóttur“ að vera matgæðingur næstu viku. Þórunn er sálfræði- nemi en vinnur á Hótel Eddu á Laugarvatni í sumar. -hlh Hinhliðin Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 23. júní 1992 kl. 13- 16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar: 1. stk. Volvo 240 GLE fólksb. bensín 1989 1. stk. Saab 900i fólksb. bensín 1989 1. stk. Toyota Camry fólksb. bensín 1986 1. stk. Toyota Corolla fólksb. bensín 1986 1. stk. Mazda 929 fólksb. bensín 1984 1. stk. Daihatsu Charade fólksb. bensín 1990 1. stk. Lada Samara fólksb. bensín 1987 l.stk. Ford EconolineXLT, 14farþ. 4x4 bensín 1985 1. stk. Daihatsu Feroza (skemmdur) 4x4 bensín 1990 l.stk. Toyota Hiluxdoublecab 4x4 dísil 1988 l.stk. Nissandoublecab 4x4 dísil 1985 2. stk. Ford Econoline E-150 sendib. bensín '85-'87 4. stk. Mazda E 2000 sendib. bensín '86-87 3. stk. ToyotaHi-Ace sendib. bensín 1985 1. stk. Volvo N 10 m/krana vörub. dfsil 1982 1. stk. Mercedes Benz 1622 vörub. dísil 1983 Til sýnis hjá Sementsverksmiðju ríkisins við Sævarhöfða: l.stk. ScaniaVabisLS111 S42 dráttarb. dísil 1979 Til sýnis hjá Síldarverksmiðju ríkisins, Siglufirði: 1 • stk. VolvoF-10 vörub. dísil 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri: 1 • stk. BMW320 (skemmdur) fólksb. bensín 1982 l.stk. SubaruE-10 bensín 1986 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi: 1 • stk. vatnstankur á festivagni 19.000 Itr. 1952 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5: l.stk. færiband Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INIMKAUPASTOFNUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7, I0S Rf YKJAVIK Stefni að bættu mannlífi - segir Lovísa Einarsdóttir, baráttukona fyrir kvennahlaupinu Kvennahlaup ISI verður háð í dag í Garðabæ og hefst klukkan tvö. Lovísa Einarsdóttir, íþróttakenn- ari í Garðabæ, hefur hvað harðast unxúð fyrir hlaupið en þetta er þriðja árið sem það fer fram. Kvennahlaup fer fram alls staðar á Norðurlöndunum. í fyrsta hlaup- inu hlupu tvö þúsund konur, í fyrra hlupu þrjú þúsund og tvö hundmð og vonast er th að fimm þúsund konur hlaupi í dag. Hægt er að skrá sig í hlaupið fram á síðustu stundu en upphitunaræfingar heíjast hálf- tíma áður. Nú er um að gera að pússa íþróttaskóna og gera sig klára í hlaupið. Það er Lovísa Ein- arsdóttir sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Lovísa Einarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 18. ágúst 1943. Maki: Ingimar Jónsson. Börn: Tvær dætur. Bifreið: Ford Fiesta, árgerð 1985. Starf: íþróttakennari. Laun: Eg gef þau ekki upp. Áhugamál: Tónhst, ferðalög og lestur góðra bóka. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár tölur og ég spha á hveijum laugardegi með. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög skemmthegt að dansa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er vandi að svara því og eiginlega er ég mát. Það er auðvitað ýmislegt leiðinlegt en ég læt það ekki á mig fá. Uppáhaldsmatur: Glænýr og góður íslenskur fiskur. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari. DV-mynd Uppáhaldsmatur: Því er fljótsvarað - íslenska vatnið. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ragnheiður Runólfsdóttir. Uppáhaldstimarit: Rit Krabba- meinsfélagsins um hehsuvemd. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan eiginmann- inn? Ég er hrifin af mörgum þess- um nýju leikurum sem maður sér í bíó. Michael Douglas er th dæmis mikhl sjarmör. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er andvíg henni núna. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Þessa stundina er það rúss- neskur bassasöngvari sem heitir Boris Stokolova. Eg þyrfti sjálfsagt túlk th að ræða við hann. Uppáhaldsleikari: Öm Árnason. Uppáhaldsleikkona: Anna Kristín Amgrímsdóttir. Ég sá hana nýlega í Kæru Jelenu. Uppáhaldssöngvari: í dag er það finnska vísnasöngkonan Aría Sai- jonmaa. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég er ekki aðdáandi nein sérstaks í augnablikinu. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Skötuhjúin í Ást er. Uppáhaldssjónvarpefni: Ég get síst misst af fréttatímum. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég var mjög ánægð með Randver Þorláks- son þegar hann sá um morgunút- varpið. Hann sphaði klassík. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Ég hef ekki afmglara. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer sjaldan á skemmtistaði. Þó kemur fyrir að ég fari á gömlu dansana í Artúni. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Stjam- an. Stefnir þú að einhvem sérstöku í framtíðinni? Bættu mannlífi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Rækta garðinn minn. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.