Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Page 13
13 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Systurnar Díana og Sara. Díana var eins og litli, Ijóti andarunginn í saman- buröi viö hina vinsælu systur. Díönu og hún komst íljótlega aö raun um að konunglegt ástarævintýri gat verið dýrkeypt. Blaðamenn hringdu í hana eldsnemma á morgnana, en hún þorði ekki að taka símtólið af gafdinum ef einhver í fjölskyldunni yrði veikur og þyrfti að ná til henn- ar. í hvert skipti, sem hún fór út í sínum auðþekkta Metro-bíl, var hún með halarófu af blaöamönnum og ljósmyndurum á eftir sér. Þótt vinkonum hennar þætti hún standa sig vel gagnvart þessu fór þetta ástand samt fljótlega að hafa mikil áhrif á hana. Þegar hún var innan fjögurra veggja eigin heimilis gat hún gefið tilfmningunum lausan tauminn. „Ég grét eins og bam, ég gat ekki ráðið við þetta,“ sagði hún. Karl prins bauðst aldrei til þess að hjálpa henni eða liðsinna og þegar hún hafði samband við fréttastofuna í Bucking- hamhöll var henni sagt að þeir gætu ekkert gert fyrir hana, hún væri al- gerlega á eigin vegum. Það sem gerði þetta enn verra var að Karl virtist hafa mun meiri áhuga á gangi mála hjá fyrrum ástkonu sinni, Camillu Parker-Bowles, sem hann hélt alltaf nánu sambandi við. Hann sagði Díönu frá vandræðum Camillu vegna þess aö það voru allt- af þrír eða fjórir blaöamenn fyrir utan húsið hjá henni. Díana beit á jaxlinn og sagði ekki neitt. Hún vildi ekki íþyngja manninum sem hún elskaði. Eftir því sem leið á ástarævintýrið fór Díana að efast um hollustu Cam- illu við sig. Hún virtist alltaf vita hvað farið hafði á milli þeirra Díönu og Karls þegar þau voru saman ein. Camilla átti jafnan ótal ráð um hvemig hún ætti að koma fram við Karl. Karl kuldalegur Þar sem Díana hafði aldrei áður átt raunverulegan kærasta vissi hún ekki almennilega hvemig hún átti að bregðast við Karh. Henni fannst samt eitthvað athugavert við kulda- lega framkomu hans. Hún kom hlaupandi um leið og hann kallaði. Sem prinsinn af Wales var hann því vanur að allir skjölluðu hann og að fá alltaf það sem hann vildi. Hann kallaði hana Díönu en hún kallaði hann „herra“. Hann vakti móðurtilfinningar hjá henni. Henni fannst hann þurfa að vinna alltof mikið. í hennar augum var hann sorgmæddur, einmana maður, sem þarfnaðist einhvers til þess að líta eftir sér. Hún var yfir sig ástfangin og vildi eyða ævinni með honum. Kvöldið áður en tilkynnt var opin- berlega um trúlofunina kvaddi Díana vinkonur sínar og flutti með föggur sínar. Leynilögreglumaður kom og sótti hana og um leið og hún kvaddi vinkonur sínar sagði hann: „Ég vek athygli þína á því að þetta er síðasta kvöldið sem þú getur um fijálst höf- uð strokið, svo þú ætti að ryóta þess vel.“ Seinna sagði Díana: „Mér fannst þessi orð fara eins'og hnífur í gegnum mig.“ Þrátt fyrir að Díana hefði fengið uppeldi sem jarlsdóttir og hefði titil- inn lafði, kunni hún strax illa við sig í hinu stífa, stéttskipta lífi sem var innan hallarveggjanna í Bucking- ham. Henni fannst líkt og hún væri lokuð inni í fílabeinstumi og fékk engan stuðning, ekki einu sinni frá Karh heitmanni sínum. Hún var mjög óhamingjusöm og einmana, gat ekki haft samband við fjölskyldu sína eða vini. Fyrsta kvöldið hennar í Clarence House, sem er aðsetur og heimih El- ísabetar drottningarmóður, var skelfilegt. Díana var látin ein og af- skiptalaus, engum fannst ástæða til að bjóða hana velkomna - ekki einu sinni Karh. Sú mynd hefur gjaman verið dregin upp af drothningarmóð- urinni að hún sé hlýleg og velvfljuð kona sem hafi snúist í kringum Dí- önu um leið og hún kenndi henni hvemig á að koma fram við kónga- fólkið. Hirðmey drottningarmóður- innar, lafði Susan Hussey, átti að kenna Díönu sögu konungsættarinn- ar. í rauninni fékk Díana minni þjálf- un en stúlka sem er að hefja störf á kassanum í kjörbúðinni. BréffráCamillu Þjónn vísaöi Díönu tfl svefnher- bergis hennar á annarri hæö. Á rúm- inu beið hennar bréf frá Camillu Parker-Bowles, sem skrifað hafði verið nokkram dögum áður en tfl- kynnt var um trúlofunina. Þetta var boðsbréf um að snæða hádegisverð. Camilla vfldi fá að vita hvort Díana hygðist leggja stund á veiðar, er hún flytti tfl Highgrove., Díönu fannst þetta undarleg spuming en kvað nei við henni. Camillu létti augsýnflega. Síðar gerði Díana sér grein fyrir að Camflla sá leið tfl að viðhalda sam- bandi sínu við Karl í gegnum veið- amar. En þetta lá ekki ljóst fyrir fyrr en síðar. Eins og svo margt annaö. Eitt af fyrstu vandamálum Díönu eftir að hún kom í höllina var varð- andi fatnað. Hún átti sjálf lítið af fot- um þegar hún kom í konungsfjöl- skylduna. Fékk hún aðstoð hjá rit- stjóra tískublaðsins Vogue við að byggja upp klæðaskápinn, en rit- stjórinn var vinkona systur hennar. Smám saman lærði Díana hvemig hún átti að klæðast og hvemig hún þurfti að taka tfllit tfl ótal atriða. Hún lærði aö þyngja faldinn á kjólunum svo pilsin fykju ekki upp um leggina o.s.ftw. Hún valdi tvo unga tískuteiknara tfl þess að teikna brúðarkjólinn. Þeir teiknuðu einnig fyrsta kvöldkjólinn hennar, sem hún notaði í fyrsta skipti sem hún kom fram opinber- lega eftir trúlofunina. Þetta var góö- gerðarsamkoma af stærstu gerö. Kjóllinn var úr svörtu tafti, hlýra- laus og mjög fleginn í bakið. Karl prins var ekki hrifinn af kjólnum. Henni fannst að svart væri besti Ut- urinn fyrir stúlku á hennar aldri, en hann var á annarri skoðun. Þegar hún birtist í öllum skrúðanum í dyr- unum á skrifstofu hans hreytti hann út úr sér að einungis fólk sem væri í sorg klæddist svörtu. Díana svaraði um hæl að hún væri ekki orðin ein af fjölskyldunni enn og það sem meira væri, hún ætti ekki annan kjól sem passaði fýrir þetta tækifæri. Þetta var ekki beinlínis til að auka sjálfsáht hennar þegar hún þurfti að mæta blossandi myndavélunum. Hún var illa undirbúin í siðum hirð- arinnar og var gjörsamlega miður sín, ef henni yrði á að verða heit- manni sínum tfl skammar á ein- hvem hátL Þetta kvöld hitti hún Grace Kelly í fyrsta sinn. Grace sá hvemig Díönu leið og leiddi hana afsíðis og sýndi henni vinarhót. Díana trúði henni Camilla Parker er sögð hafa verið ástkona Karls prins i mörg ár. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Andrew. fyrir erfiðleikum sínum varðandi umtahð, einmanakenndina og hræðslu hennar við framtíðina. „Hafðu ekki áhyggjur," sagði Grace. „Þetta á eftir að verða miklu verra.“ Skömmu seinna fór Karl í fimm vikna heimsókn til Ástrahu. Áður en hann hvarf inn í flugvélina greip hann í handlegg Díönu og kyssti hana á kinnina. Þar sem hún horfði á eftir flugvélinni brotnaði hún sam- an og grét. Ekki vom þessi tár eingöngu vegna þess að Karl var farinn. Áður en hann hélt á flugvölhnn var hann að ganga frá einhverjum málum á skrif- stofu sinni í Buckinghamhöh. Díana var hjá honum og spjallaði við hann þegar síminn hringdi. Það var Cam- flla. Díana vissi ekki hvort hún ætti að vera kyrr eða yfirgefa skrifstof- una og leyfa þeim að kveðjast í friði. Hún yfirgaf skrifstofuna og sagði síð- ar vinum að þessi atburður hefði gengið henni svo nærri að hjarta hennar hefði brostið. Fáeinum dögum fyrir brúðkaupið kom bögguh á sameiginlega skrif- stofu Díönu og Karls. Hún vfldi opna pakkann en ritari Karls hafði á móti þvi. Hún hafði sitt fram og viti menn: I pakkanum var guflarmband með blárri emaléraðri plötu með stöfun- um F og G samantvinnuðum. Þetta vom upphafsstafir í gælunöfnum sem Karl prins og Camilla, fyrrum ástkona hans, notuðu fyrir hvort annað, Fred og Gladys. Það varð uppi fótur og fit á skrif- stofunni þegar Díana spurði Karl um armbandið. Þrátt fyrir tárvot mót- mæh Díönu var Karl ákveðinn í að gefa Camfllu það. Þessi kona setti skugga á allt tflhugalíf Díönu og Karls og hefur raimar sett skugga á aht þeirra hjónaband. Daginn fyrir brúðkaupið var Díana að því komin að hætta við allt sam- an. Karl hafði farið að heimsækja Camfllu tfl að gefa henni armbandið góða og fór án lífvarðar. Hún trúði systrum sínum fyrir óhamingju sinni en þær sögðu að það væri of seint og ekki aftur snúið. Ofát, uppköst og lystaróþol Á meðan á trúlofuninni stóð þjáð- ist Díana af ofáti og uppköstum. Hún hríðhoraðist og var á örskömmum tíma varla orðin annað en skinn og bein. Hún kastaði stundum upp þrisvar sinnum á dag. Hún hefur sagt aö hún hafi haldið aö mataróþohð hafi verið í tengslum við tilhugahfið og áhyggjur hennar af Camfllu. Þegar hún kom út úr kirkjunni sem prinsessan af Wales var hún hamingjusöm og hélt að nú væra allar áhyggjur að baki. Hún hafði því miður rangt fyrir sér. Ástand hennar versnaöi í brúð- kaupsferðinni. Hún kastaði stundum upp fjórum eða fimm sinnum á dag. Hinn mikh skuggi Camfllu var alltaf nálægur, jafnvel í brúðkaupsferð- inni. Ungu hjónin fóra með konunglegu snekkjunni Britannicu um Miðjarð- arhafið. Dag einn vora ungu hjónin að bera saman dagbækur sínar. Dett- ur þá mynd af Camfllu út úr dagbók Karls. Hún grátbað hann að segja sér hvem hug hann bæri tfl Camihu en Karl lét sem ekkert væri. Nokkrum dögum síðar bauð hann Egyptalandsforseta tfl kvöldverðar. Þá tók Díana eftir að hann var með nýja ermahnappa sem bára tvö C, fléttuð saman. Hann viðurkenndi að ermahnappamir væra gjöf frá Cam- Ulu. Fyrsta sjálfsmorðstilraunin Það mátti greinflega heyra há- værar raddir og grát frá herbergjum ungu hjónanna í Sandringhamhöll. Það var rétt eftir jól og það var ekki mikfl hátíðarstemning á milli ungu hjónanna. Díana var komin þrjá mánuði á leið með Wilham og leið mjög Ula. Samband hennar og Karls varð alltaf verra og verra. Svo virtist sem Karl hvorki kærði sig um né væri fær um að skflja andlega líðan Díönu. Hún þjáðist af rnikilh morg- unógleði, hún var með sífelldar áhyggjur af Camillu Parker-Bowles og hún reyndi af öllum mætti að sam- lagast hinni nýju stöðu sinni og nýj- um fjölskylduháttum. Hún reyndi, grátbað og hótaði Karh tfl þess að fá hann tfl að skflja sig en allt án árangurs. Svo var það einn janúardag árið 1982 að hún hót- aði að fremja sjálfsmorð. Hann sak- aði hana um að vera með leikaraskap og bjó sig undir að fara í útreiðatúr um landareignina. En Díana stóð við orð sín. Hún henti sér niður tréstig- ann og lenti eins og hrúgald fyrir neðan stigann. Drottningarmóðirin var fyrst til að koma á vettvang. Hún var gripin skelfingu, fékk algert taugaáfall yfir því sem hún varð vitni að. Læknir úr nágrenninu var tilkallaður á með- an beðið var eftir kvenlækni Díönu, sem var tilkvaddur frá London til þess að skoða hinn konunglega sjúkl- ing sinn. Til allrar hamingju hlaut Díana ekki alvarleg meiðsli þótt hún fengi marbletti. Nákvæm rannsókn leiddi í Ijós að fóstrið var óskaddað. Þetta atriði var aðeins eitt af mörg- um, þar sem Díana reyndi að svipta sig M. Hún kastaði sér einu sinni á glerskáp í Kensingtonhöflinni og í annað skipti skar hún sig á púlsinn með rakvélablaði. Eitt sinn reyndi hún að skera sig með tökkóttum ávaxtahníf og í enn annað skipti skar hún sig bæði á bringu og mjöðmum með vasahníf. Var það eftir hat- rammt rifrfldi við Karl prins. Hann lét sér þó hvergi bregða þótt blóðið lagaði úr henni. Síðar hefur bæði Díana og vinir hennar viðurkennt að þessar sjálfs- morðstflraunir hafi verið hróp á hjálp. „Eg kallaði á hjálp. Ég þurfti á lengri tíma að halda tfl þess að átta mig á þessari nýju stöðu,“ sagði hún. Eftir að William prins var fæddur var ástandið síst betra. Díana var með sífelldar áhyggjur vegna vináttu Karls og Camfllu. Það var grátur og gnístran tanna þegar hann kom ekki heim á tflsettum tíma og hún átti svefnlausar nætur þegar hann var að heiman. Eitt sinn heyrði Díana af tilvfljun á símtal eiginmannsins. Þvi lauk með orðunum: „Ég mun alltaf elska þig hvað sem á gengur." Díana hefur sagt frá því að hún hafi stundum ýtt á endurhringingar- hnappinn á símanum hjá Karli og hafi þá jafnan fengið samband við heimfli Camillu. Þegar Díana gekk með síðari son sinn, Wilham, þjáðist hún einnig af morgunógleði. Það bætti ekki ástandið. Hún vissi að Karl þráði að eignast dóttur og þegar Wifliam var fæddur sagði Karl: „Nú, annar strák- ur. Og hann er meira að segja með rauðleitt hár.“ Eftir þessa athuga- semd fór hann að leika póló! Díana hefur sagt vinum sínum að á þessu augnabliki „dó eitthvað inni í mér“. Með þessari athugasemd hans hófst lokakafli hjónabandsins. Velkomin í Veiðimanninn í yfir fimmtíu ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum og öðrum unnendum útiveru. Hjá okkur fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, ásamt fyrirtaks veiðifatnaði á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd vörumerki. Opið mánud. - fimmtud.kl. 09 - 19, föstud.kl. 09 - 20, laugard. kl.10 - 16, sunnud. frá kl.ll - 16. Hafnarstræti sitógílö?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.