Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. JIJNÍ 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður:. (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þeir geta „óskað eftir" Þegar utanríkisráöherra og aöstoðarmaöur hans héldu blaðamannafund til aö monta sig af, aö til greina kæmi fyrr eða síðar að stofna fríiðnaðarsvæði á Kefla- víkurflugvelli, gættu þeir þess að gleyma því, að þeir hafa nýlega beinlínis lagt steina í götu þess. Um síðustu áramót samdi utanríkisráðuneytið við Flugleiðir um framhald á einokun þess gæludýrs á af- greiðslu vöruflugs á Keflavíkurflugvelli. Talsmaður Flugleiða var að vonum ánægður og sagði, að nýi samn- ingurinn væri á svipuðum nótum og fyrri samningur. Sjálfur samningurinn var þá leyniplagg, en aðstoðar- maður utanríkisráðherra var nógu forhertur til að kvarta yfir, að leiðarahöfundar kynntu sér ekki efni hans, áður en þeir gagnrýndu hann. í vor höföu nokkr- ir þingmenn svo fram, að plaggið var gert opinbert. Þá kom í ljós, að maður ráðherrans hafði í skjóli leyndarinnar farið rangt með efni einokunarsamnings- ins. Ráðuneytið gat ekki einhliða sagt honum upp, held- ur gat það beðið um endurskoðun, ef fríiðnaðarsvæði yrði stofnað, en Flugleiðir gátu hafnað endurskoðun. Orðrétt segir: „Utanríkisráðuneytið getur óskað eftir, að samningsákvæði um afgreiðslu fragtvéla verði tekið til endurskoðunar, hvenær sem er á samningstímanum, ef ætla má, að umtalsverðar breytingar verði á fragt- flutningum til og frá Keflavíkurflugvelli að mati ráðu- neytisins, m.a. í tengslum við iðnaðarsvæði.“ Þegar einokunin var framlengd, sagði DV í leiðurum, að afnám þessarar einokunar á afgreiðslu vöruflugs væri forsenda þess, að unnt væri að byggja upp útflutn- ing á verðmætum fiskafurðum í flugi og að unnt væri að byggja upp fríiðnaðarsvæði á Keflavíkurflugvelli. Lögmál viðskipta og efnahagslíf eru ekki þannig vax- in, að fyrst sé byggður upp útflutningur á verðmætum fiskafurðum og skipulagt fríiðnaðarsvæði á Keflavíkur- flugvelli, heldur verður fyrst að skapa forsendumar með því að leggja niður afgreiðslueinokunina. Utanríkisráðherra og aðstoðarmaður hans geta því ekki montað sig af að hafa undirbúið jarðveginn fyrir fríiðnaðarsvæði á Keflavikurflugvelli. Þeir hafa þvert á rnóti. lagt svo stóra steina í götu þess svæðis, að ekki verður hægt að vinna af alvöru í málinu í fiögur ár. Þetta gerðu þeir félagar einmitt á þeim tíma, er þjóð- in var að sigla í efnahagslega kreppu af völdum ofveiði á þorski. Þetta gerðu þeir, þegar brýnt var orðið að auka hlutfall á útflutningi ferskra og nýstárlegra sjávar- afurða á háu verði til fjarlægra landa, svo sem Japans. Vegna einokunarsamningsins getum við ekki heldur nýtt okkur legu landsins og aðildina að Evrópska efna- hagssvæðinu. Við getum engan veginn freistað jap- anskra og bandarískra fyrirtækja til að koma hér upp vinnslu- og dreifingarmiðstöðvum fyrir Evrópumarkað. Einokunarsaga vöruafgreiðslu Keflavíkurflugvallar er samfelld harmsaga. Gæludýr ríkisins hefur misnotað aðstöðuna til að hrekja á brott hvert vöruflutningafélag- ið á fætur öðru: Flying Tigers, Pan American og Feder- al Express. Samt var einokunin framlengd í vetur. Utanríkisráðuneytið hefur ekki aðeins lagt þessa þungu steina í veg eðlilegrar atvinnuþróunar í landinu til að geðjast gæludýri ríkisins, heldur hefur það látið undir höfuð leggjast að undirbúa frumvörp að ramma að rekstrarumhverfi fyrirtækja á fríiðnaðarsvæði. Utanríkisráðherra og aðstoðarmaðurinn hafa montað sig af máh, sem er þeim í rauninni til vansæmdar. Jónas Kristjánsson Forsetar í vanda leita styrks í samstöðu Fundur George Bush Banda- ríkjaforseta og Boris Jeltsín Rúss- landsforseta í Washington var haldinn viö þau skilyrði aö miklu skipti fyrir báða aö þaö næöist marktækur árangur í samskiptum ríkjanna. Báðir eiga forsetarnir við póhtíska erfiðleika að stríða og geta bætt stöðu sína með því að láta sjást að þeir séu að vinna afrek í sameiningu. Forsetakosningar fara í hönd í Bandaríkjunum, og Bush kemur úr kjöri flokksþingsfulltrúa með vísa útnefningu en lágmarksálit meðal almennings. Ross Perot, mifijarðamæringur frá Texas, ber bæði af forsetanum og forsetaefni demókrata í hverri einustu skoð- anakönnun. Einkum er það frammistaöa Bush í bandárískum landsmálum sem honum ér lögð til lasts. Það má reyna að bæta með þeim mun athygfisverðari árangri á alþjóðasviði þar sem fæmi hans nýtur almennari viðurkenningar. Jeltsín stendur í ströngu við aö framkvæma flókna kerfisbreyt- ingu frá miðstýríngu til markaðs- búskapar. Kjör almennings fara versnandi samfara því að braskar- ar raka saman fé. Verðbólga er slík að seðlaprentvélar hafa ekki undan og fólk þarf að bíöa vikur eða mán- uði eftir launum sínum eða lífeyri vegna seðlaþurrðar. Rússlandsfor- seti sá þann kost vænstan fyrir skemmstu að taka í stjóm sína nokkra fulltrúa forustusveitar rík- iseinokunarfyrirtækjanna gömlu. Hann hefur frestað fyrirætlunum um að gefa orkuverð fijálst, þótt það sé eitt vænlegasta úrræðið til að auka útflutningstekjur Rúss- lands með því að ýta undir aukna olíusölu úr landi. Komin er upp togstreita milli Rússlandsstjómar og fomstu Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins um hver skilyrði Rússar þurfi að uppfylla til að geta notið alþjóð- legrar lánafyrirgreiðslu, þar á með- al greiðslufrests á afborgunum af 81 mifijarðs dollara skuld sem fyrir er. í fregnum af undirbúningi fundar forsetanna bar hæst viðræður ut- anríkisráöherranna Bakers og Kosirefs um nýjan og stóran áfanga í fækkun kjamavopna. Þar stóð á því að Bandaríkjastjóm vildi minni fækkun en Rússar, í 4.700 kjarna- odda hjá hvom kjarnorkuveldi en ekki 2.500 eins og Rússar lögðu tíl. Annað aðal ágreiningsatriðiö var aö bandaríska herstjómin lagði megináherslu á algera útrýmingu skæðustu eldflauga Rússa, SS-18, sem era mjög markvissar, draga hvert á land sem er og geta borið 10 kjarnaodda eða fleiri, sem miða má sínum á hvert skotmark, án þess að Bandaríkin afsali sér hlið- stæðum vopnum, sem höfð em í kafbátum, en rússnesku vopnin eru í byrgjum á landi. Togstreitunni í þessu efni lauk ekki fyrr en á fundi forsetanna sjálfra. Þar var ákveðið að fækka Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson kjamaoddum niður í 3.000 til 3.500, eða um tvo þriðju frá því sem áður hafði verið um samið. Fækkunin skal um garð gengin helst fyrir árið 2000 og ekki síðar en 2003. Langdrægum flöloddaflaugum á landi verður útrýmt með öllu, svo SS-18 hverfur úr sögunni, en fjöl- oddaflaugum í kafbátum fækkað um helming. Hér er um rammasamkomulag að ræða og eftir að semja um fjöl- mörg framkvæmdaatriði en það nægði til aö ryðja brautina fyrir sex önnur plögg sem forsetarnir undir- rituðu. Þar ber hæst Sáttmála um félagsskap og vináttu Bandaríkj- anna og Rússlands, sem tekur til pólitískra markmiða, öryggisatriða og efnahagssamstarfs. Afdrifarík- ast getur orðið, ef af efndum verð- ur, fyrirheit um að leita sameigin- legra leiða til að afstýra hemaðará- tökum milfi annarra ríkja. Þá er mikil nýlunda að efnt verður til samráðs um mótun stefnu í hem- aðarefnum og gert ráð fyrir að komið geti til sameiginlegra heræf- inga Bandaríkjamanna og Rússa. Boris Jeltsín fylgdi afvopnimar- samkomulaginu eftir þegar hann ávarpaði sameiginlegan fund beggja deilda Bandaríkjaþings. Hann skýrði þingheimi frá því að hann hefði þegar sent hershöfð- ingjum sínum fyrirmæli um aö taka úr skotstöðu SS-18 eldflaug- arnar sem öllum hefur fram til þessa verið beint að skotmörkum í Bandaríkjunum og verið unnt að skjóta nær fyrirvaralaust. I fréttaflutningi í Bandaríkjunum lá þó við að samkomulagið um nið- urskurð kjamavopna og önnur samskiptamálefni Bandaríkjanna og Rússlands til frambúðar hyrfu í skuggann fyrir írafári vegna um- mæla Jeltsíns í sjónvarpsviðtali, á þá leið að vera kunni að týndir bandarískir hermenn, sér í lagi úr Víetnamstríðinu og ef til vill einnig úr heimsstyrjöldinni síðciri, hafi lent til Sovétríkjanna fyrn/erandi og kunni einhverja þeirra enn að vera þar að finna. Ókunnugt er um afdrif 2.300 Bandaríkjamanna sem börðust í Víetnam. Vel skipulögð og fjáð samtök hafa gert leitina að þeim að máli sem á mikinn hljómgrunn meðal almennings. Jeltsín snart því viðkvæma taug með ummælum sínum. Ljóst er af orðaskiptum Jeltsíns og fréttamanna um þetta efni í Washingtonheimsókninni, aö hann setur máfið fram meðal annars til að ná sér niðri á Míkhaíl Gorbat- sjov, sá hafi haldið þessari vitn- eskju leyndri fyrir Bandaríkja- mönnum, og eigi því síst skilið þær vinsældir sem hann njóti meðal þeirra. En málið getur hæglega snúist Jeltsín í óhag. Hann vitnar í leyni- skjöl, en enginn getur enn sagt um hve áreiðanleg þau eru. Víetnam- stjóm hefur þegar harðneitað að nokkrir Bandaríkjamenn sem teknir vom til fanga þar í landi hafi verið framseldir Sovétmönn- um. En tilfinningaalda hefur þegar verið vakin í Bandaríkjunum og enginn getur um sagt hverja stefnu hún tekur. Sameiginlegri nefnd Bandaríkjamanna og Rússa sem kanna á máliö niður í kjölinn er eins gott að vinna hratt og vanda sig ef ekki á að verða til nýr ásteyt- ingarsteinn í samskiptum ríkj- anna. Fréttamenn segja að málið geti enn flækt erfiðan feril tillögu Bush forseta til þingsins um heimild til að greiða hlut Bandaríkjanna í 24 mifijarða dollara efnahagsaðstoð við Rússland. Málið er enn í full- trúadeild, ókomið úr nefnd þegar þetta er ritað, og fylgi við það óvíst. Sagt er að einhverjir þingmenn ætfi nú að reyna að binda fjárveit- inguna skilyrði um að Boris Jeltsín skifi fyrst þeim Bandaríkjamönn- um sem hann þykist vita af ófijáls- um eöa dysjuðum í landi sínu. Magnús T. Ólafsson Forsetarnir Bush og Jeltsín skiptast á skriffærum eftir undirritun sjö skjala í Hvíta húsinu 17. júní. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.