Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Side 15
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 15 . DV-mynd Brynjar Gauti Frá Isafirði. Hafró helmingi mildari Skerðing lífskjara verður um helmingi minni samkvæmt tUlög- um íslenzku Hafró en hefði verið samkvæmt tiUögum Alþjóða haf- rannsóknaráðsins. Bæði er að „Hafró“ gengur ekki nærri jafh langt í skerðingu þorskaflans á næsta ári og hún leggur til verulega aukningu annars afla. Hrapið hér verður minna. Auk þess vitum við ekki enn, hvort sjáv- anitvegsráðherra og ríkisstjóm munu fara algerlega eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar. En lítum á, hvað tiilögur íslenzku Hafró gætu þýtt, verði farið eftir þeim í stórum dráttum. Þýðir 2-3% minnkun framleiðslu Hafró leggur til um 28 prósent skerðingu þorskaflans á næsta ári og meira árin þar á eftir. Þetta er töluverð breythig frá tillögum AI- þjóða hafrannsóknaráðsins um 40 prósent samdrátt þorskveiða þegar á næsta fiskveiðiári. Verði farið að tillögum íslenzku fiskifræðing- anna, má búast við, að samdráttur- inn í útflutningsverðmæti sjávaraf- urða verði nálægt 10 prósent á næsta ári í stað þess um 20 prósent samdráttar, sem hefði falizt í tillög- um Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Þá er tekið tillit til þess, að annar afli en þorskur vex. Tillögur Hafrannsóknastofiiunar fela í sér, að líkur verða á tæplega 4 prósent atvinnuleysi á næsta ári. Þetta er skárra ástand en yrði sam- kvæmt tillögum hinnar erlendu ha- frannsóknastofiiunar en mun verra en líkur em til að verði í ár. Atvinnu- leysið hér verður um 3 prósent í ár, ef marka má Þjóðhagsstofnun, sem er mesta atvinnuleysi síðan á árun- um 1968-69, þegar „síldin hvarf'. Og framleiðslan í landinu minnk- ar auðvitað, verði farið eftir tillög- rnn Hafró. Framleiðslan í landinu gæti minnkað um 2-3 prósent sam- kvæmt því. Þetta yrði mikið áfail, þegar haft er í huga, að framleiðslan í landinu hefur verið að minnka að undan- fómu. Þjóðhagsstofnun spáir því, að framleiðslan verði í ár, 1992, 3 prósent minni en í fyrra. Ósamkvæmir sjálfum sér Hafrannsóknastofnun leggur til, að þorskaflinn verði 190 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Þetta er 75 þúsund tonnum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er lagt til, að þorsk- aflinn verði svo ekki nema 175 þús- und hvort fiskveiðiárið, sem hefst 1993 og 1994. Stofnunin segir, að veiðistofn þorsks sé 640 þúsund tonn, þar af sé hrygningarstofninn 250 þúsund tonn. En jafnframt er lagt til, að ýsuafl- inn verði aukinn um 10 þúsund tonn og ufsaaflinn aukinn um önn- ur 10 þúsund tonn. Þá má rneðal annars auka aflann af rækju og hörpudiski. Ástand loðnustofnsins er einnig tahð mjög gott. Byrjun- arkvóti á loðnu verði 500 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra var ekki gert ráð fyrir neinum loðnu- afla. Þannig dregur stofnunin í til- lögum sínum úr sárasta sviðanum, og útkoman er, að tillögur stofnun- arinnar em ekki nema hálft eins sársaukafullar og tillögur hinnar erlendu stofnunar vom. Tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins ollu skelfingu hér á landi, þegar þær vom birtar. Fólk bjóst ekki við þessu, þótt vitað sé, að árum saman hefur ekki verið farið fyllilega eftir tillögum fiskifræðinga við ákvörð- un kvótans. En Hafró hafði líka fremur nýlega birt tölur, sem virt- ust beinast í allt aðrar áttir. Ástandið sýndist þá hvergi nærri svona slæmt samkvæmt þeim tölum. Þannig sagði Hafró í skýrslu sinni á síðasta ári, að hrygningar- stofn þorsks væri 410 þúsund tonn. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali í DV í fyrradag: „Við verðum að fá mjög góðar skýringar á því, hvers vegna þessar tölur lágu ekki fyrir, þegar ákvörðun var tek- in fyrir ári. Þá var niðurstöðum fiskifræðinganna fylgt.“ Og enn- fremur segir ráðherrann: „Það er heilmikið um ályktanir og jafnvel ágizkanir í þeim gögnum, sem fyrir liggja." Spyija má: Dregur ríkisstjómin með endanlegri ákvörðun enn úr sviöanum? Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra sagði þó í viðtali við DV í fyrradag, að undanfarin ár hefði ráðgjöf fiskifræðinga mið- azt við að halda þorskstofninum í jafnvægi. Reynslan hefði sýnt, að við hefðum farið þar fram úr. „Ég tel veigamikil rök mæla með því, Laugardags- pistilliim Haukur Helgason aðstoðarritstjóri að við tökum upp nýja stefhu og miðum að því að byggja stofninn upp,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Líkur em til þess, að ákvörðun rík- isstjómarinnar muni Uggja nálægt tillögum Hafrannsóknastofnunar. En hvemig á þá að bregðast við þessu efnahagslega áfalh? Gengisfelling verður stöðugtlíklegri Samdrátturinn á þessu ári heldur sem sagt áfram á næsta ári og verð- ur verri. Hann mun fyrst og fremst bitna á Utlum sjávarplássum. Fólksflutningar gætu orðið frá landsbyggðinni. Skoðum lýsingu tímaritsins Vísbendingar, sem að vísu var miðuð við tfllögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins, en á að vem- legu leyti enn við: „Skerðing afla- kvóta í fyrra varð til þess, að stönd- ug útgerðarfyrirtæki keyptu sér nýjar veiðiheinúldir til þess að geta rekið skip og fiskvinnslu með fuU- um afköstmn. Nú má búast viö svipuðum viðbrögðum. Aflakvótar hækka í verði. Aflasamdrátturinn eykur enn á vandræði skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja, og þau munu mörg eiga þann eina kost að selja veiðiheimUdir sínar. Skerðing þorskkvóta yrði því til þess að hraða hagræðingu í sjávarútvegi.“ Samdrátturinn yrði mestur í Utlum sjávarþorpum, en stórir byggða- kjamar mundu eflast. Nú er auð- vitað gefið, að stjómvöld munu grípa til róttækra aðgerða til að bregðast við þessu ástandi. Því er ekki að neita, að gengisfelling verð- ur nú líklegri en áður innan tíðar. Þetta er jú hið „hefðbundna" ráð við vandamálum útgerðar og út- flutnings. GengisfeUing hefur vissulega mjög misst gUdi sitt í seinni tíð, vegna þess hve mikið af skuldum útgerðarfyrirtækja er í gjaldeyri. En gengið verður engu að síður óneitanlega valt. Við skul- um hta á það helzta, sem kæmi til greina, að stjómin gerði. Flestum mun finnast fráleitt að fara eftir tUlögum utanríkisráð- herra og hraða virkjunarfram- kvæmdum, áður en kaupandi finnst að orkunni. Sumir munu þó segja, að rétt sé að „slá stór erlend lán“, fara í framkvæmdir til at- vinnubóta og flýta því, sem annars yrði gert síðar. En fjárhagur ríkis- ins er slæmur, og allir þekkja frétt- ir um látlausan haUabúskap og skuldsetningu. Miklar skuldir ís- lendinga erlendis gera óráðlegt að fara þessa leið. Svonefnd „uppfærsluleið", þaö er að segja gengisfeUing, er eitt hið fyrsta, sem mönnum kemur í hug. Með henni yrði þó eyðUagöur aUur árangur í verðbólgumálum. Ekki yrði lengur hægt að tala um lægstu verðbólgu á Vesturlöndum. Þetta er þó „þekkt aðferð og dreUir byrö- unum tfltölulega vel“, eins og kunnur hagfræðingur komst að orði í viðtaU við DV í gær. Launalækkun? „Millifærsla“ er önnur aðferð, sem oft hefur verið beitt. Hún felst fyrst og fremst í styrkjum til sjáv- arútvegsins, peningum sem koma frá öðrum, til dæmis með meiri sköttum. En í þessu efni kannast aUir við réttmætt tal um „sjóða- sukk“ fyrri ára, sem þessu hefur fylgt. Við höfum slæma reynslu af millifærsluleiðum, auk þess sem þær leysa engan vanda nema ör- skamma hríö. Millifærsla gæti hjálpað til, ef hagsveiflan varir mjög stutt. En nú erum við að tala um að minnsta kosti þriggja ára samdrátt, miðað við tiUögur Hafró um aflaskerðmgu. Sjóðakerfi yrði því óhentugt Og svo er að nefna „niðurfærslu- leið“. Þá yrði „aUt lækkað", kaup- gjald og verölag, og við þessar að- stæður líklega mest kaupgjaldið til að bæta stöðu atvinnuveganna. Síðustu daga hafa menn talað um launalækkun sem leið í málinu. Um slíkt næðist engin samstaða. Niðurfærsluleið gæti oft verið hag- stæð, en hún er erfið í framkvæmd. Hún felur í sér, að annaðhvort þyrfti að vera almenn sátt eða þá valdbeiting. Nú hefur verið stefiit að auknum markaðsbúskap, auknu frelsi. Því væri öfugsnúið, ef reyna ætti „valdbeitingu". Svo kæmi sterklega til greina að „gera ekki neitt". Þetta mundu sumir kaUa „gjaldþrotaleið". Þá yrðu fyrirtækin bara látin fara á höfuðið, þau sem ekki stæðust í samdrættinum. Þetta mætti kalla „afbrigði af niðurfærsluleið". Spekingamir hafa í mörg hom að líta á næstu vikum og mánuð- um, og ekki verður á aUt kosið. í nýlegri skoðanakönnun DV reyndist rnn helmingur lands- manna ekki tilbúinn til aö sam- þykkja „verulega" minnkun þorsk- aflans. Vel að merkja spurði DV ekki nákvæmlega um afstöðu fólks til tUlagna Alþjóða hafrannsóknar- áðsins, heldur var bara notaö orða- lagið „verulega“ minnkun. Þótt menn þijózkist við, verður að álykta, að ekki verður seinna vænna að bjarga stofninum. Það kostar þessar fómir, sem hér hefur verið rakið. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.