Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 1922 1992 Fyrr á þessu ári lést einn þekkt- asti leikstjóri Indverja, Satyajit Ray. Hann var sjötugur að aldri og gerði á lífsferli sínum einar 35 kvik- myndir sem telst nokkuö gott ævi- starf. Það má segja að Ray hafi opnað augu Vesturlandabúa fyrir indverskri kvikmyndagerð þegar hann vann til sérstakra verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1956. Myndin bar heitið Pather Panchah, og var sú fyrsta af þrem- ur sem fjallaði um indversku per- sónuna Apu. Það er þó dálítið kald- hæðnislegt að Satyajit Ray er þó þekktari erlendis sem leikstjóri en í heimalandi sínu. Það er raunar synd hve lítið almenningur veit um indverska kvikmyndagerð, ekki síst þegar haft er í huga að Indland framleiðir einna flestar myndir í heiminum ár hvert. Árið 1990 voru framleiddar í Indlandi hvorki meira né minna en 948 myndir í fuUri lengd. Flestar myndanna voru á hindi eða hindustani og framleiddar í Bombay eða Madras en afgangurinn dreifðist á önnur svæði á Indlandi þar sem finna má upp undir 800 mál og máUýskur. Sannur BengaU. Satyajit Ray var BengaU og bjó í Calcutta. Það sem gerði hann sérstakan sem leik- stjóra var hve vel honum tókst að koma til skfia ýmsum flötum á bengaUsku þjóðfélagi_svo sem átt- hagafjötrum og stéttarskiptingu. Hann notaöi ,#r form gaman- mynda i Days and Nights in the Forest (1970), bamamynda í The Adventures of Goopy and Bagha, jafnt sem form hUdarleikja eða háðskra ádeUna eins og í myndinni The Middle Man (1975). Myndir Ray eru manneskjulegar, gæddar tilfinningu og hafa oft á tíðum yfir sér ákveðið Ijóðrænt yfirbragð. Satyajit Ray verður einnig, eins og flestir góðir kvikmyndagerðar- menn, að teljast umdeUdur kvik- myndagerðarmaður. Þegar hann vann verðlaunin í Cannes 1956 voru margir sem töldu hann ekki eiga þau skiUð. Sagan segir að Francois Truffaut heitinn sem þá vann sem kvikmyndagagrýnandi fyrir hið þekkta kvikmyndatímarit Cashier de Cinema, hafi gengið út af sýningunni á Pather PanchaU, vegna þess hve honum fannst at- burðarásin í myndinni tæknUeg útfærslan of einföld. Frönskmótmæli Truffaut harðneitaði þessu en árið 1957 barðist Frakkinn Rene Clair, sem þá var forseti dómnefnd- arinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, hart gegn því að Ray fengi hið eftirsótta guUljón sem eru æðstu verðlaun kvikmyndahátíðar- innar. Þessi mótmæU höfðu þó UtU áhrif og þar með fékk Ray sín önnur kvikmyndahátíðarvérölaun fyrir Apaeijito sem var önnur myndin í þríeykinu um Apu. Þetta leiddi gjörla í Ijós að Ray átti miklu meira upp á paUborðið hjá Bretum og Bandarflqamönnum en Frökkum. Satyajit Ray var miöstéttarmaö- ur, sem hafði innan sinnar fjöl- skyldu mikinn fiölda ljóðskálda og annara Ustsinnaðra einstaklinga. Hann hélt mikið upp á afa sinn, Upendrakisore, sem kom á fót prentsmiðju á Indlandi sem er enn í dag ein sú besta í landinu. Ray fór í háskóla þar sem hann lagði stund á nám í viðskipta- og eðlisfræði. Þetta átti ekki við Ray svo hann sneri við blaðinu og fór aö læra Ust- sögu og málaraUst við Santiniketan háskólann. Ray var farinn á þess- um tíma aö uppgötva undraheim Ray. kvikmyndanna gegnum persómn- eins og Buster Keaton og Charles Chaplin ásamt hinum ógleymanleg Tarzan. Þaö var einmitt í Santini- ketan háskólanum sem Ray lærði að þroska og þróa stfl sinn sem kvikmyndaleikstj óra. Víðakomiðvið Eftir námið fór Ray að vinna sem teiknari fyrir breska auglýsinga- stofu sem staðsett var í Calcutta. TU að drýgja tekjumar vann hann einnig við að gera teikningar viö bækur. Ein þeirra bóka sem hann myndskreytti var einmitt Pather PanchaU, sem fiaUaði ungan pUt og stúlku sem ólust upp í Utlu þorpi í BengaU. Bókin hafði mfldl áhrif á Ray og markaöi að mörgu leyti þáttaskU í lifi hans enda gerði hann Umsjón Baldur Hjaltason sína fyrstu kvikmynd byggða á þessari bók. En áöur en að því kom stofnaði Ray Kvikmyndaklúbb Kalkúttaborgar á fiórða áratugn- um sem aö mörgu leyti var þrek- virki á Indlandi á þessu tíma. Hann fór stundum tíl Bretlands tU að skoða myndir og í einni af þessum ferðum sínum sá hann myndina Reiðhjólaþjófurinn eftir Vittorio De Sica. Það var þá sem Satyajit Ray ákvaö að gerast kvUcmynda- gerðarmaður. Hann sagði upp vinnunni, tók út aleiguna úr banka, veðsetti skartgripi konunnar, fékk lánaö hvar sem hann gat og gerði síðan Pather PanchaU. Ray lagði aUt undir því ef myndin gengi ekki vissi hann aö það voru ekki miklar líkur á því að hann fengi annað tækifæri. En eftir að hafa unnið 18 mánuði að verkinu og þegar hann var að komast í þrot, buðust stjóm- völd í heimahéraöi hans að hjálpa honum við að Ijúka gerð myndar- innar sem var þegið með þökkum. Útkoman varð verðlaunamynd, eins og áður var getið. Áhrif í HoUywood. Satyajit Ray hefur alla tíö verið í miklu uppáhaldi í heima- héraði sínu þótt öfundar- og óánægjuraddir komi aUtaf upp á yfirborðið við og við. Einfaldleiki myndanna og sá heimur sem Ray skapaði í myndum sínum virtist eiga upp á paUborðið hjá hinum almenna Bengalis. Hins vegar virt- ist hann eiga erfitt að ná tíl ann- arra héraða í Indlandi þótt hann gerði sumar mynda sinna í Hindi svo sem The Chess Players (1977) og Home and World (1983). Mynd- imar gengu þokkalega en gerðu Ut- ið til að festa Satyajit Ray í sessi sem kvikmyndagerðarmann í Ind- landi. Satyajit Ray hafði gegnum tíðina mikU samskipti við Evrópubúa þótt hann hafi aldrei langað neitt sér- staklega tíl að gera kvikmyndir t.d. í HoUywood. Hann hefur þó Uklega haft nieiri áhrif á bandaríska kvik- myndagerð en ætla mætti í upp- hafi. Árið 1967 var hann á ferðalagi í HoUywood þar sem hann kynnti hugmynd sína að kvikmynd sem fiaUaði um geimvera sem kæmi til jarðarinnar þar sem hún kynntist ungum dreng og í framhaldi af því tækist miUi þeirra mikiU vinskap- ur. Ray varð dáUtið hvumsa þegar hann nokkra seinna sá E.T. því söguþráöur myndarinnar er sá sami og Ray hafði verið að kynna. Steven Spielberg neitar hins vegar aö hafa séð handritið frá Ray og því verður líklega aldrei skorið úr því að hvað miklu leyti Satyajit Ray hafði áhrif á gerð einnar vinsæl- ustu myndar aUra tíma. Endalokin Þessi Bandaríkjaferð Rays varð hans síðasta. Fyrr á árinu fékk hann sérstök óskarsverðlaun fyrir lífsstarf sitt sem kvikmyndagerö- armaður. Hann var of veikur tíl að taka við verðlaununum en fékk þau afhent á spítala i Kalkútta þar sem hann lá fýrir dauðanum. Það mun ábyggUega taka Indveija lang- an tíma að finna arftaka Rays sem fuUtrúa sinn á erlendum vettvangi. Þessi látlausi Indverji virtist vera kvflunyndagerðarmaður fram í fingurgóma því hann gat tekið að sér fyrir utan leikstjóm að skrifa handritið, hanna búninga og svið- ið, kvikmyndatöku, tónUst, klipp- ingu og jafnvel gerð titla í myndum sínum. Satyajit Ray átti einnig ipjög auðvelt með að ná góöu sam- bandi við leikarana og laöa það besta fram hjá þeim í leik. En sam- kvæmt indverskri hefð, þá hefur Ray reynt að yfirfæra Ustræna þekkingu og hæfileika sína tíl son- ar síns Sandsip, sem hefur unnið mikið með foður sínum, ekki síst eftir að heflsuleysi fór að hrjá Ray. Framtíöin verður að skera úr um hvort hann verði verðugur arftaki föður síns sem kvikmyndageröar- maður. Það er synd að þessi fiöl- menna þjóð sem framleiöir aUt að 1000 myndir á ári skuU ekki eiga fieiri leiksfióra sem era þekktir sem fuUtrúar lands síns erlendis. Að hluta til er skýringin sú að meiri hluti þessara mynda er söngva- og dansmyndir með ástar- söguívafi, sem höfða ekki tíl Vest- urlandabúa. Yfirleitt er Utið lagt í myndimar og þær einfaldar að gerð. En ínn á milU leynast perlur sem mikiU fengur væri fyrir kvik- myndaáhugamenn að geta séð. Helstu heimildir: Variety Internatio- nai Film Guide, The Sunday Times.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.