Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Side 31
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 43 Díana prinsessa er sögð þjást af búlimiu, etur reiðinnar býsn af alls kyns góðgæti og ælir siðan öllu jafnharð- an meö því að stinga fingri í kok sér. Meðferð búlimíu er erfið og stormasöm enda eru þessir sjúklingar fastir i vítahring eigin glámskyggni og ranghugmynda um líkama sinn og útlit. Með reglulegum viðtölum og viðeig- andi geölyfjameðferð má þó hjálpa mörgum til skemmtilegra lifs. Búlimían, Bíbí og lafði Díana Hjónabandsvandamál þeirra Karls Bretaprins og Díönu, hinnar fógru konu hans, eru á allra vörum. Hann er nú álitinn hið mesta fúl- menni og blöðin segja hann vondan við eiginkonu sína. Drottningin hef- ur miklar áhyggjur af ástandinu og konungsveldið er talið riða til falls. Sögur segja að Díana sé komin með búlimíu sem er alvarlegur, lang- vinnur sjúkdómur sem tengist eigin sjálfsmynd og tilfmningu fyrir sjálf- um sér. Sjúkdómur þessi er ekki ýkja þekktur hérlendis og því langar mig til að segja sögu af konu nok- kurri sem ég þekkti eitt sinn: Bíbíbolla Hún var kölluð Bíbí og allir virt- ust hafa gleymt því að hún héti eitt- hvað annað. Hún var liðlega tvitug og starfaði á opinberri skrifstofu fyrir smánarlaun. Bíbí var 168 sm aö hæð og vó um 53 kg. Hún hafði bæði verið þyngri og léttari en sjálfri fannst henni hún alltaf vera offeit. Þegar Bíbí var 12-13 ára gömul var henni strítt í skóla og pörupiltar hverfisins kölluðu á eftir henni ókvæðisorð: Bíbí bolla, Bíbí feita og fleira í þeim dúr. Þetta sámaði henni ákaflega mikið og ákvað smám saman að skjóta þeim öllum ref fyrir rass og grenna sig svo ær- lega að þeir hættu þessum köllum. Hún fór að stunda íþróttir af miklu kappi og gæta sín í sambandi við alla fæðu. Suma daga borðaði hún ákaflega lítið og nærðist á hrökk- brauði og kruðum og vatni. Hún grenntist en aldrei nógu mikið að eigin mati. Oðru hvoru féll hún í þá freistni að borða mikiö og raðaði þá í sig sætindum, bollum og vínarbrauö- um ims hún stóð á blístri. Þetta gerðist eför nokkurra daga harða megrun þegar hún hafði neitað sér um allt. Eftir slík átævintýri fylltist hún kvíöa og sektarkennd og sjálfs- fyrirlitningu. Eina nóttina, þegar hún hafði laumast niður í ísskápinn í miðri megruninni og hámað í sig 2 lítra af vanilluís, hálfa tveggja daga gamla rjómatertu og heila vínar- brauðslengju, leið henni óvenju illa. Hún ákvaö þá að stinga fingrum niður í kok sér og reyna þannig að æla þessu öllu upp aftur. Þetta gerði hún inni á klósetti og tókst að koma upp úr sér því sem hún áður hafði látiðísig. Næstu árin hélt þetta áfram. Henni fannst hún alltaf vera of feit þó að engir aðrir hefðu orð á slíku. Tímunum saman gat hún staðið fyr- ir framan spegilinn og horft á mynd sína döprum augum. „Ég er afskræmd af fitu og spiki,“ sagði hún stundum í hálfum hljóö- um við sjálfa sig og reyndi síðan að herða enn megrunina. En með nokkurra daga millibili virtist hún yfirkomin af löngun í mat. Þá borðaði hún af óstjómlegri græðgi allt sem hún fann á heimil- inu af sætum kökum, ís og sælgæti en kastaði öllu saman upp jafnharð- an með því að troða fingnun í kok sér. Aðra daga var hún dugleg í megruninni og borðaöi lítið sem ekkert. Sjaldnast gat hún notið máltíða því að hún hafði stöðugar áhyggjur Á laeknavaktiiini / N\ ? Óttar i Guðmundsson m&mi;;., /J læknir af hitaeiningum, offitu og útliti. Hún sat við matboröið og hrærði í matn- um með gafflinum og færði bitana fram og aftur á disknum án þess að neyta neins. Stöku sinnum tók hún inn stóra skammta af hægðalyfjum og bjúglyfjum til að minnka „um- framfæðu og umframvökva" í lík- amasínum. Bíbí komst að lokum til lækna sem reyndu að taka á vandamálinu. í nokkrum viðtölum þóttust menn komast aö raun um hún væri veru- lega þunglynd og var þá hafin með- ferð með þunglyndislyfjum ásamt viötalameðferð. En meðferðin er erfið og stormasöm enda eru þessir sjúklingar fastir í vítahring eigin glámskyggni og ranghugmynda um líkama sinn og útlit. Með regluleg- um viðtölum og viöeigandi geðlyfja- meðferð má þó hjálpa mörgum til skemmtilegralífs. Díana fagra Breskir flölmiðlar halda því fram að hin aðalboma Díana sé haldin sjúkdómi þessum ekki síður en hin alþýðlega Bíbí. Hún er sífellt döpur, upptekin af útlití. sínu og líkams- vexti og hefur miklar áhyggjur af því að vera ekki nógu grönn og smart. Auk þess segja menn að hún laumist öðru hvom í hinn konung- lega ísskáp og hámi í sig allt góðgæt- ið sem þar sé að finna. Að því loknu æli hún öllu saman í konunglegt klósett með því að stinga fingrum í kok sér. Á máltíðum er hún sögð sitja og hræra í matnum sem mestu listakokkar Bretlandseyja hafa hrært saman. Lífsbaráttan er háð undir gunn- fánum sífelldrar megmnar. Sjúkl- ingar með þennan sjúkdóm em að fást við mikið af andlegum vanda- málum. Þeir eru oft reiðir inni í sér og árásargjarnir og fullir af heift. Þeir em oft þunglyndir og hafa þá tilfinningu að þeir séu einskis virði og lífið sé næsta leiðinleg biðstöð eftirengu. Að mörgu leyti er auðvelt að gera sér í hugarlund andlegt ástand Dí- önu prinsessu. Hún kemur inn í flöl- skyldu þar sem kröfumar em ómaimeskjulega miklar og pressan og þjóðin öll heimta í áfergju að hún hafi vöxt eins og filmstjama og framkomu eins og forsetafrú. Ljós- myndarar fylgja henni hvert sem hún fer og öll svipbrigði em túlkuð eftir smekk og skoðunum hvers og eins. Slík kona getur auðveldlega fallið í þann fúla pytt búlimíunnar. Sjálfsmatið brenglast enn frekar og hún fer að trúa því að hún sé bæði feitogólánlegútlits. Ekki er auðvelt aö ráðleggja Díönu eitthvað heilt í þessu máli. Það er skammgóður vermir að skilja við Karl prins og fara að vinna á kassa hjá Marcs og Spencer. Hætt er við að henni þætti það þunnur þrettándi og væri jafn upptekin af útliti sínu þar sem annars staðar. Sennilega væri skásti kosturinn að fara með Karli í hjónameðferð og reyna þannig að lappa upp á sam- bandið, fara sjálf í einstaklingsmeð- ferð og taka þunglyndislyf í ein- hvem tíma, gefa síöan pressunni langt nef, hlaupa í spik og njóta þess góða sem lífið hefur upp á bjóða jafnvel þótt maöur sé aö veröa drottning þessa gjaldþrota fyrirtæk- is sem kallar sig Stóra-Bretland. FRÁ GRUNNSKÓLANUM í HVERAGERÐI Okkur vantar kennara til að kenna myndmennt, tón- mennt og íþróttir pilta. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson skólastjóri í síma 98-34950 eða 98-34195 og Pálína Snorradótt- ir yfirkennari í síma 98-34436 eða 98-34195 MMC Pajero 3000, árgerð 1989, ekinn 51 þús. km, sjálfskiptur, vökvastýri, upphækkaður, 4" spil, 2,5 tonn, 33" dekk, skipti á ódýrari MMC bifreið koma til greina. Staðgreiðsluverð 2.300 þús. Til sýnis á staðnum. Gífurlegt úrval bíla á skrá. Ýmis skipti og kjör. Staðgreiðsluverð og lánsverð allt að 36 mánuði. Við höfum stækkað sýningarsalinn. HÖFUM OPIÐ SUNNUDAGA FRÁ 13-17 í SUMAR. Verið velkomin. BOBGARBÍLASALAN GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813150-613085 SMC. TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garösnyrtitæki frá Skil eru byggö samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.