Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. Danska ettirlitsskipið Beskytteren kom til Akureyrar i gærmorgun og liggur við Torfunefsbryggju fram á föstudag. Við komuna hófust skipverjar handa viö að losa sig viö sorp i land, því var kastað niður á bryggjuna i pokum og þar voru aðrir sem tóku við því og settu í gám sem var á bryggjunni. DV-símamynd gk Jón Þorsteinsson í Kjaradómi: Á hagsmuna að gæta og er ekki hæf ur - ogdæmirþessvegnaekkiumlaimalþingismaima „Þegar ég settíst í Kjaradóm tók ég skýrt fram að ég myndi ekki dæma um kjör alþingismanna," sagði Jón Þorsteinsson en hann er einn dóm- enda í Kjaradómi. Jón er auk þess fyrrverandi alþingismaður og þess vegna hafa vaknað spurningar um hvort hann sé hæfur til að vera í Kjaradómi þar sem dómurinn úr- skurðar meðal annars um laun al- þingismanna. „Eins og þetta þróaðist núna reyndi ekki á þetta þar sem ég skilaði al- mennu sératkvæöi en fór ekki út í einstaka hópa. Það er alveg rétt að ég er ekki hæfur til að dæma um laun alþingismanna þar sem ég á hagsmuna að gæta. Enda hef ég ekki gert það og mun ekki gera það,“ sagði Jón Þorsteinsson. „Þetta er erfitt mál og snúið og ég á fastlega von á að þetta taki okkur talsveröan tíma en við erum óneitan- lega í tímahraki," sagði Jón Þor- steinsson þegar hann var spuröur hvort hann sæi fyrir endann á vinnu Kjaradóms. -sme Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmannasambandsins: Skýlaust brot á ^ landslögum hjá LÍÚ - ómerkilegur útúrsnúningur, segir Kristján Ragnarsson „LÍÚ er búið aö gefa út pappír sem felur í sér skýlaust brot á landslög- um, þeir geta ekki fryst launaliði hjá okkur og samhliða lækkað skipta- verð,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Fannanna- og fiskimanna- sambands íslands. Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur enn ekki gert kjara- samning við LÍÚ en Sjómannasam- bandið og LÍÚ gerðu samning sam- hliða ASI. í samningi Sjómannasam- bandsins felst að launaliðir hækka jafnt og hjá landverkafólki. Jafn- framt samdi Sjómannasambandið upp á nýja viömiöun í skiptaverði þar sem skiptaverðið tengist nú Rott- erdam-verði beint í stað verðs í birgð- um innanlands áður. Að matí Far- mannasambandsins eru þeirra um- bjóðendur því með einu prósentu- stígi hærra skiptaverð. Deila er risin vegna þessa atriðis. „Þetta er ómerkilegur útúrsnún- ingur hjá Guðjóni. Það eru landslög sem segja aö olíuverð hafi áhrif á hlutaskipti," sagöi Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Við höfum notað meðalverð olíufélaganna í birgðum. Það liggur ekki fyrir núna. Eftir að olíuverð var gefið frjálst safnar Verðlagsstofnun ekki þeim upplýsingum. Viö urðum þess vegna að finna aðra viðmiðun. Við fundum hana, sameiginlega að ég tel, hins vegar var ekki gengið frá því form- lega við þá af því að þeir voru ekki aðilar að samningunum sem við gerðum við Sjómannasambandið. Þú getur rétt ímyndað þér hvort við ætlum að nota annað skiptahlutfall við yfirmenn en undirmenn. Það er það sem Guðjóni þykir sanngjarnt, að yfirmenn hafi annað skiptahlut- fall en undirmenn. Þaö er sanngimi sem við skiljum ekki.“ - Þú fullyrðir að Farmanna- og fiski- mannasambandinu hafi verið kunn- ugt um þetta sjónarmið ykkar? „Þeir vissu þetta frá einu stígi til annars," sagði Kristján Ragnarsson. LÍÚ hefur einnig gefið út launtöflu þar sem undirmennimir fá hækkun á launaliði í samræmi við gerðan samning. Aftur á mótí standa launa- liöir óbreyttir hjá yfirmönnum sem enn hafa ekki samið. Þann 29. júní sendi LÍÚ frá sér umburðarbréf þar sem þeir auglýsa nýtt skiptaverð til sjómanna í samræmi við samning þeirra og Sjómannasambandsins. Þar kemur fram aö skiptaverð til sjó- manna lækkar frá og með 1. júlí um eitt prósentustíg. Að mati Far- mannasambandsins á þessi lækkun ekki við þá, eins og áður sagði, þar sem Jþeir eru samningslausir. „LIÚ getur ekki einhliða lækkað skiptaverð til yfirmanna og fryst launaliði. Við vinnum undir lögum um skiptaverð og greiðslumiðlun og samkvæmt þeim tökum við ekki á okkur lækkun í hlutaskiptum," sagði GuðjónA.Kristjánsson. -rt/-sme Uppsagnir 1 Keflavík: „Við höfum ákveðið að skoða uppsagnir að ræða og 13 tílfærslur. málin þegar bæjarstjórinn kemur í þeim tilfellum sem um tilíærslur úr frti þann 20. juli. Það hafa enn eraðræðaerumönnumýmistboð- ekki verið teknar ákvarðanir um in önnur störf eða þeim boðið að hvernig bregðast skuli við upp- sækja um önnur störf." sögnunum,“segirHólmarMagnús- Hólmar segir uppsagnirnar eiga son, formaður Starfsmannafélags aö taka gOdi l. ágúst og vinnulok Keflavíkur. Bæjarráð tilkynnti á veröi þvi l. nóvember. fóstudag um uppsagnir starfs- Starfsmannafélagið hefur fundað manna á bæjarskrifstofu, í tækni- með formanni Bandalags starfs- deild og hjá Sérleyfisbifreiðum manna ríkis og bæja og var farið Keflavíkur í kjölfar úttektar Hag- yfir stöðuna. „Við getum ekkí sagt vangs á stofnunum 1 bænum. í til- neitt nú nema það að við munum kynningunni um uppsagnirnar var standa fast á réttí þeirra sem brotið sagt að um skipulagsbreytingu er á. Ég vil ekki fara nánar út í það væri að ræða, að sögn Hólmars. fyrr en að loknum fundí meö bæj- t „Það er um fjórar til fimm beinar arstjóra." -IBS Reykur frá fiskimjöls- verksmiðjunni í Örf irisey Svartur reykur steig upp frá fiski- mjölsverksmiðjunni í Örfirisey í gærmorgun. Reykurinn var frá gufu- katli sem var aö starta sér upp og brennslan var léleg á olíunni. Þetta stóð í nokkrar mínútur og steig reyk- urinn upp af öðrum tveggja reykháfa í verksmiðjunni. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskimjöls, kom reyk- urinn upp úr minni reykháfnum en ekki þeim hærri. „Sá hærri hleypir út útblæstrinum frá verksmiðjunni en frá honum kemur enginn reykur. Það er sá reykur sem kemur frá venjulegum fiskimjölsverksmiðjum en hefur aldrei komið frá verksmiðj- unni í Örfirisey og kemur aldrei," segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son. -JJ Aldrei meiri þorskur Þaö er margt skrítíð í kýrhausnum. Ekki var Hafrannsóknastofnun fyrr búin að finna það út að þorsk- stofninn væri aö hruni kominn en bátamir fara að mokveiða og það vænan fisk og góðan. Menn segja að þetta sé fiskurinn sem Hafró hafi ekki fundið, enda er hann á grunnslóð og veiðist á handfæri og línu. Brögð eru að því að svo mik- ill fiskur berist á land að frystihús- in hafi ekki undan. Þetta er ekki staðbundið. Þeir veiða fyrir vestan og þeir veiða fyrir norðan og á Höfn í Hornafirði hefur afli glæöst verulega. Fiskurinn er sem sagt allt í kringum landið. Þessi landburður af stórum fiski og vænum fiski veldur því hins vegar að verðlag lækkar og allt upp í 20% á fiskmörkuðum og veldur aflinn þess vegna miklum áhyggj- um, því það er til lítils að veiða mikinn fisk ef hann selst fyrir lít- inn sem engan pening. Þar að auki eru fiskvinnsluhúsin í hreinustu vandræðum með allan þennan fisk og þurfa aö geyma hann óunninn eða aka honum á milli byggðarlaga og ekki er annaö aö heyra úr sjávarplássunum en að vandi þeirra hafi stóraukist við þessa mokveiöi. Þeir voru heppnir á Bíldudal að búið er að loka Fisk- vinnslunni og þurfa þess vegna ekki að kljást við þessi óþægindi sem landburðurinn hefur í fór með sér. Nú hefur það bæst við í þessum málum að ákveðið hefur veriö að setja eftirhtsmenn um borð í alla togara til að fylgjast með því hvort fiski sé fleygt frá boröi. Sjómenn liggja undir þeim grun að fleygja fiskinum ef hann mæhst ekki nógu stór og þetta vilja menn rannsaka. Ef rétt reynist mun aflinn því glæöast aftur hjá stóru togurunum, enda þótt það verði undirmálsfisk- ur, en þá kemur aftur að því að verð hlýtur að lækka þegar engu er lengur hent og togararnir þurfa að stíma með undirmálsfisk í land. Hér er mikill vandi á ferðinni. Hafrannsóknastofnun hefur varað við ofveiði enda finnur hún engan fisk og vill skerða kvóta. Þetta veld- ur efnahagshruni og kreppu hjá landsmönnum. Sjávarútvegsráðu- neytið vill hafa eftírlit með því að allur veiddur fiskur sé unninn, sem rýrir verðmæti aflans, og svo þegar menn fara að veiða góðan fisk á grunnslóö, hrapar verðið vegna of góðrar veiði! Hér rekst hvað á annars hom. Sumir vilja veiða minna, aðrir meira. Sumir segja að enginn fisk- ur sé í sjónum og aðrir mokveiöa. Sumir hafa áhyggjur af því að 'tog- aramir veiöi ekki neitt. Aðrir vilja að fylgst sé með því að togaramir komi með þann afla í land sem veiðist. Og allt veldur þetta vand- ræðum í landi, því annaðhvort kemur of lítill afli eða of mikill afli. Niðurstaðan er því sú að ef við veiðum of mikinn fisk lækkar verö- ið og ef viö veiðum of lítínn fisk hrynur efnahagurinn. Og svo vilja menn fylgjast með því aö fiski, sem hingað til hefur verið hent, verði ekki hent, sem hefur það í fór með sér að togaramir veiða upp í kvót- ana með undirmálsfiski sem er verðlaus. Dagfari telur það skynsamlegast í stöðunni að hafa þessar veiðar allar utan kvóta. Það er að segja undirmálsfiskinn sem togaramir neyðast til að bera á land og væna fiskinn sem línubátarnir era að veiða á grannslóð. Hvorugt hefur verið talið með fram að þessu þegar þorskveiðar era annars vegar og Hafró fann ekki þennan fisk og hefur aldrei talið hann með og kannske getur það farið svo að við getum hætt veiðum á þorskinum sjálfum á djúpmiðum og lagt niður togaraútgerð og einbeitt okkur að smábátaútgerðinni. Hún hefur raunar reynst okkur vel, íslending- um, og aldrei þurft kvóta á þær veiðar og aldrei hafa handfærabát- ar þurft eftirlitsmenn um borð til að kanna hvers konar afla þeir koma með í land. Vandi þjóöarbúsins er mikill. Ýmist veiða menn of mikið eða of lítíð. Ýmist veiða menn of stóran fisk eða of lítinn. Þeir eru lánsamir á Bíldudal og öðram sjávarplássum þegar Landsbankinn lokar hjá þeim og bjargar þeim frá því böh að þurfa að kljást við þann vanda að veiða og vinna fisk sem ekki fmnst eða er undir eftirliti þegar hann finnst. Dagfari 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.