Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Eigin gæfu smiður Enn má draga í efa, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé í samræmi við stjórnarskrá íslands, þótt fjórir hæfir lögmenn hafi í álitsgerð fyrir utanríkis- ráðuneytið komizt að raun um, að svo sé. Tveir aðrir hæfir lögmenn hafa komizt að allt annarri niðurstöðu. Álitsgerðin nýja styrkir þá skoðun, að óhætt sé að láta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið fara hefðbundna lagaleið á Alþingi, þar sem einfaldur meiri- hluti ræður, fremur en stjórnarskrárleið, þar sem þarf aukinn meirihluta, sem ekki er víst að ríkisstjórnin nái. Ríkisstjómin telur álit fjórmenninganna nógu skýrt til að gera sér kleift að halda óbreyttri stefnu og fá samn- inginn staðfestan með einfóldum meirihluta á komandi sumarþingi, þótt komið hafi í ljós, að álitið hefur ekki eytt efasemdum í röðum áhrifamikilla stjórnarsinna. Skiljanlegt er, að ríkisstjórnin vilji í lengstu lög forð- ast að þurfa að afla nægilegs meirihluta á Alþingi, til að hægt sé að afgreiða málið sem stjórnarskráratriði. Menn vilja ekki taka óþarfa áhættu, ef þeir geta túlkað mál á þægilegri veg, sem liggur að öruggri niðurstöðu. Með einfaldri lausn taka menn á sig varanlegar efa- semdir og varanlegt ósætti í þjóðfélaginu. Andstæðingar samningsins munu áfram halda því fram, að hann sé stjómarskrárbrot og þess vegna ógildur. Ódýr niður- staða í málinu getur því reynzt ófullnægjandi lausn. Bent hefur verið á, að eðhlegt sé, að þjóðin fái sjálf að velja niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkis- stjórnin vill ekki heyra á það minnzt, af því að hún veit ekki fyrirfram um niðurstöðuna. Hún hafnar öllum leiðum, þar sem hún hefur ekki vald á niðurstöðunni. Rétt er, að þjóðin hefur ekki sett sig mikið inn í samn- inginn um Evrópskt efnahagssvæði og margir rugla honum saman við Evrópusamfélagið. En af kjallara- greinum í dagblöðum má þó ráða, að fjöldi manna hefur reynt að setja sig af sæmilegu viti inn 1 málið. Þjóðaratkvæðagreiðsla er einmitt það, sem íslendinga vantar til að knýja sig til að skoða málið betur og gera sér grein fyrir innihaldi þess, án þess að því sé ruglað saman við önnur og viðameiri mál. Þjóðaratkvæða- greiðsla hefur póhtískt uppeldis- og meðvitundargildi. Danir fóru þessa leið í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjómarskrá Evrópusamfélagsins. Viðurkennt er, að í tilefni þessa settu Danir sig mun betur inn í Maas- tricht-stjórnarskrána en nokkur önnur þjóð í Evrópu- samfélaginu. Þeir urðu að taka máhð alvarlega. Danir fehdu nýja stjórnarskrá Evrópusamfélagsins að athuguðu máh. Eins gæti farið hér á landi, að íslend- ingar fehdu samninginn um Evrópska efnahagssvæðið að athuguðu máli. Um það er ekkert hægt að segja fyrir- fram. Það er venjuleg áhætta, sem fylgir lýðræði. Ef samningurinn félh í þjóðaratkvæðagreiðslu, er lík- legt, að það stafaði af, að þjóðin heföi annað verðmæta- mat en þeir, sem ýtt hafa málinu áfram. Það gæti einfald- lega stafað af, að þjóðin hefði betri sýn yfir, hvað sé heppilegast fyrir sig. Það væri þá góð niðurstaða. Ef samningurinn stæðist hins vegar þessa prófraun, er þjóðin betur en ella í stakk búin til að takast á við ögrunina, sem felst í nánara sambandi við Vestur- Evrópu. Það væri líka góð niðurstaða, af því að þjóðin hefur í því thviki einnig verið sinnar gæfu smiður. Meðferð ríkisstjómarinnar á þessu stórmáh einkenn- ist af, að hún er í eðh sínu veik og getur ekki hugsað sér að missa tök á máhnu í hendur þjóðarinnar ahrar. Jónas Kristjánsson Rammasamningar ASÍ síðustu ár- in hafa einkennst af því að samið er um litlar launahækkanir, jafn- vel kaupmáttarskerðingar fyrir taxtafólk. Nánari ákvörðun launa einstaklinga fer eftir því hvort við- komandi stéttarfélög hafa ein- hverja burði til að ná fram sérkjör- um fyrir félagsmenn. Slík félög eru fágæt ef iðnaðar- og sjómannafélög- in eru undanskilin. Yfirleitt gildir að launakjör ein- staklinga á almennum markaði eru ákveðin með samningum einstakl- inga og vinnuveitenda þeirra. Þar sem taxtar fylgja formlegum samn- ingum fjarlægjast þeir æ meira raunverulega greidd laun. Yfir- borganir eru reglan en ekki undan- tekningin. Ævinlega afgangsstærð Margir hafa haldiö því fram að rammasamningar ASÍ séu fyrst og fremst kjarasamningar fyrir opin- bera staifsmenn. Ástæða þess er sú að launakjör almennra starfs- Útifundur ASÍ og BSRB mótmælir úskurði Kjaradóms. - „Takist ASÍ að knýja fram lækkun á launum forsætisráðherra eru samtökin sjálf skilin eftir með glæpinn," segir m.a. í grein Birgis Björns. Láglaunastefnan og Kjaradómur manna innan BSRB og BHMR eru yfirleitt algerlega bundin taxta- kerfinu. Þar er einstaklingsbundin launaákvörðun undantekningin en ekki reglan. Þegar ASÍ hefur samið um tiltekna launaþróun felur það því öðru fremur í sér ákvörðun um raunveruiega kjaraþróun opin- berra starfsmanna. Þegar samílotsfélög BHMR sömdu 1989 um að tekin skyldu upp sams konar laun hjá ríki og á al- mennum markaði, komu ASÍ og VSÍ í veg fyrir framkvæmd samn- ingsins. Rökin voru þau að samn- ingurinn hefði fært félagsmönnum BHMR meiri launahækkanir en um var samið á almennum mark- aði. Einu þótti gjlda að samningur- inn hefði ekki fært félagsmönnum BHMR hærri laun en gilda á ai- mennum markaði fyrir sambæri- leg störf. Láglaunastefna ASÍ-forystunnar miðar ekki beinlínis að því að halda niðri laununum (sem er fremur verkefni VSÍ) heldur byggist á þeirri hugmyndafræði að htil hækkun launa muni draga úr kostnaðarhækkunum í framleiðsl- unni, minnka verðbólgu og verja kaupmátt til langs tíma. Lágt verð- bólgustig og stöðugleiki eru taldar forsendur hagvaxtar og aukinnar atvinnu. Þessi afstaða hentar vinnuveitendum afar vel. Þeir vilja gjaman hafa taxta lága og litlar skuldbindingar um framtíöar- hækkun þeirra. Ef ilia árar valda hækkanir taxta um 1,7% varla vanda fyrir fyrir- tækin þegar kjarasamningar eru að auki óverðtiyggðir. Þegar hins vegar vel árar hafa vinnuveitendur nær sjálfdæmi um hvort þeir auka yfirborganir eða ekki og hvaða starfsmenn njóti þeirra. í raun þýð- ir þetta að kjör launafólks eru ævinlega afgangsstærðin þegar af- komudæmin eru gerð upp. Eigend- ur fyrirtækja og fjármagns hafa sitt á þurru. Reikninginn á ríkið Ein af höfuöröksemdum fyrir því að halda launahækkunum niðri var sú að þá myndu raunvextir lækka. Samtímis því að kaupmátt- ur taxta hefur minnkað undanfarin 2 ár um meira en 10% hafa raun- vextir hækkað um 2% á almennum útlánum og eru nú með hæsta móti. Forystumenn ASÍ hafa þrátt fyrir þetta réttlætt láglaunasamn- ingana einmitt með því að raun- vaxtabyrði almennings sé minni en ella. - Þetta lýsir mikiiii blindu. Staðreyndin er sú að um leið og stéttarfélögin hætta að veita fyrir- tækjum og fjármagnseigendum að- hald með öflugri kjarastefnu og samningum sem byggjast á raun- verulegri getu vel rekinna fyrir- Kjallariim Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur, framkvæmdastjóri BHMR tækja hvaö varðar kjör starfs- manna þá ganga þessir aðilar ein- faldlega á lagið. Fyrirtækin hafa t.d. lært það í íslenskum „pilsfalda- kapítalisma“ að alltaf er hægt aö senda reikninginn á ríkið ef hægt er að ná upp stemningu hjá stéttar- félögum og öðrum hagsmunahóp- um. Nú hóta fyrirtækin atvinnu- leysi ef launataxtar hreyfast um minnstu spönn. Þegar þjóðarsáttarmenn rök- studdu nauðsyn bráðabirgðalaga á samninga BHMR 1989 og dóm Kjaradóms frá 26. júní sl. var m.a. bent á að umræddar kjarabætur myndu auka á launabihð í þjóðfé- laginu. Forysta ASÍ taldi það órétt- læti sem almenningur gæti ekki sætt sig við. í báðum tilvikum átti þó einungis að reyna að hækka laun ríkisstarfsmanna til jafns við laun manna á almennum markaði sem gegna hliðstæðum störfum m.t.t. menntunar og ábyrgðar. Augljóslega er því vandamál ASÍ mikill launamunur á almennum markaði sem er afsprengi lág- launastefnunnar. Eina löglega leiöin til að koma í veg fyrir lögbundnar og umsamdar kjarabætur til ríkisstarfsmanna er sú að launin á almennum markaði breytist. Vinnuveitendur forseta ASI geta átt fyrsta leik í því máh. Ef stefna ASÍ er t.d. sú að enginn megi hafa áttföld laun lægstlaun- aða taxtafólksins er ástæða til að endurskoða laun forystu ASÍ. Al- talað er t.d. að forseti ASI hefur áttfóld laun á við hina lægstlaun- uðu og haíði sú vitneskja áhrif á Kjaradóm. Þetta gerir frýjunarorð forseta ASÍ á útifundi á Lækjar- torgi furðulegri en þar krafðist hann þess að komið yrði í veg fyrir 400 þúsund króna laun forsætisráð- herra. Takist ASÍ að knýja fram lækkun á launum forsætisráð- herra eru samtökin sjálf skihn eftir með glæpinn. Hlutlausir dómstólar Úrskurður Kjaradóms felur í sér seint fram komna leiðréttingu á líf- eyri fjöldamarga einstakhnga, þar sem lífeyrisþegar í Lifeyrissjóði starfsmanna ríkisins fá lífeyri mið- aö við fóst laun eftirmanns. Auka- greiöslur og sporslur til æðstu embættismanna í starfi í dag eru miklar eins og Kjaradómur hefur bent á og þær þýða í reynd aö ver- ið er að svíkjast að lífeyrisréttind- um fyrrverandi æðstu embættis- manna ríkisins. Ef kjaradómur verður efnislega dreginn til baka verða þessir lífeyr- isþegar sviknir á nýjan leik um þá leiðréttingu sem enginn efast um að þeim beri. En krafa ASÍ-foryst- unnar er sú að ríkinu veröi gert að fara með launakerfi sitt aftur í einstaklingsbundið leynimakk um raunveruleg starfskjör æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar. Ég vil að lokum vekja athygh manna á því aö réttaröryggi þegn- anna byggist á því að til séu hlut- lausir dómstólar. Brýnt er því að tryggja eölileg starfskjör dómara. Hitt er ekki síður mikilvægt fyrir réttaröryggið aö ekki sé hægt að breyta dómi með lögum. Bráða- birgðalögin sem sett voru á samn- inga BHMR-félaga 1989 fólu í sér afnám á samningsbundinni launa- hækkun sem Félagsdómur haföi dæmt að ríkinu bæri að greiða fé- lagsmönnum BHMR. Nú er með bráðabirgðalögum reynt að knýja Kíaradóm til að taka af kjarabætur tÚ æðstu embættis- manna sem dæmdar voru þeim skv. gildandi lögum. Réttaröryggi er grundvaharréttur fyrir hina smæstu gegn hákörlum samfélags- ins. Það ætti síst að vera krafa ASÍ að víkja þeim leikreglum til hhðar. Birgir Björn Sigurjónsson „Ef kjaradómur verður efnislega dreg- inn til baka verða þessir lífeyrisþegar sviknir á nýjan leik um þá leiðréttingu sem enginn efast um að þeim beri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.