Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. 15 Flokksþing pantar álit Flokksþing Alþýðuflokksins var háð undir sömu yfirskrift og kynn- ingarbæklingur utanríkisráðu- neytisins um ísland og EES. Álykt- un þingsins um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er líka sama marki brennd og umfjöllun utanríkisráðherra um EES. Þar er bent á kostina en hlaupið yfir gall- ana. „Fullvalda þjóð með framtíðar- sýn“ hefur krataþingið eftir ráðu- neytinu. En sú staðreynd að Evr- ópubandalagið neitaði að framselja nokkum hluta af fullveldi sínu í samningunum við EFTA-ríkin er einmitt helsti veikleiki Evrópska efnahagssvæðisins og veldur óvissu um fullveldi þátttakenda í því gagnvart EB. Öfugmæiavísa Jóns Baldvins í vissum tilfellum getur Evrópu- bandalagið og Evrópudómstóllinn fengið lög- og dómsögu á íslandi án þess að íslenska ríkið eigi aðild að Evrópubandalaginu. Alþjóðlegur framkvæmdavalds- aðili getur samkvæmt EES-samn- ingnum tekið ákvaröanir sem eru bindandi á íslandi enda þótt stjórn- arskráin leyfi þaö ekki. Á sviði samkeppnisreglna eru dómar EFTA-dómstólsins endan- legir og má ekki bera þá undir inn- lenda dómstóla efnislega. Stjórnar- skrá íslenska lýðveldisins gerir þó ekki ráð fyrir öðru en innlendum dómendum. Okkur er ekki aðeins gert að taka upp allan EB-rétt á samningssvið- inu heldur geta dómar EB-dóm- stólsins haft bein réttaráhrif á ís- landi enda er skylt að beita þeim við túlkun og notkun EES-samn- ingsins. Öll þessi áhtamál snerta fullveldi KjáUaiinn Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins þjóðarinnar en það má eins og kunnugt er bæði nota til góðs og ills. Við komumst hins vegar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort við viljum halda því eða sleppa. Flokksþing Alþýðuflokks- ins lætur sér nægja að hafa yfir öfugmælavísu Jóns Baldvins Hannibalssonar: Það er ekkert full- veldisframsal í EES-samningnum. Rýrt í roðinu Reiðfiaust og án æsinga er hægt að fjalla um það hvort hægt sé leng- ur að lifa í heimi fullvalda ríkja þar sem fullveldishugtakið er túlkað þröngt. Grannríki okkar hafa tekið upp í stjórnarskrá ákvæði um aö með auknum meirihluta á þingi sé hægt að framselja ákvörðunarvald þjóðríkisins til alþjóðastofnana. Það er í sjálfu sér aðlögun að ákvörðunarvanda nútímans og Al- þýðubandalagið gerði einmitt til- lögu sem fól í sér slíka breytingu í stjómskrámefnd 1983. Eftirfarandi setning úr samþykkt flokksþings Alþýðuflokksins bendir á hinn bóg- inn til þess að kratar kjósi að loka augunum fyrir vandamálinu: „Flokksþingið leggur áherslu á að fullyrðingum um að EES-samn- ingarnir feh í sér framsal löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- valds, eða að samningamir séu brot á stjórnarskrá íslands, hefur hvergi verið fundinn staður svo að trúverðugt sé. Þjóðréttarfræðingar á vegum EFTA og EFTA-ríkjanna, sem og bærar lagastofnanir, hafa hvergi staðfest shkar fuhyrðing- ar.“ Hér er rýrt á roðinu og miöað við þær efasemdir sem þegar hafa komið fram hjá virtum lögfræðing- um þarf mikið til þess að standa við þessi orð. Þingir setur fyrir Fyrir dymm stendur að íslenska lýðveldið geri einn viðamesta samning sem það hefur gert frá upphafi. Samningurinn snertir fuhveldi þjóðarinnar og það er ekki leyfilegt að teygja og toga stjómar- skrána þannig að hún hæfi hug- myndum svæðissinna í viðskipta- málum og þjóni markmiðum ríkis- stjórna.. Evrópusamfélagið er nefnilega þegar „meö augaö úti“ og fylgist með því sem „baendur" gera á íslandi vegna þess að íslend- ingar eiga aðild að Evrópuráðinu og hafa skrifað undir mannrétt- indayfirlýsingu þess án þess þó að leiða hana í landslög eins og vert væri. Þess vegna er það fáheyrt þegar flokksþing Alþýðuflokksins fer á undan áliti sem utanríkisráðherra hefur pantað frá nokkrum þekkt- um lögspekingum og sjálfur vahð menn til verksins. Það er ekki laust við að nokkur tilætlunarsemi sé í samþykktum oröum þingsins og væntingarnar séu eins og verið sé að setja þessum vahnkunnu mönn- um fyrir. „Fæmstu sérfræðingar sem völ er á hafa verið til kvaddir að skila álitsgerð um málið fyrir júnílok, en niðurstöður þeirra munu væntanlega eyða efasemd- um um að samningarnir standist heimildir stjómarskrárinnar til þjóðréttarlegra skuldbindinga.“ Þaö er merkilegt að þing Alþýðu- flokksins skuli tala einum rómi þegar það með þessum hætti leggur fram pöntun um efnisinnihald sér- fræðiáhts. Og það er alvarlegt mál fyrir umrædda lögfræðinga að flokksþingið skuli telja sig vita hver verða muni niöurstaðan í áhti þeirra. Einar Karl Haraldsson „Þess vegna er það fáheyrt þegar flokksþing Alþýðuflokksins fer á und- an áliti sem utanríkisráðherra hefur pantað frá nokkrum þekktum lögspek- ingum og sjálfur valið menn til verks- ins.“ „Og þaö er alvarlegt mál fyrir umrædda lögfræðinga aö flokksþingiö skuli telja sig vita hver veröa muni niðurstaðan í áliti þeirra." - Frá síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins. EES, EB og íslensk sljórnmál ....nær engin málefnaleg umræða um EB-aðild hefur fariö fram i kjölf- ar skýrslu utanríkisráðherra ... segir m.a. i grein Birgis. Umræður um Evrópska efna- hagssvæðið og nánara samstarf Evrópuríkja eru heldur undarlegar hér á landi. í þessari umræðu ahri forðast menn að minnast á aðild að Evrópubandalaginu, nema þá að samþykkt samningsins um EES geri slíka aðild ónauðsynlega. Þessi skoðun hefur ýmislegt th síns máls, þó flest bendi til þess að hún sé séríslenskt fyrirbæri. ÖU önnur EFTA-ríki hafa komist að þeirri niðurstöðu að EES sé ekki á vetur setjandi og hafa því ýmist sótt um aðild aö EB eða munu gera það í nánustu framtíð. Hér uppi á Islandi láta menn hins vegar eins og ekkert hafi gerst, hvað ná- grannaríki séu að pæla komi okkur ekkert við. Það er auðvitað bamaskapur að halda aö menn geti á þennan hátt sloppið við að takast á við þá erfiðu spumingu hvort ísland eigi að sækja um aðfld að EB. Það vekur undrun að umræöur um þetta eftii skuh ekki ekki þegar vera hafnar hér á landi eins og í öðrum EFTA- löndum. Einu stjómmálasamtök landsins tfl að taka þetta mál upp enn sem komið er em ungir jafnað- armenn. EB-aðild? Á vordögum lýsti utanríkisráð- herra því yfir í skýrslu sinni til Alþingis að hefja bæri athugun á kostum og göllum EB-aðildar. Þetta ofli nokkru fjaðrafoki jafnt innan stjómarliðsins sem utan, en sára- litiar breytingar á umræöunni urðu hérlendis, hvað þá að slík at- hugun hafi hafist á vegum ríkis- stjómarinnar. Það furðulegasta er að nær engin málefnaleg umræöa um EB-aðild hefur farið fram í kjölfar skýrslu utanríkisráðherra, Kjallaiim Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur ef frá em taldar nokkrar greinar háskólakennara í Morgunblaðmu. Stjómmálamenn virðast forðast þetta mál eins og heitan eldinn. Bjöm Bjarnason alþingismaður er undantekning, þó vart verði sagt að hann taki af skarið um þetta mál. í langri grein í Morgunblaðinu þann 4. júní sl. ræðir hann hugsan- lega EB-aðfld og segir m.a.: „Á þess- um miklu breytingatímum finnst mér gæta skammsýni hjá þeim sem telja sig geta slegið því fóstu, að EES-samningurinn sé lokaáfangi á samstarfsleið okkar við Evrópu- bandalagið." Björn Bjamason fylg- ist vel með alþjóðamálum og hefur auðvitað veitt því athygli að EFTA-ríkin líta á EES sem áfanga á leiðinni inn í EB, en ekki trygg- ingu fyrir því að þurfa að ganga í EB. Það er annars merkflegt viö þessa grein Bjöms að hann íhugar fem meginrök gegn aðUd íslands að EB, í stað þess að setja fram skflmerki- lega rökin fyrir aðfld. Hvað veldur því að Bjöm nálgast viðfangsefnið á þennan hátt? Af hverju hafa rök- in gegn aöfld svo sterk tök á hugum fólks að þau hafa forgang á rök- ræðu um kosti aðfldar? Líklegasta svarið er vanþroska stjómmála- umræða. Enginn málsmetandi stjómmálamaður þorir að styðja EB-aðUd opinberlega. Umræðan um EB-aöUd mun ekki fara af stað af neinu viti fyrr en stjómmála- menn hætta að tala eins og fræði- menn um málið. EB-aðUd er ekki skemmtileg tilgáta heldur brýnt úrlausnarefni. Raunsæi eða óskhyggja? Bjöm Bjamason leggur mikla áherslu á raunsætt mat á aðstæð- um. Slæmt sé ef óskhyggja ráði för. TU þess að tryggja þetta verðum við að kynna okkur vel Evrópu- bandalagiö eins og það er, en láta ekki sleggjudóma og fordóma um það ráða ákvörðunum (þó eflaust sé Steingrími Hermannssyni ekki við bjargandi í þeim efnum). TU rökstuðnings þessari skoðun sinni vitnar Björn í þýska heimspeking- inn Immanuel Kant og fatast þar heldur betur flugið, því augljóst er á öUu að Bjöm hefur aldrei lesið Kant og veit greinflega ekkert um hans kenningar. Kant geröi grein- armun á „hlutunum eins og þeir eru“ og „hlutunum eins og þeir virðast vera“. Við íslendingar, seg- ir Bjöm, skyldum fara að fordæmi Kants og meta Evrópubandalagið eins og það er, en ekki eins og okk- ur finnst það vera. Nú er það út af fyrir sig rétt að menn skyldu meta EB eins og það er, en þar kemur Kant ekki að neinni hjálp. Af mjög flóknum heimspekflegum ástæðum, sem ekki er ástæða til að ræða hér, taldi Kant að aldrei væri hægt að þekkja „hlutina eins og þeir eru", heldur aðeins „eins og þeir virðast vera“. Eftir situr Björn heldur Ula í súp- unni, því sé hann tekinn bókstaf- lega getum viö ekki vitaö hvernig EB í raun og vem sé og því betur heima setið en af stað farið. Þetta er fjarri lagi í samræmi við hug- myndir Kants; enginn heíði verið Bimi Bjarnasyni meira sammála um skynsamlega skoðun á málinu og ákvarðanatöku á réttum for- sendum. Vandamáhð er ekki heim- speki Kants, heldur vanþekking Bjöms á henni. Bjöm Bjarnason verður ekkert gáfulegri við það að vitna í fræga heimspekinga, né heldur er meira mark á honum tek- ið fyrir þaö. Sérstaklega ef vitiaust er vitnað í! Eftir stendur auðvitað að Bjöm hefur rétt fyrir sér í því að ákvarð- anataka um samstarf við EB eða aðild að því verður að byggjast á raunsæju mati en ekki óskhyggju. Hvemig stendur þá á því að raun- sætt mat annarra EFTA-ríkja er svo gjörólíkt því sem hér á landi er viðtekið? Ræður hér óskhyggja? Birgir Hermannsson „Umræðan um EB-aðild mun ekki fara af stað af neinu viti fyrr en stjórnmála- menn hætta að tala eins og fræðimenn um málið. EB-aðiId er ekki skemmtileg tilgáta heldur brýnt úrlausnarefni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.