Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 32
F R T A S O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Sími 63 27 00 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. Ako-plast keypti POB Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Kurr í ferða- þjónustu Fundi frestað hjá Kjaradómi Ekki kom til þess að Kjaradómur kæmi saman til fundar í gærkvöldi eins og ætlað var. Þar sem einn dóm- endanna, Brynjólfur Sigurðsson pró- fessor er utanbæjar, ákvað Jón Finnsson, formaður dómsins, að fresta fundi og áætlað er að hann verði í fyi'sta lagi annað kvöld. -sme LOKI Og við sem ætluðum aðgera einsog Danir ífótboltanum! Forsvarsmenn Landsbankans hafa ákveðið að taka tilboði Ako-plasts hf. á Akureyri í eignir og rekstur Prent- verks Odds Björnssonar og verða samningar undirritaðir á næstu dög- um. Ako-plast framleiðir m.a. plastpoka og fleira í þeim dúr og hefur verið í afar þröngu húsnæði. Rekstur fyrir- tækisins verður fluttur í húsnæði POB við Tryggvabraut og áformað er að reka POB áfram eins og verið hefur. Ekki hefur verið gengið frá sölu á Bókaforlagi Odds Bjömssonar. Nokkrir aðilar sýndu áhuga á kaupunum á POB, lengi vel leit út fyrir að Dagsprent myndi kaupa fyr- irtækið, þá hafa viðræður staðið yfir viö eigendur Ásprents hf. en niður- staða fékkst í málinu í gær. Upp er kominn kurr meðal aðila í ferðaþjónustu vegna afskipta Hall- dórs Blöndal samgönguráðherra af tilnefningu Feröamálaráðs um full- trúa þess í stjóm nýstofnaðrar Ráð- stefnuskrifstofu íslands og áforma hans um að skipa sjálfur í stjórnina að fenginni tillögu Ferðamálaráðs. Paul Richardson, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, sem var tilnefndur af Ferðamálaráði, sagðist í samtali við DV ekki vera sáttur við vinnubrögð ráðherra. „Ráðherra má hafa afskipti af málinu en ekki eftir á þegar stofnsamningur hefur verið gerður um ráðstefnuskrifstofuna," sagði Paul. A sínum tíma var tillaga formanns Ferðamálaráðs um tilnefningu Magnúsar Oddssonar í stjórn skrif- stofunnar felld. Samkvæmt heimild- um DV er komin upp togstreita í Ferðamálaráði milli fulltrúa höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðar- innar. Landsbyggöarmenn telja sig sniðgengna í Ráðstefnuskrifstofu ís- lands. -bjb Ólympíuleikamir: Utlit er fynr að Jugoslavia X u x WWB wl ITIvV ekki annað hægt en að bíða, segir Ellert B. Schram Framkvæmdastjóri Alþjóða ólympíunefndarinnar, Francois Carrard, kvaðst í gær bjartsýnn á að júgóslavneskir íþróttamenn myndu taka þátt í ólympíuleikun- um í Barcelona þrátt fyrir refsiað- gerðir Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þó ákvörðun um þátttöku ekki verða tekna fyrr en á morgun, tveimur dögum áður en ólympíu- þorpið í Barcelona verður opnað. íslenska karlalandsliöiö í hand- knattleik er tilbúið til að fara á ólympíuleikana, verði Júgóslavar ekki með. Ellert B. Schram, vara- formaður ólympíunefndar íslands, segir ekkert annað að gera en bíða endanlegrar niðurstöðu, en hún á að liggja fyrir á morgun. Jón Ás- geirsson, formaður Handknatt- leikssambandsins, sagði opinber- lega í gær að hann væri bjartsýnn á að íslenska liðið yrði með á ólympíuleikunum, þrátt fyrir allt. Refsiaðgerðimar voru settar gegn Serbíu og Svartíjallalandi 30. maí síðastliðinn vegna stríösrekst- urs þeirra í Bosniu-Herzegóvínu. Meðal þess sem refsiaðgeröimar fela í sér er bann við þátttöku Júgó- slava í alþjóðlegum íþróttamótum. Yfirvöld á Spáni hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki hleypa liði írá Júgóslavíu inn í landið. Carrard sagði að tillaga frá leið- togum sjö helstu iðnríkja heims um að þátttaka júgóslavneskra íþrótta- manna í einstaklingsíþróttum yröi leyfð, ef þeir kepptu ekki undir merkium Júgóslavíu, hefði að miklu leyti verið hugmynd Alþjóða ólympíunefndarinnar. Hún hefði unnið hart að málinu bak við tjöld- in. Leiðtogarnir eru sagðir hafa náð samkomulagi um tillöguna yfir kvöldverði í Miinchen ámánudags- kvöld. Reuter/-sme Veðrið á morgun: Hlýjast suð- austanlands Á hádegi á morgun verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Smáskúrir verða norðanlands en annars víðast bjart veður. Hiti verður 7-15 stig, hlýjast suðaust- anlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Hafnarfjörður: Innbrotum fjölgar Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú alls til rannsóknar 17 innbrot sem , framin hafa verið í Hafnarfirði að undaníornu. Að sögn lögreglunnar í I Hafnarfirði hefur orðið gifurleg fjölg- un á þessum afbrotum í sumar. Innbrotin eru flest svipuð að stærð- argráðu. Samkenni þeirra er að auð- seljanlegum tækjum er stolið eftir að hurðir og gluggar hafa verið brotnir upp. Nokkur innbrot eru ! nánast upplýst. Nýlega stöðvaði lög- reglan ökumann fyrir of hraðan akstur. í ljós kom að sá sami var með fullan bíl af góssi sem hann hafði stolið í Fiskvinnsluskólanum í Hafn- arfirði. -bjb i I t FiskvinnslanáBíldudal: ,, Landsbankinn ■ vill gjaldþrot i Eftir fund viðskiptaráðherra með Landsbankamönnum í gær var ljóst að bankinn mun halda til streitu kröfunni um gjaldþrotaskipti Fisk- vinnslunnar á Bíldudal. Þeir hörm- uðu hins vegar hvernig tilkynning- um um að viðskiptum við fiskvinnsl- una væri hætt bar að. Foráðamenn Fiskvinnslunnar munu mæta á fund með Landsbankamönnum á morgun. Magnús Bjömsson, stjórnarfor- maður Fiskvinnslunnar hf., sagði i samtali við DV að hann vonaðist til að hægt væri að forðast gjaldþrota- leiðina en vildi að öðru leyti ekki tjá sigummáhð. -Ari Löglærðirfulltrúar ásáttafundum Sáttafundur var í gær í deilu lög- lærðra fuhtrúa og ríkisins. Gunnar Bjömsson í samninganefnd ríkisins sagði að á fundinum hefðu verið kynntar hugmyndir ríkisins um ný starfsheiti og fjölda þeirra. Annar fundur var haldinn í morgun. rt HnífstunganíKópavogi: a Gæsluvarðhald ý framlengt Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar i gærmorgun. Þar rákust saman lítill sendi- bill og yfirbyggður pallbíll. Þurfti tækjabíl slökkviliðs til þess að klippa sendibílinn sundur og ná ökumanninum út. Meiðsli ökumanns voru ekki talin alvarleg. DV-mynd GVA Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir konunni, sem er grunuð um að hafa stungið fyrmm eiginmann sinn til bana með hnífi í Kópavogi fyrr í sum- ar, rann út 30. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhaldið hefur veriö fram- lengt til 14. ágúst næstkomandi. -bjb K lllUíníTO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.