Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 12
f I 12 Spumingin Hver er uppáhalds- leikarinn þinn? Ragnhildur Tómasdóttir húsmóðir: Michael Douglas. Rúna Lind Jóhannsdóttir nemi: Laddi. Kristinn Eysteinsson, atvinnulaus: Ég held ég eigi engan uppáhaldsleik- ara. ívar Árnason listamaður: Egill Ólafs- son. Inga Andrésdóttir saumakona: Arn- ar Jónsson. Annars eru þeir margir góðir hér á íslandi. Sigmundur Snorrason, starfar á Nesjavöllum: Amar Jónsson og Bessi Bjamason. FIMMTUDÁGUR 9. JÚLÍ 1992. Lesendur Leyf um laxinum að koma úr haf i <'r\ „Heimtur á laxi til hafbeitarstöðvanna á þessu sumri munu ráða úrslitum þeirra,“ segir m.a. í bréfinu. Einar Hannesson skrifar: Um þessar mundir er laxinn að ganga í ár og hafbeitarstöðvar eftir að hafa verið á ætisvæðunum í haf- inu í eitt til tvö ár. Þetta er því upp- skerutími fyrir veiðiáreigendur og haíbeitarmenn sem hafa lagt mikið af mörkum til laxaræktar á hðnum áram. Góð stjórnun og ræktunarbú- skapur einkennir íslensk laxveiði- mál, bæði almennt, svo og rekstur hafbeitarstöðva og laxveiðiáa. Verulegir fjármunir hafa verið veittir til bygginga og mikil fyrirhöfn á sig lögð tÚ að tryggja góöar heimtur á laxi úr hafi. Fjárfestingar, seiða- sleppingar og önnur fiskirækt hefur numið hundruðum milljóna króna. Vitað er að um 60 af hundraði veiði- arðs einstakra veiðisvæðaeigenda kemur í hlut hins opinbera. - Þá ráða veiðitekjur sums staðar því að bænd- ur komast af í búskap á tímum rýrn- andi tekna af hefðbundinni starfsemi þeirra. Ljóst er að það skiptir öllu máli að laxinn fái að ganga í árnar og hafbeit- arstöðvamar en sé ekki tekinn með ólöglegum hætti á gönguleiðinni í hafinu við strönd landsins. Um slíkt eru því miður of mörg dæmi og sum- ir óttast aö veiðiþjófnaður af þessu tagi hafi aukist í seinni tíð. Við þessu þarf að spoma með öllum ráðum. Sauðaþjófnaður þótti á fyrri tíð ekki neitt tif að státa af, heldur voru menn brennimerktir til lífstíðar sem í slíku lentu. Vissulega má líkja veiðiþjófnaði á laxi, á leiö hans af afrétti til laxánna, við sauðaþjófnað. Menn ættu því að varast þennan verknað og lofa þeim, sem lögum samkvæmt eiga að nytja laxinn og hafa til hans sáð ef svo má segja, aö hirða einir uppskeruna. Víst er að það er verulegt tjón sem veiðifélag við laxveiðiá verður fyrir þegar lax er tekinn með ólöglegum hætti í sjó og sama má reyndar segja um lax með netaförum, sem sleppur, og stangveiðimaður veiðir. Hvort tveggja veldur skaða á einn eða ann- an hátt. Þá er vitað að heimtur á laxi til hafbeitarstöðvanna á þessu sumri munu ráða úrslitum um framtíð þeirra. - Verði heimtur góðar er tryggara en áður að þessi mikilvæga atvinnustarfsemi verði við lýði áfram. Þess vegna skiptir bókstaflega öllu máh að laxinn fái allur að ganga í árnar og hafbeitarstöðvamar. Spumingar og svör um Evrópska efnahagssvæðið: Utanríkisráðuneytið svarar Haraldur Sigurðsson spyr: Hvemig verða almenn atvinnurétt- indi erlendra EES-þegna? - Þarf at- vinnuleyfi? Svar: Fijáls flutningur fólks innan evrópsks efnahagssvæöis þýðir að afnumin sé öll mismunun sem bygg- ist á þjóðemi mihi ríkisborgara frá aðildarríkjum EES og gagnvart inn- lendum borgurum aö því er tekur til atvinnu, launa og annarra ráðning- ar- og vinnuskilyrða. Þetta felur í sér rétt tíl að taka starfi sem býöst og dvelja í landi í atvinnuleit í aht að þrjá mánuði. Fólk á rétt á dvalarleyfi vegna at- vinnu sinnar. Þá öðlast fólk rétt til dvalar í landi eftir að starfsævi þess lýkur. Ekki þarf atvinnuleyfi sem slíkt. - Ákvæði um fijálsan atvinnu- og búseturétt ná þó ekki til opinberr- ar stjómsýslu. Helga Kristinsdóttir spyr: Hvaða almennar kröfur verða gerðar til erlendra EES-þegna? - Hvað með sérkröfur, til dæmis ís- lenskukunnáttu í sérhæfð störf? Svar: í reglugerð EB um fijálsa flutninga launþega er lögð rík áhersla á jafnan rétt launþega, óháð þjóðerni. Óh ákvæði í kjarasamning- um eða einstakhngsbundnum samn- ingum skulu vera ógild ef þau mæla fyrir um mismunun að því er varðar aðgang aö atvinnu, laun, launakjör, uppsögn, endurráðningu og þess háttar. - Þó má gera kröfu um ís- lenskukunnáttu ef viðkomandi starf krefst þess, eins og til dæmis kenn- arastarf. Einar Árnason spyr: Þurfa erlendir EES-þegnar að ganga í verkalýðsfélög? Ef ekki, hvað þá með íslendinga, sbr. jafnan rétt og svo framvegis? Svar: Atvinnurekandi getur ráðið erlendan starfsmann án þess að þurfa að leita til stéttarfélaga. Óheimilt er samkvæmt núgildandi rétti að ráða útlendinga til starfa án þess aö aflað hafi verið umsagnar stéttarfélaga. - Þessi samningur heíði engin áhrif á lög um stéttarfé- lög og vinnudeilur og heldur ekki atriði eins og það sem sumir hafa viljað kalla skylduaðild að stéttarfé- lögum hér á landi. - íslensk verka- lýðsfélög eru opin fólki án tilhts til þjóðemis og uppfyha þar með kröfur EB. Hrikalegur ruslahaugur í Hólminum Gunnar Halldórsson skrifar: fyrir nokkm. Ég kom við í Ólafsvík, Ég var á ferðalagi um Snæfehsnes Grundarfirði og Stykkishólmi. - „Stykkishólmur er fallegur bær og ber vott um snyrtimennsku." - Það er aðeins þetta með ruslahaugana ... Snæfellsnes er rómað fyrir nátt- úrufegurð, hvar sem litið er, og Stykkishólmur er fahegur bær og ber vott um snyrtimennsku fólksins sem þar býr. Það sem olli mér hins vegar mikl- um vonbrigðum þar var að þurfa að horfa á allan óþverran sem saman- kominn er á ruslahaugunum. Það var hrikalegt að horfa upp á hve iha er gengið frá þama og vh ég hér með hvetja ráðamenn staðarins th að taka th hendinni og ráða bót á þessu sem ahra fyrst. Það myndi verða þeim til mikhs sóma. Aukinn ferðamannastraumur er um aht Snæfellsnes og marga nátt- úruperluna er þar aö finna. Þess vegna verður að íjarlægja allt sem kann að særa feguröarthfinningu ferðamannsins. - Hér með er skorað á Hólmara að taka til hendinni og þá verður ennþá meira gaman og ánægjulegra að koma th Stykkis- hólms. Kjaradómur íklúður Margeir hringdi: Nú virðist allt úfiit fyrir aö Kjaradómur og úrskurður hans sé kominn i meiri háttar klúður. Sagt er að bráðabirgðalögin tryggi ekkert og forseti Kjara- dóms segir að ávallt verði árekst- ur þegar taka þurfi tillit til tveggja andstæðra sjónarmiöa. Enginn veit nú lengur hvernig mál þetta endar en vist er að hér verður enginn friður á vinnu- markaði nema áðurnefndur úr- skurður Kjaradóms verði hreins- aður með einhverjum hætti. Bíldudalurog byggðaröskuitin Bjarni Gunnarsson hringdi: Bhdudalur verður líklega það landsbyggðarpláss sem fyrst fær aö finna endanlega fyrir þvi hvetju skuldsett fyrirtæki í sjáv- arþorpunum hér geta komið til leiðar. Með öðrum orðum: bank- arnir leggja ekki lengur fram fjármagn til að fleyta fyrirtækj- unum áfram. Þetta vissu allir að gerast myndi. Nú þýðir ekki lengur fyrir alþingismenn að skattyrðast við lánastofnanir og heimta fjár- magn þar sem það er ekki lengur fyrir hendi og enginn vih halda óstjórninni áfram. EnSalomeerfor- setiAlþingis Ámi Jónsson hringdi: Forseti Alþingis, Salome Þor- kelsdóttir, hefur nú látiö frá sér fara þá athugasemd að hún hafi aldrei svarað því, aðspurð, hvort hún ætlaði að þiggja þau laun sem Kjaradómur úrskurðaði. - En hún sagði (einmitt aðspurð) að forseti Alþingis hefði ekki efni á að þiggja ekki hækkunina. - Þetta er nú orðinn brandari. Salome Þorkelsdóttir er nú einu sinni forseti Alþingis og þiggur því laun samkvæmt nýupp- kveðnum kjaradómi. Eftir þeim launum færu þá einnig eftirlaun hennar sem þingforseti, að minnsta kosti að einhveiju leyti, ef hún hættir á þeim launum, Ætia löglærðir aðlúffa? Á.P. skrifar: Löglærðum fulltrúum, sem starfa við stjórnsýsluembættin, hefur nú verið gert að hverfa th starfa sinn aö nýju þar sem ráðu- neytin telja fjarveru þeirra ólög- lega. Einnig hefur verið óskaö eftir því að yfirmenn hinna lög- lærðu fuhtrúa skhi greinargerö um ástæðuna fyrir fjarverunni. Það er sem betur fer að verða af sem áður var þegar opinberir starfsmenn gátu hreinlega sett embættum sínum stólinn fyrir dyrnar fyndist þeim ekki komið th móts við sig í launakröfum. - Svona er nú að hlaupa á sig, kæru lögmenn, þetta kemur fyrir aha. Þið verðið bara að fylgja okkur hinura. Um líffæra- flutninga Anna Bjarkan skrifar: Hvert á fólk nú að leita til að halda rétti sínum vegna nýrra reglna um líffæraflutninga? Mér finnst að þessar reglur eigi að vera í samræmi viö hehbrigða skynsemi. - Tekið er t.d. fram að það megi samkvæmt lögum fjar- lægja hjarta úr einstaklingi hafi hann dáið heiladauða. Þetta er viðkvæmt mál og ekki er hægt aö spyrja hinn látna. Sé hægt aö styðjast við trúna efast ég ura að nokkur kristinn maður vilji láta fjarlægja hjartað úr sér að sér látnum. En þar sem hér er ríkjandi viss villutrú er trúlegt að þetta skipti ekki miklu máh. Ég er hins vegar alfarið á móti þessum reglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.