Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 2
 2 ™MTUDAGtJR>§.(JÚII'Í992. Fréttir Forystumenn Alþýðubandalagsins: Vildu nánari samskipti við sovéska kommúnista - samkvæmt sovéskum skjölum;M árunum um 1970 Ýmsir af helstu forystumönnum Alþýðubandalagsins vildu taka upp samband flokksins við Kommúnista- flokk Sovétríkjanna en sambandinu var slitið eftir innrás Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu 1968. Þessar fullyrðingar er að finna í rússnesk- um skjalasöfnum. Þaö var Ríkisút- varpið sem greindi frá þessu í frétt- um sínum í gærkvöldi. Ragnar Arnalds, en hann var for- maður Alþýðubandalagsins á þessum tíma, og Lúðvík Jósefsson, en hann var þingflokksformaður, neita þessu báðir og segja að málið hafi aldrei verið rætt í stofnunum fiokksins. Alþýðubandalagið varð að stjórn- málaflokki 1968 en til þess tíma var það nokkurs konar kosningabanda- lag. Sósíalistaflokkurinn var stofn- inn í Alþýðubandalaginu. Eftir inn- rásina í Tékkóslóvakíu var öllum tengslum við sovéska kommúhista- flokkinn shtið samkvæmt þyí sem haldið hefur verið fram hér á landi. Rússnesku skjölin segja aðra sögu. Þar segir að ýmsir forystumenn flokksins hafi verið í nánum tengsl- um við kommúnista í Sovétríkjun- um. Samkvæmt skjölunum reyndu Sovétmennirnir mikið til að bæta samskiptin, meðal annars með.því að bjóða flokksmönnum og starfs- mönnum Þjóðviljans til Sovétríkj- anna. Sovéski sendiherrann hér á landi sendi þau boð til Moskvu að Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubanda- lagsins, væri í raun áhrifalaus og að hin raunverulegu völd hafi þá verið í höndum Lúðvíks Jósefssonar, Magnúsar Kjartanssonar og Eðvarðs Sigurðssonar. í skjölunum segir að þessir þrír hafi viljað taka upp fyrri tengsl við sovéska kommúnista- flokkinn. Á einum stað segir orðrétt: „Skilið því til Lúðvíks Jósefssonar að miðsrjórn flokksins hafi athugað tillögur hans um óopinber tengsl Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Alþýðubandalagsins með athygli og vonast sé til þess að þessi tengsl leiði til þess að tekið verði upp samband milliflokkaokkar." -sme Ólafur Ragnar Grímsson: Fordæmanlegt ef satt er „Þaö tel ég ekki vera," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, þegar hann var spurð- ur hvort hann teldi fréttir um tengsl Alþýðubandalagsins og sovéska kommúnistaflokksins myndu koma til með að hafa áhrif á stöðu Alþýð- bandalagsins í dag. „Þeir menn, sem þarna áttu hlut að máh, eru ýmist látnir fyrir löngu eða lifa í hárri elli. Þar að auki veit maður aldrei hvað starfsmenn sendi- ráða skrifa tQ að mikla sjálfa sig í augum yfirboðara sinna og til að telja þeim trú um að þeir séu að gera eitt- hvað af viti. Ég tel að í sögu stórveld- anna, beggja vegna Atlantshafsins, séu til skjalasöfn full af skýrslum sendiráðsmanna sem voru að rétt- læta það að þeir voru sendir út af örkinni. Ég hef engar ástæður til að ætla að það sé mikill sannleikur á bak við þessar skýrslur enda engar slíkar heimildir að finna í sögu flokksins. Ef það hins vegar er satt þá tel ég það fordæmanlegt," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt (yrir ausandi rigningu voru stelpurnar i unglingavinnunni á Hvolsvelli hressar þegar Ijósmyndari DV festi þær á lilmu. Stelpurnar helta, frá vinstri, Árný Jóna, Berglind, Kristin, Aðalheiður og Margrét. Auður verkstjóri ekur dráttarvélinni. DV-myndJAK Lúðvík Jósefsson: Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins: Hinn mesti Þetta er dauðans rugl misskilningur „Það sem stendur í þessum skjöl- um, um það segi ég bara aö þetta er dauðans rugl. Að ég hafi haft það í huga að breyta afstoðu Alþýðu- bandalagsins og að ég hafi reynt að fá það til samstarfs við rússneska kommúnistafiokkinn er ekki rétt, mér kom þaö aldrei til hugar. Ég er viss um að það á líka við um Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson," sagði Lúðvík Jósefsson, en hann, Magnús Kjartansson og Eðvarð Sig- urðsson eru nafngreindir sem áhugasamastir allra um að taka upp flokksleg samskipti við sovéska kommúnistaflokkinn. „Þeir í sendiráðinu hafa eflaust sagt að ég hafi ráðið flokknum og þeir hafa líka sagt að ég hafi vfljað taka upp samskipti. Eflaust hafa þeir skrifað þetta líka. Þeir hafa eflaust líka sagt aö þáverandi formaður Sjálfstæðisflokkins væri góður mað- ur því honum var boðið til Rússlands þar sem hann talaöi yfir allri þjóð- inni í útvarpi." Lúðvík var formaður þingflokksins og síðar ráðherra á árunum fyrir og eftir 1970. 1971 varð hann sjávarút- vegs- og viöskiptaráðherra. Þeir voru hundóánægöir „Ég átti mikil samskipti við Russa vegna viðskipta og ræddi við þá um landhelgismálið, þeir voru á móti útfærslunni en fóru samt með skipin sín út úr landhelginni. Ég fór á þess- um tíma til Moskvu til að skrifa und- ir stóran viöstóptasamning." - Settu þeir sig þá ekkKÍ samband við þig um þetta mál þegar þú varst staddur hjá þeim? „Aldrei nokkurn tíma. Ég vissi hins vegar að þeir voru hundóá- nægðir. Þú veröur aö átta þig á því að það var samþykkt hjá Alþýuðu- bandalaginu að flokkurinn skyldi alltaf standa utan allra erlendra flokkasamstarfa. Það var aldrei talað um annað en hafa þetta svona. Hins vegar gerist það þegar flokkurinn var stofnaður formlega, það er 1968, þá verður innrásin í Tékkóslóvakíu og þá var samþykkt að slíta öllu sam- bandi við þá flokka i Austur-Evrópu sem tóku þátt í innrásinni. Einar Olgeirsson, sem kom úr Sósíalista- flokknum og áður úr Kommúnista- flokknum, skrifaði þá grein í tímarit- ið Rétt þar sem hann sagði þetta at- hæfi vera gegn stefnu sósíalista og fordæmdi íhlutun Sovétríkjanna í málefni Tékkóslavakíu. Hann var settur á svartan lista hjá Rússum með það sama." Ekki í dæminu aö banna ein- staklingum - Það var samþykkt flokksins að hafa ekki samskipti við sovéska kommúnista, en þér eða öðrum var ekki meinað aö hafa samband við þá persónulega. „Það er rétt. Það var talað um að þaö væri ekki til í dæminu að banna einstaklingum að hafa sambönd við stjórnmálamenn, sama hvort það var á Norðurlöndum eða í Sovétríkjun- um eða hvar sem var." - í þessum skjölum eru þú, Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson nafngreindir sem helstu valdamenn flokksins. „Já. Skýringin gæti verið sú að Morgunblaðið sagði þetta sama margoft. Hluti af þessu getur líka verið að 1971 verðum við Magnús Kjartansson ráðherrar en ekki Ragn- ar Arnalds, sem var þó formaður flokksins. Ástæða þess að ég og Magnús urðum ráðherrar var sú að þaö kom eiginlega aldrei til greina að Ragnar yrði ráðherra með mér þar sem þá hefðu báðir ráðherrarnir komið af landsbyggðinni, en það mátti ekki þá frekar en núna." Gott að hafa einn eins og mig „Ég held að það hafi veriö 1963 eða 1964 sem Bjarni Benediktsson bað mig um að vera í nefnd sem fór til Moskvu til að ganga frá viðskiptum milli landanna. Það þótti víst betra, til að halda viðskiptunum, að hafa einn eins og mig með í hópnum." „Fyrstu stóru samningarnir, sem gerðir voru við Rússa, voru gerðir 1953 þegar Rússarnir gerðu við okk- ur stórfiskkaupasamninginn þegar Ólafur Thors var sjávarútvegsráð- herra og landhelgin var færð út í fjór- ar mílur. Bretarnir höfðu lokað á okkur og þá geröum við fyrsta stóra samninginn viö Rússa. Það var gert fyrir milligöngu Sjálfstæðisflokks- ins," sagði Lúðvík Jósefsson. -sme „Þetta er hinn mesti misskilning- ur," sagði Ragnar Arnalds en hann var formaður Alþýðubandalagsins á þeim tíma sem rússnesku skjölin flalla um áhuga forystumanna Al- þýðubandalagsins til að taka upp þráðinn í samskiptum flokkanna. „Þegar við tókum ákvörðun 1968 um að hætta öllum samskiptum við þá var ekki verið að banna einstök- um flokksmönnum að heimsækja Sovétríkin og enn síöur að banna einstaklingum að ræða við hvern sem menn vildu. Það var réttur hvers og eins, jafnt í Alþýðubandalaginu sem öðrum flokkum. Það hafa fjöl- margir framsóknarmenn, alþýðu- flokksmenn og sjálfstæðismenn heimsótt Sovétríkin. Við vorum á sama plani og aðrir íslenskir stjórn- málaflokkar, viö höfðum engin flokksleg samskipti. En hvað ein- stakir menn hafa sagt eða gert veit ég ekkert um." Það eru þrír menn nafngreindir, veist þú til þess að þeir hafi verið í nánari samskiptum en aðrir? „Mér þykir afskaplega einkenni- legt að þessir nafngreindu menn skyldu aldrei gera tilraun til að koma því að innan flokksins að þeir hefðu viljaö flokksleg samskipti ef þeir höfðu svona mikinn áhuga á því. Ég held að þetta sé ekki rétt. Hitt er annað að þessi samskipti voru til staöar í marga áratugi, bæði fyrir og eftir heimsstyrjöld. Þegar Alþýðu- bandalagið kom til sögunnar lauk þessum flokkslegu samskiptum," sagði Ragnar Arnalds. Hann sagöi að sér hefði oft verið boðið að fara til Sovétríkjanna þegar hann var formaður Alþýðubanda- lagsins en hann hefði aldrei þegið slíka ferð þar sem honum hefði ekki þótt það viö hæfi. -sme Fjölburamæður á f und ráðherra Verðandi fjölburamæður gengu í gær á fund Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráherra með ósk um breytingu á lögum um fæðingar- styrk. í bréfinu til ráðherra er farið fram á tólf mánaða styrk vegna tví- bura, átján mánaða styrk vegna þrí- bura og svo framvegis. Nú bætist við einn mánuður í fæðingarstyrk við hvert barn umfram eitt. í bréfinu er einnig farið fram á hækkun á fæðing- ardagpeningum eða fyrir hvert barn umfram eitt greiðist 3-4 mánuðir aukalega. Að sögn Hafdísar Ómarsdóttur gaf ráðherra þeim ekki góðar vonir um breytingar en hann myndi leggja bréfið til nefndar þeirrar sem er að endurskoða lögin um fæðingarorlof. Hafdís sagði að mæðurnar ætluðu næst að leita til umboðsmanns al- þingis og fá hann til aö athuga hvort fjölburaforeldrum væri mismunaö í núverandilögum. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.