Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLl 1992.
9
Ítalía:
Hægt hef ði verið að
bjarga dómaranum
Reiði og gremja íbúa Palermo á It-
alíu út af getuleysi ítalskra stjóm-
valda í baráttunni gegn mafíunni
braust út í gær við jarðarfór fimm
öryggisvarða sem létu lífið í árás á
dómarann Paolo Borsellino sem
barðist mjög gegn mafíunni.
Allt var á suðupunkti við jarðarfór-
ina og varð jafnvel að flytja forseta
landsins, Oscar Luigi Scalfaro, út úr
dómkirkjunni eins fljótt og auðið
var. Sömu sögu var að segja um for-
sætisráðherrann Giulio Amato og
lögreglustjóra Palermo þar sem fólk-
ið við jarðarförina tók upp á því að
hrópa ókvæðisorð að embættis-
mönnunum.
Fyrir utan kirkjuna söfnuöust
saman nokkur þúsund manns og
hrópuöu: „Út með stjómmálamenn-
ina. Mcifíuna út úr kirkjunni." Voru
syrgjendur gramir yfir því að lög-
reglan skyldi reyna að girða af svæð-
ið í kringum kirkjuna til að komast
hjá látum.
Öryggisverðir í borginni hafa sagt
að yfirvöld hefðu getað gert meira til
að koma í veg fyrir árásina á dómar-
ann sem lengi var talinn aöalskot-
mark mafiunnar.
Reuter
Mikil mótmæli brutust út viö jarðarför fimm öryggisvarða er létust í árásinni á ítalska dómarann Paolo Borsell-
ino. Áttu háttsettir ráðamenn fótum fjör að launa. Sfmamynd Reuter
______________Údönd
Útflutningur
áöpum
Áætlað er aö Indónesía muni
flytja út 13.500 apa á þessu ári
Um er að ræöa apa frá eyjunni
Súmötru sem flestir verða seldir
til Bandaríkjanna að því er dag-
blað í Indónesiu skýrði frá í
rnorgun.
Samkvæmt upplýsingum
stjórnvalda er mikið um svokall-
aða macaque-apa eða apa með
langt skott á Súmötru og því
verður leyft að flytja þá út.
Aparnir verða aðallega notaðir
sem tilraunadýr.
Grænffrið-
ungarífjár-
hagskröggum
Grænfriöungar tilkynntu í gær
að þeir hygðust skera niöur fjár-
útlát sín á næsta ári um fjórðung
þar sem stuðningur manna hefur
minnkað til muna.
„Þessi niöurskurður skapast
sökum rojög mínnkandi tekna í
sumum löndum vegna alþjóð-
legrar efnahagskreppu," segir í
fréttatilkynningu frá samtökun-
um.
Grænfriðungar munu skera
niöur útgjöld sín úr tæpum
tveimur milljörðum á þessu ári í
tæpan einn og hálfan railljarð á
næsta ári.
Búist er við að það þurfi að
segja fólki upp en ekki er ætlunin
að skera niður í flota samtakanna
sem hefur sjö skip á sínum snær-
um.
Reuter
Færeyingar vilja
úr hvalveiðiráðinu
Yfirvöld í Færeyjum íhuga nú að
segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráöinu
sökum deilna sem sprottnar eru upp
innan ráðsins um grindhvalaveiðar.
Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins í
júní samþykkti ályktun þar sem farið
var fram á ítarlega rannsókn á þeim
aðferðum sem Færeyingar nota við
grindhvalaveiðar sínar.
í fréttatHkynningu frá landsstjórn
Færeyja segir að þeir hafi unnið eftir
bestu getu með fulltrúum ráðsins og
skýrt þeim ítarlega frá veiðiaðferð-
um sínum.
„Okkur sýnist að það skipti engu
máli hve miklum tíma og orku við
eyðum í að koma fram með upplýs-
ingar um staðreyndir málsins eða
hversu mikil vinna fer fram í rann-
sóknarhópum á vegum ráðsins. Þess-
ar upplýsingar munu á endanum
verða notaðar gegn okkur,“ segir
Kjartan Hoydal, sjávarútvegsráð-
herra Færeyinga.
Atli Dam, lögmaður Færeyinga,
segir að Alþjóða hvalveiðiráðið sé
orðið að sjálfseyöingarráðstefnu sem
eigi litla framtíðarmöguleika.
Stjómvöld ætla aö skipa nefnd til
að kanna hvernig Færeyingar geti á
löglegan hátt sagt sig úr Alþjóða
hvalveiðiráðinu. Færeyingar, sem
hafa sjálfstjóm í eigin málum, hafa
á fundum hvalveiðiráðsins haft full-
trúa í dönsku sendinefndinni þar
sem Danir fara enn með utanríkis-
og varnarmál fyrir Færeyjar.
Ritzau og Reuter
Deilumaríírak:
Eftirlitsmenn
SÞ gefast upp
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna fyrir utan landbúnaðarráðu-
neyti íraka hættu varðstöðu sinni í
morgun að sögn sjónarvotta.
Mark Silver, yfirmaður eftirlits-
nefndarinnar, sagöi í gær að menn
sínir væm í hættu fyrir utan ráðu-
neytið sökum sífelldra mótmæla al-
mennings. Eftirhtsmenn hafa staðið
vörð fyrir utan ráðuneytið en þeir
telja hugsanlegt að þar leynist gögn
um írösk vopn. Yfirvöld í írak hafa
ekki viljað hleypa rannsóknarmönn-
unum inn í ráðuneytið.
Silver sagöi í viðtali í gær að mót-
mæli almennings við vem þeirra fyr-
ir utan ráðuneytið yröu sífellt harð-
ari og að ekki hefði veriö orðið við
beiðni Sameinuðu þjóðanna um ör-
yggisráðstafanir fyrir mennina.
„Ég sé ekki að Irakar eigi eftir að
hleypa okkur inn í bygginguna eins
og staðan er núna,“ sagði Silver.
Stjómvöld í Bandaríkjunum, Bret-
landi og Frakklandi hafa varað írak
við og sagt að afleiðingamar yrðu
alvarlegar fyrir landið ef staðið yrði
í vegi fyrir rannsóknum eftirhts-
mannanna. Hernaðaraðgerðir hafa
ekki verið útilokaðar.
Sendiherra íraks hjá Sameinuðu
þjóðunum sagði í gær að þó að ein-
hverjum sprengjum yrði varpað á
Bagdad eða aðrar borgir landsins þá
myndu yfirvöld ekki láta undan.
Reuter
Reykjavíkurvegi 62
sími 650680,
Hafnarfirði
IjtyiTl
?ii"