Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 28
56
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
Menning
2000 ára litadýrð í
Listasafni íslands
Nú líður senn að lokum sýningar Listasafns íslands
á búningum, skarti og mósaíkverkum frá Jórdaníu og
Palestínu. Það er einsdæmi að sýningar sem þessi rati
hingað norður í Dumbshaf og heíði sennilega ekki
orðið nema vegna heimsóknar Husseins Jórdaníu-
kóngs og þess að hér er um hluta farandsýningar að
ræða sem hingað er komin frá Mosegaard-safninu í
Danmörku og hægt var að fá án óheyrilegs kostnaðar.
Hér er að sjálfsögðu um þjóðargersemar að ræða og
það rýrir ekki gildið að svæðið fyrir botni Miðjarðar-
hafs hefur verið í gegnum tíðina helsti getjunarpottur
heimsmenningarinnar. Þarna mættust rómversk og
grísk áhrif á tíma býsanska heimsveldisins og síðar
hinn kristni heimur og hinn íslamski. Að stofni til er
sýningin tvískipt. Annars vegar er um að ræða mósa-
íkgólf sem grafin hafa verið upp úr hallar- og kirkju-
rústum frá sjöttu og sjöundu öld - hins vegar búninga
og skart frá seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta
þeirrar tuttugustu sem fru Widad Kawar hefur safnað
á sl. tuttugu og fimm árum.
Búningarnir og skartið
Búningamir koma bæði frá Jórdaniu og því land-
svæði sem áður var Palestína. Frú Kawar sóttist mest
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
eftir hátíðabúningum kvenna í safn sitt vegna hins
skrautlega útsaums. Því ber mikið á búningum á sýn-
ingunni sem saumaðir voru fyrir brúðkaup eða sem
hátíðarbúningar heldri kvenna. Hvert svæði hafði sitt
mynstur sem var geómetrísk útlegging af t.d. fjórum
eggjum í pönnu, tönn gamals manns, leiðinni til
Egyptalands eða sóhnni. Einnig er þríhymingsformið
áberandi á búningunum því það átti að vemda gegn
„hinu illa auga“. Skartið er einnig að grunni til vemd-
argripir, hálfmáni eða hylki með vemdartexta. Það
er fróðlegt að sjá hvernig mynstrin einfaldast þar sem
konumar höfðu minni tíma til útsaums, eins og t.d. í
Nabus þar sem bómullar- og óhvutínsla tók mestaUan
tíma þeirra. Einnig er útsaumurinn einfaldari í versl-
unarborgum eins og Ma’an þar sem sýrlenskt mynstr-
að sUki var algengt. Um 1960 tóku gerviefnin alveg
yfirhöndina og eftir það hafa búningamir einfaldast
og glatað söfnunargUdi. Merkustu búningamir eru því
ugglaust hinir íburðarmestu í útsaumi, t.d. hinir risa-
stóra, þreföldu búningar frá E1 Salt í neðsta sal. Hvað
efnið varðar era það bómullar- og hörefnin sem hafa
mest gUdi, bæði vegna upprana síns í jórdönsku og
palestínsku landi og mynstranna sem njóta sín best á
þeim. AlUr hafa búningamir þó mikið skreytigUdi og
Uta- og formsamsetning þeirra ber vott um að Ustrænt
eðU hefur verið konunum á þessum slóðum í blóð
borið.
Mósaíkin
Mósaíkverkin í efri sölunum koma frá Þjóðminja-
safni Jórdaníu og hafa þau öU fundist á síðustu áratug-
um. Hin fyrstu fundust í Madaba-þorpinu suður af
Amman í lok síðustu aldar. í efsta sal era t.a.m. leifar
gólfs úr hinni brunnu höU í Madaba frá því á seinni
Mósaíkverk frá Jórdaníu í Listasafni íslands.
hluta sjöttu aldar og heUlegar dýramyndir úr Jómfrú-
arkirkju og Dómkirkju sama þorps. AUar bera mynd-
imar greinUega rómversk einkenni; natúralískar eftir-
myndir dýra, húsa, mannfólks og plantna. Þegar
íslömsk áhrif tóku að berast á sjöundu öld tóku þessar
eftirmyndir veruleikans að víkja fyrir mynstrum sem
áttu að túlka guðdóminn í stað þess að líkja eftir sköp-
unarverkinu. TU að framfylgja hugsjónum Múhameðs
vora t.d. fugla- og blómamyndir höggnar burt úr gólfi
Jóhannesarkirkjunnar í Jerash. Önnur gólf eyðUögð-
ust hins vegar af átroðningi forvitinna tuttugustu ald-
ar bama. Þó þessi gólf gefi vissulega góða mynd af
horfnu heimsveldi er hinu ekki að neita að mósaíklist
býsantíska tímans reis mun hærra á veggjum kirkju-
bygginga Miklagarðs. Við velkjumst á mUli amerískra
og evrópskra menningarstrauma en þessi miðstöð
Býsanz vann markvisst úr arfleifð íslams og kristni.
Sýningin „2000 ára litadýrð" færir okkur heim sanninn
um gUdi hins þjóðlega - um gUdi þess að viðhalda stað-
bundnum hefðum í ólgusjó alþjóðlegra strauma. Upp-
setning sýningarinnar er Listasafninu til sóma og sýn-
ingin er af hæfilegri stærð fyrir sah þess. Danska sýn-
ingin gaf þó fyUri mynd ef marka má sýningarskrá
Mosegaard-safnsins. Lokadagur sýningarinnar er 26.
júlí.
Flaututónlist í Laugarnesi
Tónleikar vora í Sigurjónssafni í gærkvöldi. Comel-
ia Thorspecken flautuleikari og Cordula Hacke píanó-
leikari, báðar frá Þýskalandi, léku verk eftir Eldin
Burton, Franz Schubert, Kazuo Fukushima og Sergej
Prokofiev.
Efnisvalið á þessum tónleikum hafði á sér nokkum
meðalmennskublæ. Verkin vora í sjálfu sér ekki bein-
línis slæm, en ekki spennandi heldur. Fyrsta verkið
var Sónatína eftir Burton sem að sögn flyfiendanna
er amerískt tónskáld og fékk mikil verðlaun fyrir það
í heimalandi sínu er það kom fyrst fram. Þetta er ein-
mitt verk af þeirri gerð sem vinnur verðlaun í sam-
keppni. Samviskusamleg eftirliking af virtum og vin-
sælum verkum sem venjulega era um það bil hálfri
öld eldri en verkið sem verðlauna skal. I þessu tilfelli
var það Debussy sem stældur var með samstígum
hljómahreyfingum, heiltónatónstiga og öðra tilheyr-
andi. Ekki einu sinxú Schubert lyfti efnisskránni í
hæðir á þessum tónleikum og brást þar krosstré sem
önnur tré. Inngangur og tilbrigði við Ihr Blumlein alle
getur ekki talist meðal bestu verka þessa höfuðsnill-
ings og virðist þar vera heldur lítið í lagt. Einleiksverk
fyrir altflautu, Mei eftir Fukushima, sem Thorspecken
lék, er mjög líkt tugum ef ekki hundraðum flautu-
verka sem samin hafa verið undanfama áratugi. Mik-
ið væri gaman að heyra frumlegt flautuverk einhvem
tíma. Metnaðarmesta verkið á þessum tónleikum var
Sónata í D-dúr eftir Prokofiev sem er jafnþekkt í út-
setningu fyrir fiðlu og píanó. Sagt hefur veriö um tón-
hst Prokofievs að hún sé nítjándu aldar tónhst þar sem
krossar og bé hafa ruglast. Sá ljóður er á þessu verki,
sem einnig má finna á ýmsum öðrum eftir sama höf-
und, að þar er púlsinn stundum barinn án þess að
unnt sé að finna annan tilgang en að fylla upp í eyður
hugmyndanna. Þrátt fyrir það er þessi tónhst fag-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánssön
mannlega unnin og hefur þegar best lætur yfir sér
viðkunnanlegan hressleika.
Flutningur þeirra stallna var þokkalegur en án sér-
stakra tilþrifa. Flaututónninn varð sár og stundum
skrækur á háu tónsviði. Ásláttur píanóleikarans vhdi
týna blæfegurð sinni þegar hraði atburðarásarinnar
jókst. Þrátt fyrir þessar athugasemdir var ánægjulegt
að heimsækja Sigurjónssafn þetta kvöld, eins og oftast
áður.
Fréttir
Hraðfrystihúsið, sem áður bar nafn KASK, ber nú nafn Borgeyjar hf. og
er með stærri útgerðarfyrirtækjum í landinu. DV-mynd Ragnar
Höfn
Borgey nú eitt
stærsta útgerðar-
félag landsins
- hefur yfirtekið sjávarútvegsrekstur kaupfélagsins
JúJía Imsland, DV, Höfn:
Fyrsti júh 1992 markaði tímamót
hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
en þá tók útgerðarfélagið Borgey hf.
við öhum sjávarútvegsrekstri kaup-
félagsins, bæði útgerð ogfiskvinnslu.
Útgerðarfélagið Borgey, sem er elst
starfandi útgerðarfélaga á Höfn, var
stofnaö 1946 og var kaupfélagið þar
stór hluthafi.
Eftir sameiningu félaganna á Borg-
ey tvo togara, tvo báta og meirihluta
í útgerðarfélaginu Hrísey hf. sem
gerir út einn bát. Fiskveiðikvótinn
er ahs um 6500 þorskíghdi. Fjárhags-
staða fyrirtækisins er slæm og er
unnið að endurskipulagningu. Meðal
annars hefur verið leitað aðstoðar
bæjarfélagsins á Höfn um kaup á
hlutabréfum og hefur bæjarstjóm
samþykkt að kaupa hlutabréf fyrir
100 mlilljónir króna. Einnig er reikn-
að með hlutafé frá fleiri aðílum.
Ákveðið hefur verið að selja annan
togarann, Þórhall Daníelsson, og er
verið að skoða thboð þau er borist
hafa í hann.
Framkvæmdastjóri Borgeyjar hf.
er Hahdór Ámason og Einar Sveinn
Ingólfsson, sem verið hefur forstöðu-
maður fiárhagssviðs KASK, verður
fiármála- og skrifstofustjóri Borgeyj-
ar. Starfsmenn hjá fyrirtækinu era
um 200.
Bergþóra Arnórsdóttir sýnir dragt, húfu og tösku úr hreindýraskinni á
útimarkaðnum á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún
\/ * ■ 1
, ^ £5h 'i % ■
Hreindýraskinn
kjörið ef ni í fatnað
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum;
Á útimarkaði á Eghsstöðum 15.
júh vora kynntar afurðir af hrein-
dýram. Kjöt var grillað og gefið að
smakka. Hom og miujagripir vora
th sölu og síðast en ekki síst var á
boðstólum fatnaður úr hreindýra-
skinni.
Það eru bændur á Jökuldal með
Aðalstein Aðalsteinsson í broddi
fylkingar sem hafa unnið að því á
undanfómum árum að þróa þessa
nýju vöra. Þeir hafa fengið th hðs
við sig fatahönnuð og er nú saumað
á nokkrum stöðum á Héraði.
Á markaðnum voru jakkar, dragtir
og stuttbuxur, húfur og töskur af
mörgum gerðum. Hreindýraskinnin
era mjúk og létt en þó sterkari en
önnur skinn og því mjög hentug í
fatnað.