Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
57
Hjónaband
Þann 4. júlí voru gefin saman í hjóna-
band í Háteigskirkju af séra Braga
Friðrikssyni Guðrún Sigurfinnsdótt-
ir og Gústav Gústavsson.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 13. júní voru gefin saman í
hjónaband í Kópavogskirkju af séra
Ægi Fr. Sigurgeirssyni Sigríður
Guðjohnsen og Guðgeir Sigmunds-
son. Heimili þeirra er að Hhðarhjalla
67, Kópavogi.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Tilkyimingar
Sléttuúlfarnir
Hljómsveitin Sléttuúlfamir hefiir ákveð-
ið að leika opinberlega í ágúst og sept-
ember. Úlfamir munu byrja ferð sína um
landið um verslunarmannahelgina á
bindindismótinu í Galtalæk og hefur að
þvi tilefni sent frá sér nýtt lag sem ber
nafhið Ástfangin við Galtalækjarskóg.
Úlfamir munu leika m.a. á Sjallanum á
Akureyri, í Vestmannaeyjum, Keflavík,
Akranesi, Hafiiarfirði, Reykjavík og á
fleiri stöðrnn.
Norræna húsið
Opið hús verður í Norræna húsinu
fimmtudaginn 23. júlí kl. 20.30. Þá mun
Bjöm G. Jónsson tala um umhverfismál
á íslandi. Fyrirlesturinn er fluttur á
sænsku. Eftir kaffihlé verður sýnd kvik-
mynd Osvaldar Knudsens; Eldur í
Heimaey, og er hún með norsku tali.
Aögangur er ókeypis.
Jórdaníukvöld
sem haldið var í Listasafni íslands sl.
mánudagskvöld verður endurtekið -1
kvöld, miðvikudagskvöld 22. júli, kl. 20.
Þeir sem hafa skráð sig á biðlista verða
að staðfestajpöntun sína og sækja miðana
í Listasafn Islands. Uppl. í síma 621000.
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík
í tílefni Þess að 40 ár em liðin frá því að
fyrst var gróðursett í Þórdísarlundi í
Vatnsdal verður samkoma í lundinum
laugardaginn 25. júlí sem hefst með dag-
skrá kl. 15. Þama gefst gott tækifæri til
að skoða lundinn og sjá árangur tíjá-
ræktar í 40 ár. Allir era velkomnir.
Gítar festival ’92
Dagana 22.-25. júlí verður haldið Gítar
festival á Akureyri. Alla dagana verður
gítamámskeið í Tónlistarskóla Akur-
eyrar frá kl. 9-13 og munu allir efnileg-
ustu gítamemendur taka þátt í nám-
skeiðinu en einnig er hægt að sitja nám-
skeiðið sem hlustandi. 25. júlí munu svo
þátttakendur á námskeiðinu halda tón-
leika í Akureyrarkirkju kl. 18. Leiðbein-
andi á námskeiðinu verður Amaldur
Amarson. Meðan á festivalinu stendur
verða haldnir tónleikar hvem dag. Þeir
sem halda tónleika era þau Jennifer
Anne Spear, 22. júli kl. 18, Kristinn H.
Ámason, 23. júli kl. 20.30, og Einar Kristj-
án Einarsson og Kristinn H. Ámason, 24.
júli kl. 20.30. Allir tónleikamir verða
haldnir í kapellu Akureyrarkirkju. Að-
gangseyrir á tónleikana er kr. 700. Nán-
ari uppl. í síma 96-11460 (Öm) eða 96-24284
(Lýður).
Tapaðfnndið
Lyklakippa tapaðist
af bíl á leiðinni niður Hringbraut fyrir
u.þ.b viku. Kippan er hringlaga með
hestaskeifu á, einnig mun hanga á kipp-
unni hengilás af hestakerra. Finnandi er
vinsamlegst beðinn að hringja í síma
624931, fundarlaunum er heitíð.
Exizt
Hljómsveitín Exizt hefur gefið út sina
fyrstu geislaplötu sem ber nafnið Afler
midnight. Þó þetta sé fyrsta geislaplata
hljómsveitarinnar er hún þó orðin gömul
í faginu. Hún hefur starfað með hléum í
8 ár og oft verið sögð elsta bílskúrshljóm-
sveit landsins. Hljómsveitín spilar meló-
dískt þungarokk og mun halda útgáfu-
tónleika á Púlsinum 6. ágúst nk. Exizt
gefur út plötuna sjálf en Japis dreifir
henni.
Landsbréf hf.
Landsbréf hf. buðu bridgesveit Lands-
bréfa til uppskeruhátíðar fyrir skömmu
þar sem haldið var upp á einstakan ár-
angur sveitarinnar þau tvö ár sem hún
hefur spilað undir nafni Landsbréfa hf.
Viö það tækifæri afhentí bridgesveitin
Landsbréfum bikara til varðveislu og
Landsbréf þökkuðu fyrir sig með gefa
spilurunum Heimsbréf. Sérfræöingar
Landsbréfa njóta aðstoðar hins virta
breska verðbréfafyrirtækis Barclays de
Zoete Wedd við erlendar fjárfestingar.
Veiöivon
Þeir veiddu þessa tvo laxa á Torfa-
stöðum í Sogi um helgina, Pétur
Pétursson og Sævar Pálsson. Þar
hafa veiðst 50 bleikjur og 3 laxar.
DV-mynd GFR
Korpa hefur gefið 177 laxa og þeir feðgar Guðmundur Benediktsson og
Guðmundur Guðmundsson veiddu 3 laxa í ánni fyrir skömmu.
DV-mynd Rafn Eyfjörð
Staðan á veiðitoppnum 1 gærkveldi:
Þverá í Borgarf irði
með fjögur hundruð og
fjörutíu laxa forystu
Það virðist fátt koma í veg fyrir
að Þverá í Borgarfirði verði efsta
veiðiáin þetta sumarið, forysta henn-
ar er nú mjög örugg.
„Þverá hefur gefið 1440 laxa og
hann er 23 pund sá stærsti,“ sagði
Sölvi Hilmarsson, kokkur í veiðihús-
inu við Helgavatn, í gærkveldi.
„Norðurá var að skríða yfir þúsund
laxa og hollið sem hætti á hádegi í
dag veiddi næstum 80 laxa, stærsti
laxinn er 19 pund,“ sagði Halldór
Nikulásson, veiðivörður við Norö-
urá, í gærkveldi en áin er 1 öðru
sæti yfir þær fengsælustu þetta sum-
arið.
„Þessi 19 punda lax veiddist í morg-
un og það var Guðlaugur Bergmann
sem veiddi hann fyrir nokkrum mín-
útum á Kálfhylsbrotinu,“ sagði Hall-
dór.
Grímsá í Borgarfirði situr
í þriðja sæti með 900 laxa
„Grímsá hefur gefið 900 laxa og
hann er 17,5 punda sá stærsti enn-
þá,“ sagði Rúnar Marvinsson, kokk-
ur í veiðihúsinu við Grímsá, í gær-
kveldi.
Næst kemur Laxá í Aðaldal með
830 laxa og hann er 24 pund sá stærsti
þar og svo Langá á Mýrum með 700
laxa. Svo kemur Laxá á Ásum með
sínar tvær stangir með 300 laxa.
Laxá á Refasveit
hefur gefið 82 laxa
„Ég var að koma af bökkum Laxár
á Refasveit og veiðin gekk vel þrátt
fyrir leiðinlegt veður, það var hífandi
rok en laxamir uröu 7 hjá mér,“
sagði Eirikur Sveinsson á Akureyri
í gærkveldi.
„Stærsti laxinn sem ég veiddi var
12 pund en sá stærsti á land ennþá
er 17 pund, veiddur á maðk, það voru
Garðar og Kristján sem veiddu fisk-
inn í Efri-Rana. Tveir laxar hafa
veiðst á flugu og tveir á spún, hitt
hefur maðkurinn allt gefið. Það er
töluvert af fiski í Laxá.
Fnjóská í Fnjóskadal hefur gefið
84 laxa og hann er 18 punda sá
stærsti, það var Heiðar Agústsson
sem veiddi laxinn. Það var Vatns-
leysuhylur sem gaf lax. Þessa dagana
gengur Fnjóská imdir nafninu
„Gulláin“,“ sagði Eiríkur í lokin.
Veiðin í góðu lagi
í Flekkudalsá
„Það er kominn 121 lax á land og
hann er 12 pund sá stærsti," sagði
Ólafur Pétursson í Galtartungu í
gærkveldi er við spurðum um afla-
tölur úr Flekkudalsánni.
„Besta hollið veiddi 38 laxa og það
næsta á eftir því fékk 16 laxa en lax-
inn er smár hjá okkur. Hann mætti
vera stærri,“ sagði Ólafur ennfrem-
ur.
Torfastaðir í Sogi hafa
gefið 50 bleikjur og 3 laxa
„Það eru komnar 50 bleikjur á land
og þrír laxar,“ sagði Pétur Pétursson
en hann var að koma úr Soginu.
„Stærstu bleikjumar hjá okkur em
5 pund en mest eru þetta tveggja og
þriggja punda. Það em flugumar
Peacock, Peter Ross, Black Gnat og
Muddler sem hafa gefið best í sil-
ungsveiðinni. Laxamir sem hafa
veiðst em 4, 7 og 9 pund. Við sáum
töluvert af fiski og laxar vom að
stökkva í Klettsfljótinu,“ sagði Pétur
ennfremur. -G.Bender
Laxagengd
á vatna-
svæði Lýsu
Símon Siguimonsson, DV, Görðum:
Mikil breyting til batnaðar hefur
orðið á laxagengd á vatnasvæði Lýsu
á Snæfellsnesi á þessu sumri. Lax
hefur gengið fyrr en vanalega og
meiri fiskur gengur upp en áður.
Veiði á stöng hefur verið jafnari og
meiri en síðustu sumur.
Þetta virðist vera árangur af laxa-
seiðasleppingum í fyrrasumar sem
skila sér ipjög vel. í fyrra var sleppt
4000 gönguseiðum og nú í sumar var
sleppt samtals 15000 seiðum. Endur-
heimtur á þessu fiskisvæði hafa allt-
af verið góðar en alllangt er síðan
seiðum var sleppt þar áður.
Aðstaða fyrir stangaveiðimenn er
mjög góð. Gistihúsið Langaholt er
rétt við vötnin og ána. Veiðisvæðið
er aðgengilegt og em þess dæmi að
jafnvel fatlað fólk hefur veitt hér í
hjólastól undanfarin sumur.
Jóhannes Jóhannesson, veiðimaður
frá Ólafsvík, með 4 laxa sem hann
fékk á svæðinu 15. júlí.
DV-mynd Símon