Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hagræðingarsjóður í þeim umræðum sem fram hafa farið að undanfornu um viðbrögð við skerðingu á þorskkvótanum hefur komið upp sú hugmynd að nýta svokaUaðan Hagræðing- arsjóð til að létta undir með þeim byggðarlögum sem verst fara út úr niðurskurðinum. Raunar hefur komið fram að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mun gera tillögu um að þau tólf þúsund tonn af kvóta sem Hagræðingarsjóði hafa áskotnast skuh notuð til slíkrar skiptingar. Þessum hugmyndum hefur verið tekið misjafnlega. Stjómarandstöðuflokkarnir hafa lýst sig sammála til- lögu sjávarútvegsráðherra og einstakir stjómarliðar sömuleiðis. Sterk andstaða er hins vegar gegn því innan ríkisstjórnarinnar og þá einkum hjá flokksbræðram sjávarútvegsráðherra. Friðrik Sophusson flármálaráð- herra hefur hafnað þessari leið og Davíð Oddsson for- sætisráðherra líkir henni við aðferðir Munchhausens baróns sem dró sig og hest sinn upp á hárinu þegar hann festist í dýinu. Alþýðuflokksráðherramir sýnast vilja samþykkja hugmyndina um Hagræðingarsjóðinn gegn því skilyrði að veiðileyfagjald verði jafnframt tek- ið upp og stefnan í sjávarútvegsmálum stokkuð upp. Hagræðingarsjóður hefur verið til í nokkur ár. Sjóð- urinn verður til með þeim hætti að skip, sem sigla með aflann í gámum, verða að sjá af hluta af kvóta sínum í sjóðinn sem nokkurs konar aflausnargjald eða tíund af þeirra hálfu. Þessi kvóti hefur síðan verið notaður til úthlutunar til hagræðingar fyrir byggðarlög sem á hafa þurft að halda. Tólf þúsund tonna afli hefur vissulega sitt að segja og munar um minna. Á síðasta Alþingi vom hins vegar sett lög um að selja þennan kvóta hæstbjóðanda og tekjur Hagræðingar- sjóðs af þeirri sölu notaðar til að standa undir rekstri Hafrannsóknastofnunar og auknum fiskirannsóknum. Er áætlað að þannig fáist 500 milljónir króna en það er stóraukið fé til rannsókna frá því sem verið hefur. í þeirri erfiðu stöðu, sem nú er komin upp, sýnist ekki óeðlilegt þótt hinni nýju tilhögun á Hagræðingar- sjóði verði ffestað og breytt. Að minnsta kosti ef það mætti lina það áfall sem sum sjávarpláss verða fyrir vegna niðurskurðarins. Víst er það spónn úr aski ríkis- sjóðs, sem þar af leiðandi verður áfram að standa undir beinum tiárveitingum haf- og fiskirannsókna, og víst er það slæmt ef afleiðingin verður sú að Hafrannsókna- stofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til að færa út kvíamar. Á hinn bóginn blasir það við að sjávarútvegurinn þarf á aðstoð að halda til að komast í gegnum tíma- bundna erfiðleika og ríkissjóður jafnt sem þjóðarbúið í heild verður að leggja mikið á sig til að undirstöðufram- leiðslugreinin lifi þær þrengingar af. Ef tillaga sjávarút- vegsráðherra nær fram að ganga þýðir það að ríkissjóð- ur verður áfram að leggja fram fé til reksturs Hafrann- sóknastofnunar á fjárlögum en það hefur hann gert fram að þessu. Sýnist það engin goðgá. Það var heldur ekki ætlunin 1 upphafí að Hagræðingarsjóður væri til annars en þess sem sjávarútvegsráðherra er nú að leggja til. Auðvitað væri æskilegt að fleira héngi á spýtunni varðandi uppstokkun í sjávarútvegi, eins og hér hefur margoft verið bent á. Þær breytingar geta komið í fram- haldi af fyrstu viðbrögðum ríkisstjómarinnar enda ljóst að björgunarstarfsemin gagnvart sjávarútveginum er rétt að byija. Hagræðingarsjóður er aðeins lítill hluti af dæmi öllu- Ellert B. Schram .Safnahúsið mætti sfðar tengja Arnarhvoll meö göngum neðanjarðar segir m.a. f grein Valdimars. Hæstiréttur og Safnahúsið Salurinn" og aðliggiandi vistar- Þrátt fyrir tíma erfiðleika og samdráttar er nauðsynlegt að huga að ýmiss konar uppbyggingu sem rétt er að standa að eftir því sem efni og aðstæður frekast leyfa. Verður umræðuefnið hér á eftir í samræmi við það. Loks hyllir undir að Þjóðarbók- hlaðan verði fullgerð og mun nú miðað við árið 1994. Vonandi stand- ast þær áætlanir, enda verða þá lið- in 20 ár frá því að þjóðin gaf sér hana í tilefni af 11 alda byggð í land- inu 1974. Þegar verkinu lýkur verður Safnahúsið við Hverfisgötu laust til annarra nota. Þar voru lengi íjögur söfn: Landsbókasafnið, sem flyst í Þjóðarbókhlöðuna, Þjóð- skjalasafnið, sem smám saman er að koma sér fyrir í gömlu mjólkur- stöðinni við Laugaveg, Þjóðminja- safnið, sem flutti í eigið hús viö Suðurgötu á árunum 1950-1952 og reist var í tiiefni lýðveldisstofnun- arinnar 1944 (þar munaði aðeins 6-8 árum á tilefninu og verklokum) og Náttúrugripasafnið sem segja má að lengi hafi verið á hrakhólum en hugmyndir munu uppi um aö rísi í áföngum í Vatnsmýrinni ná- lægt Norræna húsinu. Nýtt hús fyrir Hæstarétt Hæstiréttur mun hafa haft áhuga á að komast í Safnahúsið, enda mjög þröngt um hann í núverandi húsakynnum. Nú hefur hins vegar veriö ákveðið að svo verði ekki, heldur að byggt verði yfir Hæsta- rétt við fyrsta tækifæri. Mun sú skoðun almennt rikjandi aö bygg- ingunni þurfi að finna stað í eða við miðbæinn þar sem helstu stofn- anir þjóðarinnar eru fyrir. í sjálfum miðbænum er eðlilega fárra kosta völ þótt viöunandi lausn kunni að finnast. Hér verður hins vegar stimgið upp á homi Bjarkargötu og Skothúsvegar fyrir Hæstarétt, í gamla seinsprottna tijáreitnum sem þar er. Margir munu reka upp stór augu og spyrja hvort fara eigi að byggja í Hljóm- skálagarðinum. Því er til aö svara að oft getur farið vel á því að selja stofnanir niður í almenningsgöröum og hér þá þess heldur aö ekki verður um stóra byggingu að ræða. Einungis þarf að haga því svo til að garður- inn nái alveg aö húsinu og að öll bílastæði verði neðanjarðar. Mundi húsið njóta sín vel á þessum stað og raunar styrkja ímynd KjaUarinn Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. garðsins sem nokkuð hefur fölnaö með árunum. (Ekki verður svo minnst á ný- byggingu fyrir Hæstarétt að ekki sé einnig minnst á þörfina fyrir vel búið fangelsi. Þjóðin vaknaði upp við þær upplýsingar fyrir nokkru að í húsnæðismálum fanga ríkti hálfgert miöaldaástand. Sem betur fer eru fangar hérlendis ekki fjöl- mennur þrýstihópur en menning- arstig þjóöa fer æði mikið eftir því hvemig búið er að þeim sem um stundarsakir em sviptir frelsinu. - Enn sem komiö er fáum viö ekki háa einkunn á þeirri mælistiku.) Framtíöarnot Safnahússins En þá em það framtíðamot Safnahússins. Húsið hefur þá sér- stöðu að í því er „Salurinn“ með stórum staf, eins og glöggskyggn maður orðaði það, og er auk þess rétt þjá núverandi og væntanlegum stjómarráðsbyggingum. Þjóðfélag, sem hefur ekki betra aö bjóða gestum sínum en rishæð rúgbrauðsgerðar (loftið með kýr- augunum!), þarf sannarlega á viröulegri húsakynnum aö halda. vemr í Safnahúsinu gætu hins veg- ar skapað móttöku gesta og funda- höldum hæfilega umgjörð. Nefnt hefur verið að flytja þangað forsætisráðuneytiö en líklega væri enn betra að það tæki við núver- andi húsnæði Hæstaréttar sem síð- an má stækka til austurs ef vill. Til þess að halda uppruna Safna- hússins að hluta hefur verið nefnt að koma mætti þar upp bókminja- safni og stjómsýslusafni. Vel gæti þetta farið saman við áðurnefnt hlutverk, þ.e. gestamót- töku og fundahöld en því til viðbót- ar mætti hugsa sér litlar, samfelld- ar sýningar á vegum Ámastofnun- ar, þjóðháttadeildar Þjóðminja- safns og fleiri aöila. Árlega, í t.d. mánuð á hveiju sumri, mætti auk þess leggja „Salinn" undir slíkar sýningar og þá ættu allir aðgang að húsinu sem vildu. Þann tíma gengi Safnahúsið í endumýjun líf- daga og mundi það gleðja marga sem í æsku gengu þar prúðir og hátíðlegir um sali. Safnahúsið mætti síöar tengja Amarhvoli með göngum neðan- jarðar en bílastæðinu á milli þyrfti að breyta í virðulegt „Stjómarráðs- torg“ er tengdist Amarhóli. Allt svæðið frá Hverfisgötu niður að , Skúlagötu yrði þá byggt ráðuneyt- um og skyldum stoftiunum. Fyrst yrði Amarhvoll líklega framlengdur aö Sölvhólsgötu en síöan veitti ekki af að fara að und- irbúa byggingu utanríkisráðuneyt- is viö Skúlagötu eins og talað hefur verið um ef taka á hana í notkun á aldarafmæli Sljómarráðsins áriö 2004. Hús Landsímans og Landssmiðj- unnar viö Sölvhólsgötu þyrfti aö endurbyggja fyrir einhveijar stofn- anir og nóg pláss ætti að vera á svæðinu til þess að reisa bíla- geymslur eftir þörfum. Valdimar Krístinsson -\ • „... oft getur farið vel á því að setja stofnanir niður í almenningsgörðum og hér þá þess heldur að ekki verður um stóra byggingu að ræða. Einungis þarf að haga því svo til að garðurinn nái alveg að húsinu og að öll bílastæði verði neðanjarðar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.