Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Side 36
Hafir þú ábehdingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrí ft-Dreifing: Sími 63 27 00
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 27. JÚLl 1992.
HaUdórBlöndal:
Sæti meiri nið-
urskurðien
“ aðrir ráðherrar
„Samkvæmt fyrstu drögum frá því
í apríl varðandi fjárlagagerðina fyrir
næsta ár er ætlast til að meira verði
skorið niður í landbúnaðarráðuneyt-
inu heldur en í öðrum ráðuneytum,
annað árið í röð. Og eins er tekið
mjög myndarlega á varðandi sam-
gönguráðuneytið. Nú skilst mér aö
menn vilji halda því verki áfram að
ná ríkisfjármálunum saman. Ég geri
ráð fyrir því að hver og einn velti
því fyrir sér hver hlutur hans sé í
því efni, ekki síður alþýðuflokks-
menn heldur en sjálfstæðismenn,“
segir Halldór Blöndal landbúnaðar-
og samgönguráðherra.
.— Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að
framlög til landbúnaöarmála verði
skorin niður um tvo milljarða á
næsta ári, þar af milljarður í niður-
greiðslum. Þá hafa kratar neitað að
ganga frá nýjum búvörusamningi við
bændur fyrr en samstaða hefur náðst
innan rikisstjómarinnar um fjár-
lagatillögur þeirra.
Halidór segist ekki tilbúinn að
ræða opinberlega frá þeim ágreiningi
sem risinn er upp innan ríkisstjóm-
arinnar um landbúnaðinn. Hann
segir málið verða til umræðu á ríkis-
sijómarfundi í dag og þá muni línur
skýrast. -kaa
Þverá í Öxarfirði:
Ungurdrengur
drukknar
Ungur drengur á þriðja aldursári
féll í Þverá í Öxarfirði við sumarbú-
staðaiand við ána og drukknaði.
Slysið varð laust fyrir klukkan 4 á
laugardag. Þrjú böm munu hafa ver-
ið að leik við ána og eitt bamanna
fallið í hana. Hin bömin gerðu við-
vart og björgunarsveitin á Kópaskeri
-*var kölluð á staðinn til leitar.
Drengurinn fannst um tveimur
tímum síðar, nokkm neðar við ána
og var látinn er að var komið. Ekki
er hægt aö greina frá nafni drengsins
aðsvostöddu. -ÍS
EM yngri spfiara 1 bridge:
íslendingar
lentu í 17. sæti
Evrópumóti yngri spilara lauk í
gær með sigri Itala en íslenska
landsliðið endaði í 17. sæti af 23 þjóð-
um. Árangur liðsins veldur nokkrum
vonbrigðum þar sem liðið var í 8.
-ÍÞsæti er mótið var hálfnað. Láðinu
gekk mjög illa í síðari hluta mótsins
oghrapaðiniðurum9sæti. -ÍS
LOKI
Hvað hafa Halldórog
sauðkindin til saka unnið?
fefeMJPŒ'liARMM HIAll
POi SlGlilil IHvO
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur fengið aukið fylgi
við sinar hugmyndir um leyfilegan
afiá á næsta ári. I fýrstu virtist sem
Þorsteinn hefði lítinn sem engan
stuðning í eigin þingflokki en nú
hefur fylgi við hans hugmyndir
aukist jafnt og þétt. Þingmenn Al-
þýðuflokks voru fyrir fáum dögum
lítt hrifnir af hugmyndum Þor-
steins um afla á næsta ári en nú
virðist sem hann sé að vinna þing-
flokk Alþýðufiokks á sitt band.
Þorsteinn vill að ekki verði veidd
nema 190 þúsund tonn af þorski á
næsta fiskveiðiári en hann vill taka
áhættu í öðrum tegundum og að
veidd verði 30 til 35 þúsund þorsk-
ígildistonn umfram þaö sem Haf-
rannsóknastofnun leggur til. Um
þetta virðist aukinn stuðningur
vera.
Veiðiheimildir Hagræðingarsjóðs
eru annað raál. Þar er ekki sam-
staöa um hvort veiðiheimildunum
verður úthlutað eins og Þorsteinn
vill.
Sighvatur Björgvinsson segir það
sama að gefa eftir með veíðiheim-
ildir Hagræðingarsjóðs og styrlga
sjávarútveginn með 500 milljóna
króna framlagi. Friðrik Sophusson
er sömu skoðunar. Eins og kunn-
ugt er eiga veiðiheimildir Hagræð-
ingarsjóðs að skila 525 milljónum
króna til að standa undir rekstri
Hafrannsóknastofnunar. Verði
heimildunum úthlutað þarf að fjár-
raagna Hafrannsóknastofnun með
framlagi úr ríkissjóði.
Nú er rætt um, sem málamiðlun,
aö það sem veitt verður úr öðrum
stofnum en þorski, það er umfram
það sem Hafrannsóknastofnun
leggur til, veröi selt og þaö verði
einnig gert með kvóta Hagræöing-
arsjóðs en ekki á um 40 krónur
kílóið heldur á sex tii átta krónur
kílóið. Þetta myndi skila ríkissjóði
ámóta upphæö og ef kvóti Hagræð-
ingarsjóðs yrði seldur á 525 millj-
ónir króna.
Rikisstjómarfundur er í dag.
Fískveiðiraáiið er ekki á dagskrá.
Þingflokkur Alþýðufiokksins kem-
ur saman í dag til að ræða fiskveiði-
málið. Ákvörðun um ársaflann
verður tekin á ríkisstjómarfundi
morgun. Þegar Friðrik Sophusson
fjármálaráöherra var spuröur í
gær hvort samstaða yröi innan rík-
isstjórnarinnar sagðist hann ekki
vera i nokkrum vafa um aö svo
yrði. -sme
Sighvatur Björgvinsson:
Þeim stóð greinilega ekki á sama sem horfðu á Tómas Tómasson stökkva
í teygju trá krana við Kringluna í gær. Þar var samankominn fjöldi manns
sem varpaði öndinni léttar þegar ofurhuginn var lentur. DV-myndir GVA
Velferð mannskepnunnar
eða sauðkindarinnar?
„Hvort eiga menn að passa meira
upp á velferð mannskepnunnar eða
velferð sauðkindarinnar," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson um tillögu Al-
þýðuflokksins um verulegan niður-
skurö til landbúnaðarmála á næsta
ári.
Þegar Sighvatur var spurður hvort
Alþýðuflokksmenn ættu í átökum
við Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra vegna þessa svaraði hann:
„Það er skoðanaágreiningur á milli
okkar. Halldór hefur ýmislegt til síns
máls þegar hann segir að ástandið í
landbúnaðinum sé orðið mjög slæmt
vegna mikils samdráttar. Þá spyrjum
við á móti hvort rétt sé að svara því
með að halda áfram að moka pening-
um í sömu framleiðslu - sem er langt
umfram þaö sem þjóðin þarf á að
halda, er það rétta aðferðin?" sagði
Sighvatur Björgvinsson.
-sme
Maður drukknar í Reyðarfjarðarhöf n
Bifreiö var ekið fram af bryggju-
kanti hafnarinnar 1 Reyðarfirði und-
ir morgun aðfaranótt sunnudagsins
meö þeim afleiðingum að ökumaður
bílsins drukknaði. Hinn látni var 32
ára Reykvíkingur.
Lögreglunni á Eskifirði höfðu bor-
ist fréttir frá Reykjavík þar sem farið
var að óttast um manninn og var
talið að hann hefði verið á leið til
Reyðarfjarðar. Leit var gerð á staðn-
um og kafari fann bifreiðina í höfn-
inni laust eftir klukkan 7 á sunnu-
dagsmorgun. -ÍS
Tilkynnt var um innbrot í Múla-
kaffi í nótt en þaðan var stolið skipti-
mynt. Ekki er vitað hver eða hverjir
voru þar að verki. Málið er í rann-
sókn hjá RLR.
-bjb
Veðrið á morgun:
Rigning eða
skúrirum
mestallt land
Á hádegi á morgun verður rign-
ing eða skúrir um mestallt land-
ið. Hitastigið verður á bilinu 8-
12 stig og hlýjast verður á Norð-
urlandi.
Veðrið í dag er á bls. 44
Wb
Kjúklinga-
borgarar
Kentucky
Fried
Ghicken