Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Side 9
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
9
Uppskrift vikunnar:
Grillaður pólitíkus
„Þaö hlýtur að vera spuming bæði
fyrir David Mellor og John Major
forsætisráðherra hvort maður sem
húið er aö rýja mannorðinu, jafnvel
þótt með rangindum sé, geti sinnt
starfi ráðherra," segir Brian Gould,
skuggaráðherra breska Verka-
mannaflokksins í menningarmálum.
Hann vill auðvitað að andstæðingur
sinn fari frá en hefur jafnframt lýst
samúð sinni með honum.
Mellor hefur á síðustu vikum lent
í einhveijum hörðustu hremmingum
sem nokkur stjórnmálamaður getur
ratað í. Hann er aðhlátursefni al-
mennings, jafnvel þótt sögur um ból-
farir hans í búningi knattspymuliös-
inns Chelsea með leikkonunni Anto-
níu de Sancha séu ósannar. Og hann
David Mellor sýndi það hugrekki
skömmu eftir að hneykslið komst í
hámæli að mæta á leik með
Chelsea.
hefur einnig verið sakaður um að
hafa haft of náin kynni við dóttur
PLO-leiðtoga.
Gould skuggaráðherra kallar það
kraftaverk ef nokkur stjórnmála-
maður getur lifaö slíkt af. Gould seg-
ir að hann geti sjálfur vart talað um
menningarmál lengur því fólki sé nú
hlátur efst í huga þegar minnst er á
þennan málaflokk.
Uppskriftsemekki
geturbrugðist
En hvernig stendur á þessari aðfór
að Mellor? Hveijum er svo óskaplega
í nöp við hann að ævintýralegar sög-
ur era spunnar upp til að sverta
mannorð hans? Sennilega er engum
sérstaklega illa við hann. Mellor hef-
ur bara verið grillaður í tilraunaeld-
húsi breskra slúðurbera samkvæmt
nýrri og mjög spennandi uppskrift.
Allt sem þarf í þessa eldamennsku
er:
Atvinnulaus leikkona með fortíð
og ríka þörf fyrir athygli og
peninga. Betra að hún hafi
leikið í klámmynd.
Misheppnuð skáldkona sem
útgefendur lita ekki við.
Hún gerir allt til að sanna
hæfileikana.
Fær umboðsmaður með sambönd
á réttum stöðum og áhuga á
peningum.
Hráefnið er síðan kryddað með
siðleysi og illgimi eftir smekk.
Aðferðin er að umboðsmaðurinn
kynnir skáldkonuna fyrir leikkon-
unni og saman sjóða þær sögu sem
er nógu æsileg til að slúðurblöðin
kaupi. Umhoðsmaðurinn fer á stúf-
ana meö söguna og selur hana hæst-
bjóðanda.
Aðeins 5% lygi
í máli Mellors gekk þessi aöferð
fullkomlega upp. The Sun keypti sög-
una fyrir 20 þúsimd pund og Mellor
var kominn á grillið. Trúlega hefði
þó ekki allt gengið eftir ef Mellor
hefði ekki áður orðið að viðurkenna
samband sitt við leikkonuna.
Menn hafa leikið sér að því að
reikna út að við söguna þurfti aðeins
að bæta 5% lygi til að hún væri jafn-
góð og ný. Mellor var nefnilega þegar
búinn að valda hneyksli með sam-
bandi sínu við Antoníu de Sancha.
Nú var bætt við að hann hefði verðið
í búnigi Chelsea og með takkaskó á
fótum í rúminu með henni.
Húsmóðirinnýtur
skáldalaunanna
Skáldkonan í sögunni heitir Jo-
anna Horaim Ashbourn, rúmlega
fertug húsmóðir með mikinn áhuga
á að setja saman sögur. Útgefendur
hafa ekki metið hæfileka hennar að
verðleikum til þessa þannig að hún
varð sj álf að gefa út einu skáldsöguna
sem komist hefur á prent. Síðast
fréttist af frú Ashboum á hóteli í
Sviss þar sem hún naut gróðans af
samstarfi sínu viö Antoníu og um-
boðsmanninn Max Clifford.
Sagan um Mellor og Chelsea-bún-
inginn varð að öllum líkindum til á
skrifstofu Cliffords. Hann hafði og
hefur enn það hlutverk aö koma
þeim báðum á framfæri. Antonía var
búin að lofa að selja blöðunum aldrei
sögu sína. Því var nauðsynlegt að
skáldkonan Ashboum segði hana
sem náin vinkona Antoníu. Allt
bendir þó til að þær hafi fyrst kynnst
á skrifstofu umboösmannsins.
-GK
M
Opiö Laugaröag 10-16 og Súnnudag 12-16
EINS^KTT/EKIF/ERI
Allir fá gos og Marabou sœlgœti
SÉRTILBOÐ:
NNRETTINGUM
OG FATASKÁPUM
með bœði hvítlökkuðum
og Fulinga huröum,
meö bœði hvítlökkuöum
og plasthurðum.
M
METRÓ
MOGNUÐ VERSLUN I MJODD
Álfabakka 16 @ 670050
* GILDIR EKKI A INNRETTINGUM OG HEIMILISTÆKJUM