Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
11
Vísnaþáttur
Brageyrað er víða veikt
Þeir eru að líkindum ekki ýkja
margir meðal íslendinga sem aldrei
hafa reynt að hnoða saman vísu
þótt árangurinn hafi verið ærið
misjafn, eins og öllum mun kunn-
ugt. En ef' þeim sem reynir tekst
aö koma saman einni frambæri-
legri stöku er þó betur af stað farið
en heima setið. Og hjá mörgum
hafa fleiri fylgt á eftir því að æfmg-
in gerir meistarann. Og víst væri
skarð fyrir skildi væru aðeins snill-
ingamir viðurkenndir. Gætum við
þvi tekið undir með Snæbimi Ein-
arssyni, kennara og skáldi, sem
kvað:
Oft varð litlu landi
lið að skáldsins tungu,
þó að þagni rómur
þeirra, er fegurst sungu.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Inn í Baldurs björtu hjörð
barstu lamb hins snauða.
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
kvað svo að loknum skoðanaskipt-
um um skáldskap:
Brageyrað er víða veikt,
virðist hæfni missa.
Eitt er víst að illa kveikt
andagift er skyssa.
Ekki er lengur metið mál,
meitlað eins og forðum.
Andans veislur orðnar tál,
atómsull á borðum.
Gísli Stefánsson í Mikley í Skaga-
firði yrkir svo um ferhenduna:
Hún með söng og kærleikskoss,
kjamafóngum sönnum,
hefur löngum yljað oss
útigöngumönnum.
Sigurði Snorrasyni, bóna á Gils-
bakka í Hvítársíðu, var ekki síður
ljóst gildi hennar:
Þá á tungan engan yl,
enga fagra sögu,
þegar ekkert efni er til
í ferskeytta bögu.
Og Höskuldur Einarsson frá Vatns-
homi í Skorradal tekur í sama
streng:
Lítil vísa, ein og ein,
áður vakti gaman,
bætti heldur mannleg mein
meðan við náðum saman.
Og alltaf skyldi hugur fylgja máli.
Bjami Jónsson frá Gröf:
Vanalega vísan hálf
verður iUa kveðin,
ef hún kemur ekki sjálf
eins og hjartagleðin.
Séra Sigurður Einarsson í Holti,
skáld, hefur þetta til málanna að
leggja:
Oft á stundum unaðar
yngdist lundin forðum,
þegar á fundum vina var
visa bundin orðum.
Kuldabál þótt biti láð,
bryddi álinn gaddi,
stuðlamálið stælt og fáð
styrkti sál og gladdi.
Óðinn þver, sem áður bar
yfir þveran dalinn.
En ei munu verin orðlistar
öll í frera kalin‘
Sigurbjöm Stefánsson skósmiður
hafði rangfeðrað vísu í vísnaþætti
útvarpsins, eignað hann Baldri á
Ófeigsstöðum. Þá barst honum svo-
hljóðandi vísa frá réttum höfundi,
Jóni Bjamasyni í Garðsvik:
Þekkist enn á okkar jörð
ófrjálst takið sauða.
Asgrímur Kristinsson frá As-
brekku orti svo eftir að hafa hlýtt
á nýtísku skáldskap fluttan í út-
varpi:
Geymdi þjóðin andans auð,
unni ljóðum hreinum.
Er nú glóðin alveg dauð,
aska í hlóðarsteinum?
Kannski hefur Jakob Thorarensen
kveðið af svipuðu tilefni:
Það er auma ástandið
ýmsra frægra beima,
em stórskáld út á við,
aulabárðar heima.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
gerir atómljóðin að yrkisefni:
Vísna-glóðin folna fer,
flestir hljóðir stara.
Atómljóðin era hér
orðin móðins vara.
Metur þjóðin menntafróð
mikla kvæðafenginn?
Sitt úr hverju horni hljóð,
en höfuðstafur enginn.
Friðþjófur Guðlaugsson hefur trú
á yfirburðum hefðbundins kveð-
skapar:
Enn mun stakan eflaust lifa
aldir, kannski meir.
Áfram þegar árin tifa
atómljóðið deyr.
Og Jón Bjamason frá Garðsvík er
sama sinnis:
Atómljóðin aldrei ná
alþýðunnar hylli.
Þetta mgl er flótti frá
feðra vorra snilli.
Lokaorðin á að þessu sinni hinn
snjalli hagyrðingur Bjami Jónsson
frá Gröf:
Nú léttist óðum listamannsins starf,
lækkað hefur andans frægðartindur.
í nýju ljóðin lítið af rími þarf,
leirinn þau svo prýðilega bindur.
Torfi Jónsson
Opið sunnudaga
til fimmtudaga
til kl. 2 eftir iniðnætti
Föstud. og laugard.
til kl. 4 eftir miðnætti
VIDEO-START (Skeifuhúsí)
Verð á spólum
95
195
295
395
EXTRA-EXTRA
Allir þættir
á veröi
einnar spólu
50%
afsláttur vió
aðra spólu sem tekin er
$ N» W C 0 § í 0' FS CS í. tí 1
£ í i \ l Or *í löllfí ÁiD ij i
Myndform komin
fyrri og seinni hluti
Háskólabió - komin
Steinar 21. sept.
C.I.C. 22. sept.
C.I.C. 22. sept.
Allt Maarud
snakk
MMIHATTM GOTT! á 125 kf.
Jifet 1 % litri lérstöku tilboðsverði
a 130 kr. Laugardag og sunnudag Afbragos samldkur á 180 kr.
BÓ5«
SP®'
I
%
\
%
Skemmuvegur
IffÍPP^ j, 14;’ * r 2 f-
ó S 0 ®
StEVt MAfniN nfANf. Kt.AI'OM MAtTON StiOftT
’Mý* Hi« » ><:« Om
Bíómyndir, 22. sept. Háskólabíó, 23. sept.
iszéaSti
Skifan, 24. sept.
Steinar, 12. okt.
Opið til kl. 4 i nótt
| 11 gpHb Á
i f i n i i
■MTART
Smiðjuvegi 6 - s. 677005 - Kóp.
1 f i|li
Afell M
hbbbdhbbiibhbhbbbbbbhhbbhbbhhhíI