Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Erlend bóksjá______ Sex skáldsögur í leit aö Booker Sex bækur hafa verið valdar í úr- slitakeppni hinna eftirsóttu bresku Booker verðlauna fyrir bestu skáld- sögu ársins. Verðlaunaupphæðin er 20 þúsund sterlingspund eða ríflega tvær milljónir króna. í tímans rás hafa ýmsir heims- þekktir rithöfundar hlotið þessi verðlaun, þeirra á meðal nóbelsverð- launahafarnir William Golding og Nadine Gordimer og flóttamaðurinn Salman Rushdie sem enn er í felum vegna dauðadóms sem sanntrúaðir klerkar íslams kváðu upp yfir hon- um fyrir nokkrum árum. í fyrra hiaut þau nígerískur rithöfundur, Ben Okri, fyrir skáldsöguna „The Famished Road“. Til þessara verðlauna er hægt að tilnefna verk á ensku eftir höfunda frá Bretlandi, Samveldislöndunum öllum, Suður-Afríku og írlandi. Að þessu sinni fékk dómnefndin til yfir- lestrar á annað hundrað skáldsögur. Þær sex bækur, sem keppa um sig- urlaunin að þessu sinni, eru: „The Enghsh Patienf ‘ eftir Michael Onda- atje, „Black Dogs“ eftir Ian McEwan, „Serenity House" eftir Christopher Hope, „The Butcher Boy“ eftir Patrick McCabe, „Daughters of the House" eftir Michele Roberts og loks „Sacred Hunger" eftir Barry Uns- worth. Horft í sortann Dómnefndum er alltaf mikill vandi á höndum. Þær geta aldrei gert svo öllum Uki. Núna hefur verið að þvi fundið að í öllum þessum sex skáldsögum sé um of horft í sortann. Viðfangsefnin séu afar dimm og drungaleg; stríð, fangabúðir og ofbeldi. Það skorti sumsé að margra áliti örUtla sólar- geisla bjartsýni og fyndni. En lítum nánar á þessar sex bækur og höfunda þeirra. Stríð og ofbeldi Christopher Hope er frá Suður- Afríku. „Serenity House" er fimmta skáldsaga hans og íjallar um sígilt efni, helfórina gegn gyðingum. Nafn bókarinnar vísar til frekar dapurlegs elUheimiUs sem rekið er í London. Vistmenn eru þar margir Ben Okri með sigurskáldsöguna á síðasta ári. Símamynd Reuter Christopher Patrick McCabe. Hope. skyldu sína. Eins konar endursögn Grimmsbræðra á ógnarverkum nas- ista segir einn gagnrýnandinn. Fangabúðir nasista koma einnig við sögu í „Black Dogs“ eftir breska rithöfundinn Ian McEwan sem keppti viö Salman Rushdie um Book- er-verðlaunin árið 1981 og beið lægri hlut. Hann íjaUar hér um ofbeldi og afleiðingar þess, þar á meðal vald- beitingu gamalla nasista og nýrra. Það er hin gamla og nýja Evrópa of- beldisins sem höfundurinn dregur fram í dagsljósið og sögumaðurinn spyr hvort eitthvað gott geti risið af slikri blóðidrifinni fortíð. „Daughters of the House“ eftir Mic- hele Roberts tekur einnig fyrir lang- an skugga styrjaldarinnar miklu. Roberts, sem kennir ritstörf við enskan háskóla, hefur sent frá sér fimm skáldsögur. Þessi gerist í Frakklandi. Söguhetjumar, sem al- ast upp í Norðmandí, fmna brotið Michele Roberts. Barry Unsworth. hverjir að bíða eftir dauðanum og fá að minnsta kosti óbeina aðstoð við að komast á leiðarenda. Einn vist- mannanna heitir Max Montfalcon. En á bak við þetta enska nafn er fal- in óhugnanleg fortíð sem smám sam- an kemur fram í dagsljósið. Hann er í raun og veru MaximiUan von Falk- enberg - læknir sem starfaöi á vel- mektarárum Hitlers sem eins konar Mengele í útrýmingarbúöum nasista í Póllandi og sendi þar fjöldan allan af fólki í dauöann án þess að finna til hins minnsta samviskubits; hann var jú bara embættismaður aö gera Michael Ondaatje. lan McEwan. altari niöurgrafið í skóginum. Það er hluti leyndarmáls sem hvílt hefur sem mara yfir þorpinu þeirra síðan á stríðsárunum og hefur líka áhrif á líf ungmennanna. Slátrarar og þrælar „The Butcher Boy“ er eftir írskan rithöfund, Patrick McCabe, en hann er búsettur í London. Fyrsta skáld- saga hans kom út árið 1989. Sögumaður McCabe að þessu sinni er ofbeldissinnaður pUtur sem nýtur þess að ofsækja nýjan dreng í skólan- um og síðan einnig fjölskyldu hans. Loks er gripið í taumana og pilturinn sendur á stofnun fyrir vandræða- drengi. Þegar hann fær svo starf í sláturhúsi getur hann loks fullnægt hvötum sínum svo um munar. Barry Unsworth, sem nú býr í Finnlandi, fjallar um þrælahald í sögulegri skáldsögu sinni, „Sacred Hunger", sem gerist árið 1752. Þar segir frá þrælum sem fluttir eru sjó- leiðina frá vesturströnd Afríku tU Liverpool og hvítu mönnunum sem hafa flutningana og mansalið að at- vinnu. Enski sjúklingurinn Þá er einungis ónefnd sú skáldsaga sem flestir spá að hljóti Bookerinn 13. október næstkomandi - „The English Patienf ‘ eftir Michael Onda- atje sem er ættaður frá Sri Lanka en búsettur í Kanada. Ondaatje hefur birt nokkrar skáld- sögur síðan sú fyrsta kom út árið 1979 og hér er að hluta til fjallað um sömu persónur og í „In the Skin of a Lion“ frá árinu 1987. Sögusviðið í The English Patient er Toscana á ítahu á síðustu mánuð- um síðari heimsstyijaldarinnar. Enski sjúkhngurinn, sem nafnið vís- ar tU, er skaðbrenndur og því óþekkj- anlegur maður sem kanadísk hjúkr- unarkona reynir aö hlúa að ásamt ítölskum innbrotsþjófi og njósnara og indverskum sprengjusérfræðingi. Ondaatje segir sögu þessara persóna frá ólíkum sjónarhornum og afhjúp- ar um leið smátt og smátt leyndar- dóminn um enska sjúklinginn. Meistaraverk segja sumir gagnrýn- enda. DV Skáldsaga um Elvis Elvis Presley ætlar seint að fá friö. Enda hefur hann reynst mörgum góð tekjulind eftir dauð- ann, ekki sist bandarískum fjöl- miðlum. Þá fær ruglað fólk útrás fyrir hvatir sínar við að sjá hann birtast nánast á öðru hverju götu- horni í Ameríku og segja frá því í fjölmiðlum. Nú hefur bandarískur blaða: maður og rithöfundur tekið sig til og samið skáldsögu sem aug- ljóslega fjallar um Elvis Presley þótt söguhetjan heiti reyndar Leroy Kirby. Hér er ferill Elvis rakinn frá barnæsku gegnum fyrstu frægðarárin í rokkinu, allt þar til hann var kallaður í banda- ríska herinn og sendur til Þýska- lands. Þetta er auðvitað saga sem margbúið er að segja. Hins vegar hefur höfundurinn kynnt sér við- fangsefnið rækilega. Hann gefur því ágæta innsýn í heim rokksins sem greip unglingana svo heiftar- lega á síðari hluta sjötta áratug- arins. Það gefur sögu, sem annars er í hefðbundnum stórstjörnu- sápuóperustíl, nokkurt gildi. TENDER. Hölundur: Mark Childress. Penguin Books, 1992. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Slsphon Prr- THE LIAR. 2. Joanna Trollopn: THE RECTOR Í WIFH. ». Frodortck Forsyth: THE OECEIVEfl. 4. Ellls Potors: THE 8UMMER OP THE DANES. 5. JeErey Archer, AS THE CROW FUEB. 6. Dnvhl todge: PARADISE NEWS. T. Cttve Barker: IMAJICA. 8. Cðlln Derter: THE JEWEL THAT WAS OUR3. % Davld Eddlntje: SEEREBS OF KELL. 10. ASna Reyes: THE 8UTCHER. Rlt almenns eðlis: 1. Rðnutph Flertnee: THE FEATHER MEN. 2. Terry Smlth: ACCOUNTING FOR GROWTH. 3. Peter Mayte: TOUJOURS PROVENCE. 4. Peter Mayle: A VEAfl IN PflOVENCE. í. Laurle Lee: A MOMENT OF WAR. e. ani Bryson: NEITHER HERE NOR THERE 7. Laföl Portescue: PERFUME FROM PROVENCE 8. Hannah HsunteU: HANNAH: THE COMPLETE &TORY. 8. Kathnrine Hepbum; ME: STORIE6 OEMY LIFE. 10. Oeborah Tennan: THAT ISN’T WHAT I MEANt (Byoat á Tha Sunday Thnes) Bandarikin Skáldsögur: 1. John Griaham: THE FIRM. 2. John Grlsham: A TIME TO KILL. 3. Kan FoHett NIGHT OVER WATER. 4. Tom Ctancy: THE SUM OF ALL EEARS. 5. Jamos A. Mlchaner: THE NOVEL. 8 SHtphen Ktoflt NEEDFUL THINGS. 7. Fannle Flaflflt OAISY FAV ANO THE MIRACLE MAH. 8: Fannle Flagg; FRIED GREEN TOMATOE8 AT THE WHISTLE STOF CAFE. 0. Anne Rlvers Slddons: OUTER BANKS. 10. JJt. Freedmsn: AQAINST THE WIND, 11. WUUam J. Caunltz: éxceftional clearance. 12. Joy Fleldlnfl: SEE JANE RUN. 13. Sandra 8rowK ATHEASURE worth SEEKING. 14. Flera Antliony: THE COLOfl OF HER PAKTIES. 15. Unða Laal Mlller: DANIEL'S BRIOE. Bit aimenns eðiis: 1. RossPerofc UNITED WE STAHD. & D.L. Barlett S J.B. Stoale: AMERICA: WHAT wentwrong? 3. Kalharlna Hepbum: ME: STORIES OF MV LIFE. 4. James 8. Stewart DEN OF THIEVES. 5. Pelar Mayte: A VEAR IN PROVENCE. 8. Deborah Tannen: VOU JUST DONT UNDER3TAND. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLEO. 8. Peter Maylo: TOUJOURS PROVENCE. 3. Martin L. Gross: THE GOVERNMENT RACKET. 10. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEEO TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 11. PJ. O'Rourke: PARUAMENT OF WHORES. (Byggl 4 New Yorit Ttmel Book Revlsw) Danmörk Skáldsögur: 1. Vaclav Havel: DE MAGTESL0SES MAOT. 2. Hcrbjorg Waaamo: DINAS BOG. 3. Ingmar Bergman: DEN GOÐE VHJE. 4. Maurtce Druon: TISTU. 5. Bettv Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 8. SLefano öennl: TERRA. 7. Jean M. Auel: REJSEN OVER STEPFERNE. 8. Jem Rlel: FLERE SKR0NER FRA ET REJSELIV. 9. Bret Eesfon Ellle: AMERICAN PSVCHO. 10. Knud H. Thomsen: BR0OWENE I>A YARteCH CASTLE. (Byggl« Poilliken Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson villigötum Sonur Tims Blackburn er í breska hernum á Norður-írlandi þegar hann er drepinn af IRA- mönnum. Nokkru síðar gengur dóttir hans, Nicole, til liös við hóp ofstækisfullra umhverfisvemd- arsinna sem ætla að bjarga jörð- inni frá tortímningu með hryðju- verkum. Þegar svo kona hans ferst í sprengingu um borð í skipi á Ermarsundi situr Tim uppi fjöl- skyldulaus og örvæntíngarfullur. Það er sjórinn sem verður Tim til bjargar. Hann er gamall af- reksmaður í siglingum og ákveð- ur að sigla á skútu sinni, Storm- child, tíl Suður-Ameríku í von um að finna dóttur sína þar og fa hana til að snúa aftur. En hann kemst fljótlega að því að það er enginn hægðarleikur að komast nærri henni eða öðrum úr þeim samtökum sem hún berst fyrir - enda er hún ekki lengur sú sak- lausa dóttir sem hann þekkti. Þetta er huggulegasta spennu- saga þar sem siglingar og sjó- mennska gegna veigamiklu hlut- verki. STORMCHILD. Höfundur: Bernard Cornwell. Penguin Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.