Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Side 17
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
17
Calypso, Jennifer Ehle, á sér marga aðdáendur í þáttunum Kamilluflöt. Hún vildi ekki giftast Olvier, Toby
Stephens, en þau gera samning um að hún sofi hjá honum brjótist út stríð.
Sjónvarpsþættimir Kamilluflöt:
Uppáferðir og
loftvarnaflautur
Breski framhaldsmyndaflokkur-
inn Kamilluflöt (The Camomile
lawn) hefur vakiö nokkra athygli
sjónvarpsáhorfenda þar sem seinni
heimsstyrjöldin er séö frá öörum
sjónarhóli en venja er. í þáttunum
er lýst ástum og örlögum nokkurra
frændsystkina, íjölskyldum þeirra
og vinum og óhætt er að segja aö
meigináherslan sé á kynlífið, uppá-
feröimar eru ófáar. Þættirnir ger-
ast bæöi á fyrstu árum stríðsins og
einnig 40 árum síðar, þegar persón-
urnar eru í leið í jarðarfor fiðlu-
snillingsins Max.
Leikstjóri þáttanna er Peter Hall,
þekktur og mjög virtur leikstjóri í
Bretlandi. Hann hefur leikstýrt í
35 ár og sett upp yfir eitt hundrað
leikrit í London, New York og víð-
ar. Hall stofnaði The Royal Sha-
kespeare Company 1960 og tók við
af Laurence Olivier sem leikhús-
stjóri þjóðleikhúss þeirra Breta.
Um Kamilluflöt segir hann: „Þætt-
imir eru í senn kynngimagnaðir
og óveiúulegir. Þeir fjalia um kyn-
líf á marga ólíka vegu og það er
erfitt að flnna þá sögupersónu sem
ekki er drifln áfram af kynlífi á
einn eða annan hátt.“
Þættimir Kamilluflöt em gerðir
eftir samnefndri skáldsögu Mary
Wezley sem kom út 1984 og féíl
strax í kramið. Hefur bókin verið
endurútgefm sjö sinnum. Wesley
hefur skrifað frá því hún var ung
en fékk fyrst bók útgefna 72 ára
gömul.
„Ég reyndi að ná stemmningu
fyrstu ára stríðsins. Ég hugsaði
sem svo að ef ég gerði það ekki
mundi ég kannski ekki fá annað
tækifæri til þess. Stemmningin var
þannig að hver kveðjustund gat
verið sú síðasta, þú vissir aldrei
hvert mennirnir vom sendir eða
hvenærþeir kæmu til baka. Því var
hvert stefnumót, hver fundur nýtt-
ur til hins ýtrasta," segir Wezley.
Þegar velja átti stúlku til að leika
Sophie litlu var aðstandendum
vandi á höndum. Eftir langa mæðu
Lom þó engin önnur til greina en
dóttir Peter Halls, Rebecca Hall.
Jennifer Ehle leikur hina kyn-
þokkafullu Calypso þegar hún er
ung. Calypso eldri leikur hins veg-
ar mððir Jennifer, Rosemary Harr-
is. Jennifer Ehle leikur nú á sviði
í leikritinu Tartuffe, sem Peter
Hall stýrir. Hún segir um Calypso:
„Hún er mjög sterkur og skýr per-
sónuleiki, sjálfselsk en viðkvæm.
Hún er mjög ólík mér sjálfri og
þess vegna var það mikil ögmn
fyrir mig að fá hlutverkið."
Pottablóm
20-50% afsláttur
Kerti, 20-40% afsláttur
Sjálfvökvandi ker
30-50% afsláttur
Gjafavörur
20-75% afsláttur
Garðyrkjuvörur, 20-70% afsláttur
Pottahlífar
20-75% afsláttur
Opið 10-19
alla daga
_____________________
/ blómabúð
Tágasett, sófi, tveir stólar og borð,
aðeins kr. 18.800 stgr.
GARÐSHORN
við Fossvogskirkjugarð - sími 40500
NÚER