Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 22
22
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
Sérstæð sakamál
Unga eiginkonan var heimakær,
hlédræg og afar hrifin af mannin-
um sínum. Ástkonan var hins veg-
ar útsmogin, afbrýðissöm og kald-
lynd. Maðurinn, sem þær elskuðu
báðar, þótti kvennagull en var
veiklundaður og átti erfitt með að
hafa stjóm á tilfinningum sínum.
Því tókst honum ekki aö binda
enda á það samband sem hann
hafði verið í þegar hann kvæntist.
Hér var því um að ræða „þríhym-
ing“. En svo kom systir ástkonunn-
ar til sögunnar og hún var sömu-
leiðis útsmogin og tiliitslaus og
dómgreind hennar brengluð.
Kvennagullið
Ahson var írsk, rólynd og lagleg
og aðeins sextán ára þegar hún
kynntist John Shaughnessy sem
var þá tuttugu og fimm ára. Þau
hittust á krá sem margir Norður-
írar, sem sest hafa að í London,
sækja. John haföi verið kórdreng-
ur í heimalandinu en komið til
Englands til að efnast og finna þá
einu sönnu.
Tom Flynn, sem var um hríð at-
vinnurekandi Johns í neysluvöm-
verslun, sagði um hann: „Viö köll-
uðum hann kvennagullið. Hann
var mjög vinsæll meðal stúikn-
anna.“
John Shaughnessy rak um tíma
ferðadiskótek en vart gefast á öðr-
um vettvangi fleiri tækifæri til að
kynnast ungum stúlkum. „Ég var
enginn dýrhngur," segir hann, „en
ég var ekki neinn kvennaflagari
heldur."
Frændi hans segir aftur á móti
að John hafi verið trúlofaður fjór-
um sinnum, enda hafi ahar stúikur
orðið hrifnar af honum. Hann hafi
svo gott sem getað fengið þær til
að borða úr lófa sínum.
Ahson hreifst af John, svip hans,
tindrandi augunum og svörunum
sem hann hafði ahtaf á reiðum
höndum og þóttu oft eiga vel við.
Það leið svo ekki á löngu þar th þau
trúlofuðu sig. Hann var sá fyrsti
sem hún hafði verið með. Og hún
varð sú eina sem hfánn sýndi nokk-
um verulegan áhuga um ahnokk-
urt skeið.
Michelle
Móðir Ahson, Breda Blackmore,
segir meðal annars svo frá: „Þau
vom saman á hverjum degi og hún
elskaði hánn."
Fjölskylda Alison hafði ekkert á
móti sambandinu. John þótti
myndarlegur og metorðagjam
ungur maður frá gamla landinu.
Hann hafði eitt sinn haft í huga að
verða prestur en þegar ljóst varð
að sú ósk rættist ekki vann hann
um hríð við ýmislegt á Norður-
íriandi en fór síðan th starfa við
Churchhl-sjúkrahúsið í suðurhluta
London en það er einkasjúkrahús.
Það leið ekki iangur tími þar th
hann fékk stöðuhækkun og varð
aðstoðarinnkaupastjóri.
Á sjúkrahúsinu kynntist hann
Michehe Taylor sem var þá tuttugu
og eins árs. Hún var aðstoðarstúlka
í bókhaldsdehdinni. Þau urðu
kunningjar en ekki meira því að
hann skýrði henni fljótlega frá því
aö hann væri í þann veginn að trú-
lofa sig. Bauðst Michehe síðar th
að baka köku fyrir trúlofunarveisl-
una.
En nokkrum mánuöum síðar var
oröin breyting á sambandi þeirra
Johns og Michehe. Þau hittust nú
á mánudagskvöldum heima hjá
henni efdr að þau höfðu unnið við
blómaskreytingar á sjúkrahúsinu.
Þráhyggja
Samstarfsfólkinu var ijóst að
samband var komið á með þeim
John og MicheUe og var um þaö
Alison Shaughnessy. John Shaughnessy.
skrafað. En John hélt sambandinu
leyndu fyrir Alison og skrökvaði
að henni um fjarvistir sínar að
heiman.
Framhjáhald er eitt en þegar þrá-
hyggja nær tökum á aðha í slíku
ástarsambandi getur það orðið
mjög hættihegt. Brátt fannst Mic-
heUe að John veitti henni ekki
næga athygU. Hún ákvað því að
grípa th sinna ráða og tókst að
komast í kynni við Alison og þann-
ig fór að MicheUe var boðið í brúð-
kaup Johns og Ahson sem var þá
orðin tvítug.
Á ytra borðinu varð ekki annað
séö en þær MicheUe og AUson væru
bestu vinkonur. Það er hins vegar
ekki erfitt aö gera sér í hugarlund
hvaða hugsanir sóttu að MicheUe
síðustu dagana fyrir búðkaupið.
Vinkonur MicheUe vissu að hún
nánast thbað John Shaughnessy.
„Hún hugsaöi ekki um annað en
hann,“ sagði ein þeirra. „Hún
reyndi aUtaf að vera nærri honum
og enginn hló hærra að gamansög-
unum hans en hún.“
Það var frænka Johns, Edele, sem
sagði þetta en hún var góð vinkona
MicheUe.
„Annars er einkennhegt að hugsa
um þetta svona eftir á,“ sagöi hún.
„Þá sér maður hvemig þetta var í
raun og veru. Við kynntumst Mic-
heUe aldrei eins og hún var. Viö
sáum bara góðu hUðamar á
henni.“
Leynilegirfundir
Nóttina fyrir brúðkaup þeirra
Johns og AUson, en þaö fór fram á
Norður-Irlandi áriö 1990, ákvaö
MicheUe að vera með John.
John segir að þau hafi ekki verið
saman. Lögreglan telur þetta hafa
verið síðustu tilraun MicheUe th
að fá John th að hætta við brúð-
kaúpiö.
Daginn eftir, eins og sjá má á
myndbandsupptöku, gerði Mic-
heUe sitt besta th að leyna afbrýði-
semi sinni. Hún kyssti bæði brúð-
ina og brúðgumann.
En sambandi þeirra Johns og
MicheUe var ekki lokið. Eftir nokk-
um tíma fóra þau að æfa saman í
hehsuræktarstöð í nágrenni
sjúkrcihússins. Og brátt varð sam-
band þeirra náið á ný.
í dagbók sína skrifaði Michelle.
„Ég hata AUson. Draumur minn
er að hún hverfi eins og hún hafi
aldrei verið th því þá gæti ég gefið
manninum sem ég elska aUt.“
Síðasta bréf Alison
Áriö eftir brúðkaupið fór AUson
að fá um það grunsemdir að mað-
urinn hennar væri henni ótrúr. Ef
th vhl var hún þó of trygglynd th
að segja manni sínum hveijar
grunsemdir hún hefði. En einnig
má vera að hún hafi vonað að hann
sæi sig um hönd.
Nokkmm klukkustundum áður
en hún dó byrjaði AUson á bréfi í
hádegisverðarhléi í bankanum sem
hún vann í en við þaö lauk hún
aldrei. Það var th eins ættingja
hennar og þar sagði meðal annars:
„Ég gæti skrifað margar síður um
MicheUe en ég bíð með að segja þér
sögumar þar th við hittumst.“
Hún nefndi einnig fjölskylduhoð
þar sem Michelle hefði komið
þannig fram að hún hefði fengið á
sig orð fyrir að vera indæl og ljúf
og sagði: „Þá langaöi mig th að
hrópa: „Nei, hún er það ekki. Hún
er aUs ekki þannig!““
AUson lauk aldrei við bréfið. Það
hafði hún ætlað sér að gera þegar
hún kæmi heim frá vinnu. Én þá
biðu MicheUe og Lisa systir hennar
við heimhi hennar.
Skipuleggjandinn
Systir Michelle, Lisa, sem var þá
nítján ára, var nýlega komin til
London. Þótt hún væri yngri en
systir hennar var hún ráðrikari og
hafði meira sjálfsöryggi th að bera.
Lögreglan telur að hún hafi verið
sú sem skipulagði morðið.
Einti rannsóknarlögreglumann-
anna, sem vann að því að upplýsa
morðið, sagði: „Lisa er miklu kald-
iyndari og klókari en systir henn-
ar. Líklega var það hún sem sagði
að lokum: „Ef þú vht losna við hana
verðurðu að grípa til vissra ráða.““
Lisa og MicheUe biðu eftir Aiison
þegar hún kom heim úr vinnu
þennan örlagaríka dag. Þær réðust
á hana í stiganum fyrir neðan íbúð-
ina hennar í Battersea. Þar stungu
þær nana th bana með hníf en
hlupu síðan burt
Nokkmm klukkustundum síðar
bauðst MicheUe th að aka John
heim úr vinnunni. Hún fór inn með
John þegar að húsinu var komið
og var við hUð hans þegar hann
fann líkið af AUson. John var mjög
bragðið og gerði sér enga grein fyr-
ir því að það væri ástkona hans
sem stæði að baki morðinu.
Síðar fengu rannsóknarlögreglu-
menn systumar th að játa það á sig.
„Englardauðans"
AUson var jarðsett við hUðina á
kirkjunni þar sem þau John vora
gefið saman á Norður-írlandi. Lisa
og MicheUe fengu ævhangt fang-
elsi. John Shaughnessy reynir nú
að ná tökum á lífinu og thveranni
á ný.
Hann hefur lýst systrunum sem
„englum dauðans" og komst meðal
annars þannig að orði: „Ég gat
varla trúað því að þær hefðu gert
þetta. En ég hefði getað hengt þær
sjálfur. Þær era vondar."
Hann segist aldrei hafa látið Mic-
heUe skhja á sér að þau gætu búið
saman ef AUson dæi. „Eg elskaði
hana ekki,“ segir John um Mic-
heUe. „Nú finnst mér að ég sé búinn
aö vera. Það vhdi ég að AUson
væri á lífi. Mér finnst ég stöðugt
sjá andUt hennar og mér Uggur við
taugaáfalU dag hvem.
Ég gerði mér aldrei Ijóst að ég
væri að gera neitt sem gæti eyði-
lagt líf okkar AUson. Og ég veit að
hún hefði fyrirgefið mér framhjá-
haldið með MicheUe. Þannig var
hún.“
Foreldrar AUson, Bob og Breda
Blackmore, standa að nokkra með
John. „Hann er enn tengdasonur
okkar. Við bíðum og sjáum hvemig
honum vegnar. Við getum ekki
snúið við honum bakinu þótt við
höfum ekki enn getað fyrirgefið
honum.“