Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992.
41 -
Helgarpopp
með
sóló-
plötu
Björk Guömundsdóttir Sykur-
moli er þessa dagana að leggja
lokahönd á gerð sinnar fyrstu
sólóplötu sem er væntanleg á
markað í byrjun næsta árs. Plat-
an, sem ku verða með djassivafi,
var hljóðrituð í Bretlandi og nú
er Björk í Los Angeles þar sem
hljóöblöndun fer fram. Enginn
hinna Sykurmolanna kemur
nærri vinnslu plötunnar og
styðst Björk aðallega við útlenda
aöstoðarmenn. Þar fer iremstur
Graharo Massey úr 808 State. Þá
syngur Björk dúett raeð Nellie
Hooper úr Soul n Soul í einu lagi.
Mixaðir
molar
Um næstu mánaðamót koma
út tvær re-mix plötur með Sykur-
molunum. Um er að ræða safn
af eldri lögum hfiómsveitarinnar
og koma ýmsir tónlistarmenn og
snúðar við sögu enda lögin öll
endurhljóðblönduö að einhveiju
leyti. Meöal þehra sem snúa
tökkum eru Youth úr Killing
Joke og Graham Massey úr 808
State. Ónnur platan ku verða tvö-
fóld en hin í venjulegri lengd.
Black Sabbath
fyrir aðkasti
sértrúarhópa
Nú styttist óðum í Skagarokk ’92
en það hefst nk. föstudagskvöld með
tónleikum Jethro Tull. Kvöldið eftir
stíga svo rokkararnir í Black Sab-
bath á svið. Mörgum er í fersku
minni þegar forsvarsmenn Krossins
í Kópavogi fáruðust yfir hingaðkomu
Ozzy Osboume sem stóð fyrir dyrum
fyrr á þessu ári. Ozzy, sem fyrnnn
var meðlimur í Black Sabbath, var
sakaður um djöfladýrkun og fram-
komu sem talin var æskufólki til
óheilla.
Siðprúði meirihlutinn og ýmsir
sértrúarhópar í Bandaríkjunum hafa
haft horn í síðu Ozzy og fleiri þunga-
rokkara, þar á meðal Black Sabbath
sem kemur hingaö til lands í næstu
viku. Sértrúarhópar vestra hafa und-
anfamar vikur farið á stjá í tengslum
við tónleikaferð Black Sabbath og
halda því fram að sveitin leggi sig
fram um að skemmta skrattanum og
misbjóða trúuðu fólki. Á nokkmm
stöðum hafa trúarhópar efnt til mót-
mælastöðu fyrir utan tónleikahalhr.
Ronnie James Dio, söngvari Sabbath,
hefur haft þann sið að fagna áhorf-
endum með því að rétta upp vísi- og
litlafingur hægri handar. Þetta telja
trúarhópar vera tákn djöfulsins og
að merkið tákni homin á kölska.
Átök góðs
og ills
Á tónleikaferð sveitarinnar und-
anfarið hefur stór hvítur kross verið
á tjaldi að baki sveitinni. Fyrir ofan
krossinn er hins vegar púki með þrí-
fork. Meðlimir Black Sabbath segja
þetta táknrænt fyrir baráttu góðs og
ills og vísa gagnrýni á bug sem segir
hljómsveitina vera að storka trúuðu
fólki. Reyndar hefur Black Sabbath
lengi verið kennd við kukl og djöfla-
trú. Meðhmir hljómsveitarinnar
hafa aha tíð borið shkar sakir af sér
og Rannie James Dio hefur sagt í
viðtali að þessi umræða hafi hjálpað
sveitinni til að koma sér á framfæri
á sínum tíma en meðlimum hafi ver-
ið htt um hana gefið. Þegar þeir hins
vegar sáu að ekki stoðaði aö beijast
á móti slíku umtah hafi þeir ýtt und-
ir það, m.a. með því að sthla upp
táknum góðs og ihs á tónleikum.
Þaö vekur hins vegar athygli að
allir meðlimir Black Sabbath ganga
með kross um hálsinn sem vott um
trú þeirra á guð. Þeir segja þó að
ekki sé hægt að víkja sér undan
þeirri staðreynd að öfl góðs og hls
takist stööugt á í heiminum.
Black Sabbath.
\
Sálin hans Jóns
Sálin í hljóðver
Sáhn hans Jóns míns, vinsælasta
hljómsveit landsins, heldur í hjjóð-
ver á mánudag. Hljómsveitin er th-
búin með tíu lög sem verða tekin
upp á tólf döginn. Stefán Hilmars-
son, söngvari sálarinnar, sagði í
samtali við Poppsíðuna að það
kvæði við nýjan tón í þessum lög-
um. Línan er grófari en áður og
lögin pönk-skotin sum hver. Platan
verður hljóðrituö í Stúdíó Sýrlandi
og mun Eric Zobler, útlendur
sánd-gúru, aðstoða hljómsveitina
við upptökur. Eric þessi hefur unn-
ið talsvert með Mezzoforte. Upp-
tökutíminn er óvenjustuttur og er
hugmyndin að keyra efnið að
stærstum hluta life inn en sáhn
hefur áður tekið sér aht að tvo
mánuði í vinnslu hverrar plötu.
Lögin eru öh samin af hljómsveit-
inni í hehd en lagasmíðar hafa
hingað th komið úr smiðju Guð-
mundar Jónssonar og textamir frá
Stefáni. Það er því margt breytt í
vinnubrögðum frá því sem verið
hefur hjá Sálinni hans Jóns míns
og verður fróðlegt að heyra útkom-
una þegar nýja platan kemur á
markað í nóvember.
Ný dönsk slær í
Hljómsveitin Ný dönsk vinnur nú
við upptökur í Jacobs-hljóðverinu í
Surrey. Upptökur hófust sl. mánudag
en áður en hljómsveitin skundaði í
hfióðver hélt hún tónleika í London
þar sem áhrifamenn úr tónhstargeir-
anum hlýddu á leik hennar. Þar á
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
meðal var trommuleikarinn úr
Prefab Sprout sem bar mikiö lof á
leik hljómsveitarinnar eins og flestir
viðstaddra. í framhaldi af tónleikun-
um var Ný danskri boðið að hita upp
fyrir hljómsveitina ELO Part n á tón-
leikaferð hjjómsveitarinnar um
stóra Bretland. ELO Part II er skipuö
öhum gömlum meðlimum ELO utan
Jeff Lynn.
Þetta boð er talsverð upphefö fyrir
Ný danska enda ELO-sveitin mjög
vinsæl á Bretlandi um þessar mund-
ir. Tónleikaferðin tekur um tvær vik-
ur og á þeim tíma sphar Ihjómsveitin
tólf sinnum, þar á meðal í hinni
frægu tónleikahöh Hammersmith
Odeon í London.
Bjöm J. Friöbjömsson bassaleikari
Ný danskrar sagði í samtali við
poppsíðuna að beðið væri atvinnu-
leyfis fyrir hljómsveitina og vinnur
sendiráö íslands í London að því
máh. Ef grænt ljós fæst ætlar Ný
dönsk að þekkjast boðið, enda segir
Bjöm máhð spennandi. Hljómsveitin
fær auglýsingu og athygli sem ekki
veitir af í hörðum heimi popptónhst-
arinnar.