Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 32
44
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992.
Kveikti í Heklu og
seldi úr henni púka
- Bjöm Th. Bjömsson segir frá kynnum sínum af Karli Dunganon, hertoga af St. Kildu
Karl Einarsson Dunganon, hertogi af
St. Kildu. „Þrátt fyrir öll tignarheitin sem
hann skreytti sig með var hann svo yfir-
lætislaus og góðviljaöur."
„Eg skrifaði um þetta leikrit vegna þess aö mér finnst svo frábært þeg-
ar mannlegur andi hefur í fullu tré við alla raunveru." Björn Th. Björns-
son viö ritvélina sem hann eignaðist 1946 og notar enn. DV-mynd GVA
Mynd eftir Dunganon i eigu Björns.
„Hann hafði dálæti á öpum. Hann lofaði
þeim að skoða sig og dansaði og söng
og orti fyrir þá.“
„Það er til alveg fullt í heiminum
af alls konar vitleysingum sem halda
að þeir séu Bramapútra eða Napó-
leon mikh eða eitthvað svoleiðis. En
það merkilega við Karl var að hann
ruglaðist aldrei í því að annað var
hlutverk en hitt var hann sjálfur.
Hann fór aldrei yfir þau mörk að
vita ekki hvar leikurinn endaði og
hversdagsleikinn tók við. Hitt væri
ekki til neinnar frásagnar." Björn
Th. Björnsson listfræðingur hefur
samið leikrit um vin sinn, Karl Ein-
arsson Dunganon, hertoga af St.
Kildu. íslending sem flakkaði um
heiminn en lifði sérkennilegu lífi ut-
an við samfélagið með sérkennileg-
um leik, gaf út ljóðabækur og málaði
^mörg hundruð myndir.
*- Af hveiju heldur þú að hún hafi
stafað þessi þörf hans fyrir leikinn
og áráttan að kallast öllum nöfnum
frekar en sínu eigin?
„Ef maður athugar umhverfi hans
þar sem hann elst upp í Þórshöfn þá
er þetta eitthvert sérkennilegasta
umhverfi sem er hægt að ímynda
sér. Þama elst hann upp með mönn-
um eins og William Heinesen, Hans
Jakob Jacobsen, Djuurhusbræðrum
og fjöldanum öllum af ákaflega
merkilegum mönnum á svipuðu reki
sem allir lifðu í heimi skáldskapar-
ins. Ég held að þetta haíi verið nokk-
uð ríkt hjá fóður hans líka. Sumir
menn grafa ekki skurði, sumir menn
yrkja. Og því skyldi hann ekki hafa
verið í þeim hópi? Nema hann orti
bara svona í loftið og mannlíflð,"
segir Bjöm.
Seldi púka úr Heklu
Karl Einarsson fæddist á Vestdals-
eyri við Seyðisfjörö 1897. Foreldrar
hans vom Kristjana Guðmundsdótt-
ir og Magnús Einarsson. Þegar Karl
var nokkurra mánaða fluttist fjöl-
skylda hans búferlum til Kaup-
mannahafnar og nokkram áram
seinna til Þórshafnar í Færeyjum.
Karl var sendur á verslunarskóla til
Kaupmannahafnar og nokkru síðar
fylgdi fjölskyldan á eftir. Björn segir
það hafa verið ætlun foður Karls að
verslunarmaðurinn ungi styddi
hann og tæki við umsvifum hans í
viöskiptum með saitfisk. Karl strauk
hins vegar úr skólanum og fékk sér
far með saltfiskskipi til Spánar.
Það var svo rúmum tveimur ára-
tugum seinna, eða haustið 1946, sem
Björn kynntist Karh í Kaupmanna-
höfn. „Við urðum ekki nánir vinir
fyrr en 1947 eftir að hann fór til ís-
lands að kveikja Hekluelda. Ég rakst
einu sinni á hann þegar hann var að
selja púka úr Heklu. Þeir vora htlir,
rauðir og svartir og keyptir í Nora
Magasin. Púkamir voru í tilrauna-
glasi sem í átti aö vera spíritus en
var danskt vatn. Eftir þetta fór ég að
gefa mig að honum."
Reykjavíkeins
og stækkuð
amerísk bensínstöð
Karl heimsótti ísland í boði Ás-
bjamar Ólafssonar heildsala 1961.
Asbjöm kom Karh fyrir í húsi á
Grettisgötunni þar sem hann dvaldi
í tæpt ár. Fyrir tilstilh Ásbjamar og
Ragnars í Smára var ein bóka Karls,
Corda Atlantica, gefin út. í henni era
ljóðmæh á nær tuttugu tungum,
sumum framandlegum, svo sem kín-
versku, hebresku, hindustani, maórí
og mállýsku Atlantis. „Ég fylgdist
ekkert með honum hér en vissi að
honum leiddist óhemjulega. Honum
fannst Reykjavík, eins og hann sagði,
vera svona aðeins stækkuð amerísk
bensínstöð. Hún var svo menningar-
snauð. Kaupmannahöfn fannst hon-
um voðalegt þorp, þar var ahtof
smátt fyrir hann.“
- Hvar leið honum vel?
„Honum leið vel í Brassel meðan
hann fékk að vera þar en svo var
hann dæmdur úr landi. Hann rak
ýmiss konar vafasöm fyrirtæki og
hét aldrei sama nafni. Hann rak
hverja spádómsstöðina af annarri en
spádómamir gáfu ekki alltaf mikið.
Hann hafði ahtaf mikla hirð af stúlk-
um og stundum lét hann þær gera
meira en bara að færa herrann úr
frakkanum. Karli leið einnig ágæt-
lega í Bordeaux og Marseihe, það era
svona borgir þar sem hægt er að
stunda einhverja skynsamlega fram-
takssemi."
Grundvallarlögmál
hagfræðinnar
Eitt af betri uppátækjum Karls að
mati Bjöms notar hann í leikriti
sinu. „Þó að Karl hafi strokið úr
verslunarskóla til Spánar lærði hann
eitt af grundvaUarlögmálum hag-
fræðinnar og það notaði hann mjög
oft, að það er eftirsóknarverðast sem
ekki fæst. En þegar hann kemur til
Berhnar 1942 sér hann fljótt að það
er ekki hægt að setja þar upp hjú-
skaparmiðlun eða svoleiðis því ungir
menn vora þá í stríðinu og stríðs-
ekkjumar ógurlega stoltar yflr því
aö vera stríðsekkjur. Þær vora ekki
til fals. Þá spurði Karl sig auðvitað
hvað vantaði mest. Og það var hús-
næði, því var best að græða á því.
Hann fékk inni á pensjónati. Hann
las aUar dánarauglýsingar og hringdi
í þá sem auglýstu. Þar sem maður
dó var líklegt að húsnæði losnaði.
Hann fletti upp í símaskránni,
hringdi og sagði HeU Hitler tíl fjöl-
skyldunnar og aumingja fólkið hefur
sjálfsagt haldið að þetta væri ráðu-
neytisþræll. Það vora á þriðja hundr-
að húsnæðismiðlanir í Berlín en eng-
in gat leigt eitt einasta herbergi. Karl
leigði upp í 9 herbergi á dag.“
Bjargaði
gyðingastúlku
Haustið 1942 kynntist Karl ungri
stúlku af gyðingaættum, Úrsúlu.
„Karl var hallur undir góða vindla.
Faðir Úrsúlu átti stóra vindlaverk-
smiðju. Þau voru auðvitað í hættu
svo hann giftist stúlkunni til að
bjarga henni rétt á síðustu mínútu
því svo voru foreldrar hennar teknir
og sendir í útrýmingarbúðir. Margur
hélt nú að hann væri að giftast henni
út af vindlunum en vindlafabrikan
var tekin eignamámi. Úrsúla varð
íslenskur ríkisborgari og er enn í dag
og býr í Berlín. Hún ferðast um allan
heiminn með lítinn malpoka og ís-
lenskt vegabréf. Þegar hún kom
hingað tjaldaði hún í Laugardalnum
og tók þar menn í gítartíma í tjaldi
sínu. Seinna skiptið sem Úrsúla kom
hingað var 1973 eða árið eftir að Karl
dó. En hann hefði varla getað fundiö
aðra manneskju á jarðarkringlunni
sem passaði betur fyrir hann því hún
var nefnUega að eðli það sem hann
langaði að vera, hún var eiginlega
algjör sígauni og er í eðli sínu.“
Leidd fyrir
aftökusveit
Leikrit Bjöms tekur til tímans í
Berhn og fram yfir stríðslokin.
„Þetta er mikUl átakatími og erfiður
fyrir Karl. Hann lendir í þrengingum
því hann var þiUur í þýska útvarpinu
tU Færeyja. Hann las öll ljóð sín og
fréttirnar inn á stóra plötu, 5 vikna
fréttir í einu, fór svo tíl Kaupmanna-
hafnar og hlustaði á þær hggjandi
uppi í dívan og skrapp svo tU Berlín-
-ar að lesa inn næstu 5 vikur. Fyrir
bragöið féll hann í ónáð í Danmörku
þegar stríðinu lauk og þau vora tekin
aðfaranótt 6. maí 1945 af vopnuðum
her og leidd fyrir aftökusveit. Þetta
var sama dag og Kamban var drep-
inn. Karl var næsti maður á Ustan-
um.“ Um það hvernig þau sluppu
vísar Björn til leikritsins. Úrsúla yf-
irgaf Karl í árslok 1945.
„Svo þegar hamaganginum í Evr-
ópu lýkur byrjar þessi langþráði
hamagangur í Heklu. Karl var búinn
að reyna að kveikja í Heklu nokkuð
lengi. Hann fór heim sem laumufar-
þegi og hann borgaði heldur aldrei í
lestir eða vagna. Þetta var ekki af því
að hann ætti ekki fyrir því. Þetta var
bara andstætt hans lífsskoðun. Hann
vildi ekki neitt sem kontóristar komu
nálægt. Þar dró hann alveg línuna.
Og menn sem selja farmiða eru menn
sem hann skiptir ekki við.“
Handsamaöur
afkerfinu
„Svo varð hann reyndar fyrir gíf-
urlegu áfalli seinni hluta ævi sinnar
því hann fékk einn góðan veðurdag
sent umslag með peningum, elhlaun.
Hann var í fyrsta skipti handsamað-
ur af kerfinu. Þá fór hann að leita
sér að grafhýsi í kirkjugörðunum því
þau hefðu enga adressu. Þetta voru
oft vel byggö hús.“
- Og varð eitthvað af slíkri búsetu?
„Nei, hann bara dó út af þessu.
Hvemig getur maður þolað að vera
að fá umslag með peningum frá hinu
opinbera? Það gerði út af við hann.
Hann hafði fengið sér sjálfur sína
peninga um dagana. Á stríðsárunum
var allt skammtað. Karl lét prenta
sína eigin seðla og seldi þá stundum,
til dæmis fyrir koníaki. Alhr í kring-
um hann höfðu nóga seðla, hann gaf
okkur hjónunum og borgaði prentur-
unum í skömmtunarseðlum. Slétt
kaup kallaði hann það.“
ímyndun sterkari
en raunveruleiki
- Hvernig htu samferðamennirnir á
Karl?
„Hann átti enga samferðamenn.
Hann átti einn mikinn aðdáanda sem
var ísleifur Siguij.ónsson sem bjó í
Kaupmannahöfn. ísleifur leit á Karl
sem meistara sinn en þeir voru ólík-
ir að því leyti að ísleifur hafði aha
tíð verið á velferðarkerfinu síöan
hann missti af íslandi 1931 á leiðinni
heim, það fór nefnilega á morgun-
flóðinu og hann morgunsvæfur og
reyndi aldrei aftur. Isleifur sat á
þingpöllum aha daga og fylgdist með
því hvað var samþykkt af alls kyns
styrkjum. Hann átti tvær kerlingar,
bjó með annarri en hitt var systir
hans. Það var eitthvað að þeim, önn-
ur var nú hálfblind og hann fékk
bætur út á það og út á allt, þannig
að þeir voru hvor á sínum endanum.
En ísleifur sá að Karl lék þetta sama
án þess að koma nálægt kerfinu.
Það sem dró mann aö Karh var að
hann lék sér að því að standa utan
við þetta bölvaða kerfi sem var orðið
svo samansúrrað. Þeir sem hændust
að honum voru menn sem trúöu því
að veruleikinn sé ekki endimörk lífs-
ins, að það sé svolítill andi til líka.
Ég skrifaði um þetta leikrit vegna
þess að mér finnst svo frábært þegar
mannlegur andi hefur í fuhu tré við
aha raunveru, þegar maður getur
sannað það að ímyndun sé sterkari
heldur en allur raunveruleiki."
-IBS