Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Fréttir Talsmaður Hönnunarhf., eftirlitsaðila með VR-húsinu: Ég veit ekki h var ábyrgðin liggur - fengumborgaðfyrireftirlitmeðverktakanum „Ég veit ekki hvar ábyrgðin liggur í þessu málum,“ sagði EOert Már Jónsson, talsmaður verkfræðistof- unnar Hönnunar hf. sem hafði eftir- lit með byggingu VR-hússins við Hvassaleiti 56 þegar þangað var leit- að viðbragða vegna þeirra galla sem fram hafa komið við húsið og greint var frá i DV í gær. Þegar EUert Már var spuröur fyrir hvaða þjónustu fyrirtækið hefði fengið greitt á sínum tíma sagði hann: „Við fengum borgað fyrir að hafa eftirht með verktakanum. í því fólst að hann ynni verkið samkvæmt teikningum og verklýsingum." - Ef það reynist koma í ljós að val á byggingarefnum eins og þakdúk eða dúk á bak við flísar er rangt hver er þá ykkar ábyrgð miðað við að þið áttuð að annast eftirht? „Ég er ekki klár á lagahUöinni í þessu máh en ef vitlaus dúkur á þak er valinn þá er það ekki ábyrgö eftir- litsins heldur hönnuða. Við erum bara með framkvæmd, ekki efnisval. - Skiptið þið ykkur ekkert af hvaða efni eru vaUn? „Við hönnum ekki húsin." - Þýðir það að ef hvaöa efni sem er yrði vaUð á þakið mynduð þið láta það afskiptalaust? „Nei, það voru gerðar fyrirspurnir frá hönnuðum um þennan þakpappír sérstaklega - söluaðilinn vottaði að það væri í lagi aö nota þetta. Söluaðil- inn hér á landi er umboðsmaður framleiöanda. En ég er ekki klár á lagahUðinni í þessum málum.“ - Þið eruð að selja verk fyrir milljón- ir króna, eruð þið samt ekki klárir á hver ábyrgð ykkar er? „Það verður kannski aldrei skorið úr um það nákvæmlega hvaða ábyrgð Uggur hjá hveijum. Ef eftir- Utsmaður biöur um breytingu á verkinu og þaö er ekki samkvæmt verklýsingunni er það hans ábyrgð. En ef verktakinn er að vinna þetta samkvæmt verklýsingu og eftirhts- maöurinn heldur að það sér gert eins og það á að gera það, þá ber hann ekki ábyrgðina." - Berið þið þá aldrei ábyrgð ef verk- lýsingu er framfylgt, sama hvort húsið stendur eða hrynur árið eftir? „Við getum ekki boriö ábyrgð á hvort húsið hrynji eða ekki ef það er ekki hannað rétt. Það bara gengi ekki upp ef eftirUtið ætti að bera alla ábyrgðina," sagði Ellert Már Jóns- son. -ÓTT Forstjóri Byggöaverks hf. um gaUana í VR-húsinu: EftiHitskostn- aður var hrika- legupphæð - völdumekkiefhinogunnumundireftirliti „Við unnum þetta aUt samkvæmt útboðsgögnum og undir eftirUti sér- menntaðra ráðgjafarverkfræðinga, frá virtri stofu skulum við segja, sem fylgdist með verkinu aUa daga. Þaö voru ákveðnir hlutir sem við bentum á á sínum tíma og vorum hálfragir við að framkvæma. Við hefðum vilj- að sjá þakfráganginn öðruvísi. Við bentum efdrUtinu númer eitt á það og svo ræddum við þetta við arkitekt- inn Uka. Þetta var frágangur sem manni finnst áhætta að nota hér norður í ballarhafi. Við bentum á að þaö voru önnur þakefni sem meiri reynsla var á,“ sagði Sigurður Sigur- jónsson, forstjóri Byggöaverks hf., sem sá um byggingu VR-hússins viö Hvassaleiti. Eins og fram kom í DV í gær hafa .viðamiklir gaUar komið fram í hús- inu en þar eru 60 íbúöir fyrir aldr- aða. Þakiö lekur, flísalagnir eru meira eða minna gaUaðar, múrhúð- un á útveggjum er að springa og steypustyrktaijám komið fram á svölum. „Varöandi flisamar er verið að skoða það mál,“ sagði Sigurður. „Þama var ákveðinn dúkur settur undir flísamar. Viö erum hræddir um aö sú hreyfing hafl sitt að segja í þessu. En hönnuöirnir velja flísam- ar og límið en viö fáum menn til að vinna þetta. Þá segir maöur: „Hvað getum við gert meira?“ Ég held að við verðum aö Uta á það fyrst og fremst að VR keypti eftirUt. Við verðum að ætla að þar hafi verið settir þaö hæfir menn aö hafi eitt- hvað sem þeir töldu hafa mátt betur fara - þá hafi þeir verið menn til að stoppa það af hvenær sem er. Ég segi að kostnaður við eftirUt hafi verið hrikaleg upphæð. Ef eftirUtið er ábyrgðarlaust - til hvers er það þá?“ Hver er ábyrð Byggðaverks hf.? - Hver er ábyrgð Byggðaverks hf. í þessum fram komnu göllum? „Ég held að engum hafi dottið í hug að við eigum nokkum þátt í þakinu. En hvort eitthvaö kemur fram í öðra sem hægt er að segja að við bemm ábyrgö á veröur að koma í ljós. Við unnum húsið samkvæmt útboðs- gögnum, teikningum og eftirUti. Ég held aö það sé fyrir íslénska dóm- stóla að skera úr um hver sé ábyrgur í þessu máU. Hvaö getum viö meira gert? Við völdum ekki efnin á þetta,“ sagöi Sigurður Siguijónsson. -ÓTT Gfsli Gislason, húsvöröur i VR-húsinu, sýnir göt á þakdúknum. Arkitektinn segir að þessi dúkur hafi veriö notaöur vföar. DV-mynd BG Héraðsdómur dæmir mann í 30 mánaða fangelsi: Hönnuöur VR-hússins: Þakdúkurinn hefurverið lagður viðar „Þetta var efni sem var notað í góðri trú á þessum tfma. Það var einhver reynsla komin á þetta efni og var lagt viðar. Þetta var gert sarakvæmt fyrirmælum þeirra sem seldu þetta. Á þeim tima höföu menn ótrú á pappa þannig að farið var að nota meira af aUs konar dúk. En þessi dúkur hefur ekki reynst vel,“ sagöi Ingi- mundur Sveinsson, arkitekt og hönnuður VR-hússins, þar sem gallar hafa komið fram, sérstak- lega á þaki og í flísalögnum. Ingimundur sagði að rétt væri að hann hefði ákveðið hvaða efhi skyldi vera á þaki VR-hússins. Varðandi gallaðar flísalagnir í húsinu sagðist hann telja að vinnubrögðum í því sambandi hefði verið ábótavant. „Þetta var gert að svipaðri fyr- irskrift og á svipaðan hátt og gert hefur veriö víða annars staðar. Ég kannast ekki við að það hafi reynst.svona þar. Það hefur því verið eítthvað að vinnubrögðun- um þarna. Ég get ekki svarað þessu nema kynna mér þetta bet- ur.“ Um skemmdir í múrhúðun á stigahúsi og á svölum hússins sagði Ingimundur: „Það verður að skoða í róleg- heitum hvað er á seyði. Það getur verið að þetta hafi veriö fram- kvæmt á vitlausum árstíma en ég þori bara ekkert að segja um það núna,“ sagði Ingimundur- Sveinsson arkitekt. -ÓTT Fjöldifjárí eftgfejtum Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi- í góðviðrinu undanfarna daga hafa húnvetnskir gangnaraenn verið í seinni göngurn á afréttun- um. Komu þeir með fjölda fjár til byggöa, enda afleitt veður í fyrri göngum. Höfðu menn á oröi að þeir myndu varla eftir jafn mörg- um samfelldum óveðursdögum og vom í fyrri göngum þegar skiptist á rigning og þoka eða hríðarveður. Síðan sneri veður til hins betra, snjó tók upp og veöur varð frábært. Sigiún Björgvinsd., DV, Egflsstööuitu i haust fara fjórir einstaklingar til Noregs til að kynna sér bænda- skógrækt. Þetta er gjöf sem norskir skógareigendur afhentu Vigdísi Finnbogadóttur forseta fyrir tveim ámm. Héðan fara nú Valgeir Daviðs- son frá Vögium og af Héraði þau Jóhann Þórhallsson, verkstjóri hjá Héraösskógum, Magnhildur Björnsdóttir á Víöívöllum og Ey- mundur Magnússon í Vallanesi. Dæmdur fyrir nauðgun og árásir - misþyrmdi og nauðgaði fómarlambinu í bíl á afviknum stað Reykvíkingur um tvítugt, búséttur í Svíþjóð, Guðni Þorberg Theodórs- son, hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauögim og líkamsárás sem átti sér stað snemma morguns 31. ágúst 1991. Hjörtur 0. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Málsatvik vom þau að maðurinn var á ferð í bíl með ungu fólki sem hann þekkti, þar á meðal stúlku á svipuöum aldri, aðfaranótt laugar- dags. Þegar stúlkan ætlaöi að aka manninum heim vildi hann fara á afvikinn stað í Hafriarfirði. Sam- kvæmt frásögn stúlkunnar vildi maðurinn hafa samfarir við hana en hún neitaði. Viðbrögð hans urðu mikil reiði og sló hann stúlkuna með hnefanum á auga og enni og skallaði hana á munninn og þröngvaði henni til samræðis við sig. Stúlkan reyndi árangurslaust að komast út og á tímabili óttaðist hún um líf sitt og fékk krampa. Eftir atburðinn ók stúlkan manninum heim til sín. Eftir það lagði hún fram kæm til Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Við læknis- rannsókn kom m.a. fram að stúlkan var marin og tognuö, með spnmgnar varir og brotið var upp úr tönn. Föt hennar vom rifin. Maöurinn var margsaga um ýmis- legt í máhnu, til dæmis um hvort hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Hann viðurkenndi ekki að hafa haft samfarir viö stúlkuna gegn vilja hennar en gekkst við að hafa slegið hana inni í bílnum. Umræddur maður hefur áöur hlot- iö refsidóma, s.s. fyrir þjófriað og skjalafals. Við ákvörðun refsingar tók héraðsdómur mið af því að í nóv- ember 1990 fékk hann reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum 7 mánaða fang- elsisrefsingar. Þar sem hann þótti með framangreindu broti hafa rofiö skilyröi þeirrar reynslulausnar vom þessir 7 mánuðir einnig dæmdir með í þessu máli. Ríkissaksóknari höfðaði einnig mál gegn sama manni með ákæm fyrir líkamsárás á karlmann og skemmdarverk á bifreiö hans. Sakbomingurinn skallaöi manninn og skemmdi síðan bíl hans. Fyrir þennan kafla ákærunnar var hann einnig sakfelldur. Samkvæmt þessu var manninum ákvörðuð samtals 2ía ára og 6 mán- aða fangelsisrefsing. Lögmaður stúlkunnar lagöi fram skaðabóta- kröfu upp á 5,2 milljónir króna en sakbomingurinn féllst aðeins á að greiöa 50 þúsimd vegna hnefahöggs sem hann veitti stúlkunni. Héraðs- dómur dæmdi manninn hins vegar til að greiða henni 334 þúsund krónur í miskabætur. Hann var dæmdur til að greiða 180 þúsund krónur í mál- svamar-ogsaksóknaralaun. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.